Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VÆRINGAR Á VATN SLEY SU STRÖND Deilur hafa staðið undanfarin ár um ábúð á jörðinni Kálfatjörn í Vatnsleysustrandar- hreppi, að því er fram kemur í umfjöllun Ragnhildar Sverrisdóttur. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar hefur fulltingi sveitarfélagsins í því að stækka núverandi 6 holu golfvöll klúbbsins í 9 holu völl, með því að taka af landi Kálfatjarnar. Þar er hins vegar fyrir ábúandi, sem krefst erfðaábúðar á jörðinni og sættir sig ekki við skerðingu hennar. Morgunblaðið/Arnaldur GOLFSKÁLI Golfklúbbs Vatnsleysustrandar stendur norðan við Kálfatjarnarkirkju. andbúnaðarráðuneytið gerði leigusamning við ábúandann á Kálfatjöm, sem sveitarfélagið hafnaði og síðar gerði ráðuneytið samning við sveitarfélagið og golfklúbbinn um leigu á jörðinni. Samningaum- leitanir voru í gangi um að ábúand- inn á Kálfatjöm héldi eftir skika af jörðinni, næst íbúðarhúsi og við foma kirkjustaðinn Kálfatjöm, en ábúandinn hefur ekki viljað Ijá máls á því, heldur vísað til þess réttar síns til jarðarinnar sem hafi mynd- ast við áratuga búsetu þar. Miðviku- daginn 9. júm' sl. hafnaði héraðs- dómur kröfu ábúandans um erfðaá- búð. Sama fjölskylda hefur búið á Kálfatjörn frá 1920, þegar Erlend- ur Magnússon settist þar að ásamt konu sinni, Kristínu Gunnarsdótt- ur. Eftir að Kristín lést, árið 1957, bjó Erlendur áfram á Kálfatjörn ásamt Gunnari syni sínum og dótt- urinni Herdísi. Við lát Erlendar 1971 tók Gunnar við búinu sem erfðaábúandi og bjó þar, ásamt Herdísi systur sinni, til dánardags haustið 1995. Við lát Gunnars kom í ljós að Her- dís hafði lögum samkvæmt ekki rétt til erfðaábúðar, en að sögn Lindu Rósar Michaelsdóttur, sem ólst upp á Kálfatjörn, þótti fjölskyldunni réttlætismál að hún hefði þar sama rétt og Gunnar bróðir hennar hafði haft, enda bóndi á jörðinni til jafns við hann í áratugi. Það hafi vissulega verið mistök að gæta þess ekki að Herdís væri einnig skráð ábúandi, en fjölskyldan hafi talið að það væri aðeins formsatriði að fá ábúð hennar staðfesta, eftir heimilisfestu hennar og ábúð á jörðinni frá bemsku. Aður en Gunnar féll frá hafði hann samþykkt málaleitan Golf- klúbbs Vatnsleysustrandar, sem fal- aðist eftir, jörðunum Móakoti og Fjósakoti, en þær hafði Gunnar á leigu ásamt Kálfatjöm. Herdís syst- ir hans var mótfallin þessu, að sögn Lindu Rósar, en eftir rekistefnu fjölskyldunnar varð þetta úr. Kálfa- tjöm kom þó ekki til greina að láta af hendi undir golfvöll. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar lét teikna upp framtíðarskipulag níu holu golfvall- ar í júní 1996, en sú teikning hefur tekið nokkmrn breytingum, vegna deilna um legu golfvallarins í landi Kálfatjarnar, eins og síðar verður vikið að og skýrist jafnframt á með- fylgjandi teikningu. Samningur til lífstíðar Víkur þá sögunni aftur að atburð- um eftir lát Gunnars. Systir Herdís- ar hafði samband við landbúnaðar- ráðuneytið og skildist fjölskyldunni að lítið mál yrði að fá ábúð Herdísar skráða, aðeins þyrfti að skipta um nafn á leigusamningnum. Hins veg- ar kom í ljós, að fleiri ásældust Kálfatjöra. Annars vegar var þar um að ræða Golfklúbbinn, með stuðningi sveitarfélagsins og hins vegar bónda í nágrenni Kálfatjam- ar, en hann hafði ekki uppi frekari tilraunir til að fá jörðina og kemur ekki meira við sögu. Eftir nokkurn tíma gerði land- búnaðarráðuneytið samning við Herdísi Erlendsdóttur, þar sem henni var leigð jörðin til lífstíðar, ásamt jörðinni Goðhól sem ráðu- neytið áformaði að sameina Kálfa- tjöm. Herdís undirritaði samning- inn 7. maí 1997. í samningnum er meðal annars kveðið á um að heimilt sé að framleigja beit fyrir allt að fimmtán hross í landi jarðarinnar, enda verði beit hrossa ekki á rækt- uðu landi jarðarinnar né í nánasta umhverfi Idrkju og kirkjugarðs. í leigusamningnum var einnig undan- skilið land sem tilheyrir kirkju og kirkjugarði og Herdísi sem leigu- taka skylt að leyfa stækkun á landi þessu. Einnig er ákvæði þar sem fram kemur að landbúnaðarráðu- neytið ætli að leigja Golfklúbbi Vatnsleysustrandar jörðina Móakot til áframhaldandi uppbyggingar golfvallar. Loks er svo ákvæði um að leigusamningurinn sé gerður með fyrirvara um samþykki hreppsnefn- ar Vatnsleysustrandarhrepps og Jarðanefndar Gullbringusýslu, í samræmi við 1. málsgrein 6. greinar JÓHANNA Reynisdóttir, sveit- arstjóri Vatnsleysustrandar- hrepps, segpr að hvorki sveitar- félagið né landbúnaðarráðuneyt- ið hafi nokkurn timann viljað bola Herdisi Erlendsdóttur frá Kálfatjörn. Henni hafi ávallt staðið til boða að leigja skika í kringum hús sitt og dvelja þar áfram, en yngra fólk í fjölskyld- unni hafii sótt það fast að fá jörð- ina alla, enda ætlað sér að halda hross. „Innan hreppsstjómar er einhugur um að gera þarna úti- vistarsvæði og golfvöll og hrepp- urinn er núna með fullgildan, þinglýstan leigusamning um jörðina. Þann samning hefúr fjölskyldan á Kálfatjörn virt að vettugi." Jóhanna segir að þegar sveit- arfélagið sóttist eftir leigu á jörðinni hafi aldrei verið farið dult með að þarna ætti að gera 9 holu golfvöll. „Á teikningu af golfvellinum sést að rústir og garðar eiga að halda sér. Stækk- jarðalaga nr. 65 frá 1976. í þessari umræddu málsgrein lag- anna segir, að ef fyrirhuguð séu að- ilaskipti að réttindum eða fasteign eða stofnun slíkra réttinda sé jafnan skylt að tilkynna það sveitarstjórn og jarðanefnd og „afla samþykkis þeirra til ráðstöfunarinnar." Samn- ingurinn var borinn undir jarða- nefnd og hreppsnefnd. Jarðanefndin un friðlands við kirkjuna gerir það erfiðara en ella, en garðam- ir færast þá inn á brautir og em látnir halda sér þar. I Kálfatjarnarkirkju er messað einu sinni í mánuði og við höfum sett þær reglur að bannað er að spila golf á vellinum þá daga sem jarðarfarir eru.“ ftflög leiðinleg staða samþykkti hann 22. maí, en hrepps- nefndin hafnaði honum 6. júní, enda stóð hún með Golfklúbbnum í mál- inu og vildi halda áfram uppbygg- ingu golfvallar á svæðinu. Hafa full- trúar bæði meirihluta og minnihluta hreppsnefndar staðfest við Morgun- blaðið að einhugur ríki innan hreppsnefndarinnar um uppbygg- inguna í landi Kálfatjamar. Jóhanna segir að sveitarfélag- ið ætli ekki eingöngu að stuðla að gerð golfvallar í landi Kálfaljarnar, því það vilji halda opinni gönguleið um hlað Kálfaljarnarkirkju, niður að sjó og meðfram ströndinni. „Við vilj- um þannig opna fjöruna áhuga- fólki og hreinsa hana. Áætlanir okkar hafa alltaf gert ráð fyrir að Herdís yrði áfram í sínu húsi Friðland við kirkj- una afmarkað Eftir höfnun hreppsnefndarinnar á leigusamningnum við Herdísi í júní 1997 gerðist það næst, á fundi í landbúnaðarráðuneytinu miðviku- daginn 24. september 1997, að dreg- in vora á kort mörk friðlands um- hverfis Kálfatjarnarkirkju og og henni hefur alltaf staðið til boða að leigja friðlandið þar 1 kring. Staðan er sú, að sveitarfé- lagið er með fullgildan, þinglýst- an lcigusamning um jörðina, en hann hefúr verið virtur að vettugi og forsvarsmenn sveitar- félagsins, golfklúbbsins og kirkj- unnar sætt ámæli fyrir óheiðar- leg vinnubrögð. Þetta er nýög leiðinleg staða. Kálfatjarnar- systkinin unnu mjög mikið og gott starf fyrir kirkjuna. Prestur og söfnuður áttu til dæmis alltaf athvarf í húsi þeirra.“ Jóhanna segir að þar sem hreppurinn hafi jörðina á leigu geti hann heimilað golfklúbbn- um framkvæmdir þar, en ákveð- ið hafi verið að biða með það vegna ósættisins. „Hreppurinn vill gjarnan kaupa alla jörðina og skipuleggja hana samkvæmt vilja sveilarstjórnarmanna. Þar yrði auðvitað undanskilið land við kirkjuna. Landbúnaðarráðu- neytið er tilbúið að selja hreppn- SVEITARSTJORI, FORMAÐUR GOLFKLÚBBS OG SÓKNARNEFNDARFORMAÐUR Enginn vill bola Herdísi fró Kólfatjörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.