Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Sterk framkvæmda- stjórn í þágu smáríkja Finnar taka nú um mánaðamótin við for- mennsku í ráðherraráði Evrópusambands- ins. Þeir ganga að ESB- formennskunni með það að leiðarljósi að hagsmunir Finna og ESB fari saman. Sigrún Davíðsdóttir hitti Paavo Lipponen forsætisráðherra Finna í Helsinki. TIL Brussel förum við hvorki með betlistaf, né til að taka við fyrirskip- unum, heldur til að vera með,“ segir Paavo Lipponen forsætisráðherra Finna. Pað er bjargföst sannfæring hans að sterk framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins, ESB sé smáríkjum í hag, þó honum hafi ekki gengið vel að koma löndum sínum í skiining um það. Betlistafurinn kemur oft upp í orðum hans til að undirstrika að Finnar séu í ESB sem fullgildir þátt- takendur og ekkert annað. Þetta og trú hans á að hagsmun- um Finna sé best borgið með því að vinna að hagsmunum heildarinnar er leiðarljós Finna nú þegar þeir taka við formennskunni í ESB frá 1. júlí og næstu 6 mánuði. Þessu hlut- verki hafa þeir hugsað sér að skila vel og standa við þann góða orðstír um samningalipurð og skýr mark- mið, sem þeir hafa þegar skapað sér ÍESB. Miðaldra forsætisráðherra með unga fjölskyldu Þessi hávaxni og þrekni Finni, sem nú er að hefja annað kjörtíma- bil sitt sem forsætisráðherra, virðist í fljótu bragði holdtekning alls þess sem fínnskt er. Hann talar sænsk- una hægt, en kunnugir segja að hann tali öll önnur mál jafn hægt, líka móðurmálið finnsku. Hann er því vísast vanur að gripið sé fram í, en hann heldur þá áfram ótrauður ef því er að skipta og af þunga, ef hann er ekki búinn að koma hugsun sinni til skila. Auk festu í málflutn- ingi er hann alveg laus við fjálg- mælgi og klisjur, virðist aldrei segja meira en nauðsynlegt er. Andstæðingar hans segja að það eina sem hafí haldið saman fimm flokka stjóm Lipponens eftir kosn- ingamar í vor, sé löngunin til að sitja við störf næstu sex mánuði og leiða formennsku Finna í ESB. I þinginu hafa borgaraflokkamir meirihluta. En í stað þess að nýta sér það og mynda stjórn með Mið- flokki Esko Aho kaus finnski íhaldsflokkurinn að sitja áfram í stjórn undir forystu Lipponen og jafnaðarmanna, ásamt Vinstrasam- bandinu, Sænska þjóðarflokknum og flokki umhverfissinna. Stjóm- málaskýrendur spá erfiðu stjómar- tímabili þegar formennskunni lýk- ur. Meðal annars blasa kjarasamn- ingar við næsta vor. Það er sólríkt síðdegi um miðjan júní, þegar Lipponen tekur á móti nokkrum blaðamönnum á forsætis- ráðherrasetrinu við vík í útjaðri Helsinki. Stórt og reisulegt timbur- hús frá síðustu öld er opinber emb- ættisbústaður. Fyrri forsætisráð- herrar hafa fæstir búið í bústaðnum, en Lipponen hefur tekið hann fram yfir raðhúsið, sem hann bjó í, en það hafði hann á leigu eins og algengt er um landa hans. Forsætisráðherra borgar leigu af bústaðnum. Lipponen, í dökkum fötum, hvítri skyrtu og með gult bindi, kemur stikandi út á hlað og býður blaða- mönnum að fylgja sér í lítið lysti- hús, öllu heldur skýli, þaðan sem sést yfir víkina. „Við höfðum hug- leitt að byggja okkur hús,“ segir Lipponen þegar komið er í lystihús- ið og talinu víkur að bústaðnum, „en það er enginn tími til þess.“ Lipponen er áhugamaður um arki- tektúr, en hristir höfuðið, þegar spurt er hvort hann hafi hugleitt að láta teikna handa sér hús eða taka þátt í því. „Það er ekki fyrir venju- legt fólk að borga fyrir arkitekta- teiknuð hús,“ bætir hann við. Hinum megin við víkina sér í rautt bátaskýlið við forsetabústað- inn. Lipponen segist ekki hafa synt í heimsókn til Martti Ahtisaari for- seta, þó hann sé annálaður sund- maður, en segist gjaman synda þama og einmitt þessa stundina sé kona hans að synda hinum megin við nesið er húsið stendur á. Skömmu áður en forsætisráðherr- ann birtist kom barnapía með keiru og lítið barn út úr húsinu. Þar fór eins árs dóttir Lipponens, sem hann eignaðist með seinni konu sinni, en hún er ríflega tuttugu ámm yngri en eiginmaðurinn. Frá fyrra hjónabandi á hann dóttur á svipuðum aldri og eigin- konan. Eiginkonan átti fyrir sex ára dóttur. Það man enginn tO þess að finnskur forsætisráðherra hafi verið með svo unga fjölskyldu. Lipponen og Esko Aho formaður Miðflokksins og fyrrum forsætis- ráðherra em ámóta vinsælir. I lysti- húsinu sýnir Lipponen á sér létta og þægilega hlið. Meðal flokksmanna stendur mörgum nokkur stuggur af honum, en hann er á góðri leið með að verða einn merkasti leiðtogi Finna á öldinni. Atvinnuleysi og flótti af landsbyggðinni Þegar Lipponen varð forsætisráð- herra íyrir fjóram áram í kjölfar stjómar Esko Aho var takmark hans að minnka atvinnuleysi, sem þá var um 20 prósent, um helming á kjör- tímabilinu. Það tókst þó ekld, en Lipponen tekur annan pól í hæðina. „Meðan aðrar þjóðir hafa staðið í stað eða jafnvel búið við samdrátt þá höfum við búið við vöxt og náð þeim einstaka árangri í Evrópu að minnka atvinnuleysi um þriðjung. Þetta hef- ur okkur tekist með niðurskurði rík- isútgjalda og hóflegum kjarasamn- ingum,“ segir Lipponen og hnykkir á að á undanfömum tólf mánuðum hafi störfum fjölgað um 100 þúsund og 200 þúsund á öllu síðasta kjörtíma- bili. Samkvæmt nýjustu tölum er at- vinnuleysið nú 13,7 prósent. Lipponen vill ekki nefna hvert takmarkið nú sé varðandi atvinnu- leysi. Fyrsta spáin frá fjármála- ráðuneytinu hafi gert ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi 2003, en nýjasta spáin sýni að þegar á næsta ári megi gera ráð fyrir 9,3 prósenta atvinnuleysi. „7-8 prósenta atvinnu- leysi í lok kjörtímabilsins eftir fjög- ur ár er raunhæft takmark," segir hann varfærnislega. Flóttinn af landsbyggðinni er ná- tengdur atvinnuleysisvandanum og Lipponen tekur undir að Finnar eigi við dreifbýlisvanda að etja. „Fólk er að hverfa frá Austur- og Norður-Finnlandi," bendir hann á og minnir á að byggðauppbygging Finna eigi rætur að rekja til þess tíma er meirihluti landsmanna vann viðlandbúnað. Á þessu sviði hafa Finnar fengið góðan stuðning frá þróunarsjóðum ESB. „En það þýðir ekki bara að kasta peningunum í hvað sem er, heldur gildir að vera með skynsam- leg verkefni,“ segir Lipponen og bendir á Jyváskylá, skammt frá heimabæ hans, Kuopio, sem gott dæmi um svæði, sem nú sé í upp- sveiflu. Kjaminn í þeirri uppsveiflu er háskólinn í Jyváskylá, sem byggi upp menntað vinnuafl. Áhugaleysi á Evrópu- þinginu skiljanlegt Kosningarnar til Evrópuþingsins eru mönnum ofarlega í huga, bæði af því kosningaþátttakan vai' met- lág og eins af því að hægiifiokkar þingsins era komnir í meirihluta. Hér áður var sagt að áhugaleysi kjósenda stafaði af því að þingið hefði engin völd, en nú hafa völd þess aukist og samt hefur kosninga- þátttakan enn minnkað. Um þessa þversögn segir Lipponen að það sé þörf á að fara grannt í saumana á úrslitunum, sem hann hafi enn ekki gert. „En ég heyrði þýskan stjórnmálaskýranda benda á að það mætti vel skilja áhugaleysið sem svo að fólk hefði ekki áhuga á að kjósa þing, sem ekki myndaði stjórn. Kjósendur álíta vísast að það séu ríkisstjómir einstakra landa, sem leggja línum- ar í ESB, ekki Evrópuþingið." Lipponen undrast ekki áhuga- leysi heima fyrir, því kosningaum- ræðan snerist mikið um spillingu í tengslum við þingið, þar sem þing- menn hafa fengið greitt fyrir flug- miða án þess að athugað hafi verið hvernig eða hvort þeir notuðu þá. „Ég hef verið gagnrýndur í fjölmiðl- um fyrir að tala um þetta, en það verður einhver að segja umbúða- laust hvernig þetta er,“ segir hann. Úr orðum hans má almennt lesa að finnska stjómin leggur áherslu á ESB sem samstarf ríkisstjóma, þar sem Evrópuþingið gegnir engu skýra hlutverki. En sýnir niðurstaðan í heild að vinstribylgjan í Evrópu er að dala? Lipponen segist ekki líta svo á. Lág þátttaka skekki myndina. „En eftir á get ég sagt að hér heima hefði ég átt að leggja mig betur fram í kosn- ingabaráttunni. Þegar þátttakan er svona lág þá era það þeir sem hafa góða menntun og góð laun, sem kjósa." Lipponen álítur ekki að gjáin í evrópskum stjómmálum liggi milli hægri og vinstri, heldur innan jafn- aðarmannaflokkanna milli þeirra, sem viija endumýja og hinna, sem halda fast í fyrri hefðir. Sameigin- leg stefnuskrá Tony Blair forsætis- ráðherra Breta og Gerhard Schröders Þýskalandskanslara ný- lega sé af hinu góða fyrir lönd þeirra. „Við erum komnir lengra hér í Finnlandi," fullyrðir Lipponen. „Við búum við markaðskerfi, hagvöxt og sveigjanleika í efnahagslífinu, sem við höfum komið áleiðis í eindrægni. Hér er atvinnuþátttaka kvenna há, andstætt Bretlandi og Þjóðverjar búa við verndarstefnu, rflásstyrki og skort á félagslegri þjónustu. Við erum miklu markaðsvæddari og höldum einkavæðingu áfram, en það er gott fyrir Evrópu að þessi mál era rædd.“ Uppbygging Kosovo efst á blaði „Kosovo setur strik í reikning- inn,“ segir Lipponen, þegar talinu víkur að því hvað sé efst á blaði Finna á formennskutímabili þeirra. „Kosovo gerir áskorunina enn stærri, því ESB mun bera mesta ábyrgð á þjóðfélagsuppbygging- unni, þó aðrir þurfi að koma til, til dæmis Bandaríkin, Japan og önnur G7 lönd, auk stofnana eins og Al- þjóðabankans." Um uppbyggingu Kosovo með Slobodan Milosevic enn við völd vfll Lipponen sem minnst segja, en tek- ur skýrt fram að uppbyggingin haldi áfram án tillits til Mflosevic. „Hann skapar vandamál nú, en það er langur vegur fyrir höndum varð- andi uppbyggingu landsins." Af öðram málum nefnir Lipponen sambandið við Rússland og stækk- un ESB. Hvenær ný lönd gangi í ESB vill hann ekki tiltaka. „Um- sækjendumir þurfa að vinna sína heimavinnu. Við getum reynt að styðja þá, en löndin þurfa sjálf að koma á nauðsynlegri nýskipun heima fyrir.“ Almennur skilningur á vægi Rússa í Evrópu Árið 1997 færði Lipponen „hina norðlægu vídd ESB“ í tal þar. Hér var um að ræða breiða áherslu á norðurhluta ESB, til mótvægis við Miðjarðarhafsáhersluna, sem lengi hefur sett svip sinn á sambandið. „Við færðum þetta í tal út frá því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.