Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 66
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Nuddpottar
Amerískir rafmagnspottar
fyrír heimili og sumarhús.
FOLK I FRETTUM
Stærð ca 2x2 m, 1.100 Itr. Kr. 450 þús.
VESTAN ehf.,
Auðbrekku 23, 200 Kópavogi,
simi 554 6171, fars. 898 4154.
1/AJFFí
REIÍIAVIK
i
Stuðhljómsveitln
Hálft í hvoru og
Eyjólfur Kristjánsson
halda uppi fjörinu í
kvöld til kl. 3.
MiSSTU ekki af fjörinu á
Kaffi Reykjavík
Colon Cleanser örvar
mettinguna og tryggir að faeðan
fari hratt og örugglega
í gegn um meltingarfærin.
Éh
Eilsuhúsið
SkólavörBustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu, Akureyri
SIMON Le Bon fær sér morgnnverð..
Morgunblaðið/Halldór
FÉLAGARNIR Simon, Mario Van Peebles og Nick Wood
í gullnum sandiuum í Cannes.
Skelþunnir á ströndinni
VIÐ erum á ströndinni í Cann-
es. Alveg hefði maður getað
ímyndað sér að ef maður ætti
eftir að rekast á Simon Le Bon, hvað
þá taka viðtal við hann, yrði það á
ströndinni í Cannes. I hvítum sand-
inum og íðilfögur þjónustustúlka að
færa honum veitingar í formi afrétt-
ara. Simon Le Bon með sólgleraugu
í hvítum jakkafötum, svona í stíl við
sandinn, og brosir svo það glampar á
skínandi tennurnar.
Með honum situr önnur popp-
stjama sem hefur sjálfsagt sitthvað
til síns ágætis þótt blaðamanni sé
lítt kunnugt um það. Og svo situr
með þeim hvítur blaðamaður ný-
kominn frá fróni. Hann er af Duran
Duran-kynslóðinni og Simon Le
Bon er einmitt forsöngvari sveitar-
innar. Hann og Nick Wood eiga það
sameiginlegt að hafa verið á fylliríi
kvöldið áður og einnig að hafa
samið tónlistina fyrir mynd Mario
Van Peebles Love Kills. En hafa
þeir séð hana?
„Já, hún er ágæt,“ svarar Simon
Le Bon. „Hún er bara skemmtileg
og kemur á óvart. Maður sest niður,
hugsar með sér: „Myndin er þá
svona.“ En svo þegar líður á mynd-
ina hugsar maður: „Hver fjárinn!"
Hann lítur á Nick. „Myndin er
svona er það ekki?“ spyr hann og
hlær.
„Og frábær tónlist," svarar Nick.
„Já, og frábær tónlist," segir
Simon Le Bon. Gott að þeir eru
sammála.
Rústaði hótelbarnum
Ykkur líkaði semsagt tónlistin?
spyr blaðamaður, svona til að fá það
alveg á hreint.
„Já,“ segir Simon. „Við erum afar
stoltir af því að hafa gert tónlist-
ina.“
Ekki orð um það meir. Eruð þið
ánægðir með Cannes?
„Já, það má hafa gaman af ver-
unni héma,“ segir Simon Le Bon.
„Sérstaklega í gær. Ég skemmti
mér konunglega," segir Nick.
* * * *
Y KJAVÍK
* * * .#
f1þ0 breytir
ekki Jbví setn
er gott“
Simon Le Bon, söngvari Duran Duran, og
Nick Wood, sem samið hefur allt tónlistar-
litrófið fyrir auglýsingar og kvikmyndir,
sitja við sama borð og Pétur Blöndal
og hreykja sér af ævintýrum gær-
kvöldsins. Þannig er nú það.
-eftir frumsýning-
arpartj Love Kil]s
„Hann rústaði barn-
um á Hotel De Cap,“
segir Simon Le Bon
og vottar fyrir aðdá-
un í röddinni. „Hann
gerði það alveg upp á
eigin spýtur. - Full-
kooomlega! Þegar
við fórum á barinn í
lok kvöldsins litu
barþjónamir ekki
einu sinni við okkur.
Þeir bara snera
svona upp á sig,“
segir Le Bon og
setur upp fýlusvip.
„Þeir fóru bara að
vaska upp glösin
og vildu ekki tala
við okkur. Þeir vildu ekki líta á
okkur. Þeir vildu EKKI VEITA
OKKUR FLEIRI HELVÍTIS
DRYKKI!" hrópar Le Bon og ber í
borðið til áherslu. Blaðamaður er
óneitanlega farinn að velta fyrir
sér í hvaða félagsskap hann er
kominn.
„Og þeir tóku aðeins við reiðufé,"
heldur Nick áfram. „Sem er mjög
lúðalegt."
„Þeir hefðu nú getað orðið sér úti
um meira af því,“ segir Simon og
hlakkar í honum.
Vindbelgir um
allan heim
Eftir hverju fómð þið þegar þið
sömduð tónlistina? „Ég flaug til Los
Angeles að horfa á myndina ásamt
Mario,“ segir Nick. „Við vorum með
haug af geisladiskum og hann hafði
ákveðnar hugmyndir um suma
þeirra og sumt lét hann mér eftir...“
„Mario fór eiginlega með okkur
að kaupa geisladiska og sagði: Ég
ætla að fá þetta og þetta og þetta og
þetta,“ grípur Simon
fram í. „Síðan leit hann
á okkur og sagði: Svona
vil ég hafa tónlistina í
myndinni. Þið sjáið um
það!“
„Við fóram um allt og
skoðuðum ýmsa tónlist
og... vindbelgi!" heldur
Nick áfram. Simon Le
Bon finnst þetta óstjóm-
lega fyndið og segir: „Já,
þessir vindbelgir eru um
allan heim.“ Hann vindur
sér að uppvörtunar-
stúlkunni og segir: „Hef-
urðu einhvern tíma velt því
fyrir þér hvað er mikið af
vindbelgjum um allan heim.
Þeir eru úti um allt. Ef
maður fer að finna ólykt er allt eins
líklegt að einhver hafi verið að leysa
vind hinumegin á hnettinum!"
„Það kallast fiðrildaáhrifin," segir
Niek.
„Óreiðukenningin," heldur Simon
áfram.
„Fiðrildi rekur við í Bangkok," seg-
ir Simon.
„Það hljómar eins og lagatitill,"
segir þjónustustúlkan og hlær.
Brauð frekar en geisladiska
Jæja, segir blaðamaður hálfráð-
villtur og langar til að koma sér að
efninu.
„Ertu viss um að þú viljir spyrja
mig fleiri spurninga," segir Simon.
Já, svarar blaðamaður ákveðið
enda það eina sem hann er hér um
bil viss um og bætir við: Nýja plat-
an ykkar er ansi áheyrileg.
„Electric Barbarella?"
Já, hvenær verður hún gefín út?
„I augnablikinu verður hún ekki
gefin út. Hún hefur aðeins komið út
9^œ.turgaCinn
Smiðjuvegi 14, ‘Kópavofli, sími 587 6080
Stuð — stuð — stuð
l'kvöld leikurhin
eldhressa
hljómsveit
Stuðbandalagið
frá Borgarnesi
Opið frá kl. 22—3
Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist ■
í Norður- og Suður-Ameríku og
Japan. Hún seldist ekkert í Banda-
ríkjunum. Hún hefur hins vegar
gengið mjög vel í Suður-Ameríku
og verið í efstu sætum á vinsælda-
listum í Rio.
Hængur málsins er sá að Suður-
Ameríkubúar kaupa ekki plötur
heldur hlusta bara á lögin í útvarp-
inu. Fátæktin er svo mikil þar að
þeir vilja heldur kaupa brauð. Takk
fyrir - það myndi ég líka gera. Við
lentum upp á kant við útgáfufyrir-
tækið. Þeir sögðu að þeir hefðu sagt
upp samningnum við okkur. En
raunin var önnur. Við þökkuðum
pent fyrir okkur og sögðumst ætla
að leita annað. Við erum því að leita
okkur að nýjum útgefanda. Við er-
um ósamningsbundnir Capitol
Records og gjörsamlega óhæfu
starfsfólki þeirra.
Það er í raun ákaflega leiðinlegt
því samstarfið hafði gengið vel við
Virgin. En við vorum samnings-
bundnir þeim í gegnum Capitol og
slæm mál smita alltaf út frá sér.
Við erum því hættir hjá Capitol og
tökum plötuna með okkur. Við
greiðum þeim þóknun fyrir hverja
plötu sem selst en eigum upptök-
uraar. Við gefum plötuna ekki út
strax annars staðar í heiminum
vegna þess að við ætlum að hugsa
okkar gang. Við erum líka byrjaðir
að semja nýja tónlist, öðruvísi tón-
list, og ætlum því aðeins að bíða og
sjá til. Við hlustum á hana aftur
seinna og athugum hvernig okkur
líst á. Kannski verðum við óánægð-
ir, fellum út nokkur lög og breytum
listrænni vinnu við plötuna sem
satt best að segja er alveg hræði-
leg.“
Erhún unnin af útgáfufyrirtækinu?
„Nei, ég vil ekki segja af hverjum,"
svarar Simon. „Sagan á bakvið það
er dapurleg en þannig er það bara.
Það gerðist líka á plötunni okkar
Black Album.“ Eftir stutta þögn
bætir hann við: „Fólk á eftir að
kaupa þessa plötu.“
ísland miðdepill heimsins
Er Duran Duran á leiðinni til ís-
lands? spyr blaðamaður sem lengi
hefur heyrt ávæning af því.
„Ég hefði mjög gaman af því,“
svarar Simon. „Björk er eini Islend-
ingurinn sem ég þekki. En hún er
fín. Ég kann vel við hana. Hún er
vinkona mín, Björk, mjög góð vin-
kona mín. Ég hefði gaman af því að
koma til íslands. Jafnvel þótt það
væri ekki að spila heldur bara skoða
mig um. Mér skilst að það sé stór-
kostlegt. Þetta er miðdepill heims-
ins núna, er það ekki?“
„Það er alltaf að stækka," skýtur
Nick inn í.
„Já, allt annað heiminum fer
minnkandi, - nema Island!“ segja
þeir þáðir í kór.
Eftir þetta þróast samræðurnar
þannig að Simon Le Bon vill aðeins
tala um myndina en ekki Duran
Duran og þar sem blaðamaður hef-
ur ekki séð myndina er hann ekki
beint áhugasamur. Hann hallar sér
því aftur í stólnum og hlustar á þá
félaga í hrókasamræðum við vini
sína um Kalla kanínu og tengsl hans
við ítölsku mafíuna. Bara að hann
væri ennþá fjórtán ára.