Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 42
«í!2 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Lífeyrisréttindi ungs fólks
Samtrygging
Með nýjum lögum
um lífeyrissjóði nr.
129/1997 sem tóku
gildi 1. júlí 1998 var
samtryggingakerfið
fest í sessi. Lögin
mæla fyrir um að allir
launamenn og þeir
sem stunda atvinnu-
rekstur eða sjálfstæða
starfsemi skuli greiða í
' lífeyrissjóð frá 16 til 70
ára aldurs. Lágmarks-
iðgjald skal vera a.m.k.
10% af heildarlaunum.
Lífeyrissjóður sem
tekur við lágmarksið-
gjaldinu eftir 1. júlí 1999 verður að
greiða ellilífeyri tO æviloka og
einnig verða lífeyrissjóðir að vera
með svokallaða samtryggingu. Frá
1. júlí næstkomandi nægir ekki að
bjóða upp á samtryggingu fyrir þá
sem það vilja heldur skulu allir sem
greiða í lífeyrissjóð njóta sam-
tryggingar. Með sam-
tryggingu er átt við
ellilífeyrisgreiðslur til
æviloka, örorkulífeyri,
makalífeyri og barna-
lífeyri.
Viðbótarsparnaður
Frá 1. janúar 1999
var heimilt að greiða
2% viðbótariðgjald í
séreignarsjóð en við-
bótariðgjald er iðgjald
umíram iðgjald til lág-
markstryggingavemd-
ar. Þetta iðgjald er
undanþegið tekju-
skatti. Þeir sem nýta
sér að greiða 2% við-
bótariðgjald í séreignarsjóð fá 0,2%
mótframlag frá vinnuveitanda en
tryggingagjald lækkar að sama
skapi.
Þeir sem nýta sér að greiða við-
bótarframlag til séreignardeildar
eru þannig komnir með 12,2% af
launum til þess að byggja upp líf-
Lífeyrismál
*
Astæða er til að hvetja
þetta unga fólk,
segir Jón Tryggvi
Jóhannsson, til þess
að kynna sér málin
vandlega og skoða vel
hvaða sjóðir standa því
til boða og upp á hvað
þeir hafa að bjóða.
eyrissparnað sinn. Þessi lending að
halda fast í samtryggingu en heim-
ila jafnframt og gera aðlaðandi að
setja viðbótarsparnað í séreign er
aðgerð sem síðasta ríkisstjórn get-
ur verið hreykin af, enda nefndi
Friðrik Sóphusson við lok stjórn-
málaferils síns nýju lífeyrissjóða-
lögin sérstaklega þegar hann var
spurður um hvaða málum hann
væri stoltastur af á stjórnmálaferli
sínum.
Aldurstengd réttindaöflun
Hér að framan kemur fram að
skipan lífeyrismála landsmanna hef-
ur verið fastskorðuð með hinum
nýju lífeyrissjóðalögum. Það þýðir
þó ekki að allir lífeyrissjóðir séu
eins og að landsmenn geti verið
vissir um að þeir ávinni sér jafngóð-
an lífeyrisrétt í þeim öllum. Stað-
reyndin er sú að starfandi lífeyris-
sjóðir eru með mjög ólíkar reglur
um hvernig lífeyrisréttindi ávinn-
ast. Það er sér í lagi unga fólkið sem
þarf að vanda val sitt á lífeyrissjóði,
allt frá upphafi, eigi það þess kost.
Lengi vel var Lífeyrissjóður
verkfræðinga eini lífeyrissjóðurinn
í landinu sem var með aldurstengda
réttindaöflun. Aldurstengd rétt-
indaöflun felur í sér að því yngri
sem sjóðfélagar eru þegar þeir
Jón Tryggvi
Jóhannsson
greiða iðgjöld þeim mun meiri líf-
eyrisrétt ávinna þeir sér. Með ald-
urstengdri réttindaöflun er komið í
veg fyrir flutninga á fjármunum á
milli sjóðfélaga sem greiða inn ið-
gjöldin á mismunandi aldri. Ald-
urstengt réttindakerfi kemur ekki
einungis í veg fyrir að fjármunir
flytjist á milli sjóðfélaga með óeðli-
legum hætti heldur leiðir það
einnig til þess að sjóðir sem það
kerfi hafa verða ónæmir fýrir
breytingu á aldurssamsetningu
sjóðfélaga. Það sem sagt skiptir
ekki máli hvort ungum sjóðfélögum
fjölgar eða fækkar hlutfallslega.
A síðasta ári ákvað Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn að taka upp ald-
urstengda réttindaöflun og fleiri
sjóðir munu fylgja í kjölfarið. Þetta
verða að teljast mikil gleðitíðindi
fyrir ungt fólk. Staðreyndin er
nefnilega sú að ungt fólk hefur ekki
fengið þann lífeyrisrétt sem því ber
í þeim sjóðum sem boðið hafa upp á
flata réttindaöflun. Dæmi: 20 ára
og 66 ára sjóðfélagar greiða sam-
tímis 1.000 kr. iðgjald í lífeyrissjóð
sem hefur flata réttindaöflun. Þeir
fá sama lífeyrisrétt fyrir innleggið
vegna þess að flöt réttindaöflun fel-
ur það í sér að sjóðfélagar fá sömu
réttindi fyrir jafnháa greiðslu óháð
ISLENSKT MAL
ALBERT Sigurðsson á Akur-
eyri hringdi til mín og spurði
mig um orðið orðstafur. Hann
sagði sig ráma í þetta í gömlum
kveðskap. Eg var ekki viss og
fletti upp í hinum og þessum
orðabókum, og var ýmist að orð-
ið fannst eða ekki. En ekki var
Albert villur vegar. Orðið
fannst, að vísu í fleirtölu, orð-
stafir, og talið merkja rúnir.
Dæmi var aðeins eitt, sem bæk-
urnar greindu, í níundu vísu
Atlamála hinna grænlensku.
Þau eru forn:
Hjú gerðu hvflu
sem þeim hægst þótti;
kennd var Kostbera,
kunni hún skil rúna,
innti orðstafi
að eldi ljósum;
gætavarðhúntungu
í góma báða,
vóru svo villtar,
að var vant að ráða.
Þau hjónin (ekki hjónafólkið),
Kostbera og Högni Gjúkason,
reiddu sér hvílu, svo sem þeim
þótti þægilegast. Kostbera las
rúnir við eldinn, en þær voru svo
vandráðnar, að hún mátti gæta
sín mjög, að hún læsi ekki
skakkt.
Nú er að vita hvort menn hafa
fleiri dæmi um orðstafi.
★
Rúnir voru vandmeðfamar,
eins og fram kemur í vísunni.
Mikla kunnáttu þurfti til þess að
nota þær ekki rangt. Egill
Skalla-Grímsson vissi þetta.
Hann sagði að þeir, sem kynnu
ekki að ráða þær vel, ættu alls
ekki að rista þær. Sjálfúr hafði
hann orðið vitni að því hvemig
ógætinn ástfanginn maður hafði
rist stúlku meinrúnir í staðinn
fyrir manrúnir= ástarrúnir.
Fékk stúlkan af þessu langvar-
andi kröm og batnaði ekki fyrren
Egill kom og skóf rúnimar af
skíðisblaði og brenndi.
Rúnir vom leyndarmál. Sá eða
sú, sem menn hvísluðu að leynd-
armálum, nefndust rúni, það er
vinur, og rúna= trúnaðarvina.
Engin furða, þótt mörg kvenheiti
endi á rún. Engin furða heldur
að Guðrún var langa hríð langal-
gengasta kvenheiti með þjóð
vorri. Lengra verður ekki komist
en verða trúnaðarvina guðanna,
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.010. þáttur
eða sú sem á með þeim sameigin-
leg leyndarmál.
Svo sem kunnugt er, merkir
nafnið Jón „sá sem nýtur náðar
guðs“. Til hafa verið menn sem
töldu að Guðrún Jónsdóttir væri
fallegasta nafn í heimi.
★
Rúnir vom þvi vandlesnar eða
ráðnar, að latneskt stafróf hafði
verið lagað svo til að höggva
mætti í stein eða rista í tré. Þá
var ein og sama rúnin stundum
látin tákna fleiri hljóð en eitt.
Mikif sæmd var það, að nefnast
rúnameistari, en svo var nefndur
Þóroddur Gamlason kirkjusmið-
ur á Hólum á 12. öld. Hann
heyrði og er námsfólki var kennd
latínulist, og loddi það honum svo
í eyrum að hann varð hinn mesti
íþróttamaður í sagðri grein.
★
Kostbera í vísunni er gott
nafn. Hermann Pálsson þýðir
það umsvifalaust „ágæt birna“,
enda er það laukrétt. Kvendýr
bjarnarins heitir ýmist bera eða
birna. Því miður er Kostbera,
kona Högna, ekki feðrað, og er
hennar óvíða getið nema í eddu-
kvæðum og Völsungasögu.
Högni, maður Kostbera, var
mikill kappi, en ekki alltaf ætt-
færður á sama veg. Hann var svo
harður af sér, að honum brá ekki
er hjartað var skorið úr honum
kvikum. Ekki vita menn víst
hvemig skýra skuli nafnið Högni.
Sögnin að hegna er til í merking-
unni friða, verja ágangi; hegnað-
ur= vemd, vöm, sbr. þýsku
Hag= girðing, hagi. Þá er högn-
uður sverðsheiti, og stafsproti
Þórdísar spákonu á Spákonufelli
hét Högnuður. Sögnin að hagna
getur þýtt að heppnast, duga vel.
Líklega er Högni heiti kappa
eða vemdara. Nafnið kom hingað
með landnámsmönnum og hefur
alla tíð haldist, fremur þó fágætt.
Menn með þessu nafni era þó
komnir vel á annað hundrað í
þjóðskránni.
★
Vilfríður vestan kvað:
Hann Valdimar gamli á Völlunum
var einna líkastur tröllunum
að sumu leyti,
fannst Sigríði og Teiti;
það sígur lengi í koórann á köllunum.
★
Umsjónarmaður þakkar eftir-
farandi bréf frá Skilríkum mönn-
um sem jafnan era beinskeyttir
og gagnorðir:
„GísH Jónsson málræktarmað-
ur.
Nú er málum svo komið að
fjallkonan er fól. Rataðist síra
Erni Bárði Jónssyni e.t.v. satt á
munn í ofmetinni og of-umtalaðri
smásögu, sem birtist fyrir
skömmu. I auglýsingu frá 17.
júní-nefnd á Akureyri verður
boðið upp á fjallkonuna. Þeim
gömlu, Bensa Gröndal, Eiríki
Magnússyni og fleiram hefði ekki
líkað þetta.
Skilríkir menn.“
★
„Séra Jón: En það er gaman
að eiga fallega skó. Einusinni átti
ég fallega skó. Og stúlku.
Umbi: En núna?
Séra Jón: Eg hef jökulinn og
náttúrlega akursins liljugrös:
þau era hjá mér, ég er hjá þeim;
en umfram alt jökullinn. Eingin
furða þó hann geri inn hjá þess-
um góðu stúlkum héma. Aður
fyr þegar ég var þreyttur hlakk-
aði ég til að sofna út frá jöklinum
á kvöldin. Eg hlakkaði líka til að
vakna til hans að morni. (Hér
brosir sóknarpresturinn ljóðrænt
og lítur á mig.) Nú er ég farinn
að hlakka til að deya frá þessu
ábyrgðarmikla kalli og gánga í
jökulinn."
(Halldór Laxness:
Kristnihald undir Jökli.)
★
Að liðinni nóttu,
flýgur lítill fugl
yfir lygnan §örð
með þögn í hjarta,
þrána í brjósti
og þakkargjörð.
(Þorsteinn Grétar Þorsteinsson avíólóg.)
Auk þess segir mér Júlíus
Kristjánsson á Dalvík að villi-
hold hafi verið þar algengt orð=
holdsauki, einkum þegar sár
komu kringum neglur. Konur
sögðu þá gjama við krakka sína
að þetta væri að verða villihold,
sjá þátt 1.007.
Og Ólöf Þórhallsdóttir á Akur-
eyri, ættuð af Austurlandi, vand-
ist hvorki við orðin holdsauki né
villihold, heldur ofhold.
Þj óðareinkenni
Islendinga
NÚ AÐ afstöðnum
alþingiskosningunum,
og þegar flestir ráð-
herrarnir era flúnir af
landsbyggðinni líka, er
það þess virði að velta
ýmsu fyrir sér. Ráð-
herrann okkar, gamli
samgönguráðherrann,
er orðinn forseti Al-
þingis - það var ákveð-
ið löngu fyrirfram, að
svo yrði og kosningin
(sem ég er nú þessa
stundina að horfa á í
sjónvarpinu) því bara
til málamynda. Verst
fyrir hann, því að sá
sem á að stjóma öllum,
á að vera kjörinn af öllum.
„Imperaturus omnibus elegi debet
ex omnibus," sögðu þeir einu sinni.
Allt bendir til þess að við íslend-
ingar munum ganga inn í enn eina
öldina með þrælslundina sem ein-
kenni. Þjóðareinkennin sem hafa
fylgt okkur frá lokum lénsskipu-
lagsins á 15. öld. Reyndar er ég og
margir aðrir þeirra skoðunar, að
því tímabili sé enn ekki lokið. Léns-
herrarnir skyldu þó ekki vera þeir,
sem sitja að mestu auðlindinni -
fiskinum í sjónum, og gera út á
þrællyndi fiskverkafólksins í landi.
Á fiskvinnslunámskeiðum um allt
land er byrjað á þvi að segja fólkinu
í fiskvinnslunni, að það sé dýr-
mætasta fólkið í landinu. Að það
vinni og skapi verðmætin sem allt
annað stendur á í þessu landi. Samt
á þetta fólk að láta hluti eins og þá,
sem era að gerast í t.d. Vestmanna-
eyjum, Þorlákshöfn, á Vestfjörðum
og á Austfjörðum - yfir sig ganga!
Enn er ég að hlusta á umræð-
urnar á Alþingi, og enginn stjórn-
arþingmaður hefur minnst á góð-
ærið, enda engin furða, því lauk
víst daginn eftir kosningarnar. Svo
var það víst aldrei nema í „Camp
Helgi
Sigfússon
David“, segja mér
menn.
Tveimur nýjum ráð-
herrum ætla ég að
fylgjast sérstaklega
vel með. Annar er
landbúnaðarráðherr-
ann, skemmtilega
ábúðarfullur, af Berg-
sætt eins og ég. Þá era
foreldrar undirritaðs
fæddir á Eyrarbakka,
eins og Ágúst á Brúna-
stöðum. Ráðherrann
og ég eram báðir bú-
fræðingar og jafn
gamlir.
Ef landbúnaðrráð-
herra vill halda sauð-
fjárbændum í atvinnuvegi framtíð-
arinnar, verður hann að bretta upp
ermar. Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn, er að innan 2ja ára verð-
ur komið svo mikið af svína- og
Þjóðfélagsmál
Allt bendir til þess,
segir Helgi Sigfússon,
að við Islendingar
munum ganga mn 1
enn eina öldina með
þrælslundina sem
einkenni.
Randalín ehf.
v/ Kaupvang
/OO Egilsstöðum
sími 471 2433
Handunnar gesta- og
minningabækur fyrir:
✓ Femninguna
✓ Brúðkaupið
✓ Merka ófanga
✓ Erfidrykkjuna
kjúklingakjöti á markaðinn, að tæp-
lega 200 krónur á kg mun nægja
þeim framleiðendum. Við þetta geta
sauðfjárbændur engan veginn
keppt. Þess vegna verður að mark-
aðssetja dilkakjötið á allt annan
hátt - telja verður líka fólki trú um
að dilkakjötið sé náttúraleg afurð
sem það og er. Þessa kynningu þarf
að viðhafa á erlendri grund. Hér
innanlands veit fólk þetta vel og
þegar við höfum aðskilið afurðasöl-
urnar og kaupfélögin, sem er fram-
Leitið upplýsinga um sölustaði
Skólavörðustíg 35,
sími 552 3621.
■
*
■
É
■
H