Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 25
atburði og reynslu sem ég fékk beint í æð.
Þetta varð mér hvatning og eggjaði mig til þess
að vilja leggja mitt af mörkum í baráttunni við
innanmein samfélagsins. Ég held að mér hafi
einnig verið ljóst að efnahagsleg kúgun leiðir
gjarnan til kúgunar af öðru tagi og ef hung-
ursneyðin var eitt af því sem ég upplifði í bam-
æsku, og kom mér í mikið uppnám, þá var ann-
að sem olli mér ekki síður hugarangri, en það
vora erjur múslima og hindúa. Svo bar til að fá-
tækur múslimskur verkamaður var stunginn til
bana á svæðinu þar sem við bjuggum. Það má
kannski skjóta því inn að ég er úr hindúafjöl-
skyldu þó að ég sjálfur sé ekki trúaður, og
svæðið er svæði hindúa. Verkamaðurinn hafði
komið þarna þeirra erinda að fá vinnu og hann
var drepinn. A þessum tíma drápu hindúar
múslima og múslimar hindúa og dauði þessa
manns var liður í þeim erjum. Ég var að leika
mér í garðinum um það bil sem hann hrökklast
þar inn. Ég var mjög ungur. Og þai'na kemur
hann blæðandi. Ég var sá fyrsti sem sá hann.
Ég öskraði og annað fólk þusti að til hjálpar.
Hann var fluttur á spítalann og þar lét hann líf-
ið. Þessi atburður hefur setið í mér alla tíð.
Verkamaðurinn var þyrstur og ég reyndi að
gefa honum vatnsglas. Asamt föður mínum
fylgdi ég honum á sjúkrahúsið og ræddi
stöðugt við hann. Hann sagði t.d. að hann hefði
vitað að það sem hann gerði væri mjög hættu-
legt, það er að segja að koma á þetta svæði.
Kona hans hafði ráðið honum frá því að fara, en
þau voru afar fátæk og svöng. Þau höfðu engar
tekjur. Og þegar honum er boðin vinna við það
sem mig minnir að hafi verið að þrífa garðinn
eða eitthvað slíkt, þá gat hann ekki neitað því,
hann varð að fá hana.
Mín tilfinning var þessi: Hér er manneskja
sem tekur gífurlega áhættu, hættir lífi sínu, og
deyr að lokum. Þar með var hann rændur sínu
helgasta frelsi, frelsinu til lífs. Hvers vegna?
Hann tók áhættuna vegna þess að efnahagsleg
kúgun gerði það að verkum að hann varð að
taka hana. Hugmyndin er þess vegna sú að
efnahagslegir fjötrar neyði okkur til þess að
grípa til aðgerða sem skerða frelsi okkar með
öðrum hætti. I þessu tilfelli frjálsræði til lífs og
frelsis. I kjölfarið þóttist ég sjá í hendi mér að
efnahagsleg kúgun skerðir ekki einungis frelsi
í efnalegu tilliti heldur einnig á öðrum sviðum.
Á öllum sviðum sem líf okkar veltur á efna-
hagslegum aðstæðum. Bæði þessi atvik úr
æsku höfðu afar sterk áhrif á mig og eggjuðu
mig.
Svo það má segja að það hafi verið ind-
verskar rætur og tengsl við Bangladesh og
einnig almenn kynni af öðrum löndum. Sem lít-
ið barn var ég einnig á tímabili í Burma. Faðir
minn var gistiprófessor í Mandalay. Þar var ég
í þrjú ár og hið sama blasti við mér. Og síðan
las ég auðvitað. Ég las um Afríku, ég las um
Suður-Ameríku, ég las um mörg önnur lönd
heimsins og ég var forvitinn um þessi efni og
hafði löngun til þess að leggja mitt af mörkum.
Svo þannig var það.
Þú spurðir mig einnig að því hvaða augum ég
liti hagfræði. Að mínu viti varðar hagfræði þá
sem hafa orðið undir í mannlegu samfélagi. Áð
sjálfsögðu eru afar áhugaverð hagfræðileg
vandamál, t.d. hvað varðar þá allra ríkustu.
Hagfræðingur gætu svo sannarlega varið tíma
sínum til umfjöllunar um það hvernig rík
manneskja ætti að verja fjármunum sínum. Ég
mundi líta á það sem anga af hagfræði, en ég
mundi ekki líta á það sem anga af hagfræði
sem höfðar til mín. Þau efnahagslegu vandamál
sem höfða til mín hafa alltaf snúið að þeim sem
hafa orðið undir í mannlegu samfélagi. Dreggj-
ar mannlífsins, eins og það er einhversstaðar
nefnt.“
Er þetta ástæða þess að þegar þér hlotnuð-
ust Nóbelsverðlaunin nefndi Robert Solow þig
samvisku hagfræðinnar?
„Ég veit ekki af hverju hann nefndi mig það.
Um það verður þú að spyrja Robert Solow. Oft
er vitnað til þessara ummæla. Ég get mér þess
til að hann sé í raun að vísa til þess að ég hef
varið drjúgum hluta ævi minnar til umræðu og
viðureignar við mannlega erfiðleika og kúgun.
Ég held að hann sé einungis að vísa til þess að
ég hef skrifað um hallæri, fátækt, ójafnræði og
atvinnuleysi, sem eru dæmi um kúgun.
En staðreyndin er vitanlega sú að þetta eru
efni sem hljóta með einhverju móti að orka á
alla hagfræðinga. Klassísku hagfræðingarnir
létu sig þessi efni varða. Til dæmis Adam
Smith, sem oft er vitnað til sem hins mikla
spekings frjáls markaðar, sagði að það sem
hefði hvatt hann til rannsókna á hagfræði hefði
verið líf hinna fátæku. Á einum stað sagði hann
jafnvel að næstum öll ríkisafskipti sem miðuðu
að því að vænka hag hinna ríku væru slæm en
ríkisafskipti sem miðuðu að því að efla hag
hinna fátæku væru næstum undantekningar-
laust af hinu góða. Og harmleikurinn er sá,
sagði Smith, að næstum öll ríkisafskipti voru
fyrir hagsmuni hinná ríku. Og það er ein rök-
semdin sem hann færði gegn ríkisafskiptum.
Auk þess lít ég svo á að áhugi á kjörum
hinna fátæku hafi innblásið hagfræðinga frá
upphafi. Það er oft litið á Adam Smith sem föð-
ur nútímahagfræði. En ef við lítum enn lengra
aftur, á höfund á borð við William Petty. í bók
sinni Talnafræði stjórnmálanna (e. Political
Arithmetic), sem var gefin út á 16. öld fjallar
hann mjög um hlutskipti hinna fátæku. Af
AMARTYA K. Sen tekur við Nóbelsverðlaununum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs.
Nokkrar bækur eftir Amartya K. Sen
Choice of Techniques (1960)
Growth Economics (1960)
Collective Choice and Social Welfare
(1970)
On Economic Inequality (1973)
Employment, Technology, and Develop-
ment (1975)
Poverty and Famines; An Essay on
Entitlement and Deprivation (1981)
Choice, Welfare and Measurement (rit-
gerðasafn) (1982)
Resources, Values and Development (rit-
gerðasafn) (1984)
Commodities and Capabilities (1985)
The Standard of Living (1987)
On Ethics and Economics (1987)
Hunger and Public Action (ásamt Jean
Dréze) (1989)
The Political Economy of Hunger (í þrem-
ur bindum) (ritstýrt ásamt Jean Dréze)
(1990)
Inequality Reexamined (1992)
The Quality of Life (ritstýrt ásamt Mörtu
Nussbaum) (1993)
India: Economic Development and Social
Opportunity (ásamt Jean Dréze) (1995)
Indian Development: Selected Regional
Perspectives (ritstýrt ásamt Jean Dréze)
(1997)
Tvær bækur eru væntanlegar:
Development as Freedom
Freedom and Social Choice
þessum sökum held ég að það sé rétt að segja
að þetta séu hugðarefni sem hafi svo til alltaf
fylgt hagfræðinni. Og þess vegna lít ég ekki svo
á að ég sé eitthvað sérstaklega óvenjulegur fyr-
ir þá sök að þessi viðfangsefni veki áhuga
minn.“
Leiðir það af áhuga þínum á fátækt og kjör-
um hinna verst settu að þú tekur að leggja
stund á heimspeki og þá sérstaklega siðfræði?
Pú nýtur jú sérstöðu meðal hagfræðinga fyrir
það að tvinna saman hagfræði og heimspeki.
„Það er ekki allskostar rétt að segja að ég
hafi tvinnað saman hagfræði og heimspeki. Ég
hef áhuga á hagfræði og ég hef einnig áhuga á
heimspeki. En sum þeirra verka sem ég hef
unnið í hagfræði hafa ekkert með heimspeki að
gera og sumt af því sem ég hef skrifað í heim-
speki hefur ekkert að gera með hagfræði. Upp-
runalega stafaði áhugi minn á heimspeki af
áhuga á stærðfræðilegri rökfræði, en hana
kenndi ég reyndar í mörg ár við háskólann í
Delhi. Síðan kviknaði hjá mér áhugi á þekking-
arfræði og vísindaheimspeki. Og það er ekki
fyrr en síðar sem ég tek að fást við siðfræði.
Þegar ég fékkst við þekkingarfræði og vísinda-
heimspeki hafði ég engan sérstakan áhuga á
þekkingarfræði þjóðfélagsvísinda. Ég hafði
meiri áhuga á vísindaheimspeki náttúruvísinda,
og þá sérstaklega heimspeki eðlisfræðinnar og
þá einkum um forsagnir og þau vandamál sem
kviknuðu af löghyggju og þar fram eftir götum.
Ég lít þess vegna ekki svo á að áhugi minn á
heimspeki helgist af einhverjum hvötum til
þess að auðga hagfræð-
ina. Ég hef einungis
áhuga á heimspeki.
Heimspeki er afar
áhugavert svið. En það
vill svo til að það eru
einnig svæði þar sem
þessar fræðigreinar
skarast sem hljóta að
vera áhugaverð bæði
íyrir hagfræðinga og
heimspekinga. Og ég hef
einnig áhuga á þeim. En
heildaráhugi minn á
heimspeki og hagfræði
er mun víðtækari en
sem svarar til skörunar
hagfræði og heimspeki.“
Pegar hugmyndir þín-
ar og kenningar hafa
verið kynntar hafa við-
brögð annarra gjarnan
verið á þann veg að allt
sem þú hefur boðað sé í
raun augljóst. Þá vísa ég
til þess sem þú hefur
lagt áherslu á; mikilvægi
menntunar, heilsugæslu,
að stúlkur hljóti mennt-
un til jafns við drengi. I
stuttu máli: Sú áhersla
sem þú hefur lagt á mikilvægi þess að hið opin-
bera stuðli að félagslegri velferð. Hvernig
mundir þú bregðast við athugasemdum af
þessu tagi?
„Ég mundi taka undir. Að sjálfsögðu er þetta
augljóst. En þegar augljósum hlutum er ekki
gefinn gaumur verður að benda á þá. Það er nú
einu sinni þannig að fyrir hverja háskólamennt-
aða manneskju í Kína eru sex á Indlandi. En
þrátt fyrir þetta, á meðan Kína hefur smám
saman þokast nær því sem má nefna altækt
læsi, að minnsta kosti meðal hinna ungu, þá er
helmingur fullorðinna Indverja ólæs og tveir
þriðju kvenna kunna ekki að lesa. Það er ekki
nóg að vísa til þess að þetta séu brestir. Það
verður að berjast fyrir því að þetta fái athygli.
Fólk gerir ýmislegt sem er augljóslega slæmt.
Það er augljóst að glæpir eru andstyggilegir.
En engu að síður fer fólk um og fremur glæpi.
Það er augljóst að það er ekki rétt að drepa lítil
skólabörn í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir það
gengur fólk um með byssur og drepur börnin.
Að mínu mati er staðreynd málsins sú að
sumt af því sem við segjum verður ekki leitt í
ljós án erfiðrar greiningar. Það er áhugavert að
eiga hlut í því starfi. Og ég hef verið svo hepp-
inn að fá að takast á við sum afar flókin hag-
fræðileg, heimspekileg og stjórnmálaleg vanda-
mál. Rannsaka þau, greina þau og birta niður-
stöður mínar. Hins vegar eru ýmis önnur efni
sem eru fullkomlega augljós. En engu að síður
er nauðsynlegt að halda þeim fram, auglýsa
þau og hafa í frammi áróður um þau og það er
ekki síður mikilvægt
hlutverk.
Af þessu leiðir að þeg-
ar ég tala um hrylling-
inn sem fylgir ólæsi á
Indlandi þá er ég að
gera tvennt. Eitt er að
benda á að þetta er aug-
ljóst og að fólk ætti að
vita þetta. Allir ættu að
vita af þessu. En stað-
reyndin er sú að þetta er
vanrækt. Að þetta sé
augljóst jafngildir því
síður en svo að þetta sé
sjálfkrafa viðtekið sem
vandamál.
í annan stað er ég að
vekja athygli á þvi að í
þessum efnum er ýmis-
legt sem er alls ekki
augljóst. Öllum er ljóst
að ef þú ert ólæs mun líf
þitt verða afar takmark-
að. Þú getur hvorki lesið
né skrifað, þú getur ekki
skilið hvað aðrir eru að
segja. Þú getur ekki
skrifað bréf og ekki
fengið bréf og lesið það
og svo framvegis.
Þetta nefni ég vegna þess að því fer fjarri að
öllum sé ljóst að þetta einfalda atriði er tilefni
til heilmikilla rannsókna sem hafa að markmiði
að sýna fram á að ólæsi hefur afar slæm efna-
hagsleg og félagsleg áhrif á aðrar breytur. Til
dæmis er það ein vænlegasta leiðin til þess að
draga úr barneignum að auka læsi meðal
kvenna. Þetta er vitanlega sakir þess að læsi
kvenna veitir þeim styrkari rödd innan fjöl-
skyldunnar. Við vitum að tíðar fæðingar og
barnauppeldi koma fyrst og fremst niður á h'fi
ungra kvenna. Þess vegna er allt sem styrkir
rödd ungra kvenna og vald í ákvarðanatöku
heimilisins til þess fallið að lækka fæðingar-
tíðni.
Með nákvæmlega sama hætti er dregið úr
dánartíðni ungra barna, með því að kenna kon-
um að lesa. Og af nákvæmlega hinu sama ráð-
ast tækifæri til þess að njóta efnahagslegrar
þróunar í heimi nútímans, þar sem alþjóða-
vædd viðskipti verða sífellt mikilsverðari, af
fæmi þinni til þess að framleiða afurðir sam-
kvæmt tilteknum skilyrðum - gæðastjórnun -
og hún krefst læsis. Af öllum þessum sökum er
læsi ekki einungis mikilvægt í daglegu lífi okk-
ar, sem er hið augljósa. Það eru einnig tengsl
sem eru alls ekki augljós, nefnilega að læsi er
afar mikilvægt hvað varðar eðli efnahagslegrar
þróunar. Og það er einnig afar mikilvægt hvað
varðar félagslegar breytingar, t.d. hvað varðar
jafnrétti kynjanna og fjölmargt annað. Þetta
samhengi birtist okkur ekki nema fyrir tilstilli
reynslurannsókna, þótt það sé ekki öllum ljóst
undireins. Og það vill svo til að ég hef átt ofur-
lítinn þátt í þessu.“
Þú hefur látið þau orð falla að þú munir
aldrei taka við opinberri stöðu, t.d. í ríkisstjórn
á Indlandi. Og þú hefur aldrei verið ráðgjafi
ríkisstjórna opinberlega. Hvers vegna er
þetta? Er þetta af prinsípástæðum?
„Meginástæðan er sú að árið 1966 var þess
óskað að ég mundi stýra þingnefnd. Þetta var á
Indlandi þegar ég var prófessor í hagfræði við
háskólann í Dehli. Ég hugsaði málið og komst
að því að ég varð að uppfylla ýmis skilyrði. Til
þess að fá aðgang að leynilegum upplýsingum
varð ég að gefa það loforð að ég mundi aldrei
skrifa neitt í dagblöðin eða gefa frá mér opin-
bera yfirlýsingu sem mundi byggja á þessum
leynilegu upplýsingum. Slíkt var beinlínis frá-
leitt íyrir mér vegna þess að ég vildi ekki binda
hendur mínar. Og það hefði verið tilefnislaust
sakir þess að Indland er afar opið land og ég
gat nálgast næstum allar leynilegar upplýsing-
ar án þess að vera ráðgjafi ríkisstjórnarinnar.
Af þessum sökum virtist mér sem það mundi
hefta málfrelsi mitt án þess að auka sérstak-
lega við þekkingu mína. Þetta varð til þess að
ég hafnaði tilboðinu hiklaust.
En síðan hugsaði ég með mér: Hvert er
vandamálið? Ég skrifaði í dagblöðin um vanda-
málin sem ríkisstjórnin glímdi við. Þau skrif
höfðu mikil áhrif. Fólk hlustaði á það sem ég
hafði fram að færa. Fyrir vikið varð mér ljóst
að það eru tvær leiðir til þess að hafa áhrif á
ríkisstjórnir. Önnur þeirra er að gefa þeim ráð
og hin er að gagnrýna þær í dagblöðum og
leggja til hvað þær eiga að gera. Ef það vill svo
til að maður býr við lýðræði þá er síðari kostur-
inn auðveldari. Og ég hef verið svo lánsamur að
búa í frjálsum lýðræðisríkjum svo til alla mína
ævi, nefnilega á Indlandi, á Bretlandi og í Am-
eríku og þess vegna hef ég ávallt átt þess kost
að láta sjónarmið mín í ljósi í fjölmiðlum sem
hafa verið á allra færi, og leggja gagnrýni mína
þannig í dóm almennings. Og ríkisstjórnin var
að sjálfsögðu fær um að leggja við hlustir án
þess að ég væri ráðgjafi hennar, án þess að ég
skuldbindi mig að einhverju leyti, t.d. með þvi
að skrifa ekki í fjölmiðla og vera þannig með
óbeinum hætti aðili að stjórnmálaþrasinu. Sem
fræðimanni virðist mér sem ég hafi frelsi til
þess að taka þátt í almennri umræðu án þess að
þurfa að vera embættismaður hins opinbera
eða ráðgjafi.
Ég hef afar mikla trú á gildi almennrar og
opinberrar umræðu og ég held að það sé afar
mikilsvert að hvetja til hennar og glæða hana
með öllu mögulegu móti. Hún er ein hinna
miklu dygða opinna stjórnmála og lýðræðis-
legra lifnaðarhátta. Og ég vil svo sannarlega
leggja mitt af mörkum. Svo það eru ýmsar
ástæður fyrir því að ég kýs að láta sjónarmið
mín í ljósi í fjölmiðlum fremur en að vera sér-
hæfður ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, bundinn
henni sem launamaður, en það vildi ég alls
ekki.“
Hvaða augum lítur þú framtíðina? Ert þú
bjartsýnn, t.d. fyrirhönd Indlands?
„Varðandi Indland er éjg, þegar á heildina er
litið, fremur bjartsýnn. Ég er það vegna þess
að ég held að mikið ráðist af þeim tækifærum
sem við höfum til þess að skilja vandamál okk-
ar og glíma við þau af skynsemi. Frá því sjón-
armiði er það líklega mesti og merkasti árang-
ur Indlands að lýðræði hefur náð að festa ræt-
ur í landinu. Sú staðreynd er vonarneisti Ind-
lands og ein ástæða þess að ég hef kosið að
vera bjartsýnn fremur en svartsýnn."
Eftirtaldir lásu handrit greinarinnar og gerðu
athugasemdir: Guðmundur Steingrímsson,
Gylfi Þ. Gíslason, Hermann Sveinbjörnsson,
Karl Andersen, Lóa K. Sveinbjörnsdóttir,
Sveinbjörn Dagfínnsson, Vigdfs M. Sveinbjörns-
dóttir og Þorsteinn Gylfason. Höfundur þakkar
þeim af heilum hug.
AMARTYA
K. SEN
1933: Fæddur í Shantiniketan.
1953: Útskrifast frá Presidency
College í Calcutta.
1956- 58: Prófessor í hagfræði
við Jadavpur-háskóla.
1957- 63: Félagi á Þrenningar-
garði (Trinity College)í Cambridge.
1963-71: Prófessor við DSE (Del-
hi School of Economics).
1971-77: Prófessor við London
School of Economics.
1977-80: Félagi á Nuffield Colle-
ge í Oxford.
1980-87: Drummond Prófessor í
stjórnmálahagfræði og félagi á
Allrasálnagarði (All Souls College) í
Oxford.
1987-98: Lamont prófessor í
hagfræði og heimspeki við Har-
vard-háskóla.
1998: Meistari Þrenningargarðs í
Cambridge.