Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Höfuðborgarsvædið Tuttugu manns vinna við að breyta kúabúi í skóla fyrir Staða- og Víkurhverfí A skóla- bekk á hlöðu- loftinu FRAMKVÆMDIR við skólahúsnæði á rishæðinni í vesturálmunni á Korpúlfs- stöðum eru í fullum gangi. Þai- sem áður var hlaða í stórbúi Thors Jensens setj- ast um 110 böm á skólabekk í byrjun september. Árið 1934 voiu um 300 kýr í fjósinu á Korpúlfsstöðum, en nú, í lok aldarinnar, er gert ráð fyrir að á næstu ár- um muni um 250 börn úr Staða- og Víkurhverfi í Graf- arvogi stunda nám í þessu fyrrverandi stórbúi. Húsið hefur fengið nýtt hlutverk, en auk þess að hýsa skóla- börn hafa listamenn og Golf- klúbbur Reykjavíkur að- stöðu í öðrum hlutum þess. Ótrúlega gott ástand á húsinu Sigurður Ingi Sveinsson, verkstjóri Trésmiðju Reykjavíkur, sem sér um framkvæmdir á staðnum, sagði að framkvæmdir hefðu að mestu gengið vel. Rigning og hvassviðri undanfarið hefðu þó sett smástrik í reikninginn varðandi við- gerðir á þakinu. „Það er alveg með ólíkind- um hvað ástandið á húsinu er gott miðað hvað það hefur staðið lengi í niðurníðslu," sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að framkvæmdir hefðu hafist í mars síðastliðnum og að um tuttugu manns ynnu á staðnum um þessar mundir. A þeim stað sem nú er verið að vinna við var áður geymsla fyrir Reykjavíkur- borg og að sögn Sigurðar Inga fór drjúgur tími í að hreinsa út ýmislegt dót. Sigurður Ingi sagði að verið væri að innrétta efri hæðina, en hún verður að fullu tekin í notkun í haust. Jarðhæðin og kjallarinn verða smám saman tekin í notkun á næstu árum. I kjallaranum verður m.a. mötuneyti íyrir bömin og á jarðhæðinni verður rými Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRAMKVÆMDIR við skólahúsnæðið á Korpúlfsstöðum, sem taka á í notkun í haust, hafa að mestu gengið vel að sögn Sig- urðar Inga Sveinssonar, verkstjóra hjá Trésmiðju Reykjavíkur. Á minni myndinni má sjá maríuerlu fæða unga en hún hefur komið sér fyrir og gert hreiður á einum burðarbitanum í rjáfri hússins. vegna lengdrar viðveru í skóla. Sigmar Pétursson, veit- ingamaður í Golfskála GR í austurálmu hússins, sagði kylfinga jákvæða gagnvart framkvæmdunum í hinum endanum. „Menn eru bara ánægðir með að sjá þessar endurbæt- ur á húsinu og mikil ánægja er með að húsið skuli vera snyrt að innan og utan,“ sagði Sigmar. Hann sagðist taka því vel að fá skólaböm á svæðið í haust. Ef til vill myndi eitthvað fjölga í klúbbnum þar sem líklega myndu einhverjir ungir smitast af golfbakteríunni. Staðan metin eftir fimm ár Það var í nóvember á síð- asta ári sem borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að vest- urálma Korpúlfsstaða yrði tekin til tímabundinna nota fyrir gmnnskóla í Staða- og Víkurhverfi, en áætlaður kostnaður vegna fram- kvæmdanna er um 70 millj- ónir króna. Guðbjörg Andrea Jóns- dóttir, forstöðumaður þró- unarsviðs Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur, sagði að til að byrja með myndu böm á aldrinum 6 til 12 ára nema við skólann, en síðan myndi fjöiga um einn árgang á ári, þ.e. þau börn sem nú byrja í 7. bekk verða í ákveðnu frumkvöðulshlutverki því þau munu ætíð vera elsti ár- gangurinn í skólanum þar til þau ljúka samræmdum próf- um. Að sögn Guðbjargar er gert ráð fyrir að Víkurskóli taki til starfa árið 2001, en ekki er enn komin verkáætl- un fyrir Staðaskóla. Hún sagði að þegar Staðaskóli tæki til starfa, sem verður varla fyrr en í fyrsta lagi eft- ir fimm ár, yrði skólinn á Korpúlfsstöðum lagður nið- ur. Það er síðan menningar- málanefnd, í samvinnu við Miðgarð, byggingadeild borgarverkfræðings og byggingalistadeild Kjai’vals- staða, sem mun ákveða hvernig Korpúlfsstaðir verða best nýttir í framtíð- inni. Hreiður á burðarbita Það em ekki bara iðnaðar- mennimir á staðnum, sem era að vinna fyrir salti í grautinn, því lítill fugl, mar- íuerla, hefur komið hreiðri fyrir ofan á einum burðarbit- anum uppi í rjáfri hússins. Hleri á hlið hússins er alltaf hafður opinn til að fuglinn geti flogið út til að sækja orma og annað góðgæti fyrir afkvæmin og að sögn Sig- urður er oft fjör á loftinu. Hann sagði sambúðina við fuglinn góða og menn sýndu fuglinum fullan skilning, enda kannski sjálfir að vinna til að fæða sína unga. -------------;-----^--------1 •8' Staðsetning sölutjalda á Laekjartorgi | "-----------/. // É® Öta° AUSTUR- VÖLLUR Götumarkaður á Lækjartorgi Miðborgin BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt skilmála um götu- og torgsölu í miðborg Reykjavíkur, þar sem með- al annars er gert ráð fyrir götumarkaði á Lækjar- torgi á föstudögum og laugardögum. Götusala verður ekki heimiluð á Ingólfstorgi nema í tengsl- um við skipulagða atburði á torginu. Tillagan gerir ráð fyrir að þeir sem selja vörur á götum miðborgarinnar uppfylli ákvæði laga um verslunaratvinnu. Jafn- framt að sala á matvælum sé háð starfsleyfi Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur. Um sölu á Lækjartorgi segir að heimilt sé að selja þar ávexti, grænmeti, blóm, listmuni, heimilisiðn- að, fornmuni, notaðan og nýja fatnað og eigin fram- leiðslu s.s. ýmsa smávöru. Einungis er heimilt að leigja sama aðila einn sölu- bás og er stærð og útlit sölutjalds háð samþykki borgarskipulags. Skal það sett upp af umsjónaraðila samkvæmt skipulagi svæð- isins og aðeins á þeim stað sem leyfið nær til og hann skal einnig sjá um að taka það niður. Korpúlfsstaðir Islands- banki flytur Hafnarfjörður TIL stendur að reisa nýtt hús á lóðinni við hliðina á Hafnarborg við Strandgötu 36. Þangað flytur íslandsbanki bækistöðvar sínar og gæti það jafnvel orðið með næsta vori, að sögn Alberts Sveinssonai’ úti- bússtjóra. Með þessum flutning- um er bankinn að hag- ræða hjá sér en núver- andi húsnæði við Strand- götu 1 er of stórt. Bank- inn á kjallarann, jarð- hæðina, þar sem af- greiðslan er, og einnig rými á efri hæð, sem Hafnarfjarðarbær er nú með í leigu. Ekki stendur til að minnka umsvif bankans í Hafnarfirði og útibúið á Reykjavíkurvegi verður starfrækt áfram. Við flutningana verður útlit útibúanna endurnýjað. Hafnarfjarðarbær hef- ur nýverið fest kaup á húseign Islandsbanka að Strandgötu 1 og verður húsið allt tekið undir starfsemi bókasafnsins. Islandsbanki mun hins vegar flytja sig um set á Strandgötunni í nýja byggingu að Strandgötu 36 við hliðina á Hafnar- borg. Þar hefur staðið til um nokkurt skeið að hefja byggingarfram- kvæmdir og var í fyrstu gert ráð fyrir að afhend- ing færi fram í haust, en að sögn Alberts verður það líklega ekki fyrr en næsta vor. ------++-+------- Gróðrar- stöð stækk- ar við sig Lambhagi TILLAGA hefur verið lögð fram um breytingu á deiliskipulagi borgar- innar varðandi stækkun Gróðrarstöðvarinnar Lambhaga við Vestur- landsveg. Lóð gróðrar- stöðvarinnar stækkar um 11.200 fermetra og segir Guðný Aðalsteins- dóttir hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur að þar sé gert ráð fyrir tveimur nýjum gróðurskálum. Skýrsla Línuhönnunar um umferðarmál í Kópavogi á árunum 1992 til 1997 lögð fram í bæjarráði Urbætur á nokkrum stöðum á þessu ári Kópavogur NOKKRAR breytingar verða gerðar til að auka ör- yggi í umferðinni í Kópavogi á þessu ári. Bæjaryfirvöld í Kópavogi létu gera úttekt á umferðaröryggi og var Verkfræðistofan Línuhönn- un fengin til starfans. Skýrslan var lögð fram á fundi bæjarráðs fyrir nokkru og vora tillögur Þór- arins Hjaltasonar bæjar- verkfræðings til úrbóta sam- þykktar. Tillögur Þórarins vora helstar þær að á þessu ári verði sett stöðvunarskylda á Urðarbraut gagnvart Kópa- vogsbraut. Jafnfram verði settar upphækkaðar stein- lagnir á Urðarbraut við Kópavogsbraut, kostnaður er áætlaður 500 þúsund krónur. Að grindverk á brú á Digranesvegi yfir Hafnar- fjarðarveg verði beygt niður í gras við austurenda brúar- innar, kostnaður er áætlaður 100 þúsund krónur. Einnig að setja miðeyju á beygju á Engihjalla og stefnuörvar á vegrið, kostnaður er áætlað- ur ein milljón króna. Einnig á að athuga með bætta lýs- ingu á sama stað. í öðra lagi gerir bæjar- verkfræðingur að tillögu sinni að óskað verði sem fyrst eftir samstarfi við Vegagerðina um uppsetn- ingu myndavélar við mót Reykjanesbrautar og Ný- býlavegar til að draga úr akstri gegn rauðu ljósi og að mót Nýbýlavegar og Auðbrekku verði stefnu- greind með því að afmarka vinstri beygju af Nýbýla- vegi meðfram umferðareyju á Nýbýlavegi. Jafnframt verði vinstri beygja af Auð- brekku inn á Nýbýlaveg bönnuð. Þá er tillaga um að í sam- ráði við Vegagerðina verði ránnsakaðir nánar mögu- leikar á að auka umferðarör- yggi á Nýbýlavegi við Skeljabrekku, Þverbrekku/ Álfatún og Skemmu veg/Val- hjalla, og að umferðarörygg- isáætlun fyrir Kópavogsbæ, þ.e.a.s. framkvæmdaáætlun um aukið umferðaröryggi til 2001, verði endurskoðuð. Vandamál víða í skýrslu Línuhönnunar era fjölmörg gatnamót og einstakar götur tekin og skoðuð með hliðsjón af slysa- og tjónaskýrsum á tímabilinu 1992 til 1997. Af lestri skýrslunar má ráða að víða er úrbóta þörf, en vandamálin misstór og mikil eins og nærri má geta. I til- lögum bæjarverkfræðings er t.d. minnst sérstaklega á uppsetningu myndavéla til að stemma stigu við akstri gegn rauðu Ijósi á gatna- mótum Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar. Á um- ræddu tímabili, 1992-1997 vora skráð þar 22 óhöpp, þar af voru 9 með meiðslum. Níu óhöpp urðu þegar ekið var gegn rauðu ljósi og þar af sex með meiðslum, segir í skýrslunni. Einnig era nefnd gatna- mót Nýbýlavegar og Auð- brekku, en í skýrslunni kemur fram að á nefndu tímabili hafi orðið þar 13 óhöpp, þar af 8 með meiðsl- um, „eða meira en helming- urinn sem þykir nokkuð mikið,“ eins og þar stendur. Einnig stendur um þessi gatnamót, að í dag séu þau mjög erfið vegna mikils hraða og umferðar, án allrar stefnugreiningar, á Nýbýla- vegi. Skýrslan er seld á skrif- stofu tæknideildar Kópa- vogs, á þriðju hæð í Fann- borg 2 og kostar eintakið eitt þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.