Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Allir viðskiptabankar nema íslandsbanki hækka vexti
Fylgjumst með þró-
un markaðsvaxta
MIKLAR LÍKUR eru á því að allir
viðskiptabankarnir nema Islands-
banki hækki vexti á mánudaginn,
um leið og Seðlabanki. Seðlabanki
tilkynnti sem kunnugt er 50 punkta
hækkun stýrivaxta, úr 7,9 í 8,4%, í
vikunni. I tilkynningu frá bankan-
um kom fram að nauðsynlegt væri
að slá á verðbólguþrýsting og að að-
gerðin væri liður í því.
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, segir að vextir bankans
verði ekki hækkaðir í kjölfar til-
kynningar Seðlabankans. „Bankinn
er þegar búinn að hækka vexti. Við
gerðum það um síðustu mánaðar-
mót, um 0,4 prósentustig. Hækkun
Seðlabankans núna er af sama toga.
Við munum auðvitað fylgjast með
þróun markaðsvaxta og útlána á
næstunni. Vextir hjá okkur verða til
endurskoðunar ef ástæða þykir til,“
segir hann.
Miklar líkur á hækkun
hjá SPRON
Valur segir að bankarnir hafí
hækkað vexti um mánaðamótin,
þrátt fyrir að hækkun Seðlabanka
hafí ekki legið fyrir. „Það var
vegna þeirrar útlánaþenslu sem
hafði þá ríkt. Sú vaxtahækkun var
liður í því að stemma stigu við
þeirri þróun og hækkun Seðla-
bankans nú er af sama toga. Það
má því segja að við höfum verið að-
eins á undan Seðlabankanum," seg-
ir hann.
Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, segir að engin
ákvörðun hafi verið tekin um vaxta-
hækkun. „En ég tel miklar líkur á
því að við stígum skref í þá veru.“
Hann segir engar tölur liggja fyrir,
en þær verði í sama dúr og hækkan-
ir Seðlabankans sem tilkynntar
voru í vikunni.
10-50 punkta hækkun
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, segir bankann hafa
ákveðið vaxtahækkun á mánudag.
„Við reiknum með að hækka vexti
um 10-50 punkta, eða 0,1-0,5 pró-
sentustig," segir hann.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka íslands, segir
ekki undan því vikist að hækka
vexti til samræmis við Seðlabanka.
Viðskiptahallinn minnkar
Greiðslujöfnuður við útlönd
jan.-mars jan.-mars
milljónir króna 1999 1998
Viðskiptajöfnuður -4.479 -13.743
Vöruskiptajöfnuður -1.008 -11.155
Útfluttar vörur f.o.b. 35.893 28.896
Innfluttar vörur f.o.b. -36.901 -40.051
Þjónustujöfnuður -976 -1.857
Útflutt þjónusta aíls 13.332 12.471
ínnflutt þjónusta -14.308 -14.328
Þáttatekjur, nettó -2.885 -337
Rekstrarframlög 120 -394
Fjármagnsjöfnuður 13.056 9.818
Fjárframlög, nettó -59 -12
Hreyflngar án forða 15.648 9.124
Gjaldeyrisforði -2.533 706
Skekkjur og vantalið -8.307 3.925
VIÐSKIPTAHALLI við útlönd á
fyrsta ársfjórðungi ársins var 4,7
milljarðar króna en var 13,7 milljarð-
ar króna á sama tíma í fyrra, sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri frá
Seðlabanka íslands.
Mikil umskipti á utanríkisviðskipt-
um Islendinga á fyrsta ársfjórðungi
1999 stafa aðallega af minni halla í
vöruviðskiptum að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá Seðlabank-
anum.
Þessi breyting vöruskiptajöfnuðar
til batnaðar frá sama tíma í fyrra
skýrist af sérstökum þáttum, s.s.
kaupum og sölu á skipum og flugvél-
um, en einnig af meiri útflutningi
sjávarafurða í ár en í fyrra.
Halli á þjónustujöfnuði minnkaði
nokkuð á milli ára og nam um 1
milljarði króna. Þáttatekjur nettó,
þ.e. laun, vextir og arður af fjár-
festingu, voru neikvæðar um 2,9
milljarða króna á fyrsta fjórðungi
ársins.
Fjárinnstreymi var 13,1 milljarður
króna á fyrsta ársfjórðungi, sem
skýrist af miklum lántökum lána-
stofnana í útlöndum.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
jókst á fyrsta ársfjórðungi um 2,5
milljarða króna og nam 32,6 milljörð-
um króna í lok hans.
Skekkjuliður greiðslujafnaðar er
stór og var neikvæður um 8 milljónir
króna á fyrsta ársfjórðungi 1999.
Það þýðir að ekki hefur tekist að afla
upplýsinga um allt fjárútstreymi frá
landinu en líklegast er að fjárfesting-
ar íslendinga erlendis séu vantaldar
í uppgjörinu.
Sérútgáfa um Japan
fylgir Morgunblaðinu á
morgun, sunnudaginn
20. júní.
JRrcigttfiMflfrÍfe
Viðbrögð fjármálafyrirtækja við
vaxtahækkun Sedlabankans
Líkur á að
hlutabréf lækki
enn í verði
AÐ MATI Viðskiptastofu Lands-
bankans hefur vaxtahækkun Seðla-
bankans slæm áhrif á samkeppnis-
stöðu íslenskra fyrirtækja, þar sem
fjármagnskostnaður fer hækkandi.
Seðlabankinn tilkynnti í vikunni um
að stýripunktar myndu hækka um 50
punkta á mánudag. „Arðsemi ís-
lenskra fyi-irtækja er lítil í alþjóðleg-
um samanburði en hátt vaxtastig
hefur íþyngjandi áhrif á afkomu fyr-
irtækjanna þó svo að áhrifin séu
breytileg eftir atvinnugreinum. Það
eru því allar líkur á að hlutabréf
lækki enn í verði hér á landi,“ segir í
áliti Viðskiptastofunnar.
I álitinu segir ennfremur að hækk-
unin komi ekki á óvart vegna frétta
um hækkun á neysluverðsvísitölu
síðustu mánuði. „I ljósi þessa eru
það eðlileg viðbrögð hjá Seðlabank-
anum að hækka vexti og koma
þannig í veg fyrir að mikil innlend
eftirspurn leiði til enn frekari hækk-
unar á verðlagi."
Hins vegar er Viðskiptastofa
Landsbankans á þeirri skoðun að
vafamál sé hvort vaxtahækkun ein og
sér nægi til að slá á þenslu. „Þegar
vextir eru þegar mjög háir þá er ekki
gefið að frekari hækkun dragi úr
þenslu þar sem hátt vaxtastig hefur
tdl þessa ekki leitt til aukins spamað-
ar í hagkerfinu. Sömu rök eiga við
lækkun vaxta þegar vextir eru þegar
mjög lágir fyrir. Það er því afar brýnt
að auknu aðhaldi í peningamálum
fylgi aukið aðhald í ríkisfjármálum og
ríkissjóður verði rekinn með mun
meiri afgangi en núverandi áætlanir
gera ráð fyrir. Einnig þurfa sveitarfé-
lög að draga úr hallarekstri sem auk-
ist hefur síðustu misseri."
Lækkað verð hlutabréfa
í fjármálafyrirtækjum
í Morgunpunktum Kaupþings er
tekið í sama streng. „Vaxtahækkun
Seðlabankans ætti að hafa nokkur
áhrif á innlendan hlutabréfamarkað.
Ekki er óeðlilegt að gera ráð fyrir
að hlutabréf fjármálafyrirtækja
muni lækka í kjölfarið. Þar kemur
bæði til hækkandi fjármagnskostn-
aður bankanna, hugsanlegur þrýst-
ingur á vaxtamun, sér í lagi gagn-
vart stærri viðskiptavinum, og
gengistap vegna lækkandi ávöxtun-
arkröfu.“
Verðbólguspá FBA
ekki endurskoðuð
I Morgunkomi Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins er sagt að aðgerðú
Seðlabankans séu í „fullu samræmi
við væntingai- og skoðanir FBA...“
FBA telur að aðgerðimar treysti
peningamálastefnuna í sessi og leiði
til styrkingar á krónunni, sem muni
treysta verðlag. „Þá munu aðgerðirn-
ar, ásamt áhrifum lausafjárkvaðar á
lánastofnanir, slá á innlenda eftir-
spum. Síðamefhdi þátturinn er mjög
mikilvægur, þar sem uppsöfnuð
hækkunarþörf virðist hafa myndast
hjá ýmsum aðilum, t.a.m. í þjónustu-
geiranum. Verðbólguspá FBA, sem
hljóðar upp á 3,6-3,9% hækkun yfir
árið, verður ekki endurskoðuð fyrst
um sinn enda var gert ráð fyrir nokk-
urri styrkingu krónunnar í forsend-
um hennar.“
Lækkandi langtímavextir
I fréttaauka Viðskiptastofu ís-
landsbanka, F&M, segir að venjan sé
sú að hækkun langtímavaxta fylgi í
kjölfar hækkunar skammtímavaxta.
„Nú eru aðstæður hins vegar þannig
að langtímavextir hafa verið að
hækka vegna sérstakra aðstæðna á
markaði, sem rekja má til [lausafjár-
reglna Seðlabankans]. Mjög hefur
dregið úr viðskiptum og bil á milli
kaup- og sölutilboða hefur aukist.
Fjármálastofnanir hafa selt löng bréf
úr birgðum sínum, sem hefur leitt til
hækkunar ávöxtunarkröfu. Engu að
síður benda aðstæður í efnahagsum-
hverflnu til lækkandi langtímavaxta.
Þar má nefna vöxt lífeyrissjóða, af-
gang á fjárlögum, uppkaup ríkisins
og það að útlit er fyrir að toppi hag-
sveiflunnar sé nú náð.“
Þjónusta Landssímans á landsbyggðinni
Metnaðarmál
hjá fyrirtækinu
í FRAMHALDI
af umfjöllun
Morgunblaðsins
um starfsemi Is-
lenskrar miðlunar
á Raufarhöfn var
leitað eftir við-
horfum Lands-
símans gagnvart
landsbyggðar-
þjónustu.
„Landssíminn
stundar metnaðarfullt starf í þjón-
ustu við landsbyggðina," segir Sæv-
ar Freyr Þráinsson, forstöðumaður
fyrirtækjasviðs hjá Landssímanum.
,ATM er fjölþjónustunet fyrir
gagnaflutninga og nýtir þann mikla
flutningshraða sem fæst á ljósleið-
arasamböndum."
,ATM-kerfið gerir okkur kleift að
tryggja bandbreidd, auk þess sem
mikið öryggi felst í notkun þess,“ seg-
ir Sævar. Að hans sögn er stöðugt
verið að þróa kerfið og bæta þjónust-
una og er stefnt að því á næsta ári að
fjölga tengipunktum um ellefu til við-
bótar við þá tólf sem nú eru til staðar.
Sævar segir alla viðbótarpunktana
verða utan Reykjavíkur.
„Menn eru ekki búnir að átta sig á
möguleikum ATM ennþá,“ segir
Sævar. ,ATM er besta lausn fyrir-
tækja og sveitarfélaga á landsbyggð-
inni, bæði vegna hagstæðrar gjald-
skrár og allra möguleikanna sem
kerfið býður upp á.“
Þegar öðrum áfanga þróunar
ATM-kerfisins verður lokið, munu
90% fyrirtækja í landinu geta tengst
því í innan við þriggja km radíus frá
tengipunkti. Sævar segir mikinn
kostnað felast í fjölgun tengipunkt-
anna og Landssíminn þurfi auðvitað
að huga að því hvar mögulegt sé að
ná til sem flestra viðskiptavina.
,ATM-kerfið er ekki hluti af al-
þjónustuskyldu Landssímans en
engu að síður er uppbygging kerfis-
ins metnaðarfull eins og sést á mark-
miði okkar um að 90% fyrirtækja
geti á næsta ári tengst ATM-kerfinu
innan þriggja km frá tengipunkti,"
segir Sævar. Hann segir að öll fyrir-
tæki muni þó geta tengst ATM-kerf-
inu en með lengri leigulínum í ein-
hverjum tilfellum.
Sævar segir ekki víst að Lands-
síminn geti til lengdar haldið sama
verði á þessari þjónustu óháð fjar-
lægðum. „Við sjáum fram á sam-
keppni í gagnaflutningum, sem að
minnsta kosti fyrst um sinn mun ein-
göngu fara fram á höfuðborgarsvæð-
inu. Það er eðli málsins samkvæmt
ódýrara að reka gagnaflutningsnet í
þéttbýli eingöngu en að byggja það
upp um allt land,“ segir Sævar.
Sævar Freyr
Þráinsson