Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 10

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 10
10 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný námsskrá til almennra ökuréttinda mun brátt líta dagsins ljós Nýja hafskipahöfnin á Höfn í Hornafirði Kröfur til öku- nema hertar SAMKVÆMT nýrri námsskrá til al- mennra ökuréttinda, sem Umferðar- ráð og Ökukennarafélag íslands eru að ljúka vinnu við, mun ökunámið kalla á verulega aukningu í náms- tíma, m.a. mun fræðilega námið vera 24 klst. í ökuskóla. Gert er ráð fyrir að námsskráin taki gildi bráðlega. Námsskráin tekur mið af því að tilgreina viðhorf, þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að nýliðinn geti ekið með sem mestu öryggi, fyrirhyggju og framsýni, sam- kvæmt upplýsingum frá Umferðar- ráði. Verður námsskráin leiðbein- andi fyiár ökunema, ökukennara, ökuskóla og prófdómara og segir til um hvað ökunemi skuli kunna, skilja og þekkja til að fá útgefíð ökuskírteini. „Þetta er ný námsskrá sem leysir aðra mun eldri af hólmi,“ segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs. „I heild sinni höldum við að með námsskránni séum við að gera mjög góða hluti. Þessi náms- skrá er mjög ítarleg, það er tekið á ýmsum þáttum sem varða það hvernig ökupróf eiga að fara fram til þess að ökunemar geti staðist próf. Þeir þurfa að hafa þekkingu á miklu meiru en áður tíðkaðist í ökunámi og í, samræmi við breyttar aðstæður. Ég nefni t.a.m. að í samræmi við nýju námsskrána á nú að sýna fram á að ökuneminn viti hvernig eigi að aka í gegnum jarðgöng með mis- munandi hætti.“ Bætir vonandi menntun ökunema Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags íslands, segist binda vonir við að ný ökunámsskrá bæti menntun ökunema og vonast jafnframt til að hún verði tekin í gildi sem fyrst. Hins vegar lýsir hann því sem skoðun sinni, að náms- skrá þar sem kveðið er á um auknar kröfur til ökunema leysi ekki ein og sér þann vanda sem við er að etja, sem er há slysatíðni ungra öku- manna, en samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs eru 17-20 ára gamlir einstaklingar 20% þeirra sem létust eða slösuðust í umferðinni árið 1997. Þarf að tryggja að eftir námsskrá sé farið „Það þarf líka að tryggja það að eftir námsskránni verði farið,“ segir hann og bendir á að jafnræði ríki ekki á meðal ökunema með tilliti til búsetu þeirra. „Víða er ekki hægt að prófa í þeim þáttum sem nútímaum- ferð krefst og menn þurfa líka að gera greinarmun á ökutækjastjórn- un sem slíkri og því að vera stjórn- andi verkfærisins í umferð innan um samborgarana. Menn vilja gjaman rugla þessu tvennu saman, að ef við- komandi er leikinn í því að stjórna ökutækinu þá sé allt í lagi, jafnvel þótt öll viðhorf til umferðar samfé- lagsins séu kolbrengluð. Það er þetta sem þarf að taka á.“ Of snemmt að ræða bein- ar siglingar til Evrópu FORSVARSMENN skipafélag- anna segja of snemmt að svara til um hvort beinar siglingar verði teknar upp milli Hafnar í Horna- fírði og Evrópu með tilkomu nýju hafnarinnar sem þar er ráðgert að byggja. Formaður hafnarstjómar telur nýju höfnina auka samkeppn- ishæfni staðarins og að ekki sé óraunhæft að teknar verði upp beinar siglingar þaðan til Evrópu. Guðmundur Daníelsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Samskipa, segir að siglingar íyrirtækisins miðist við hvar flutn- inga er að hafa og ef þeir komi frá Hornafirði í framtíðinni þá muni verða litið til þess. „Gallinn er sá að frá Homafirði er einungis útflutn- ingur,“ sagði hann. „Við komum alltaf við í Vestmannaeyjum á út- leið þannig að við verðum þá að kanna hvort það borgar sig að koma við á Hornafirði. Það er ekki útilokað en við emm með vikulega strandflutninga þangað í dag.“ Aðalatriðið að kaup- skip komist inn Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skips, sagði að beinar siglingar væi-u þegar á vegum félagsins frá Isafirði, Akureyri, Vestmannaeyj- um og Eskifirði auk Reykjavíkur til Evrópu og að ekki hafi komið til tals að koma við víðar á landinu. „Aðalatriðið varðandi Höfn er að kaupskip komist þar inn. Vanda- málið er að það er á mörkunum að skip í strandsiglingum geti komið þar við,“ sagði hann. „Flutning frá Austfjörðum höfum við lestað á Eskifírði." „ , , Morgunblaðið/Jim Smart FORSETI Islands sæmdi ellefu Islendinga riddarakrossi og einn Islending stórriddarakrossi á þjóðhátíðardaginn. HERRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, sæmdi Sigurð Magnússon, íþrótta- frömuð, stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöð- um 17. júní. Þá sæmdi hann Ágúst Guðmundsson Fálkaorðan veitt á Bessastöðum kvikmyndagerðarmann, Birgi Þorgilsson ferðamálafrömuð, Braga Ámason prófess- or, Braga Einarsson forstjóra, Gunnar Eyj- ólfsson leikara, Karólínu Eiríksdóttur tón- skáld, Katrínu Hall listdanssljóra, Rakel 01- sen útgerðarmann, Rannveigu Rist for- sijóra og Sæunni Axelsdóttur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Biskup Islands kynnir nýtt merki þjóðkirkjunnar á prestastefnu Helgigöngur setja svip sinn á dagskrána Morgunblaðið/Jón Svavarsson BISKUP íslands, Karl Sigurbjörnsson, stýrir prestastefnu sem hefst næstkomandi þriðjudag. NÝR svipur verður yfír dagskrá prestastefnu í ár en hún hefst næst- komandi þriðjudag og verður haldin á Kirkjubæjarklaustri. Hún er ein fjölsóttasta prestastefna sem haldin hefúr verið, en hana sækja um 200 manns, 112 prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar, auk fyrirlesara, starfsmanna biskupsstofu og gesta. Einnig um 50 makar og 15 börn prestshjóna. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, er spurður hvaða nýju áherslur séu í dag- skránni að þessu sinni. „Við leggjum núna megináherslu á upplifun og samleið. Prestar og djáknar hittast til að ganga saman spöl á þessum helga stað, Kirkju- bæjarklaustri, og nágrenni hans og er almenningi boðin þátttaka í hluta dagskrárinnar. Þjóðin og kirkjan eru á leið til Þingvalla næsta sumar þar sem við minnumst þess að þessi samleið þjóðar og Krists hefur stað- ið í þúsund ár,“ segir biskup og er þar að vísa til þess að yfirskrift dag- skrárinnar er „Samleið með Kristi" og verður þrisvar farið í svonefndar pílagrímagöngur. Pflagrímsferðir eru gömul hefð „Það er gömul hefð í trúnni að vitja helgra staða, pílagrímsferðir kallast það. Prestastefnan verður pílagrímsferð þar sem við hugleið- um fagnaðarerindið og hlustum á rödd landsins og sögunnar en líka rödd eigin sálar og líkama. Á pfla- grímagöngu rifja menn upp söguna og fínna um leið þreytuna á sjálfum sér, vöðvum, sinum og beinum á göngunni um leið og sólin skín eða regnið drýpur. Við finnum okkur í sporum fólks sem gekk á undan og átti hlutdeild í þessari sömu sögu, sömu reynslu og höndlaði sömu von.“ Biskup segir að prestastefnu sé meðal annars vahnn staður á Kirkjubæjarklaustri að þessu sinni vegna þess að Kirkjubær tengist upphafí kristninnar á Islandi. „Þar skynjum við vel samhengi sögunnar og trúarlífsins. Á Kirkjubæ var helgisetur löngu áður en klaustur komu til sögunnar. Með klaustrinu hafa áhrifin aukist til muna og djúp spor verið mörkuð. Þegar klaustrin lögðust af tóku heimilin við, ekki síst prestsheimilin, með uppeldis-_, líknar- og menntunarstarf sitt. A Kirkjubæjarklaustri er okkur eld- presturinn, séra Jón Steingrímsson, ofarlega í huga. Hann taldi kjark í fólkið þegar skelfingar Skaftárelda dundu yfír,“ segir Karl. „Kirkjubæjarklaustur er því til- valinn staður á svo margan hátt. Hann minnir á þessa samleið þjóðar og kristni og tengir við þann grund- völl sem lagður var á Þingvöllum íyrir þúsund árum og við minnumst þar næsta sumar. Kirkjubæjar- klaustur minnir áþreifanlega á lífs- háskann, nánd ógnar og eyðingar, en ekki síður á þátt trúarlífsins sem gefur manninum kjark og von and- spænis ofurefli." Prestastefnan hefst eftir hádegi næstkomandi þriðjudag með guðs- þjónustu í Prestsbakkakirkju þar sem séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, predikar. Eftir það flytur biskup yfirlitsræðu sína en á prestastefnu mun Sólveig Pétursdóttir, kirkjumálaráðherra, flytja ræðu og Jón Helgason, forseti kiríjuþings, ávarpar prestastefnu. Helgigöngur eru síðdegis á þriðju- dag og á miðvikudegi en síðasti dag- ur prestastefnunnar fer í umfjöllun um nýja námskrá vegna fermingar- fræðslu, jafnréttisáætlun kirkjunn- ar og fleira. Á prestastefnu verður sett upp sýning á myndum sem Haraldur Ingi Haraldsson setti upp á kirkjulistaviku á Akureyri og hef- ur yfirskriftina Jesús Kristur eftir- lýstur. Eru þar ljósmyndir af lista- verkum frá ýmsum tímum, erlend- um og innlendum, sem varpa ljósi á spuminguna hver er Kristur og hvaða svör hafa verið veitt við henni. Þá má nefna að kynnt verður nýtt merki kirkjunnar. „Já, þetta er nýtt merki, tákn þjóðkirkjunnar sem biskupsstofa mun nota, en einnig kirkjuráð og stofnanir og starfs- greinar kirkjunnar. Merkið teiknaði Jóna Sigríður Þorleifsdóttir hjá Auglýsingastofu Kristínar og það á að vera í senn sameinandi og hvetj- andi fyrir sjálfsmynd kirkjunnar, fyrir biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju,“ segir biskup um merkið sem kynnt verður á þriðjudag. En aftur að helgigöngunum. „Síðdegis á þriðjudag býð ég al- menningi með okkur í helgigöngu frá Systrafossi að Systrastapa og þaðan horfum við að Eld- messutanga þar sem hraunið stöðv- aðist. Einnig verður staldrað við á nokkrum stöðum og farið með texta og sungið og við Systrastapa verður lesin frásögnin af eldmessunni." íhuguð smæð mannsins Biskup segir að á miðvikudag muni prestar halda að Núpsstað og verður þá íhuguð frásögnin af göng- unni til Emmaus, þegar Kristur slóst í för með lærisveinunum tveimur sem þekktu hann ekki fyrr en hann braut brauðið. ,Á Núpsstað göngum við til altaris í þessu litla bænahúsi við beljandi vötnin, þar sem fólk átti sér áningarstað áður en lagt var í þau eða þau voru að baki og síðdegis verður síðan haldið niður í Meðalland, litla og lága sveit á ströndinni og höfð helgistund í Langholtskirkju," segir Karl en þar ætlar Sigurbjörn Einarsson biskup að hugleiða smæð mannsins og sorg á þeim stað sem mótaði mjög Iíf hans í bemsku en hann er fæddur í nágrenninu. „Á miðvikudagskvöld býð ég al- menningi til guðsþjónustu klukkan 23 í gamla kirkjugarðinum á Kirkjubæjarklaustri. Þar munum við syngja og biðja og tveir sérþjón- ustuprestar, þau séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahús- prestur og séra Hreinn Hákonarson fangaprestur, munu flytja okkur hugleiðingar. Myrkrið og ógnin í líf- inu eru ekki bara af völdum nátt- úruhamfara heldur getur svo margt annað komið til.“ Biskup er að lokum spurður hvort þessi nýskipan í dagskrá eigi sinn þátt í að prestastefnan er nú betur sótt en nokkru sinni: „Mér fínnst sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún er sótt og ekki síst hversu margir geta tekið fjölskyld- una með, maka og böm. Það hefur ekki verið svo almennt áður og ég vona að það sé vegna þess að samfé- lagið sé eftirsóknarvert og dagskrá prestastefnunnar einnig.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.