Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Eru greiðslur fyrir
húsaleigu blóðpeningar?
Fjármál heimilanna
Síðustu áratugi hefur ríkt hér á landi mjög
hörð séreignastefna, segir Elín Sigrún
Jónsdóttir, og bætir við að sú hugsun
sé inngreypt í þjóðarsálina að mikilvægt
sé að kaupa sér íbúð.
HUGSUNIN um að eignast
eitthvað í húsnæðinu er sterk,
jafnvel þó svo að tekin séu lán
fyrir allt að 100% kaupverðs.
Þegar tal manna berst hins vegar
að húsaleigu íbúðarhúsnæðis heyrist
oft sú fullyrðing að það séu nú meiri
blóðpeningarnir að leigja. Það sé nú
nær að greiða af sinni eigin íbúð og
eignast eitthvað. Það heyrist ekki
jafn mikið talað um að stimpilgjöld,
lántökugjöld, þinglýsingargjöld, af-
borganir, vextir og verðbætur íbúða-
lána séu blóðpeningar.
Á allra síðustu mánuðum hefur
orðið mikil aukning á lánsfé til hús-
næðiskaupa. Lánin bjóðast nú til
lengri tíma en áður og með lægri
vöxtum en áður þekktist. Þessi þró-
un hefur leitt til þess að nú gefst
fleirum kostur á að kaupa. Lánveit-
endur keppast nú um að veita lang-
tímalán til greiðslu allt að 70%
kaupverðs íbúðarhúsnæðis til 25-40
ára.
Það er ljóst að aukið lánsfjár-
magn á markaði hefur að hluta til
haft áhrif á þá gríðarlegu eftirspurn
sem nú ríkir á markaðnum. Einnig
kann nýtt greiðslumat að hafa þar
veruleg áhrif. Og þessi mikla eftir-
spurn hefur haft mikil áhrif til verð-
hækkunar.
100% lán fyrir kaupunum
Auglýsingar lánastofnana og fast-
eignasala segja að nú sé hagstæðara
að kaupa fasteign heldur en að
leigja hana. Þau
dæmi sem þar eru
nefnd gera hins
vegar iðulega
ráð fyrir því
að 70% kaup-
verðs séu greidd
með langtíma
húsnæðisláni til
25 eða 40 ára og
að eigið fé nemi {
30%. Það er hins vegar vitað að stór
hópur fólks, sem nú er að koma nýr
inn á fasteignamarkað, er að taka
100% lán fyrir kaupunum. Það er
mikilvægt að gefa gaum að þeirri
staðreynd. Þau kaup eru oft fjár-
mögnuð að 70% með láni íbúðalána-
sjóðs eða annarra lánastofnana og
30% eru fjármögnuð með öðni láni,
oft með ábyrgð eða veði í fasteign
foreldra.
. Hvað með atvinnuleysi
eða veikindi?
Það er mikil ábyrgð sem í því felst
að skuldsetja sig fyrir háu láni án
þess að eiga nokkurt eigið fé. Hvað
þá að ætlast til þess af öðrum að þeir
ábyrgist greiðsluna. Veikindi, slys,
hjónaskilnaðir, fráfall maka og at-
vinnuleysi eru algengar orsakir
greiðsluerfíðleika. Það eru allt atvik
sem oftast gera ekki boð á undan sér
og breyta forsendum kaupa sem
gerð voru í bjartsýni um að allt yrði
stöðugt.
Það eru aðeins þrjú ár síðan helstu
ástæður greiðsluerfíðleika íslenskra
heimila mátti rekja til atvinnuleysis
og þess að ekki var hægt að selja
nokkra fasteign. Þessum staðreynd-
um vilja margir gleyma í svokölluðu
góðæri og telja sér trú um að þær
aðstæður myndist ekki aftur.
238 íbúðir seldar
nauðungarsölu
í Fyrra
voru 238
íbúðir
seldar
nauðung-
arsölu hjá
Sýslu-
manninum
í Reykja-
vík. Það er
svipaður
fjöldi og árið áð-
. . ***&
Hvernig á að velja
íþróttaskó?
HLAUPI maður einn kílómetra
snerta fæturnir jörðina um það
bil 450 sinnum. Skórnir skipta
því máli fyrir allan skrokkinn.
Höggið sem kemur við hvert
skref nemur allt að þrefaldri lík-
amsþyngd.
Þetta kemur fram í tímariti
norsku neytendasamtakanna
Forbruker-rapporten. Hlaupa-
skór eru af mismunandi gerð og
gæðum. Það hjálpar lítið að vera
í rándýrum íþróttaskóm ef þeir
passa ekki aiveg. I tímariti
norsku neytendasamtakanna eru
ráðleggingar til neytenda um
það sem sem vert er að hafa í
huga þegar hlaupaskór eru
keyptir.
o Til að verjast sliti þarf skótáin
að vera styrkt. Aigengt er að
sóiinn rifni frá yfirleðrinu
fremst á skónum.
0 Fremri hiutinn á að sveigja
upp til að gefa góða við-
spyrnu.
© Gætið að því að skórinn sé
nægiiega breiður til að hann
kreppi ekki að tánum.
O Rist og hæll verða að fá góðan
stuðning.
0 Yfirleðrið má ekki þrengja að
ökkla.
0 Laust innlegg þarf að vera í
skónum og það verður að
draga f sig svita.
0 Yfírleðrið þarf að vera úr efni
sem hleypir frá sér svita.
Mismunandi skór
fyrir kynin
Að lokum er bent á að framleið-
endur íþróttaskóa séu loksins að
átta sig á því að konur hafa öðru-
vísi fætur en karlmenn. Fætur
kvenna eru nettari og noti þær
karlmannsstærðir fá þær oft ekki
nógu góðan stuðning við hæl og
rist.
Spyijið þess vegna um
kvennastærðir og látið ekki
segja ykkur að fætur karla og
kvenna séu eins af Guði gerðir.
Til athugunar
áður en ráðist er
í húsnæðiskaup
REIKNIÐ dæmiðtil enda
• áður en ákvörðun er tekin.
REIKNIÐ út raunverulegan
• húsnæðiskostnað.
GLEYMIÐ ekki að taka tillit
® til viðhaldskostnaðar
fasteignarinnar.
MUNIÐ eftir að taka fasteigna-
• gjöldin inn í dæmið.
LÁNTÖKUKOSTNAÐUR
■ stimpilgjöld og þinglýsingar-
kostnaður lána og
kaupsamnings kann að nema
allt að 4% kaupverðs.
TAKIÐ mið af raunverulegum
• neyslu- og framfærslukostnaði
heimilisins.
LÁTIÐ ekki alhæfingar villa
" ykkursýn.
ur. Hvað verður um þær fjölskyldur
sem missa fasteign sína og hvers
vegna misstu þær hana? Voru kaup-
in ferð án fyrirheits? Var ástæðan sú
að þessi kaup voru ekki gerð á fag-
legum grunni? Brustu forsendur eða
var greiðslubyi'ðin einfaldlega of
þung?
Ástæðurnar kunna að vera marg-
ar. Burt séð frá því hver ástæðan var
standa margir uppi með umtalsverð-
ar skuldir vegna kaupanna, þrátt
fyrir að eignin hafi verið seld, og eru
nú í miklum vanda.
Ekki skal nokkur dómur á það
lagður hér hvort við höfum keypt
séreignastefnuna of háu verði. En
það er afar mikilvægt, þegar ráðist
er í húsnæðiskaup, að gera sér
raunsanna mynd af greiðslugetu og
raunverulegum húsnæðiskostnaði.
Hvort eigum við að
kaupa ibúð eða leigja?
Eru það ekki algjörh' blóðpening-
ar að vera að henda 50 þúsund kalli í
leigu í stað þess að taka lán og kaupa
sér bara íbúð? Þá er maður að
minnsta kosti að eignast eitthvað?
Þetta eru algengar vangaveltur. En
svarið er ekki einhlítt. Þegar leitast
er við að svara þessum spumingum
skiptir máli hver fjölskyldustaða við-
komandi er, þ.e. hvort um er að ræða
einstakling, einstætt foreldri eða
hjón/sambúðarfólk. Þá skipta tekjur
Að kaupa eða leigja
íbúðarhúsnæði
Forsendur:
■ Gert er ráð fyrir 100% lántöku.
■ Kaupverð íbúðar er 8.500.000 kr.
■ Leiguíbúðir kosta 50.000 kr./mán.
■ Reiknað er með að hægt sé að fá
lán fyrir 70% kaupverðs með 5,1%
vöxtum, til 40 ára, kr. 5.950.000
annuitetslán, tryggt með veði í
íbúðinni. Afborgun 30.000 kr./mán.
■ Lántökukostnaður, stimpilgjöld og
þinglýsing kaupsamnings kann að
vera á bilinu 250.000 til 330.000 kr.
(fer eftir kostnaði lánastofnana).
■ I útreikningum er ekki tekið mið af
verðbótahækkunum.
Dæmi A:
Hjónin Kristín (25 ára) og Gunnar (27
ára) hafa búið síðustu árin á hjóna-
görðunum á meðan Kristín hefur
stundað nám. Á þeim tíma hafa þau
eignast tvö börn, sem nú eru eins og
þriggja ára. Heildartekjur þeirra eru
250.000 kr. á mánuöi.
30% kaupverðs geta þau greitt með
láni með jöfnum afborgunum, sem ber
5,3% vexti, kr. 2.550.000 tryggt með
veði í íbúö foreldra. Afborgun þess láns
er um 20.000 kr. á mánuði.
Húsnæðiskostn. miðað við kaup
Afborganir á mán. 50.000 kr.
Vaxtabætur á mán. -19.900 kr.
Samtals 30.100 kr.
Húsnæðiskostn. miðað við leigu
Leiga á mán. 50.000 kr.
Húsleigubætur á mán. -3.354 kr.
Samtals 46.646 kr.
Dæmi B:
Guðrún (35 ára) er einstæð móðir sem
á 3 börn, tveggja, fimm og tólf ára.
Hún er að skilja og fær ekkert eigið fé
út úr skiptunum. Laun hennar eru
150.000 kr. á mánuði.
30% kaupverðs getur hún greitt með
10 ára láni sem ber 10% vexti, kr.
2.550.000. Afborgun þess láns er um
42.000 kr. á mánuði.
Húsnæðiskostn. miðað við kaup
Afborganir á mán. 72.000 kr.
Vaxtabætur á mán. -15.400 kr.
Samtals
56.600 kr.
Húsnæðiskostn. miðað við leigu
Leiga á mán. 50.000 kr.
Húsaleigubætur á mán. -12.950 kr.
Samtals 37.050 kr.
og barnafjöldi máli og síðast en ekki
síst lánamöguleikar.
Eins og dæmin hér á síðunni
sanna skipta aðstæður og forsendur
máli. Munur á húsnæðiskostnaði eft-
ir ákvörðun um kaup og leigu ræðst
annarsvegar af stuðningi stjórnvalda
og hinsvegar af lánamöguleikum á
hverjum tíma. Nú er mikill munur á
stuðningi stjómvalda eins og út-
reikningurinn sýnir. Hámark vaxta-
bóta hjóna er 19.900 kr.á mánuði
sem eru skattfrjálsar tekjur. Húsa-
leigubætur hjónanna eru 5.500 krón-
ur á mánuði miðað við gefnar for-
sendur. Af þeirri fjárhæð þarf að
greiða skatta eins og hverjum öðrum
tekjum og eru nettó bætur þeirra
um 3.354 krónur.
Mismunandi eðli aðstoðar felst
ekki einungis í skattlagningunni
heldur kunna húsaleigubætur að
skerða barnabætur í báðum tilvikum
á næsta ári þar sem 5.500 kr. bóta-
greiðsla til hjónanna og 21.000 kr.
húsaleigubætur til einstæðu móður-
innar skoðast sem hverjar aðrar
mánaðarlegar tekjur.
Fullyrða má að þessi mismunun og
ótryggur leigumarkaður hafi hvatt
marga til ótímabærrar fjárfestingar.
Fjármagnað með
skammtímalánum
Dæmi er um mikinn húsnæðis-
kostnað hjá fólki sem hefur fjárfest
á síðustu árum þótt það hafi ekki
fengið til þess lán Húsnæðisstofn-
unar sökum skorts á greiðslugetu
skv. reglum stofnunarinnar. Þeir
hafa ráðist í kaup vegna þess að
þeir hafa ekki átt kost á öruggu
leiguhúsnæði og reglur vaxtabóta
hafa virkað hvetjandi til kaupanna.
Kaupin hafa því verið fjármögnuð
með skammtimalánum með háum
vöxtum. Þetta fólk er nú að sligast
vegna þungra afborgana. Algengt
er að sjá afborganir húsnæðislána
hjá fólk í þessum hópi um 100.000
kr. á mánuði. í þessum hópi er að
finna dæmin um hæstu húsaleiguna.
Þetta er hins vegar ekki sú húsa-
leiga sem rætt er um undir heitinu
blóðpeningar af því að þetta eru
kaup að nafninu til. Og einhver von
er um að verið sé að auka eigið fé.
Þetta fólk er í viðjum séreignastefn-
unnar svokölluðu.
Aðstæður fólks eru svo ólíkar og
margbreytilegar. Það er því Ijóst að
ekkert eitt er hagstæðast fyrir alla.
Aðstoð stjórnvalda á hverjum tíma
kann að ráða miklu. Það er ekki
hægt að alhæfa að í öllum tilvikum
sé húsaleiga blóðpeningar en
greiðsla afborgana lána, vaxta og
verðbóta ekki. En það er gleðilegt að
sjá að fleiri en áður geta nú með
góðu móti fjárfest í eigin íbúð vegna
betri lánskjara.
Höfundur er forstöðumaður Ráð-
gjafarstofu um fjármál heimilanna
og skrifar reglulega pistla á ncyt-
endasíðu.
Díoxín í matvælum
Krefjast úrbóta á viðvör-
unarkerfí Evrópulanda
EVRÓPUSAMTÖK neytenda
hafa krafist úrbóta á viðvörunar-
kerfi Evrópulanda en það gat
ekki komið í veg fyrir að díoxín
bærist í matvæli í Belgíu og ná-
grannalöndum. Jóhannes Gunn-
arsson formaður Neytendasam-
takanna segir að Neytendasam-
tökin hafi verið í sambandi við
Evrópusamtök neytenda (BEUC)
vegna þessa máls. „BEUC leggur
áherslu á að enn einu sinni hafi
matvöruframleiðslan í Evrópu
beðið hnekki og dregið úr trausti
evrópskra neytenda til framleið-
enda matvara og til yfirvalda sem
eiga að gæta hollustu matvar-
anna. Flest bendir til að bæði
frönsk og hollensk yfirvöld hafi
varað við díoxín-hættunni, áður
en belgísk stjómvöld fengust til
að viðurkenna vandann. Viðvör-
unarkerfi sem Evrópulönd hafa
komið sér upp varðandi hættuleg-
ar eða varasamar matvörur hefur
því illilega brugðist og BEUC
krefst tafarlausra úrbóta til að
hindra að slíkt endurtaki sig.“
Jóhannes segist hafa kannað
hvernig þessi mál snúi að íslensk-
um neytendum og Ijóst að þeir
geti verið tiltölulega rólegir.
„Neytendasamtökin vilja hvetja
neytendur til að skoða vandlega
umbúðir matvara frá þessum
löndum, sérstaklega ef vörur inni-
halda mjólkurvörur, egg eða kjöt.
Díoxínið veldur krabbameini
og fram til þessa hefur það fund-
ist í fjölmörgum landbúnaðarvör-
um, mjókurvörum, kjöti og eggj-
um. Leifar þessa efnis hafa einnig
fundist í samsettum matvörum
þar sem áðumefndar vörur hafa
verið notaðar sem hluti af mat-
vöranni. Talsverður innflutningur
er á matvörum frá þessum lönd-
um hingað til lands, einkum sam-
settum matvörum."
Belgískur búðingur
af markaði
Neytendasamtökin hafa verið í
sambandi við heilbrigðisyfirvöld
til að kanna til hvaða aðgerða hafi
verið gripið hér á landi. „Ljóst er
af þeim samtölum að stjómvöld
hafa nú þegar gripið til víðtækra
aðgerða varðandi belgísk matvæli
og innflytjendur hafa þurft að
sýna fram á með vottorðum að
matvörurnar séu ekki díoxín-
mengaðar. Kalla hefur þurft af
markaði belgískan búðing þar
sem fullnægjandi gögn vora ekki
lögð fram. Enn er beðið eftir full-
nægjandi upplýsingum frá öðrum
löndum til að ákveða hvort frek-
ari aðgerða er þörf.“