Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
EKKI er hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið í þjóðhátíðarskapi á 17. júní. Þessi unga stúlka lét
það þó ekki á sig fá heldur spennti upp regnhlífina sína til að veijast vatni og vindi.
Morgunblaðið/Jim Smart
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, leggur blómsveig
að minnisvarðanum um Jón Sigurðsson á Austurvelli.
Hátíðahöld á höfuðborgarsvæðimi 17. júní.
Góð aðsókn þrátt
fyrir hryssings-
legt veður
LÖGREGLA og skipuieggjendur
hátiðahaldanna 17. júní á höfuð-
borgarsvæðinu eru sammála um
að þjóðhátíðin hafi almennt farið
vel fram og verið ágætlega sótt
þótt heldur hryssingslegt veður
hafi orðið til að draga nokkuð úr
aðsókn.
Reykjavík
í Reykjavík fóru hátíðahöldin
nyög vel fram og án nokkurra
vandræða, að sögn Geirs Jóns
Þórissonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns. Sagðist hann ekki
vita betur en að fólk hefði al-
mennt verið ánægt með þá dag-
skrá sem f boði var enda hefði
verið margt um manninn í mið-
bænum meðan skemmtiatriðin
stóðu sem hæst. „Hér voru vel
yfir 20.000 manns um daginn en
heldur fækkaði þó þegar kvöld-
aði og ég hugsa að um
8000-10.000 manns hafí fylgst
með þeirri dagskrá sem þá fór
fram,“ sagði Geir Jón. Hann
sagði eitthvað hafa verið um ölv-
un um kvöldið en hún mun þó
ekki hafa valdið neinum vand-
ræðum. Þá munu hátíðahöldin
hafa gengið slysalaust fyrir sig
nema hvað ungur maður féll of-
an af styttunni af Ingólfi Arnar-
syni á Arnarhóli og meiddist á
fótum.
Seltjarnarnes
Haukur Geirmundsson, æsku-
lýðs- og tómstundafulltrúi Sel-
tjarnarness, var ánægður með
hátíðahöldin þar í bæ. „Þetta
gekk alveg frábærlega. Skrúð-
gangan var að vísu ekki eins Qöl-
menn og venjulega en Eiðistorg
var hins vegar troðfullt allan
þann tíma sem dagskráin stóð yf-
ir. Þetta gekk líka allt afskap-
lega vel fyrir sig og við erum því
mjög ánægð með hvernig til
tókst,“ sagði Haukur. Lögreglan
á Seltjamamesi tók undir orð
Hauks og sagði hátíðahöldin hafa
farið hið besta fram.
Mosfellsbær
Að sögn Eddu Davíðsdóttur, tóm-
stundafulltrúa Mosfellsbæjar,
gengu hátíðahöld þar vel fyrir
sig. Þó segir hún veðrið hafa
strítt mönnum svolítið og að
heldur færri en venjulega hafí
tekið þátt í gleðskapnum. „Hér
vom aðallega á ferð foreldrar
sem vildu leyfa börnum sínum að
taka þátt í skrúðgöngunni og
Engu líkt!
Nám í málaskóla er árangursríkt
og ógleymanlegt sumarleyfi.
Kynntu þér málið.
Samvinnuferðir
Landsýn
Á VBrOi fyrir þigl
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
MARGT var um manninn á Amarhóli í gær til að fylgjast með þeim skemmtiatriðum sem boðið var uppá.
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞÓREY Sigþórsdóttir, leikkona, flutti
ávarp fjallkonunnar að þessu sinni.
þess háttar. Við sáum
hins vegar minna en
venjulega af öðra fólki,“
sagði Edda.
Kópavogur
í Kópavogi er áætlað að
um 4.000-5.000 manns
hafi tekið þátt í hátíða-
höldum á Rútstúni, að
sögn Lindu Udengard,
æskulýðsfulltrúa. Sagð-
ist hún ánægð með alla
þætti hátiðarinnar aðra
en veðrið og kvað þá
nýbreytni að bjóða uppá
kvölddagskrá hafa gefið
góða raun. „Ég held að
fólk í Kópavogi hafi al-
mennt verið ánægt með
þann kost að geta hald-
ið þjóðhátíð í sinni
heimabyggð. Hér gekk
líka allt vel og segja má
að dagurinn hafi runnið
Lögreglan um handtöku herstöðva-
andstæðinga á Ingólfstorgi
Ekkert ðeðlilegt
við handtökuna
GEIR Jón Þórisson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn í Reykjavík, seg-
ir herstöðvarandstæðingana þrjá
sem handteknir voru á Ingólfs-
torgi í gærmorgun, hafa verið
gripna þar sem þeir hafi haft
mótmæli sín í frammi á afmörk-
uðu hátíðarsvæði þar sem skipu-
lögð dagskrá átti að fara fram.
Geir Jón, sem var einn þeirra
lögreglumanna sem stóð að
handtökunni, segir lögregluna
hafa lagalegar forsendur fyrir
þessari aðgerð og að ekkert sé
óeðlilegt við hana. Mennirnir
þrír hafi einfaldlega verið hand-
teknir þar sem þeir trufluðu hina
fyrirfram ákveðnu dagskrá með
því að fara inn á hátíðarsvæðið.
Síðan hafi þeir verið færðir til
stuttrar yfirheyrslu og loks
sleppt aftur að henni lokinni.
Sagði Geir Jón jafnframt að
mönnunum hefði verið fyllilega
heimilt að koma boðskap sínum á
framfæri annars staðar en á af-
mörkuðu hátíðarsvæði. Við því
hefði lögreglan ekki amast.
afskaplega ljúft og blautt í
gegn,“ sagði Linda. Lögreglan í
Kópavogi var að sami skapi
ánægð og sagðist ekki hafa
þurft að skipta sér af nokkmm
hlut meðan á dagskrá hátíða-
haldanna stóð.
Garðabær
Gunnar Einarsson, forstöðumað-
ur fræðslu- og menningarsviðs
Garðabæjar sagði þátttöku í öll-
um dagskrárliðum hátíðahald-
anna í Garðabæ hafa verið góða.
„Nefna má að kvenfélagið var
með kaffisölu í skólanum og þar
var fullsetið. Síðan vomm við
með dagskrá í íþróttahúsinu frá
17-18 og ég giska á að þar hafi
verið 500-600 manns. Um kvöldið
var svo diskótek fyrir yngri kyn-
slóðina og þar var hin besta
stemmning hjá foreldram og
börnum,“ sagði Gunnar. Lögregl-
an í Garðabæ þurfti að eigin
sögn að hafa meiri áhyggjur af
veðrinu en þátttakendum í hátíð-
ardagskránni og kvað ekkert
óeðlilegt hafa borist inn á sitt
borð.
Hafnaríjörður
í Hafnarfirði gerði veðrið sitt
besta til að setja strik í reikning
skipuleggjenda hátíðarhaldanna
og sagði Arni Guðmundsson
framkvæmdastjóri 17. júní-
nefndar Hafnarfjarðar það hafa
verið afar erfitt að halda dag-
skránni gangandi með eðlilegum
hætti yfir daginn. Það mun þó
hafa tekist og kvaðst Árni
merkja að fólk hefði verið ánægt
með þau atriði sem í boði voru.
Þá sagði hann að dagskrárliðir
kvöldsins, svo sem djasstónleik-
ar og gömlu dansarnir hefðu
komið afskaplega vel út og væru
Hafnfirðingar því ánægðir þeg-
ar á heildina væri litið. Lögregl-
an í Hafnarfírði tók í sama
streng og sagði hátíðahöldin
hafa gengið ljúflega og slysa-
laust fyrir sig. Helst væri hægt
að kvarta undan veðrinu.