Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 13
FRÉTTIR
Þrjú ungmenni úr SOS-barnaþorpum stödd hérlendis
Morgunblaðið/RAX
ÞRJÚ ungmenni frá Indlandi og Víetnam, sem hlotið hafa uppeldi í SOS-barnaþorpum, eru í heimsókn hér
á landi í tilefni 50 ára afmælis alþjóðasamtakanna og 10 ár afmælis SOS hér á landi. Frá vinstri: Tenzing
Lahdon, frá Indlandi, Chung Nguyen, frá Víetnam, Ulla Magnússon, framkvæmdastjóri SOS-barnaþorpa á
Islandi, og Jijil Ramakhrisnan frá Indlandi.
Halldór Asgrímsson um Evrópuráðið
Lagði áherslu á
þatt þess
HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra og formaður ráðherra-
nefndar Evrópuráðsins, lagði ríka
áherslu á hlutverk Evrópuráðsins í
uppbyggingu Kosovo þegar hann
ávarpaði ráðstefnu sveitar- og hér-
aðsstjórna í Evrópu (CLRAE) í
Strassborg á miðvikudag.
Ráðstefna sveitar- og héraðs-
stjórna er ráðgefandi stofnun inn-
an Evrópuráðsins en eitt mikilvæg-
asta verkefni hennar er að efla lýð-
ræði í sveitar- og héraðsstjómum
og stuðla að auknu samstarfi milli
þeirra í aðildarríkjum ráðsins.
Ráðstefnan kemur saman einu
sinni á ári í Strassborg og sitja
hana fulltrúar frá aðildarríkjunum.
I máli sínu lagði utanríkisráð-
herra ríka áherslu á hlutverk Evr-
ópuráðsins í uppbyggingarstarf-
inu í Kosovo að átökum loknum,
að því er segir í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu. Evrópu-
ráðið byggi yfír mikilli sérþekk-
i Kosovo
ingu á sviði mannréttindamála,
uppbyggingu lýðræðislegra stofn-
ana og réttarríkis, sem mikilvægt
væri að nýta með sem bestum
hætti í samstarfi við aðrar al-
þjóðastofnanir. Hann lýsti ánægju
sinni með starf ráðstefnu sveitar-
og héraðsstjóma á þessu sviði og
áréttaði mikilvægi þess fyrir lýð-
ræðisþróun í álfunni.
Utanríkisráðherra greindi jafn-
framt frá fyrirhugaðri ferð sinni til
Bosníu-Hersegóvínu ásamt fram-
kvæmdastjóra Evrópuráðsins en
Bosnía-Hersegóvína hefur sótt um
aðild að Evrópuráðinu. Að ávarp-
inu loknu svaraði utanríkisráð-
herra spurningum frá fulltrúum á
ráðstefnunni.
Utanríkisráðherra undirritaði
einnig á miðvikudag rammasamn-
ing Evrópuráðsins um samstarf
byggðarlaga og svæðisbundinna
yfirvalda yfir landamæri ásamt
tveimur bókunum við hann.
Skemmtilegt að hitta
stuðningsforeldra
Menn og mýs í PC Week
Forritið DNS
Expert fær lofsam
lega umsögn
f tilefni af 50 ára afmæli alþjóða-
samtaka SOS-bamaþorpa og 10
ára starfsafmælis SOS á Islandi eru
stödd hér á landi þijú ungmenni
frá Indlandi og Víetnam sem öll
hafa hlotið uppeldi í SOS-bama-
þorpum í sínum heimalöndum.
Ungmennin komu á þriðjudag
og verða hér í viku. Á miðvikudag
fóru þau með Ullu Magnússon,
framkvæmdastjóra SOS hérlendis,
í sund í Hafnarfirði og fannst mik-
ið til koma.
Jijil Ramakhrisnan er 19 ára
Indveiji. Hann, eins og stúlkurnar
tvær, Chung Nguyen, 17 ára Ví-
etnami, og Tenzing Lahdon, 16
ára Indveiji, hefur siðustu misseri
stundað nám við menntaskóla í
Noregi sem nefnist The Red Cross
Nordic - United World College.
Ramakhrisnan hefur nú lokið
náminu í Noregi og hyggst leggja
stund á upplýsingafræði í Uni-
versity of Carleton í Ottawa í
Kanada. Stúlkurnar eiga enn eitt
ár eftir í Noregi. Nguyen sagði að
hana langaði í háskóla í Malasíu
eftir námið í Noregi en Lahdon
sagðist hafa áhuga á Iæknisfræði.
Ramakhrisnan og Lahdon eiga
bæði norska stuðningsforeldra en
Nguyen á sænska. Ramakhrisnan
og Nguyen sögðust bæði hafa hitt
sína stuðningsforeldra og að það
hefði verið afar skemmtileg
reynsla, þar sem gömul sendibréf
hefðu verið skoðuð og gamlar
minningar í'ifjaðar upp.
Ramakhrisnan sagðist eiga SOS
margt gott að gjalda.
Ulla sagði að ungmennin væru
góðir fulltrúar SOS því þetta
væru allt klárir krakkar. Hún
sagði að ætlunin væri að sýna
þeim eins mikið af Islandi og hægt
væri á þeim stutta tíma sem þau
væru hérna en þegar blaðamaður
Morgunblaðsins hitti þau voru þau
nýbúin að skoða miðbæinn og
fannst Ramakhrisnan heldur mik-
ið af bílum hér, sérstaklega miðað
við fólksfæðina.
Rúmlega 3000 börn í bamaþorp-
um SOS í 92 löndum eiga stuðn-
ingsforeldra hér á landi og er það
hlutfallslega hærri tala en í
nokkru öðru landi. Á þeim 10 ár-
um sem SOS-bamaþorpin hafa
starfað hér á landi hafa verið send-
ar rösklega 155 miHjónir íslenskra
króna til framfærslu þessara
barna.
I tilefni af afmælj alþjóðasam-
takanna og SOS á íslandi verður
haldin skemmti- og fræðsluhátíð í
Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag-
inn klukkan 15.
ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið
Menn og mýs ehf. hefur fengið frá-
bæra dóma fyrir nýjustu útgáfu for-
ritsins DNS Expert í hinu útbreidda
tölvutímariti PC Week. Blaðið birti
umfjöllun um DNS Expert hinn 14.
júní síðastliðinn þar sem sagt er að
forritið sé ómissandi fyrir alla net-
umsjónarmenn. I fréttatOkynn-
ingu frá Mönnum og músum segir að
DNS Expert, sem fór upphaflega á
markað sl. haust, sé hjálparforrit
fyrir umsjónarmenn nafnamiðlara
(e. Domain Name Servers). Það
greinir m.a. vandamál í uppsetningu
nettenginga og leiðbeinir um lausn
þeirra. Forritið er hið eina sinnar
tegundar í heiminum.
Samningur við Process
Software
„Menn og mýs hafa undirritað
samstarfssamning við bandaríska
fyiirtækið Process Software
(http://www.process.com). Samning-
urinn felur í sér samstarf um þróun
og markaðssetningu á DNS Expert.
Menn og mýs munu áfram annast
alla þróun á DNS Expert en fyrir-
tækin munu bæði annast dreifingu
þess, hvort undir sínu vörumerki.
Fyrirtækin munu einnig skoða
möguleika á frekara samstarfi um
þróun á nýjum vörum,“ segir enn-
fremur.
„Process Software er öflugur
bandamaður fyrir Menn og mýs.
Fyrirtækið mun verja tugum millj-
óna til markaðssetningar á fomtinu.
Árleg velta Process Software er um
1,5 milijarðar króna en það selur IP-
hugbúnað til fyrirtækja um allan
heim. Á meðal viðskiptavina Process
Software eru flest stærstu fyrirtæki
Bandaríkjanna,“ segir í fréttatil-
kynningunni.
Þar er einnig haft eftir Pétri Pét-
urssyni, framkvæmdastjóra Manna
og músa, að fyrirtækið muni sækja
fram með áframhaldandi þróun á
DNS-hugbúnaði. Þörf fyrir hjálp-
artól eins og DNS Expert vaxi
stöðugt, samfara stækkun Netsins.
Umfjöllunina er að finna á slóðinni
http://wTAW.zdnet.com/ pcweek/stor-
ies/news/0,4153,406542,00.html
Jónas Haraldsson ósáttur við starfslok sín hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna
JÓNAS Haraldsson, fyrrverandi
skrifstofustjóri og lögfræðingur ,
segist harma hvemig staðið var að
starfslokum hans hjá sambandinu.
Jónas hefur starfað fyrir LIÚ und-
anfarin 27 ár en lét af störfum fýrr í
vikunni og sakar hann Kristján
Ragnarsson um að hafa bolað sér
burt úr starfi.
Jónas segir skipulagsbreytingar
í yfirstjórn LIÚ og ráðningu nýs
framkvæmdastjóra, Friðriks J.
Arngrímssonar, vera eðlilegar að
mörgu leyti. Kristján Ragnarsson,
formaður samtakanna, sé kominn á
sjötugsaldur og því tímabært að
skipta um andlit samtakanna út á
við. Með breytingum muni Friðrik
gegna tveimur störfum sem tveir
menn hafi gegnt síðustu 40 árin.
Hann segir þannig ekkert breytast
innan forystu LIÚ nema hvað Kri-
stján dragi sig úr sviðsljósinu og
muni ekki sinna kjarasamninga-
gerð við sjómenn. Hann verði samt
áfram á framkvæmdastjóralaun-
um.
Jónas segist þannig alls ekki óá-
nægður með breytingar á yfirstjóm
Bolað burt að
vilja Kristjáns
Ragnarssonar
LIU en sé hinsvegar mjög ósáttur
við hvernig staðið var að starfslok-
um sínum, enda hafi sér verið vikið
úr starfí að ósekju. Sér hafi verið
tilkynnt um ráðningu Friðriks og
um leið verið sagt upp störfum.
„Mér var gerð grein fyrir því að ég
gæti sagt sjálfur upp með sex mán-
uða fyrirvara, ellegar yrði mér sagt
upp störfum og ég látinn vinna
þriggja mánaða uppsagnarfrest,
eins og það var orðað. Þetta var
ákveðið fyrir stjómarfundinn sem
haldinn var í síðastliðinni viku. St-
arfsfólk LIÚ spurði því hvaða aug-
um stjórnin liti þessar aðgerðir.
Kristján Ragnarsson svaraði því til
að enginn í stjóm LIU „mælti
Jónasi bót“. Mér mislíkaði þessi
framganga og gekk út og hef ekki
einu sinni sótt mína persónulegu
muni á skrifstofuna."
Jónas segir það enga launung að
samskipti sín og Kristjáns hafi síð-
ustu misserin verið orðin stirð. Með
uppsögn sinni sé framkvæmdaráð
LIÚ einungis að fara að vilja Krist-
jáns. „Mér hefur sýnst framkoma
hans í minn garð vera slík að hann
sé að reyna að ögra mér til að gef-
ast upp og hætta. Hann notar fram-
kvæmdaráðið til þess og þar tel ég
Brynjólf Bjarnason vera eitt helsta
verkfæri Kristjáns í því augnamiði.
Þetta er reyndar í annað skipti sem
Bi-ynjólfur rekur rýting í bakið á
mér,“ segir Jónas.
Kveð starfið með söknuði
Jónas segist telja sig hafa átt
mjög góð samskipti við útgerðar-
menn í gegnum tíðina og kveðji
starfið með söknuði. Hann eigi síður
en svo neitt sökótt við Friðrik J.
Arngrímsson. „Við emm ágætis
kunningjar og hann meira að segja
tekið son minn, sem er laganemi, í
vinnu. Ég hlakkaði til að starfa með
honum, enda er hann að mínu mati
besti maðurinn sem samtökin gátu
fengið sem framkvæmdastjóra. Ég
tel mig einnig hafa átt mjög gott
samstarf við útgerðarmenn um allt
land, sem og sjómannasamtökin,
þótt vissulega hafi ég tekið nokkrar
rimmurnar við forystumenn þeirra
eins og starfið gefur tilefni.“
Hvorki Kristján Ragnarsson né
Brynjólfur Bjarnason vildu tjá sig
um málið við Morgunblaðið í gær.
Ekki verður ráðið í stöðu lögfræð-
ings LÍÚ fyrr en Friðrik kemur til
starfa um næstu áramót.
1 Verð á ökklaskóm
6.995.
Verð á sandölum og
| ristbandaskóm 4.995.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA
viö Snorrabraut -
Reykjavík
XRINGLAN
Krlnglunnl S-12 -
Reykjavík
Síml 551 8519
Síml 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
1