Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 49 1 heim í þágu friðar og nú er verið að hlaupa ----------_____----------5»---------------------- hringinn í kringum Island af því tilefni. Dóra Osk Halldórsdóttir hitti þau Stefán Inga Stefánsson og Rakel Tryggvadóttur sem taka þátt í hlaupinu hér heima en eru bæði búin að hlaupa yfír stóran FÓLK í FRÉTTUM I----------;------- Hlaupið í þá Annað hvert ár er hlaupið úti um allan hluta Evrópu og Rússlands. *- AHÁDEGI á föstudag safnaðist hópur manna saman við Höfða í Reykjavík í tilefni heims- friðarhlaupsins og var lagt þaðan af stað eftir stutta athöfn og farið út úr borginni, út á Reykjanes og þaðan austur fyrir fjall. Friðarhlaupið er fyrst og fremst almenningsboðhlaup og hlauparar um allt land koma og bera tákn hlaupsins, friðarkyndilinn, á milli sín, hver þá vegalengd sem honum hentar. Hlaupið verður hringinn í kringum landið og lýkur hlaupinu 11. júlí en þá verður að baki 2.800 kílómetra leið með ströndum landsins. Friðarhlaupin eru táknrænn gjörningur sem sýnir vilja þeirra sem taka þátt. „Ef menn vilja frið og lifa lífi sínu samkvæmt því, þótt ekki sé nema í sínu nánasta umhverfí, munum við nálgast markmiðið, sem er friður á jörð,“ segir Stef- án og Rakel bætir við að „viljinn sé það sem þarf‘. Rússlandsförin ævintýri líkust Stefán fór til Rússlands 18. maí og var þar í einn mánuð. Hann hóf hlaupið í Chuash-héraði í borginni Cheboksary, en hlaupið var 22.000 kílómetrar og hófst í Moskvu nokkru áður og var hlaupið alla leið til Kína. „Cheboksary er miðja vegu milli Moskvu og Úralfjall- anna, austarlega í Evrópu- hluta Rússlands. Þaðan var hlaupið yfir til Síben'u og til Omsk, þar sem ég hætti,“ segir Stefán. Stefán segir að Rúss- landsíörin hafí verið mjög mikið ævintýri. „Það var mjög athyglisvert að kynn- ast þessu risastóra landi sem ég vissi nánast ekkert um. Eg fór í gegnum mjög margar borgir og sá marga staði, en mjög hratt. Var ekkert að fara á söfnin," segir Stefán, en kveðst þó hafa fengið góða mynd af landi og þjóð. „Ég var eini útlendingurinn í hópnum og við gistum svo víða og hitt- um fólk alls staðar þar sem við komum.“ Var hann raunverulegur? - Hvernig var þér tekið? „Það fannst mér svo merkilegt. Þeir litu á mig sem algjört „raritet", alveg stórmerkilegan grip,“ segir Stefán hlæjandi. „I einum smábæ í héraðinu Perm fórum við á munað- arleysingjahæli þar sem við hittum litla stráka. Rússarnir byrjuðu að tala við þá og segja þeim frá hlaup- inu og boðskap friðarins. Strákarnir ljómuðu og fannst þetta mjög spenn- andi. Svo ætlaði ég að reyna að tala við þá. Ég var með túlk, en um leið og ég opnaði munninn fóru þeir að skellihlæja. Þeim fannst svo fyndið að ég skyldi ekki tala rússnesku, því þeir höfðu aldrei séð útlending áður. Síðan var verið að taka myndir og einn þeirra kom upp að mér og snerti á mér handlegginn, svona eins og til að gá hvort ég væri raunveru- legur,“ segir Stefán kíminn. „En Rússar eru ótrúlega gestrisnir og vingjamlegir. Það kom mér líka á óvart hversu einlægir þeir eru. Menn Ljósmynd/Stefán Ingi Stefánsson. HLAUPIÐ í Tatarstan með fánann. Lenín og minjar um stríð. Nærvera hersins er líka mikil og það er sér- kennileg tilfínning sem strákur ft-á íslandi þekkir ekki af eigin raun.“ Hlaupið um Bretland Rakel á einnig að baki ævintýra- legan mánuð, en hún fór til móts við Evrópuhlaupið 4. mars og kom heim mánuði síðar. „Ég byrjaði hlaupið í Cardiff í Wales, en hlaupið sjálft hófst 1. janúar í Portúgal og endar á gamlárskvöld í London,“ segir Ra- kel. Hún bætir við að allir sem taki þátt í Evrópuhlaupinu séu frá mismunandi löndum, einn frá hverju landi, og því sé hlaupið kjörinn vett- vangur til að kynnast fólki af öðru þjóðerni og með því auka á skilning milli þjóð- anna. Rakel tók þátt í þeim hluta hlaupsins sem var á Stóra-Bretlandi og var það- an farið yfir til Hollands og hún hætti þegar komið var til Þýskalands, en í hennar hópi voru fjórtán einstak- lingar. „Hvar sem við kom- um var okkur fagnað og í öllum borgum og bæjum tók borgarstjórinn á móti okkm-. Við fórum líka mikið í skólana og töluðum um friðarhlaupið og fluttum friðarboðskap. Þar voru krakkarnir iðulega búnir að undirbúa einhvers konar dagskrá sem hafði friðinn að yrkisefni.“ Hún bætir við að bömunum hafí þótt mjög sérstakt að hitta þennan fjölþjóðlega hlaupahóp. „Þetta er mjög mótandi starf og börnin sjá hvernig mismunandi einstaklingum getur samið vel og haldið hópinn. Þau spurðu okkur einnig mikið um heimalönd okkar og þau vildu oft geta upp á hvaðan hver og einn væri,“ segir Rakel. „Við höfðum fyrir sið að leyfa börnunum að halda á kyndlinum og þá áttu þau að hugsa fallegar hugs- anir um frið hjá mönnum." Rakel segir eins og Stefán að á allri leiðinni hafí heimamenn tekið þátt í hlaupinu og hlaupið með hópn- um. „Ég er alveg viss um að svona hlaup skipta miklu máli,“ bætir hún við. „Maður fer yfir stórt svæði og hittir mismunandi fólk frá ýmsum löndum og þótt menningin sé mis- munandi er alltaf eitthvað sem er lfkt og gæti sameinað fólk. Það er gífurlega gaman að fá að kynnast löndunum á þennan hátt.“ Stefán og Rakel taka bæði þátt í friðarhlaupinu um landið og lagði Rakel af stað á föstudagskvöldið en Stefán kemur inn í hlaupið á mánu- daginn. „Heimsfriðarhlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður sem skipu- lagður hefur verið og mestu máli skiptir að vera með. Drífa sig í hlaupaskóna og annað hvort ganga af stað eða hlaupa og vera með,“ seg- ir Stefán að lokum. voru að syngja saman, tala og hlusta og enginn að þykjast vera neitt annað en hann var. Héma finnst mér fólk hugsa meira um það að allir reyni að halda á lofti ákveðinni ímynd og leyfi sér síður að hrífast eins og böm. Hér vilja allir vera gæjar.“ Stefán segir þó ljóst að lífið í Rússlandi sé ekki dans á rósum. „Byggingarnar era flestar gamlar blokkir, vegirnir mjög slæmir og sal- ernisaðstaða ærið ólík því sem aðrir Evrópubúar eiga að venjast. En á sama tíma hafa þeir byggt risastóra geimstöð sem eitthvað hefur nú kostað. Það er mikið tæknilegt afrek, en á sama tíma em þeir ekkert að bæta vegina. Þeir em greinilega svona stórtækir hugsjónamenn. Vilja gera stóra hluti. Sendum Júrí Gagarín út í geim! En svo era þeir bara nægjusamir heima með kartöfl- urnar og láta þægindin sig litlu MAÐUR í hlaupinu í Udmurtia. Hann var berfættur, þvi hann átti enga almennilega skó. varða. En maður hefur samt á til- finningunni að þeir gætu haft mun meiri þægindi en raun ber vitni, enda fannst manni fólkið vel mennt- að. Ég meina, ef þeir geta byggt geimstöð þá geta þeir alveg lagt góða vegi.“ Stefán bætir við að honum hafi komið á óvart hversu margir Rúss- ar eiga sumarhús. „Þetta era kannski engin stórhýsi, en sum eru ágæt. Þarna ræktar fólkið stærstan hluta af matnum sínum. Þar rækta þeir tómatana, agúrkurnar, kartöfl- urnar og allan sinn mat. Ef maður á að draga upp mynd af hinum dæmi- gerða Rússa, þá býr fólk í frekar óhrjálegri blokk í borgunum, vinnur þar 3-4 daga í viku og er síðan hálfa vikuna í sumarhúsinu að rækta garðinn sinn. Og ef maður kom inn á heimili var yfirleitt mjög glæsileg- ur matur á borðum, og allt heima- gert. En það er sama hversu lítill bær- inn er, alls staðar eru styttur af Nýtt! SumarT.T. 5.júlí Innritið ykkur tím<ude$.a til að tryggja YkfeMr námskcið! Hefðbundið 5 vikna TT námskeið I og II auk 8 vikna korts. Má leggja inn. FRÁ TOPPITIL TÁAR i ámskeið fyrir þær sen eru að byrja. Eitt viðurkenndasta námskeið sinnar tegundar fyrir þær sem þurfa að léttast um 15 kg. og meira. FRA TOPPITIL TAAR n Framhald af TTl eða fyrir þær sem þurfa að léttast minna. FUNDIR - VIGTUN MÆLING - MATARÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.