Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
Offitu líkt við faraldur
í Bretlandi.
Lifshættir
Rannsokmr
„Pillan" verður ekki
bendluð við hjartaáföll.
Varað við
offítufaraldri
Beinmergs-
flutningur
auðveldaður
Boston. Associated Press.
NÝTT og sérhæft lyf sem bælir
ónæmiskerfi líkamans kann að gera
krabbameinssjúklingum mögulegt
að þiggja beinmerg frá gjöfum sem
ekki hafa nákvæmlega eins merg án
lífshættulegra aukaverkana.
Lyfið bælir einungis þann hluta
ónæmiskerfisins sem veldur höfnun
ígrædda mergsins og segja læknar
að þetta kunni að gera sjúklingum
kleift að þiggja merg án þess að
nota þurfi lyf sem auka hættu á sýk-
ingum og öðrum aukaverkunum þar
eð þau bæla ónæmisvamir líkamans
með víðtækum hætti.
Greint var frá tilraunum með nýja
lyfið í New England Journal of
Medicine 3. júní sl. Kom þar fram,
að við fyrstu tilraunir, er gerðar
voru með lyfið á dauðveikum
krabbameinssjúklingum, hafi leitt til
óvæntrar niðurstöðu, og sé þess
vænst að það komi einnig að notum
við beinmergsflutning.
Pessi nýja aðferð var þróuð á
Dana-Farber krabbameinsstofnun-
inni í Boston í Bandaríkjunum. Dr.
Eva C. Guinan segir að meðferðin
kunni að gera beinmergsflutning
mögulegan í fleiri tilfellum en nú er,
þar eð ekki verði eins nauðsynlegt
að finna merggjafa sem hafi ná-
kvæmlega eins merg og sjúklingur-
inn.
BEITA þarf öllum tiltækum ráðum
til að koma í veg fyrir að offita
verði að faraldri í Bretlandi og ekki
er nóg að ráðleggja of feitu fólki að
temja sér hollara mataræði og
hreyfa sig meira.
Þetta er niðurstaða sérstakrar
nefndar sérfræðinga á vegum
Bresku næringarstofnunarinnar
(BNF), sem hefur krufið vanda-
málið til mergjar síðustu tvö árin.
John Garrow prófessor, formað-
ur neftidarinnar, segir að beina
þurfi heilsufræðslunni að offitu,
sem sé að verða á meðal helstu or-
saka vanheilsu í Bretlandi.
„Offituvandamálið hefur ávallt
verið sniðgengið í heilsufræðsl-
unni,“ segir hann. „Fólki er hjálpað
að fyrirbyggja hjartasjúkdóma, en
Viðamiklar rannsóknir á notkun getnaðarvarnarpillunnar
ekkert er í boði fyrir þá sem vilja
grenna sig.“
Garrow segir að algengara sé að
fólk gangist undir róttækar að-
gerðir á sjúkrahúsum til að megr-
ast og breska heilsugæslan geti
sparað mikið fé með því að skipu-
leggja eigin megrunarþjónustu.
„Sem stendur bjóða aðeins einka-
fyrirtæki upp á slíka þjónustu.
Sum þeirra eru góð og önnur
slæm.“
Tæpur helmingur
karla of feitur
Tæpur helmingur allra fullorð-
inna karla í Bretlandi er of feitur
og þriðjungur kvenna, samkvæmt
nýjustu tölum nefndarinnar.
Fimmtungur breskra kvenna og
litlu færri karlar falla hins vegar
undir skilgreininguna „klíníska
offitu".
„Nauðsynlegt er að gera strax
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
að vandamálið breiðist út eins og
faraldur,“ segir í skýrslu nefndar-
innar.
í nefndinni voru meðal annars
sérfræðingar á sviði lífefnafræði,
læknisfræði, manneldisfræði, lík-
amsræktar, erfðafræði, heilsu-
fræðslu, sálfræði og skurðlækninga.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að breyta þyrfti „lífsmáta
þjóðarinnar", fá hana til að hreyfa
sig meira og temja sér hollara
mataræði, borða til að mynda
meira af ávöxtum og grænmeti.
Stjómvöld verði einnig að leggja
sitt af mörkum og fjarlægja ýmsar
hindranir, sem letja fólk til að
hreyfa sig.
„Makráð þjóð“
„Á meðal þess sem gera má er
að fjölga hjólreiðabrautum þannig
að fólki finnist hjólreiðar hættu-
minni, eða skera upp herör gegn
glæpum og bæta götulýsinguna,
sem gæti hvatt fólk til að ganga
meira,“ segir Amanda Wynne,
næringarfræðingur við stofnunina.
„Við höfum árum saman sagt fólki
að fara í megrun og hreyfa sig en
offituvandamálið heldur áfram að
versna. Við þurfum nýja stefnu til
að stuðla að meiri hreyfingu og
hollara mataræði. Taka þarf á
offituvandamálinu með öllum til-
tækum ráðum.“
Wynne segir rannsóknir sýna að
of feitu fólki hafi fjölgað þótt dag-
leg orkuneysla meðalmannsins hafi
minnkað. „Nú á dögum eiga marg-
ar fjölskyldur tvo bíla - við erum
orðin mjög makráð þjóð.“
í Bretlandi og víðar telja sérfræðingar offitu eitt alvarlegasta heil-
brigðisvandamálið. Því eru ekki allir sammála og í Bandaríkjunum er
ekki óalgengt að samtök skjólbetri borgara mótmæli meintri mismun-
un líkt og myndin sýnir.
„Pillan“ eykur ekki
líkur á hjartaáfalli
Associated Press.
VIÐAMESTA rannsókn
sem fram hefur farið á því
hvort aukin hætta á
hjartaáfóllum fylgi notkun
getnaðarvarnarpillunnar
hefur leitt í ljós að svo sé
ekki.
Niðurstaða þessarar
rannsóknar er í samræmi
við aðrar smærri sem skil-
að hafa áþekkum niður-
stöðum. Öjvind Lidegaard,
prófessor við Kaupmanna-
hafnarháskóla segir að
kalla megi þessa niður-
stöðu rannsóknarinnar
„endanlega".
Reykingar eru áhættuþátturinn
Rannsóknin var unnin á vegum
rannsóknarstofnunar í Sout-
hampton í Bretlandi er kannar
hvort hætta fylgi tiltekinni lyfja-
notkun (e. Drug Safety Research
Unit) og eru niðurstöðumar birtar
í nýjasta hefti British Medical
Joumal.
„pilluna" en 80% þeirra,
sem fengið höfðu hjartaá-
fall reyndust reykja á með-
an 30% hinna, sem ekki
höfðu átt við slíkan lasleika
að stríða, gerðu það ekki.
Sögðu rannsakendumir
þetta sýna að reykingamar
væru hinn raunverulegi
áhættuþáttur í þessu við-
fangi.
Rannsóknin leiddi enn-
fremur í ljós að notkun
„pillunnar“ jók ekki líkum-
ar á því að konumar, sem
reyktu fengju hjartaáfall.
Er sú niðurstaða í ósamræmi við
ýmsar eldri og viðaminni kannanir,
sem bentu til þess að konum eldri
en 35 ára, sem reyktu, væri hætt-
ara við hjartaáföllum ef þær not-
uðu „pilluna".
Líkumar á því að ungar konur,
sem em ekki í áhættuhópi t.a.m.
vegna reykinga og hás blóðþrýst-
ings fái hjartaáfall, reyndust vera
1%.
Tvær nýjustu útgáfur getnaðar-
vamarpillunnar vom skoðaðar en
þær hafa að geyma nýja tegund
progestogen-hormónsins. Þátt
tóku 448 konur á aldrinum 16 til 44
ára, sem allar höfðu fengið hjartaá-
fall. Þær niðurstöður vom síðan
felldar að rannsóknum á 1.728 kon-
um á sama aldri og frá sömu hlut-
um landsins. Hlutfallslega svipaður
fjöldi í báðum hópunum hafði tekið
Offitulyfið
getur komið
að gagni
FYRSTA langtímarannsóknin
á áhrifum „offitulyfsins" Xen-
ical bendir til þess að það geti
hjálpað þeim, sem þegar hafa
megrast, að halda líkams-
þyngdinni niðri, að því er fram
kemur í American Joumal of
Clinical Nutrition.
Þeir sem tóku þátt í rann-
sókninni höfðu verið í megmn í
hálft ár og misst 8% af þyngd
sinni án þess að nota lyfíð Xen-
ical en virka efnið í því kallast
orlistat. Rannsóknin leiddi í
ljós að þeir sem tóku inn lyfið
næsta hálfa árið þyngdust
helmingi minna að meðaltali en
þeir sem héldu megraninni
áfram en notuðu ekki lyfið.
Allsherjarlausn ekki fundin
Ennfremur kom í ljós að kól-
esterólið minnkaði meira í
hópnum sem tók inn lyfið en í
samanburðarhópnum. Aðalrit-
stjóri AJCN, Charles Hal-
stead, sagði þó að ekki væri
hægt að líta svo á að allsherj-
arlausn á offituvandamálinu
væri í sjónmáli. Rannsóknin
vekti t.a.m. spumingar um
hvers vegna þrír fjórðu þeirra,
sem tóku inn lyfíð, hefðu tekið
að þyngjast aftur þótt með-
ferðin hefði staðið í heilt ár.
Hindrar upptöku fitu
Xenical hindrar upptöku fitu í
meltingarveginum og þeir sem
nota það verða að halda sig við
megrunarfæði. Neyti menn fita-
ríkrar fæðu með lyfinu getur
það valdið þembu og verkjum í
maga og niðurgangi. Aður höfðu
rannsóknir bent tíl þess að þeir
sem taka inn lyfíð missi 10% af
líkamsþyngdinni að meðaltali á
einu ári, en þeir sem aðeins
neyta fitusnauðrar fæðu 6%.
í
I
L
f