Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 21 með frábærum garðsláttuvélum á besta verðinu í bænum Rafmagnssláttuvél 800 w 29 cm sláttubreidd Hæðarstilling Frá 2,5 cm - 5,5 cm Grassafnari 20 lítrar É Þyngd 10 kg / Fyrir allt að 300 / fm lóð l Bensínsláttuvél 3,5 Hö Briggs & Stratton mótor 53 cm sláttubreidd Hæðarstilling Frá 2,5 cm - 7,0 cm Jjjl Grassafnari 50 lítrar Þyngd 32 kg \ Fyrir allt að ÆSmi- 1200 fm lóð Wm «£> Bensínsláttuvél sjálfdrifín 6,0 Hö Briggs & Stratton mótor 53 cm sláttubreidd Hæðarstilling Frá 2,5 cm - 7,0 cm Jr Grassafnari 50 lítrar Æ Þyngd 35 kg JÆ Fyrir allt að é'4 * 2000 fm lóð feJÉaalSÉÉ Rafmagnssláttuvél 1300 w 40 cm sláttubreidd A Hæðarstilling M Frá 2,5 cm - 7,0 cm Grassafnari 50 lítrar « Þyngd 23 kg Fyrir allt að 500 fm lóð 1 viður- KGnndir 'Jf f Strntti motorar Bensínsláttuvél 3,5 Hö Briggs & Stratton mótor 46 cm sláttubreidd Hæðarstilling Frá 2,5 cm - 7,0 cm Grassafnari 50 lítrar Þyngd 26 kg Fyrir allt að 1000 fm lóð Stjórn Baugs hf. legg- ur til hlutafjáraukn- ingu vegna Vöru- veltunnar Kaupverð nam 1.480 milljónum STJÓRN Baugs hf. hefur samþykkt tillögu til hluthafafundar, sem hald- inn verður 24. júní, um að auka hlutafé félagsins um 82,5 milljónir króna. Féð verður að hluta til notað til að fjármagna kaup fyrirtækisins á Vöruveltunni hf. Baugur keypti öll hlutabréfin í Vöruveltunni hf. í lok maí 1999 og nam kaupverðið 1.480 millj. kr. Það verður gi-eitt að hluta með sölu á hlutafé í félaginu. Miðast yfirtaka Baugs hf. á rekstri Vöruveltunnar við 1. janúar 1999. Á aðalfundi Baugs 8. apríl 1999 var samþykkt að veita stjórn heim- ild til að hækka hlutafé félagsins um 40 millj. kr. með áskrift nýrra hluta og gildir heimildin fram til 30. apríl 2000. Þessa heimild hefur stjórn fé- lagsins ákveðið að nýta nú í fyrir- huguðu hlutafjárútboði og hefur sent bréf til forkaupsréttarhafa þar sem þeim eru boðið bréfin. Hinn 11. maí 1999 gerði Baugur hf. samning um kaup á versluninni Útilíf samtals að fjárhæð 170 millj. kr. Um er að ræða kaup á öllum rekstri verslunarinnar, fasteign, vörubirgðum og öðrum rekstrarfjár- munum. í maí 1999 stofnaði Baugur hf. fasteignafélagið Stoðir hf., sem er í 100% eigu félagsins og er hlutafé þess félags fjórar milljónir króna. Félagið mun annast allan fasteigna- rekstur Baugs hf. Coca-Cola í Evrópu í vandræðum London. Reuters. í KJÖLFAR sölubanns á Coca-Cola í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg fyrr í vikunni komust samningavið- ræður forsvarsmanna átöppunar- verksmiðju Coca-Cola í Evrópu (CCB) og gríska fyrirtækisins Hellenic, sem starfar í sama geira, á fullt skrið. Hellenie áformar 6,8 milljarða dollara yfirtöku á CCB, en upphæð- in samsvarar um 500 milljörðum ís- lenskra króna. Gríska fyrirtækið hefur einnig átt í erfiðleikum vegna stríðsins á Balkanskaga, en hagnað- ur fyrirtækisins minnkaði á milli ársfjórðunga. Það kom sérfræðingum á óvart að Hellenic stæði í yfirtöku á CCB en ekki öfugt en á móti kemur að forstjóri CCB, Neville Isdell, verð- ur forstjóri nýja fyrirtækisins. CCB er í 50,1% eigu Coca-Cola fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðv- ar sínar í Atlanta í Bandaríkjunum. Kaupin fara fram með hlutabréfum í Hellenic. Ef yfirtakan verður að veruleika mun Hellenic eiga 56% hlutabréfa í nýja fyrirtækinu og CCB 44%. í nafni nýja fyrirtækisins mun Coca- Cola koma fyrir. Sérfræðingar segja yfirtökuna eðlilegt framhald af fyrri samruna átöppunarverksmiðja sem leiddi til stofnunar CCB á sínum tíma og að þeirra mati leiðir samruninn til sterkari stöðu fyrirtækisins. Áhrif sölubannsins í Belgíu Erfiðleikar Coca-Cola vegna mengunar drykkjarins, sem orðið hefur vart í Belgíu og víðar-, munu ekki hafa langtímaáhrif, að sögn talsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið gæti misst tekjur í eina til tvær vikur og það gæti ýtt undir velgengni hjá keppinautnum Pepsico. Sérfræðingar segja þó sterka markaðsstöðu Coca-Cola gera það að verkum að áhrifin verði aðeins til skamms tíma. Norrænn verðbréfasjóður fjárfestir í Búnaðarbankanum NYLEGA fjárfesti Norðurlanda- sjóðurinn, sem er norrænn verð- bréfasjóður, í Búnaðarbanka ís- lands. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins á Islandi en áður hefur hann fjárfest í SÍF. Sjóðurinn er rekinn af einu stærsta verðbréfafyrirtæki Norð- urlanda, Carnegie, en það er Verð- bréfastofan hf. sem hefur umsjón með sjóðnum hér á landi. Norðurlandasjóðurinn fjárfestir einungis í fyrirtækjum á Norður- löndum og allt að 10% eigna sjóðs- ins verður varið til kaupa á hluta- bréfum í íslenskum fyrirtækjum. Hinn hluti sjóðsins fer til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum á hinum Allt að 10% til ís- lenskra fyrirtækja N orðurlöndunum. Ragnar Þórisson verðbréfamiðl- ari hjá Verðbréfastofunni segir að langtímasjónarmið ráði öllum fjár- festingum Norðurlandasjóðsins. Lögð sé áhersla á að fyrirtækin, sem fjárfest er í, séu mjög stöndug á sínum markaði, helst markaðs- ráðandi á sínu sviði og að seljan- leiki bréfanna sé góður. Ástæðuna fyrir að Búnaðar- bankinn varð fyrir valinu nú, segir Ragnar vera þá að bankinn og sér- staklega markaðsdeild hans hafi staðið sig ákaflega vel undanfarið. „Við keyptum reyndar áður en ársfjórðungsuppgjör bankans var birt en sá árangur sem þar sést er stórkostlegur. FBA tölurnar vora góðar en þessar era mun betri og sérstaklega þegar tekið er mið af því að eigið fé Búnaðarbankans er aðeins helmingur af því sem FBA er með. Það er bæði gott og slæmt að meginþunginn af 490 milljóna króna hagnaði bankans fyrir skatt, komi úr markaðsviðskiptum. Gott fyrir markaðsdeild bankans en slæmt fyrir gamla útibúabransann og hina „reglulegu starfsemi", sem er ekki að skila nema um það bil 20 milljónum," segir Ragnar. Verðbréfastofan vill ekki gefa upp hversu mikið hlutafé Norður- landasjóðurinn keypti í Búnaðar- bankanum en að sögn Ragnars voru bréfin keypt á genginu 3,20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.