Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 33 •'
þau öll staðið eins og klettar við
hlið hennar og sýnt fádæma fórn-
fýsi, ekkert var of mikið, ekkert
var of gott fyrir Benediktu, og allt
var reynt, þau skiptust á að dvelja
ytra með henni og aðstoða á allan
hátt. Þau geta nú huggað sig við að
enginn mannlegur máttur hefði
getað gert meira en þau gerðu.
Barátta foreldranna íyrir hag
hennar sem bestum og rétti henn-
ar sem bráðveikrar við kerfísbákn-
ið tók oft mikið á, en aldrei sýndu
þau uppgjöf, óbilandi kjarkur og
endalaus þolinmæði voru alltaf til
staðai'.
Við óskum Benediktu velfarnað-
ar í betri og bjartari heimi, þar
sem þjáningar hennar hefta hana
ekki lengur, og vitum að vel verður
tekið á móti henni í nýjum heim-
kynnum.
Við biðjum Guð að styrkja ást-
vini hennar, foreldra, systkini,
ömmu og afa, sem þurfa að horfa á
eftir sólargeislanum sínum og vott-
um þeim okkar dýpstu samúð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjðf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Borgar, Benedikt, Sigríður,
Guðrún, Ragnhildur, Kristín og
íjölskyldur.
Elsku Benedikta okkar.
Takk íyrir árin sem við áttum
saman. Við söknum þín. Þú gafst
okkur svo mikið sem við getum
lært af. Núna síðustu fimm árin
hefur þú meira frekar en minna
þjáðst, allir þessir verkir allur
þessi sársauki, einn verkur deyfir
annan. Við heimsóttum þig kvöldið
áður en þú fórst í þína ferð. Þú
varst mikið veik en við gátum talað
glaðlega saman þessa stund og þú
sendir okkur bros og hlýju. Þannig
ætlum við að muna þig.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús í þína hönd.
Síðastþegarégsofnafer
sitji guðs englar yfír mér.
(Hallgr. Pét.)
Við munum varðveita minning-
una um sterka frænku sem barðist
eins og hetja fyrir lífinu. Þú ert
hetjan okkar.
Vilhjálmur, Stella og Eiríkur.
Elsku Benedikta mín.
Mikið var ég stolt af þér þegar
þú fæddist, það var nú aldeilis
gaman að eignast litla frænku.
Sjálf var ég nýorðin 11 ára. En þú
hafðir heilmikið fyrir því að komast
í heiminn, fórst úr báðum mjaðma-
liðum og öðrum axlarlið, en það fór
nú allt vel. Ég man að það var líka
gaman að fá litlu fötin þín til að
máta á dúkkuna mína. Við áttum
nú margar góðar stundir saman í
sveitinni hjá afa og ömmu, sumar
jafnt sem vetur. Það fór nú vel um
okkur þegar við lágum ofan á hey-
vagni og sungum hástöfum. Gott
þótti okkur líka að fara í göngutúr í
rigningu. Það koma svo margar
minningar upp í hugann. Við fórum
líka í útilegur saman, það var nú
þér að þakka að við Villi minn fór-
um í Þórsmörk um árið. Það var
þvílíkt reiðarslag þegar þú greind-
ist með hvítblæði en maður var svo
bjartsýnn að allt færi vel og ég
taldi það gæfumerki að mergskipt-
in fóru fram 17. júní. Og þú lækn-
aðist af krabbameininu en þá var
líkaminn þinn alveg búinn. Alltaf
var notalegt að heimsækja þig og
þú áttir fallegt heimili að Dverga-
borgum 5. Ég þakka þér fyrir hvað
þú varst góð við börnin mín, alltaf
að gefa þeim eitthvað og gleðja. Þú
varst heppin að eiga svona góða
foreldra og systkin. Nú er þrautum
þínum lokið og þú komin til ömmu í
Hraunbæ og afa.
Elsku Móeiður, Ólafur, Jón Ingi,
Kristín Ósk og Óli Ben, megi góður
MINNINGAR
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Takk íyrir allt og allt.
Þín frænka,
Ragnheiður.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Ástkær frænka mín og vinkona
er látin langt um aldur fram eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Á þessari erfiðu kveðjustund
sækja að minningar sem ljúft er að
muna og þakka. Hugurinn leitar til
ársins 1973 þegar Benedikta fædd-
ist. Þá vorum við Móeiður ungar
mæður með frumburðina okkar, ég
með Hlyn og hún með Benediktu.
Vorum við báðar frekar óvanar að
umgangast ungabörn en vorum
bjartsýnar og börnin döfnuðu vel.
Síðar þegar við eignuðumst fleiri
börn var ekki langt á milli þeirra í
aldri og mikill samgangur milli
heimilanna. Móeiður var á þessum
árum heimavinnandi við húsmóð-
urstörf og saumaskap og nutu
börnin þess í ríkum mæli að hún
var heima og voru leikfélagarnir
alltaf teknir með. Benedikta ólst
upp við ástríki samheldinnar fjöl-
skyldu þar sem ríkir gjafmildi,
gestrisni og góðvild sem mætir öll-
um sem þangað koma. Stór var
hlutur ömmu og afa á Skipum í
uppeldinu og fór hún þangað oft
þegar stund gafst og er missir
þeirra mikiH nú. Með þetta vega-
nesti fór Benedikta út í lífíð full af
orku og áhuga og sótti nám í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti á við-
skiptabraut. Á sumrin milli skóla
vann hún í banka. Hún vann sér
þar strax traust og ég man hversu
stolt ég var af henni þegar hún var
sest í gjaldkerastólinn, kornung,
ljóshærð og björt yfirlitum.
Hún hafði rétt ólokið verslunar-
prófi þegar veikindi hennar fóru að
gera vart við sig fyrir rúmum 5 ár-
um. Hófst þá barátta við hvítblæði
og þurfti hún að gangast undir
mergskipti í Svíþjóð þar sem Krist-
ín ðsk systir hennar gaf henni
merg. Hvítblæðið læknaðist en
ýmsar hliðarverkanir sjúkdómsins
urðu þess valdandi að heilsan varð
ekki eins góð og vonir stóðu til.
Síðastliðið haust fór hún til Sví-
þjóðar aftur til að freista þess að fá
bætta heilsu. Fór þá Jón Ingi bróð-
ir hennar með henni um tíma og
var mikill stuðningur. Síðan var
Móeiður úti og vék ekki frá henni.
Ólafur, Kristín Ósk og Óli Ben fóru
einnig út, þannig að öll fjölskyldan
hefur tekið mikinn þátt í veikinda-
baráttunni og hefur sýnt alveg
ótrúlegan styrk þennan langa og
erfíða tíma. Dvölin í Svíþjóð varð
samt sem áður á margan hátt
ánægjuleg því fjölskyldan kapp-
kostaði að gera sér ýmislegt til
skemmtunar og skoða sig um.
Systurnar fóru tvisvar sinnum
saman til Benidorm á Spáni og
nutu þess að ferðast saman.
Með dugnaði tókst henni að
eignast íbúð í Dvergaborgum og
stofna þar sitt eigið heimili og naut
þess að skipuleggja það. Var gam-
an að koma til hennar þangað,
alltaf bjartsýnin höfð í fyrirrúmi.
Við í Vesturbergi 9 þökkum
Benediktu samfylgdina og kveðj-
um hana með vinsemd og virðingu
og þökkum henni allt sem hún var
okkur. Foreldrum hennar, systkin-
um, ömmu og afa og öðrum ætt-
ingjum sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Haila Eiríksdóttir.
Elsku Benedikta mín. Engin orð
geta lýst öllu því sem mig langar
að segja við þig. Síðan ég frétti að
þú værir dáin hef ég hugsað stans-
laust um þig og ég tala við þig
stöðugt til að segja þér frá öllu sem
ég er að hugsa og hvað mér finnst.
Eg get ekki trúað að við eigum
aldrei aftur eftir að tala saman um
allt sem okkur liggur á hjarta. Sem
betur fer áttum við svo margar
góðar stundir saman og náðum að
tala um það sem okkur finnst
skipta máli. Þess vegna veit ég
hversu vel þú mast vináttu okkar
og ég veit hvemig þér leið. Við töl-
uðum svo oft um hvað okkur finnst
gefa lífinu gildi, hvernig hamingja
snýst um hvernig maður hugsar
um lífið og hversu miklu máli það
skiptir að eiga góða að, bæði fjöl-
skyldu og vini. Við töluðum saman
um hvað veikindin þín hefðu breytt
þér og þroskað þannig að þú kunn-
ir betur að njóta augnabliksins.
Þessari reynslu miðlaðir þú áfram
til okkar sem vorum í kringum þig
og breyttir okkur í leiðinni. En þótt
þessi reynsla hafi verið þér dýr-
mæt þá fannst þér hún of dýru
verði keypt. Þú þráðir svo heitt að
fá heilsuna aftur og að geta gert
aUt sem þig langaði til. En fyrst og
fremst þá vissir þú betur en nokk-
ur annar að ef þú fengir ekki ein-
hverja lækningu þá myndir þú ekki
lifa lengi.
Ég man þegar þú fórst til Sví-
þjóðar. Þá varstu full vonar og viss
um að þegar ég kæmi út að heim-
sækja þig tækir þú gangandi á
móti mér og við gætum farið sam-
an í bæinn og jafnvel út að dansa.
Við tímasettum heimsóknina mína
meira að segja þannig að ég kæmi
þegar langt væri liðið á meðferðina
svo heilsan væri orðin mun betri og
við gætum gert meira. En reyndin
varð önnur og við urðum að finna
aðra leið til að skemmta okkur
saman. Að sjálfsögðu tókst okkur
það og við eyddum dögunum uppi á
spítala og töluðum saman. Og það
var það sem skipti mestu máli. Það
sem ég er að reyna að segja þér,
elsku Benedikta, er hversu mikils
virði vinátta þín er mér og hversu
dýrmætar þær stundir sem við átt-
um saman eru mér. Ég hugsa um
allar skemmtilegu stundirnar sem
við áttum saman og ég veit að ég
get talað við þig hvenær sem er því
þú ert alltaf hjá mér. Ég veit að
þér líður betur núna og að þú hefur
fengið frið. Ég skal lofa þér því að
dansa og gera eitthvað villt og
skemmtilegt fyrir þig af og til. I
staðinn bið ég þig að vaka yfir mér
og halda áfram að vera vinkona
mín þó að við séum hvor á sínum
staðnum.
Ég sakna þín.
Þín vinkona,
Katrín.
Elsku besta Dittlen (systir).
Kæra vinkona, ég mun aldrei
gleyma þeirri stund sem við kynnt-
umst. Það var í Hólabrekkuskóla
þegar við vorum fjórtán ára gaml-
ar. Þú sem varst svo feimin og hlé-
dræg en samt urðum við eins og
samlokur, svo mikill var vinskapur-
inn. Mig langar til að minnast á
hversu stóran þátt þú áttir í mínu
lífi.
Fljótlega eftir að við kynntumst
tókst þú og þín fjölskylda mér opn-
um örmum og ég fékk að búa hjá
þér. Ég var tekin inn eins og einn
af fjölskyldumeðlimum. Það var út-
búið stórt herbergi sem var ekki
bara ætlað þér heldur mér líka.
Slík var góðmennska og umhyggja
foreldra þinna. Sá tími var einn sá
besti í mínu lífí. Öll ferðalögin, allar
skemmtanirnai-, allai’ vökustund-
irnar og allt það sem við tókum
okkur fyrir hendur hefði aldrei
getað orðið eins skemmtilegt og
það var nema að hafa þig. Ég man
þegar við fórum eitthvað út saman
og einhver spurði okkur hver við
værum þá kynntum við okkur sem
systur, og kannski það skemmti-
lega við það var það að ef einhver
trúði okkur ekki þá einfaldlega
þrættir þú bara fyrir það. Ef þú
bara vissir hversu vænt mér þótti
um það þegar ég fékk að fara með
þér og fjölskyldu þinni í sveitina til
ömmu þinnar og afa. Það voru mín
fyrstu kynni af sveitinni og þar
upplifði ég margt skemmtilegt sem
ég gleymi seint. Svona gæti ég
haldið áfram endalaust, við áttum
svo margar góðar samverustundir.
Okkar leiðir skildu um tíma þegar
ég flutti út og eignaðist eldri
drenginn minn, en samt vorum við
alltaf góðar vinkonur. Þú varst
sarmur vinur og sannaðir það þeg-
ar ég veiktist fljótlega eftir að ég
átti hann Alexander minn. Þú
stóðst hjá mér eins og klettur
ásamt móður þinni og mun ég
ávallt minnast þess með miklum
kærleik. Og stundirnar sem við átt-
um þann mánuð sem ég var veik á
spítala með nýfædda barnið mitt.
Þá komst þú alltaf til mín og þá
með eitthvað óvænt til að gleðja
mig.
Elsku Benedikta mín, ég kveð
þig með miklum söknuði. Ég vil
þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman og mun ég
alltaf varðveita þær. Þó að þú sért
farin frá okkur mun ég ávallt muna
eftir þér vegna þess að þú skipaðir
svo stóran sess í lífi mínu. Vonandi
veistu það að þú ert og verður
alltaf stór hluti af hjarta mínu. Ég
elska þig og mun alltaf elska þig,
elsku besta vinkona mín. Ég vona
svo innilega að þér líði vel þar sem
þú ert núna.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Móa, Óli, Jón Ingi, Kristín
Ósk og Óli Ben ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og þakka frá
hjarta mínu fyrir allar þær góðu
stundir sem þið gáfuð mér.
Helena ína Jóhannesdóttir.
Þegar vorið er komið og sumar-
ið rétt að byrja virðist allt svo
bjart og fallegt. Trén laufgast og
blómin springa út. Allt verður svo
miklu léttara og tekið er á móti.líf-
inu með von um bjarta framtíð og
fagra drauma. Maður gleymir sér
um stund og hugsar hve lífið er dá-
samlegt og hversu gott maður hef-
ur það. En einhvers staðar á bak
við allt saman þar sem maður er
búinn að loka á myrkvann læðist
hann að manni þegar sorgarfréttin
berst.
Elsku Benedikta, nú ertu farin í
ferðina löngu, fyrir okkur svo
óvænt og óundirbúið. Leiðir okkai’
lágu saman í grunnskóla og strax
tókst með okkur góð vinátta. Ég
man eftir þeim degi þegar þú
hringdir í mig og sagðir mér frá
veikindum þínum. Tjáðir þú mér
þá að þú værir kominn með þennan
illkynja sjúkdóm, hvítblæði, og satt
að segja gerði ég mér ekki grein
fyrir því hvað það var á þeim tíma.
Ég vissi ekki að í raun ættir þú eft-
ir að verða veik og ég held að ég
hafi tekið því fyrst sem sjálfsögð-
um hlut að þú myndir standa þetta
af þér og að einhvern daginn
myndum við sitja saman í ellinni og
líta til baka og hlæja að unglings-
árunum og öllum okkar heimsku-
pörum. En nú ertu farin. Ég varð
þess þó samt aðnjótandi að kynn-
ast þér fyrir og eftir veikindin og
þrátt fyrir erfið veikindi þá fann ég
alltaf hversu mikið við áttum sam-
eiginlegt og alveg sama hvernig
veðraði þá héldum við vinskapnum.
Ég mun geyma við hjartastað allar
þær yndislegu stundir sem við átt-
um saman, þú gafst mér mikla fyU-
ingu í lífið og mér eru minnisstæðir
nokkrir dagar sem við áttum sam-
an, brúðkaupsdagurinn okkar Guð-
mundar og þegar þú komst og
heimsóttir okkur hjónin þegar við
eignuðumst Mána Karl. Stærsti
dagurinn var þó þegar þú hringdir
í mig ekki fyrir alls löngu og sagðir
okkur að þetta væri allt farið að
líta betur út, þér væri farið að líða
betur og að ljósið væri farið að
skína. En þau tíðindi voru þó ekki
alveg sönn. Það varð okkur hjónum
mikið áfall að sjá hversu illa þú
varst á þig komin þegar þú komst
að líta á nýfæddan son okkar í
ágúst, en þá varstu á leið til Sví-
þjóðar í meðferð og öll bundum við
miklar vonir við að sú meðferð
myndi bera árangur og að henni
lokinni myndi þetta nú allt fara að
lagast, en allt kom fyrir ekki. Þeg-
ar þú komst heim aftur fannst okk-
ur að þér hefði hrakað til muna en -
þú varst enn svo bjartsýn og þegar
við ræddum saman í síma síðast þá
leið þér betur og þú ætlaðir að
sigrast á þessu! En ekki datt mér í
hug að þetta yrði í síðasta skipti
sem við myndum ræðast við og að
éjg myndi aldrei heyra í þér aftur.
Eg spurði þig hvort það væri ekki í
lagi að við myndum kíkja til þín en
þú baðst okkur að bíða með það
þangað til þú værir komin í aðeins
betra form. Við gætum komið þeg-
ar ég væri komin í sumarfrí frá
vinnu. Við ræddum heilmikið sam- _
an um það hvernig við kynntumst
og hversu miklir kjánar við hefðum
verið og þú spurðir mig hvort ég
væri sátt við vinskapinn og ég man
að ég svaraði þér að þó að við hefð-
um ekki alltaf verið sammála þá
værum við betri vinkonur fyrir vik-
ið og að við ættum allt lífið fyrir
höndum. Við ætluðum að gleyma
þessum barnabrekum og nýta það
tækifæri sem okkur hafði gefist að
nýju. Við töluðum um bókstaflega
allt saman og þegar ég hugsa til
baka núna held ég að þú hafir verið
að kanna stöðu okkar og í raun að
kveðja mig og fjölskylduna. Þú
vissir hvert ferð þinni var heitið en
ekki við. Ef maður gæti nú bara '
gert hlutina aðeins öðruvísi og af
hverju við kveiktum ekki á að þú
værir að kveðja okkur. Nú á maður
aðeins minningu um góða stúlku og
þær minningar sem ég á um þig
eru mér ómetanlegar og á stundu
sem þessari geta þær jafnvel
breytt sorg í gleði og fyllt mann
þakklæti fyiir að hafa þekkt þig.
Mér kemur til hugar lagvísa sem
ég syng fyrir son minn á kvöldin og
langar mig að leyfa henni að fljóta
hér með sem hinstu kveðjuorð okk- -
ar til þín.
Ég veit að þú ert þreyttur,
því þreytt ég líka er.
Svo klemmdu aftur augun þín
og kúrðu fast hjá mér.
Ertu, vinur, alveg að sofna?
Eru augun hætt að sjá?
Ertu, vinur, alveg að sofna?
Megi englar vaka þér hjá.
(Þýð. Þrándur Thoroddsen)
Ég get vart byrjað að gera mér
grein fyrir hvað fjölskylda þín er
að ganga í gegnum en ég bið Guð
almáttugan að vera með þeim á
þessum erfiðum tímum um leið og "
við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu þinnar og
annarra vandamanna.
Jacqueline (Jackie), Guðmundur
og Máni Karl.
Lífið fer mismjúkum höndum
um okkur mannfólkið. Sumir eru
svo lánsamir að ferðast í gegnum
lífið svo til áfallalaust á meðan aðr-
ir þurfa að takast á við meiri erfið-
leika og sársauka en hægt er að
hugsa sér. Vinkona mín, hún Bene-
dikta, þurfti á sinni alltof skömmu
ævi að takast á við meiri vonbrigði
og veikindi en nokkur önnur mann-
eskja sem ég hef hitt. Og það er
sama hvað ég reyni, ég fæ aldrei
skilið hvemig Guð gat lagt svona
mikið á unga, fallega og góðhjart-
aða stúlku eins og hana.
Benediktu kynntist ég fyrst
haustið 1996 á HeUsuhælinu í
Hveragerði. Við vorum þar á sama
tíma óvenjustór hópur af ungu
fólki. Á Heilsuhælinu, eða „Hæl-
inu“, eins og við sögðum gjarnan,
myndast oft sterk vináttutengsl
milli fólks. Sum tengslin vara ekki
lengur en út dvölina á meðan önn-
ur halda áfram eftir að dvölinni ^
lýkur. Það tók ekki langan tíma að
kynnast Benediktu. Strax vorum
við farnar að tala um allt milli him-
ins og jarðar. Þó að ég ætti að
heita 10 árum eldri, var ég ekki
lengi að finna hversu þroskuð í
hugsun og hversu sterkan per-
sónuleika Benedikta hafði til að-
bera, en hún hafði mjög ákveðnar