Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 68

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 68
68 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jt r + #• HASKOLABIO HASKOLABIO H,\r.k Azaíi.v « Kcnnoth Br.uujíh * <ludy D.u;s + Lcoiurdo DiCvprio Mcl.vmc Grift'ith < Fnmkc Jnnsscn ■* Miduel Lcrncr < Joc M.vntcjínn Bcbc Ncuwirth * Winona Rydcr < Charltzc Thcron Hagatorgi, sími 530 1919 Robert Carlyle Jonny Lee Miller Liv Tyler PMim * -fJ <pémv «Mm sfefel 9M|w «f aSal&ss tmé ■ tefag«a s£@Si kwgia $fi Potulioio Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. j^/u jJDJ'iijjdiijjJ WjjjJ Ái. slBziri Svnd kl. 11.15. SJJniJi!|l3!|u UUiuiiiu lilnan J 3 iu í niymlliiiil aru jjjyliiiíiiiylii ai/1: Sérstök Undirtóna forsýning kl. 9, einungis boösmiöar TTTW H W ll Sýnd kl. 4.30 6.45, 9 og 11.15. B.i. 16. aiaftili smséíIsF jætj m "•A ; iw | í V* t if ; n HEATHER GRAHAM Stærsta grinmynd allra tlma. Fór beint á toppinn I Banda- rtkjunum um sfðustu helgi ★★★ kvikmyndir.is .óia aðalskassi skólans á ball nema þú sért tll í að taka afleíðingunum. Frábær mynd mei pottþéttri tnnlist. Ó Rómeó, Ó Rómeó, pillaðu þig í burtu! PflYBflCK Sömu sýningartímar 17. og 18. júní Eggjaferð út í Klofning Eggjatínsla í rúm 60 ár Borgarnesi. Morgunblaðið. ÁSMUNDUR Asmundsson bóndi á Ökrum II á Mýrum í Borgar- byggð hefur farið til eggja út í eyj- una Klofning nokkrum sinnum á hveiju ári síðastliðin 60 ár. Frétta- ritari Morgunblaðsins fékk að fljóta með í einni þessara eggjaferða nú í vor. Ferðin hófst heima á Ökrum þar sem litlum báti var komið íyrir aftan á dráttan'él og síðan var haldið til sjávar og báturinn sjósett- ur þar sem eyjan Klofningur er skemmst frá landi. Asmundur kvaðst fyrst hafa róið út í eyjuna en síðan upp úr 1970 hafi hann notast að mestu við * utanborðsmótor. * „Fyrsti mótorinn var amerískur,“ sagði Ásmundur, „þetta var Chrysler-mótor sem dugði mjög vel þó að hann væri ekki stór, aðeins 6 hestöfl. Hann var líka mjög lipur, ég gat snúið bátnum á punktinum með honum. Þessi sænski Johnson-mótor gerir ekkert meira þó að hann sé 10 hestöfl.“ Báturinn með sænska mótomum skilar okkur Ásmundi fljótt og vel út í eyjuna Klofning sem tilheyrir •w^Ökrum og hefur verið nytjuð frá ómunatíð. Vind hafði lægt og sjór var sléttur á liggjandanum sem var valinn til fararinnar. Ásmundur krækti fyrir nokkur blindsker en nokkrum sinnum dró aðeins niður í mótomum er hann skar sig í gegn- um þangbeðjur. „Það gerði aldrei neitt alvöru *TMbrim í vetur og þess vegna er þangið óvenjumikið og þétt núna í vor,“ sagði Ásmundur. Kvaðst Ás- mundur fara kannski þrisvar til fjómm sinnum út í eyjuna á hverju vori. „Hér áður fyrr var farið mun oftar, fyrst í svartbakseggin, síðan í rituegg og loks var tekin kofa. Það var verið að fara út í eyjuna al- veg fram í júlí og svo var það skarfs- unginn.“ Þegar komið er út í eyjuna Klofning sést fljótlega að hún ber nafn með rentu. Eyjan er margklofin og gerir það að verkum að ritan hef- ur þar mun meira varpsvæði en hún verpir í klettaveggj- um eyjarinnar. Svartbakurinn verp- ir uppi á eyjunni þar sem hún er grösug en skarfabyggðin er á berum klöppum á ystu klettum. Ásmundur þræðir hála leynistigu í klettaveggjunum til að komast um eyjuna og ljóst er að þar fer gjör- kunnugur maður um og furðu létt- stígur og fótfimur miðað við að vera kominn undir sjötugt. „Ég veit nú ekki hvort ég fari oftar einn út í Klofning, það er alltaf gott að hafa einhvem með sér, ef eitthvað kæmi upp á,“ segir Ásmundur. Aðspurður um skarfseggin sagði Ásmundur. „Nei það þýðir ekkert að hirða þau, þau sjóðast ekki og það er heldur ekki hægt að baka úr þeim, hef ég heyrt.“ Eftir að hafa tínt egg í þrjár fullar plastfötur var haldið til lands á ný. Það stendur á endum að þegar við rennum frá eyjunni er farið að falla að og vind- ur farinn að aukast, enda liggjand- inn þá liðinn- sem notaður var til fararinnar. ÁSMUNDUR sjósetur plast- bátinn sinn með sænska mótornum í Akrafjörunni. 0 TOPPSKARFUR reigir sig mót óboðnum gesti í fugla- byggð 0 ÁSMUNDUR þræðir hála leynistigu í klettaveggjunum til að komast um eyjuna. 0 EFST er eyjan Klofningur grösug ogþar verpir svart- bakurinn. Asmundur er kom- inn með fulla fötu af eggjum. 0 NÝI mótorinn gerir ekkert meira en sá gamli þótt hann sé 10 hestöfl. 0 ÁSMUNDUR á leið til lands með nýorpin svartbaksegg úr eyjunni Klofningi. Morgunblaðið/Theodór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.