Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 52
52 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORKELL MÁNI
ANTONSSON
+ Þorkell Máni
Antonsson
fæddist á Hofsósi 2.
ágúst 1946. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 12.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Anton Tómas-
son, f. 1914, d.
1982, og Líney
Kristinsdóttir, f.
1913. Systkini Þor-
kels Mána eru
Tómas, f. 1935, Sig-
ríður, f. 1938,
Kristinn, f. 1942,
Sigurlína, f. 1948, og Auður, f.
1950.
Þorkell Máni kvæntist Ernu
Marlen 1969, þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1) Guðmundur,
f. 17.4. 1970, skipstjóri. 2) Líney
Magnea, f. 4.9. 1975, nemi, í sam-
búð með Eiríki Vigni Pálssyni, f.
1.9. 1975, nema. 3) Ólöf Þóra, f.
14.4. 1979, starfsmaður á leik-
skóla, í sambúð með Sigurgeiri
Trausta Höskulds-
syni, f. 1.1. 1978,
nema.
Þorkell Máni hóf
sambúð með Maríu
E. Bjarnadóttur ár-
ið 1989, þau gengu í
hjónaband 29.5.
1999. Dóttir þeirra
er Guðrún Telma, f.
20.6. 1992.
Þorkell Máni var
múrarameistari og
vann við iðn sína
bæði hjá öðrum og
sjálfstætt og um
tíma rak hann
hellusteypu. Vann hann ýmis
önnur störf, m.a. hjá Hafnar-
nesi í Þorlákshöfn, sem verk-
stjóri í steypuverksmiðjunni
Ósi, verkstjóri hjá Hofshreppi,
Skagaflrði, rak minkabú f
Skagafirði og vann sfðast hjá
Húsasmiðjunni á Selfossi.
títför Þorkels Mána fer fram
frá Eyrarbakkakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku ástin mín.
Nú ertu farinn frá okkur, Máni
minn. Ég hugga mig við það að þú
munt vaka yfir okkur og seinna
verðum við aftur saman. Ástin mín,
þú hefur alltaf verið svo heill og ein-
lægur í öllu sem þú hefur tekið þér
fyrir hendur, hvort sem það var fyr-
ir aðra eða í okkar þágu, svo verk-
efni sem bíða þín á betri stöðum eru
án efa mörg. Máni minn, ég sakna
þín. Ég sakna faðmlaganna, heiðar-
leikans og ráðanna þinna góðu. Ég
sakna þess að heyra ekki fótatak
þitt og sönginn þinn. Þú hafðir svo
gaman af því að syngja.
Elsku Máni, ástin mín, minning
þín lifir í hjarta mínu. Guð geymi
þig-
Þín elskandi
María.
Til pabba.
Þú varst mjög góður maður. Mér
fannst gott að kúra hjá þér. Við
verðum seinna saman hjá Guði.
Astarkveðja.
Þín
Guðrún Telma.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku pabbi minn. Þú háðir hetju-
EIRÍKUR
ODDSSON
+ Eiríkur Odds-
son fæddist f
Reykjavík 10. des-
ember 1926. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 28. maí
sfðastliðinn og fór
útfor hans fram frá
Bústaðakirkju 9.
júní.
Hinn 9. júní sl. var
til moldar borinn vin-
ur minn og svili, Ei-
ríkur Oddsson. Hann
lést 28. maí sl. eftir
stutta og erfiða sjúk-
dómslegu. Vinskapur okkar Eiríks
hefur staðið óslitið í yfir 50 ár.
Hann var einstakt snyrtimenni og
skiptir þá ekki máli hvort verið er
að tala um heimilið, bflinn eða
annað, allt var í röð og reglu,
hreint og fínt. Við Eiríkur fórum
nokkrum sinnum í ferðalög innan-
lands ásamt fjölskyldum okkar og
er þá efst í huga mér hve börnin
hændust að honum. Eiríkur var
frændrækinn maður og fóru þau
hjón ekki fáar ferðir hér suður
með sjó og alltaf var reynt að
heimsækja sem flesta af ættingj-
unum.
Ég þakka traustum vini sam-
fylgdina og votta Mundu og böm-
um, mína dýpstu samúð.
Guðmundur Valdimarsson.
Þegar maður eldist finnur maður
tilfinnanlega fyrir því að fleiri vinir
og félagar hverfa á braut - „fara
heim“ eins og við skátar segjum.
Umhverfíð og lífið breytir um
svip jafnve) þó að þetta séu vinir,
sem maður hefur ekki séð nema
sjaldan ár hvert, en þeir hafa átt
sæti í hugarheimi okkar og þar er
nú komið skarð.
Eiríkur Oddsson, sem við kveðj-
um hinstu kveðju í
dag, gerðist ungur
skáti, enda hafði faðir
hans verið einn af
stofnendum skátafé-
lagsins Væringja sem
sr. Friðrik Friðriksson
stofnaði á vegum
KFUM. Oddur naut
þess heiðurs að vera
fánaberi félagsins. Ei-
ríkur tók skátastarfið
alvarlega og var ötull í
því eins og öllu, sem
hann tók sér fyrir
hendur. Honum voru
falin forustustörf og
alltaf var Eiríkur fús að ieggja
meira á sig og taka til hendi þar
sem á þurfti að halda. Þannig liðu
árin við störf og leiki, sem sköpuðu
vináttu, sem entist alla ævi.
Jamboree-ferðin til Frakklands
1947 var hápunktur starfsins. En
síðan komu mörg starfsöm ár.
Stofnaður var skátaflokkurinn
„Labbakútar“ en þeir byggðu lít-
inn skátaskála uppi á Hellisheiði.
Þegar þeir síðan hættu að nota
hann fengu yngri skátar að njóta
hans.
Þegar 40 ár voru liðin frá því að
við fórum 96 skátar til Parísar tók-
um við okkur saman um 50 gamlir
skátar og héldum á gamlar slóðir í
Frakklandi og aftur 10 árum síðar.
Eiríkur átti mikinn þátt í því að
þessar ferðir voru farnar og tókust
vel.
En nú er skarð fyrir skildi.
Eiríks er nú sársaknað úr vina-
hópi, en þó sárast af Guðmundu
eiginkonu hans og bömum þeirra.
Við gamlir skátar sendum þeim
innilega samúð. En það er huggun
okkar allra að minnast góðs
drengs, sem alltaf var viðbúinn og
alltaf vildi láta gott af sér leiða.
Minning góðs drengs lifir.
Páll Gíslason.
lega baráttu við illvígan sjúkdóm,
mikið dáðist ég að því hvað þú varst
sterkur og ákveðinn í því að berjast
en kallið var greinilega komið og
hlutverki þínu lokið hérna hjá okk-
ur. Þín hefur án efa beðið annað
mikilvægt hlutverk.
Ég veit að þú ert héma hjá okkur
og að þér líður vel núna. Þú reynd-
ist mér mjög góður faðir, þú hafðir
alltaf svör á reiðum höndum þegar
ég leitaði til þín hvert sem vanda-
málið var. Þú varst ekki aðeins leið-
beinandi heldur líka mjög góður
vinur. Þú átt alltaf hluta af hjarta
mínu.
Mikið var ég stolt af því að fá að
vera svaramaður þinn er þú og
María giftuð ykkur fyrir tveimur
vikum og að fá að njóta þess dags
með ykkur og henni litlu systur
minni, Guðrúnu Telmu, þeim degi
mun ég seint gleyma.
Þér þakka ég fyrir allt og allar
ánægjulegu stundimar sem við átt-
um saman. Ég kveð þig með söknuð
í hjarta, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Líney Magnea.
Elsku pabbi minn, nú ertu farinn
frá mér og kominn upp til himna og
átt örugglega eftir að hafa það gott.
Eftir að það var hringt og ég látin
vita að þú, elsku pabbi minn, værir
farinn, þá stoppaði hjarta mitt og ég
hugsaði: „Nei, það getur ekki ver-
ið,“ því mér fannst þú of ungur,
bara 52 ára. Þessa erfiðu nótt var
gott að gráta og hugsa um allt sem
við höfum gert saman og það er nú
ekkert lítið. Aðallega þegar við vor-
um að stússast eitthvað í sveitinni.
Mikið rosalega naut ég þess að vera
skítug og puða svolítið. Já, við eram
sveitalubbar inn við beinið.
Pabbi minn, þú náðir ekki að
verða afi en þú varst allra besti
pabbi sem ég veit um og á ég þér
margt gott að þakka, t.d. allar góðu
máltíðimar sem þú eldaðir og við
nutum þess að borða, ó já, af bestu
lyst, en þetta er eitthvað í ættinni
held ég. Núna kveð ég þig með fal-
legu ljóði og segi: Guð geymi þig.
Leiðirnar skiija en ljós okkar skín,
er liðinna daga við minnumst
Ég þakka af hjarta og hugsa til þín,
uns heima hjá Drottni við fmnumst.
(Höf.óþ.)
Ólöf Þóra Þorkelsdóttir.
Pú hafðir fagnað með gróandi grösum
og grátið hvert blóm, sem dó.
Og þér hafði lærst að hlusta unz hjarta
í hverjum steini sló.
Og hvernig sem syrti, í sálu þinni
lék sumarið öll sín ljóð,
og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt
og veröldin ljúf og góð.
Samt vissurðu að Dauðinn við dyrnar beið.
Þig dreymdi’ að hann kæmi hljótt
og legði þér brosandi hönd á þjarta.
Svo hvarf hann, en ljúft og rótt
heyrðirðu berast að eyrum þér óm
af undursamlegum nið.
Það var eins og færu þar fjallasvanir
úr fjarlægð með söngvaklið.
Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu
í hjarta þér fagnandi söng.
Og sólkerfi daganna svifu þar
um sál þína í tónanna þröng.
En þú varst sem barnið, er beygir kné
til bænar í fyrsta sinn.
Það á engin orð nógu auðmjúk til
en andvarpar: Faðir minn!
(Tómas Guðm.)
Þorkell Máni, þú þetta náttúra-
bam, hafðir fagnað vori og glaðst
yfir öllu því lífi sem það ávallt færir
okkur, er skyndilega dró ský fyrir
sólu og þín síðasta orrusta hófst.
Hún varð stutt og ströng. Agndofa
höfum við horft á hvernig krabba-
meinið hefur lagt þinn sterka lík-
ama að velli á liðlega tveimur mán-
uðum, kæri bróðir. Þú mættir örlög-
unum af slíku æðraleysi, að maður
gat ekki annað en fyllst undran og
aðdáun. Þið hjón sameinuðust í trú
og bæn sem gaf ykkur báðum styrk
og von.
Máni var mikill dýravinur, hesta-
maður, verklaginn, vandvirkur þús-
und þjala smiður, hjálpsamur með
afbrigðum og hafði yndi af söng
sem hann lærði um tíma. Þetta era
orðin sem upp koma í hugann þegar
við hugsum til bróður okkar. Það
var gott til hans að leita, svarið var
venjulega „alveg sjálfsagt, ekkert
mál“, nánast sama hvað um var beð-
ið.
Samkennd okkar systkina hefur
ávallt verið mikil þrátt fyrir, eða lík-
lega frekar vegna nokkurs tvístr-
ings í bemsku. Við höfum alltaf get-
að stólað hvert á annað og oft hefur
það verið ávinningur fyrir okkur
systur að eiga stóra sterka bræður.
Við systumar höfum á nokkram
undanförnum áram unnið að því að
koma upp húsi í landi feðra vorra að
Miðhóli í Sléttuhlíð. Á þeim tíma
kom það sér oft vel að hafa Mána á
svæðinu, hvort sem það vantaði skít
á plöntumar eða haga hönd við hús-
bygginguna og marga góða stund
áttum við á heimili Mána og Maríu
á Hofsósi. Þorkell Máni lifði lífinu
lifandi, óragur við nýjungar og ný
verkefni og tók sér ýmislegt fyrir
hendur en leitaðist alltaf við að búa
þannig að hann gæti sinnt hestum
og fleiri dýrum. Hann var tilbúinn
til viðræðna um flest mál við unga
sem gamla og sterk viðbrögð yngri
kynslóðarinnar í frændgarðinum við
andláti hans sanna okkur hve auð-
veldlega hann náði tengslum við
hana. Vissulega hafa skipst á skin
og skúrir í lífi Mána og hann þurft
að takast á við vandamál, en það
tókst með þeim árangri að sigur
náðist og eftir stóð heilsteyptari
einstaklingur. Síðasti áratugur lífs
hans hefur verið honum ljúfur og
hann var maður sáttur við sjálfan
sig og tilverana.
Kæri bróðir, vorið bjó í hjarta
þínu fram á síðasta dag. Það hefur
verið lærdómsríkt og gefandi að sjá
hve æðralaus, samstillt og sterk þið
María stóðuð í fellibyl síðustu vikna.
Við höfum varla séð glaðari brúð-
hjón en ykkur 29. maí síðastliðinn.
Elsku María, þú hefur varla vikið
frá sjúkrabeði Mána og veitt honum
ómetanlegan styrk. Þér og börnum
hans vottum við alla okkar samúð.
Bróðir sæll, hvfl þú í friði, haf þú
þökk fyrir allt.
Sigríður, Sigurlína og
Auður Antonsdætur.
Hvað er það sem kallar á,
hver er það sem ræður?
Frækinn drengur fallinn frá
meðflörsinsinnistæður.
Viltu Drottinn vemda þá
sem vakta sorgarglæður.
I vor hef ég vakað og beðið,
vinur, þér batnaði aftur.
Þinn eigin styrkur við stríðið
var stfll þinn og kraftur.
Það hjálpar okkur sem horfum
hetjunni á bak aftur.
Bróðir, vinur, blessaður
brautargöngu lokið,
sterkur, aldrei stressaður,
starfs við götu sprokið.
Bömum þínum, blessaður,
bæti Drottinn fokið.
Litríkur í lífsins störfúm,
hka mikið hjartahlýr.
Hjálpaðir jafnan minni máttar,
manndómurinn hreinn og skýr.
Hver er það sem kallar, háttar,
kominn tími á nýjar brýr?
Guð gefi fjölskyldu þinni styrk í
raun.
Tómas bróðir og Ásdis.
KRISTJAN OSKAR
SIGURÐARSON
+ Kristján Óskar
Sigurðarson
fæddist í Reykjavík
22. september 1981.
Hann lést af slysför-
um 22. maí síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Akra-
neskirkju 28. maí.
Á björtu æskuvori
var einn úr hópi fyrr-
verandi fermingar-
drengja minna, Krist-
ján Oskar Sigurðarson,
hrifinn burt til hinstu
ferðar á örfleygri stundu. Hann var
bæði vel gefinn og vel gerður og við
hann vora margar bjartar vonir
bundnar. Um leið og ég sendi for-
eldram hans, systkinum, öðram ást-
vinum og þeim vinum hans, sem
dýpst era særðir vegna hins ótíma-
bæra atburðar, mínar innilegustu
samúðarkveðjur, þá langar mig til
að tileinka minningu hans eftirfar-
andi erindi, sem eitt sinn vora mælt,
þegar æskublóminn hafði fólnað á
einni nóttu:
Manégsvipogsögu
sveinsins lokkabjarta.
Brostíð er í barmi
gneistuðu oft í svörum.
Nú er þagnarþunga
þrýst að köldum vörum.
í blóðið var þér borin
bróðurtryggðogfesta.
Heldur kaust þú hylli
heimamanna en gesta.
Fáskiptinn við íjöldann
fórstu þína vegi.
Afl og andans þroski
óx með hveijum degi.
Fyrir þér lá fógur
framtíð starfs og dáða.
Lífi alls og allra
æðri kraftar ráða.
Er engili banableikur
bijóst þitt nakið signdi,
var sem heiður himinn
heitum tárum rigndi.
Meinabætur margar
minningarnar geyma.
Til eru ijós, sem lýsa
langt inn í æðri heima.
Hvíld er hverjum heitin
hvað sem yfir dynur,
Guð og góðir englar
gæti þín elsku vinur.
(D.St.)
Leiftur góðra gáfna
Þannig vil ég minnast fermingar-
drengsins míns, sem Guð hefir kall-
að heim til sín í árbjarma ævidags-
ins og kveðja hann með bænarorð-
unum, sem hann valdi sér sjálfur í
tilefni fermingarinnar:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(S.J.)
Björn Jónsson.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fóstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að iofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.