Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stríðandi fylkingar afvopnast STRÍÐANDI fylkingar á Austur-Tímor samþykktu í gær að afvopnast og halda friðinn, áður en gengið verður til kosninga um framtíð svæð- isins 8. ágúst næstkomandi. Samkomulagið var undirritað af Xanana Gusmao, leiðtoga þeirra sem berjast fyrir sjálf- stæði Austur-Tímor, og Dom- ingo Soares, leiðtoga þeirra sem vilja áfram vera undir stjórn Indónesíu. Leeson látinn laus NICK Leeson, sem hlaut fangelsisdóm fyrir svik sem leiddu til gjaldþrots Barings- banka árið 1995, verður látinn laus úr fangelsi í Singapúr 3. júlí, að því er lögfræðingur hans stað- festi í gær. Leeson mun þá hafa af- plánað nær þijú ár af sex og hálfs árs dómi sínum. í fyrra var beiðni hans um lausn af mannúðará- stæðum hafnað, eftir að hann hafði greinst með krabbamein í ristli. Gekkst hann undir læknismeðferð á sjúkrahúsi í Singapúr og var að henni lok- inni sendur aftur í fangelsið. Japanskt her- skip skaut á íbúðarbyggð JAPÖNSK stjómvöld viður- kenndu í gær að herskip jap- anska sjóhersins hefði fyrir mistök hleypt af skotum yfxr íbúðarbyggð og að yfirmenn sjóhersins hefðu komið sér hjá því í fjóra mánuði að tilkynna mistökin. Skipið lá við bryggju í borginni Maizuru i Kyoto- héraði. Við reglubundna æf- ingu 18. febrúar sl. var sprengikúlum skotið frá því yfir íbúðarbyggð, en talið er að þær hafi lent í fjalllendi í um 10 kflómetra fjarlægð. Ekki er vitað til þess að nein- ar skemmdir hafi orðið af völdum skotsins. Coca-Cola innkallað á Spáni SPÁNVERJAR innkölluðu i gær 390 þúsund flöskur af Coca-Cola sem fluttar höfðu verið inn frá Belgíu, þar sem yfir hundrað manns hafa veikst undanfarna viku eftir að hafa neytt drykkjarins. Coca-Cola-fyrirtækið segir að mistök hafi orðið við átöppun í 20 sentílítra flöskur í Belgíu, en einnig hafa fund- ist leifar sveppaeyðis í gos- dósum í verksmiðju þess í Frakklandi. Belgíska heil- brigðisráðuneytið aflétti í gær allsherjarsölubanni á vörur fyrirtækisins, en enn um sinn verður þó sala bönn- uð á vinsælustu di-ykkjunum, Coke, Fanta og Sprite. ERLENT Vopnahlé IRA undir smásjánni Trimble hvetur til rannsókna á IRA Belfast. Reuters. DAVID Trimble, forsætisráðherra og leiðtogi stærsta flokks sam- bandssinna á Norður-írlandi, fór í gær fram á það við Mo Mowlam, N- Irlandsmálaráðherra bresku ríkis- stjórnarinnar, að hún færi yfir ný- leg morð, sem framin hafa verið í héraðinu, og legði mat á hvort vopnahlé Irska lýðveldishersins (IRA) héldi enn. Ummæli Trimbles koma í kjölfar þess að reynt var að ráða Martin McGartland, fyrrver- andi liðsmann IRA sem gerðist upp- ljóstrari, af dögum í fyrradag. David Trimble Trimble sagði áhyggjuefni að orðrómur væru á kreiki að IRA hefði staðið að skotárásinni gegn McGartland, sem búið hefur undir dulnefni í Norður-Englandi, og vit- að er að IRA vildi gjarnan hafa hendur í hári McGartlands, sem í fjögur ár starfaði innan raða IRA á vegum bresku leyniþjónustunnar og er sagður hafa bjargað fimmtíu mannslífum með þeim upplýsingum sem hann gaf um aðgerðir IRA. Afleiðingarnar alvarlegar hefur IRA rofið vopnahlé Trimble sagði að svo virtist reyndar að enginn efaðist a.m.k. um að IRA hefði komið að morðunum á Eamon Collins, sem einnig var IRA-uppljóstr- ari, í vetur og tveimur eiturlyfjasölum á síðustu vikum. ,AJlir þessir atburðir hafa gerst á síð- ustu mánuðum og því verðum við að fá að vita mat Mowlam og lögreglustjórans [Ronnie Fl- anagan],“ sagði Trimble í gær. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar ef nið- urstaða rannsóknanna reynist sú að IRA hafi í raun rofið vopnahlé sitt. Samkvæmt friðarsam- komulagi hefur fjölda fanga sem meðlimir voru í IRA verið sleppt úr fangelsi á undanförnum tólf mánuðum, en þeir skilmálar samkomulagsins eru vitaskuld háðir því að IRA sé í vopnahléi. Jafnframt er það ljóst að fótunum væri kippt undan þátttöku Sinn Féin, stjómmálaarms IRA, í heimastjórn á Norður- írlandi kæmi á daginn að IRA væri að auka umsvif sín að nýju. Hringdu í okkur ef þú hefur ekki Tvær fjölskyldur heimsóttar Það er sama á hvaða aldri þú ert, það borgar sig alltaf að skipuleggja fjármálin íyrir framtíðina. bís.4 GALLUP Hvað vilja íslendingar hafa í eftirlaun? Gallup gerði könnun fyrir okknr. Bis.12 Gerbreytt sam- félag á 15 árum Breytingar á íslandi undanfarin ár hafa verið gífurlegar. bis. 10 www.vib.is Nú geturþú skoðað og bætt fjármálin þín á fyótlegri hátt en nokkru sinnifyrr! bis.is TITILGREIN SUMARBLAÐIÐ ER Lestu allar þessar fréttir um fjármál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.