Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 41 Búnaðarbankinn úthlutar 12 námsstyrkjum STYRKÞEGAR og aðstandendur þeirra sem ekki gátu mætt, ásamt dómnefndarmönnum. BÚNAÐARBANKINN afhenti 12 námsstyrki til félaga í Náms- mannalínu Búnaðarbankans 16. júlí. Þetta er í niunda sinn sem Búnaðarbankinn veitir slíka styrki og að þessu sinni var hver styrkur að upphæð 150.000 kr. Námsstyrkirnir skiptust þannig að fimm fóru til stúdenta við Há- skóla Islands sem útskriftarstyrk- ir, tveir útskriftarstyrkir til nem- enda í íslenskum sérskólum og fimm styrkir til námsmanna er- lendis. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru: Hafsteinn Gunnar Haf- steinsson, var að ljúka BA-prófi í sálarfræði frá Háskóla íslands. Hrefna Marín Gunnarsdóttir, lauk B.Sc-prófi í rafmagns- og tölvu- verkfræði frá Háskóla íslands. Katrín Jakobsdóttir, er að ljúka BA-prófi í íslensku frá Háskóla ís- lands. Kári Sigurðsson, lauk B.Sc- prófi í hagfræði frá Háskóla ís- lands. Þórkatla Þórisdóttir, lauk námi í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands. Nanna Kristín Magnús- dóttir. útskrifaðist frá Leiklistar- skóla íslands, Sonja Sif Jóhanns- dóttir, útskrifast sem íþróttakenn- ari frá Kennaraháskóla Islands. Andri Stefánsson, stundar dokt- orsnám í jarðefnafræði við Eidgenossische Technische Hochschule í Ziirich í Sviss. Bima Hafstein, er í leiklistamámi við Arts Ed London School of Acting. Davíð Bjamarson, lýkur nú í haust meistaragráðu í auðlinda- og umhverfisfræði frá Dalhousie íslenska kvennaliðið end- aði í 17. sæti á EM í brids ÍSLENSKA kvennalandsliðið endaði í 17. sæti í kvennaflokki á Evrópu- mótinu í brids sem staðið hefur á Möltu undanfamar tvær vikur. Bret- um tókst að verja Evrópumeistara- titil sinn, en breska liðið endaði hálfu stigi ofan við austurríska liðið sem hafði leitt keppnina mest allt mótið. Islenska liðinu gekk lengi vel mjög illa en í fimm síðustu umferðunum vann liðið fjóra leiki, gegn Rússum, Ungverjum, Israelsmönnum og Tyrkjum og gerði jafntefli við Itali. Liðið náði þannig að laga stöðuna og endaði í 17. sæti með 279 stig. Bretar urðu Evrópumeistarar kvenna með 384 stigum en Austur- ríkismenn fengu 383,5 stig. Frakkar vom í 3. sæti með 382,5 stig. Auk þessara þriggja liða fá Hollendingar, Þjóðverjar og Danir keppnisrétt á næsta heimsmeistaramóti sem hald- ið verður á Bermúda á næsta ári. Keppni í opnum flokki lauk í gær. íslenska liðið var í 21. sæti eftir 36 umferðir eftir að hafa unnið Pólverja 20-10 í 32. umferð en tapað með sömu stigatölu fyrir Finnlandi og Mónakó í næstu tveimur leikjum. Síðasta umferðin, var spiluð í gær en ítalir höfðu þegar tryggt sér Evr- ópumeistaratitilinn í opnum flokki þriðja árið í röð á föstudag. ---------------- Aðalfundur Hollvinafélags heimspeki- deildar HÍ AÐALFUNDUR Hollvinafélags heimspekideildar Háskóla íslands verður haldinn á morgun, mánudag, kl. 17, í Skólabæ við Suðurgötu. Á dagskrá era venjuleg aðalfund- arstörf. í stjórn Hollvinafélags heim- spekideildar eru Ólafur Ragnarsson formaður, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ái-mann Jakobsson, Auður Hauks- dóttir og Pétur Gunnarsson. Fundurinn er öllum opinn. University í Halifax í Kanada. Elín Díana Gunnarsdóttir, stund- ar nú doktorsnám í klínískri sál- fræði með sérhæfingu í heilsusál- fræði við Chicago Medical School í Bandaríkjunum. Rannveig Sverrisdóttir, leggur stund á meistaranám í almennum málvís- indum í Kaupmannahöfn. f styrkveitingamefnd þetta árið voru: Sveinbjöm Bjömsson fyrr- verandi háskólarektor, Finnur Beck formaður Stúdentaráðs, Birgit Raschhofer formaður Sam- taka íslenskra námsmanna erlend- is, Bryndís Haraldsdóttir fulltrúi Bandalags íslenskra sérskólanema og af hálfu Búnaðarbankans, Jón Adólf Guðjónsson bankastjóri. í fréttatilkynningunni segir að nefndarmenn hafi verið á einu máli um að lfta ekki á þessa styrki sem viðbótarstyrki við þá vísinda- og skólastyrki sem hafa námsár- angur nánast að öllu leyti sem viðmiðun. FASTEIGNA tf MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ HJARÐARHAGI 50 - REYKJAVÍK OPIÐ HÚS Falleg og vel staðsett 118 fm endaíbúð á 3. hæð til vinstri, efsta hæð, með miklu útsýni. Rúmgóð stofa, stórar og góðar suðvestur- svalir, 3-4 svefnherbergi. Vandað eldhús og baðherbergi. Massíft parket á gólfum. Þvottahús í íbúð. Hús að utan í góðu ástandi. íbúðin selst með eða án bílskúrs. Áhv. byggsj./húsbr. 4,7 millj. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16. VERIÐ VELKOMIN. Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16 Laugarnesvegur 76 Mjög glæsileg íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. l’búðin er í alla staði mjög falleg, parket á stof- um, suðursvalir, gott útsýni. Húsið þarfnast málningar en stigagangurinn á fyrir því. Verð 8,9 m. (2419) llona sýnir íbúðina. Karfavogur 35 ~ 185,7 fm 3-4ra herb íbúð á efri hæð í tvíbýli. 2-3 herbergi og stofa. Flísar, dúkur og park- et á gólfum. Falleg risíbúð í snyrtilegu húsi í austurbænum. Áhv 4,3 m. Verð 9,0 m. (2406) Sveinn sýnir Jöldugróf 3a - Rvík 199,1 fm einbýli á einni hæð með innbyggðum bdskúr. 5 herb. og 2 stofur. Flísar, spónaparket og dúkur á gólfum. Róleg og góð stað- setning. Áhv. 4,5m. Verð 12,6 m. (2418) Steinar og Katrín sýna FASTEIGN AS ALA HEILSHUGAR UM ÞINN HAG. Suðurlandsbraut 50, sími 533 4300. Opið hús í dag sunnudag kl. 14 -16 að Álafossvegi 20, Mosfellsbæ Eign sem skiptist í; 4ra herb. 215 m2ósamþykkt íbúð, ásamt vinnuplássi; 3-4ja herb. 122 m2íbúð sem unnt er breyta nánast að vild; og neðri hæð 112 m2 sem gefur mikla möguleika fyrir réttan aðila. Selst allt saman eða í hlutum. Sjón er sögu ríkarí maður á staðnum Heitt á könnuni Suðurlandsbraut 16 • sími 588 8787 VHnNGASITABIlii TIL SÖLU Til sölu fullbúinn veitinga- og gististað- ur í hjarta Selfoss. Veitingahúsið var innréttað haustið 1997 og er í mjög góðu ástandi. Staðurinn er vel tækjum búinn og hefur notið mikillar velgengni frá stofnun. ( veitingasölum eru sæti fyrir 60 manns auk gistiaðstöðu fyrir 12. Staðurinn hefur boðið upp á alhliða veitingar með sérhæfingu á austur- lenskum mat. Húsnæðið, ásamt öllu tilheyrandi rekstrinum, er til sölu, en tíl greina kemur að selja rekstrarþáttinn sérstak- lega en leigja húsnæðið. Nánari upplýsingar veiftar á skrifstofunni í síma 487 5028. Viðskiptafræðingar, Þrúðvangi 18, Hellu. Suðurlandsbraut 46, Cbláu húsin) S. 588 9999 • odal@odal.is Opið hús í dag Hjarðarhagi 40 Björt og mjög vel skipulögð 2ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt aukaherbergi í risi. Hús mikið endumýjað, nýtt gler og póstar. Frábær staðsetning í nágrenni Háskólans. Áhv. 3,8 m. byggsj. Verð 6,9 m. Gunnar sýnir íbúðina í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 16.00. Verið velkomin. m?:.. r Seláf Mjög falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í mikið endurnýjuðu fjölbýli. Vandaðar innréttingar, m.a. hurðir, skápar og gólfefni. Suður svalir og gott útsýni. Hús klætt að utan, endurn. þak og sameign að innan öll nýlega standsett. Áhv. 4,5 m. Verð 8,4 m. Hijóðalind 10-16, Kóp. Vorum að fá í einkasölu einstaklega vel hönnuð og skipulögð 140-150 fm. raðhús á einni hæð með innb. bílskúr. Til afhendingartilb. að utan og fokheld að innan eða tengra j komin. Verð 11,3-11,5 m. www.odal.is allar eignir á netinu mikill fjöldi mynda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.