Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BJÓÐUM ÞEKKINGU OGREYNSLU mssapn/ammiF Á SUNIMUDEGI ► Jón Örn Guðbjartsson fæddist 8. júní 1962 í Reykjavík. Hann nam íslensku og bókmenntir við Háskóla fslands og lauk þaðan prófi 1985. Eftir nám starfaði Jón Örn fyrst sem blaðamaður á DV og síðar sem frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 og Bylgjunni. Árið 1993 tók Jón Örn við starfí markaðsstjóra hjá hugbúnaðarfélaginu Streng en þremur árum síðar tók hann þátt í að stofna nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, Navis h.f., sem síðar var sameinað hugbúnaðarfyrirtækinu Landsteinum. Fram- kvæmdastjóri Landsteina er Aðalsteinn Valdimarsson. Jón Örn Guðbjartsson starfar nú sem markaðsstjóri hjá Landsteinum. Hann á tvær dætur, Kristínu Lilju og Hildi Yr. Sambýliskona Jóns Arnar er Rut Gunnarsdóttir laganemi. Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ugbúnaðarfyrirtæki hafa verið mikið í umræðu að undanfömu vegna mikils uppgangs þeirra í ís- lensku atvinnulífi. Landsteinar er eitt þessara fyrirtækja. „Fyrirtæk- ið Landsteinar var stofnað árið 1995 af nokkrum ungum mönnum með það fyrir augum að nýta sér- þekkingu íslenskra aðila á við- skiptahugbúnaðinum Navision og uppfylla ákveðna þörf á markaðin- um varðandi sérlausnir og uppsetn- ingar fyrir alþjóðlega viðskiptavini. Strax á fyrsta starfsárinu hófst vinna að þeim þremur meginþátt- um sem fyrirtækið byggir á í dag,“ sagði Jón Öm Guðbjartsson mark- aðsstjóri hjá Landsteinum í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. Þessa þrjá þætti kvað hann vera að smíða nýjar lausnir m.a. fyrir versl- anakeðjur, stofnun sölu- og þjón- ustufyrirtækja og miðlun sérfræði- ráðgjafar til dreifingar- og söluaðila Navision út um allan heim. „Fyrsta sölu- og þjónustufyrir- tækið var opnað í London í Englandi. Þegar af stað var farið töldu menn að þeir hefðu í sjálfu sér vitneskju um flest það sem ætti að gera til að skapa fyrirtækinu kjölfestu nema hvað nafnið á félag- ið vantaði tilfinnanlega," sagði Jón ennfremur. „Nafnið Landsteinar vitraðist einum stofnendanna I draumi og hefur þetta alíslenska nafn reynst félaginu afskaplega vel þar sem það hefur fallið ljómandi vel að öllum þeim tungumálum þar sem félagið hefur starfsemi, en Landsteinar reka sölu- og þjón- ustufyrirtæki í Bretlandi, Dan- mörku, á Jersey og auðvitað á ís- landi. Síðan eram við með þróunar- fyrirtækið NaviPlus hér heima og einnig í Þýskalandi,“ sagði Jón Öm. „Landsteinar sérhæfa sig í sölu, uppsetningu, aðlögun og ráðgjöf á Navision-viðskiptakerfinu sem framleitt er af Navision Software a/s í Danmörku. Navision er við- skiptakerfi sem er selt út um allan heim og það kom fyrst á markað í Danmörku 1988. Navision er nú eitt vinsælasta viðskiptakerfið í Evrópu en ísland er fyrsti útflutnings- markaður þess. Navision er sveigj- anlegur hugbúnaður sem heldur ut- an um helstu þætti í starfsemi fyr- irtækja, svo sem birgðahald, starfs- mannahald, fjárhagsumsvif og inn- kaup og sölu, hvort sem um er að ræða vöra eða þjónustu. Kerfinu fylgir þróunarumhverfi sem Land- steinar hafa hagnýtt sér til að laga kerfið að þörfum einstakra fyrir- tækja eða hreinlega til að mynda nýjar lausnir frá granni eins og Na- viPlus hefur gert.“ Starfsemi Landsteina þríþætt - En hvað bjóða Landsteinar umfram viðskiptahugbúnaðinn? „Það er fyrst og fremst mikil reynsla og þekking á hugbúnaðin- um, en þetta tvennt hefur fært okk- ur ákveðna virðingu innan Na- visions-geirans. í raun má segja að starfsemi Landsteina sé þríþætt, í fyrsta lagi rekum við sölu-,_ þjón- ustu- og ráðgjafafyrirtæki. í öðru lagi rekum við þróunarfélag og í þriðja lagi höfum við myndað net samstarfsaðila undir nafni Land- steina, sem vinna saman að því að dreifa sérfræðiþekkingu um allan heim. Dreifingarkerfi Navision Software a/s er þannig háttað að fyrirtækið hefur umboðsaðila í hverju landi og síðan starfa sölu- og þjónustuaðilar í náinni samvinnu við umboðsaðila. Landsteinar hafa fylgt þessari tilhögun Navision Software og stofnað sölu- og þjón- ustuaðila í flestum helstu markaðs- löndum Navision. Þetta höfum við gert til að sækja fram á ólíkum mörkuðum en ekki síður til að auð- velda okkur að þjóna alþjóðlegum viðskiptavinum. Til að styrkja þá stöðu okkar enn frekar mynduðum við tengslin við önnur sölu- og þjón- ustufyrirtæki sem ekki era eignar- lega tengd Landsteinum. Með þess- um fyrirtækjum myndum við net sem við köllum Landsteinar Network og í því era nú um tuttugu fyrirtæki auk okkar. Markmið þessa nets er að samræma verklag og vinnuhætti fyrir þessa alþjóð- legu viðskiptavini. Þetta samstarfs- net Landsteina stækkar nú ört en netið tryggir að fyrirtæki innan þess miðli þekkingu til hvers ann- ars auk hugbúnaðareininga og heilla kerfa, þannig að viðskiptavin- ir njóti alltaf bestu og hagkvæm- ustu lausnanna. Navision Software vottar einnig sérstaka þróunaraðila sem vinna í náinni samvinnu við Navision Software við nýsmíði hug- búnaðarlausna. Fyrirtækið Na- viPlus er af þeim toga og það er eina slíka fyrirtækið á íslandi. Markmið okkar hjá Landsteinum hefur ávallt verið að miðla af reynslu okkar og þekkingu til við- skiptavina á mjög agaðan og mark- vissan hátt. Þetta hefur tryggt að viðskiptavinir okkar hafa náð að hagnýta sér hugbúnaðarlausnir á besta mögulegan veg hverju sinni og fjárfesting þeirra skilað há- marks arðsemi. Þetta hefur að mínu mati tekist vel enda hefur fé- lagið vaxið af verkum sínum og er nú stærsta samstæða Navision-fyr- irtækja í heiminum. Þjónusta og aðlögun kerfa -Hvað starfa margir hjá fyrir- tækinu? „Landsteinar er í raun og vera samstæða fyrirtækja sem hafa ólík- ar áherslur hvað snertir sókn inn á markaðinn. Heildarfjöldi starfs- manna er um 140 og á síðustu þremur árum höfum við skapað rösklega 120 hátæknistörf. Þar af era meira en 50 störf hér á landi. í fyrirtækjum okkar erlendis era tæplega hundrað manns, flestir í Danmörku og á Jersey." Morgunblaðið/Jim Smart Jón Örn Guðbjartsson LANDSTEINAR - SKIPURIT Að sögn Jón Arnar eru meginá- herslur Landsteina nú þjónusta og aðlögun kerfa fyrir verslanarekst- ur. „Þessi áhersla endurspeglast í starfsemi Navis-Landsteina á ís- landi og hjá Landsteinum DK í Danmörku. Þessi félög hafa sett upp lausnir hjá mjög stórum og þekktum verslunarfyrirtækjum á undanförnum misserum, sem stýra allri starfsemi viðkomandi fyrir- tækja. Þetta eru virt fyrirtæki eins og De Danske Statsbaner, Tivolí, Rema-1000, Kaupás, Penninn og IKEA,“ sagði Jón Örn. ,Á Jersey sérhæfum við okkur hins vegar í smíði og aðlögun fjármálalausna og í lausnum vegna rekstrar orkusölu- fyrirtækja." - Hverjar eru áherslurnar í sta rfseminni í Bretlandi? „í Bretlandi höfum við skrifstof- ur í þremur borgum og hefur fyrir- tækið þar verið frumkvöðull í sölu og þjónustu á Navision-lausnum. Þar höfum við unnið talsvert fyrir sveitarfélög en á síðustu mánuðum hafa menn sótt æ meira í sig veðrið í verslunargeiranum. Árangur okk- ar hefur enda verið afar góður í sölu á verslunarkerfinu okkar og er það nú komið í rösklega fimmtán hundrað verslanir í um tíu þjóð- löndum." Sögxilegar forsendur -En hvað með sögulegar for- sendur Landsteina - hvaða menn voru það t.d. sem stofnuðu fyrir- tækið og hvar hóf það starfsemi sína? „Framkvöðullinn að stofnun Landsteina var Guðbjartur Páll Guðbjartsson sem er einn reynd- asti Navision-ráðgjafi í heiminum. Hann hafði ákveðnar hugmyndir um að hægt væri að flytja út þekk- ingu sína og annarra Navision-sér- fræðinga. Fyrst starfaði því félagið að mestu í sérfræðiráðgjöf og var starfsemin miklu víðtækari erlendis en hér heima. Þetta var árið 1995. Til liðs við Guðbjart komu snemma reynslumiklir Navision-sérfræðing- ar, svo sem þeir Aðalsteinn Valdi- marsson sem nú er framkvæmda- stjóri, Magnús Sigurðsson, Friðrik Þór Öskarsson, Jón Hörður Haf- steinsson, Þorsteinn Guðbrandsson og ég sjálfur. Saman mynduðum við grann sem síðan hefur verið byggt á undanfarin ár.“ Barátta á markaðinum - Hvernig hefur ykkur gengið að hasla ykkur völl innan hins harð- snúna heims hugbúnaðarfyrirtækj- anna? „Þetta hefur verið skemmtileg barátta en uppskrift okkar að ár- angri hefur legið í uppbyggingu al- þjóðlegs nets fyrirtækja og í þeirri þjónustustefnu sem við höfum markað okkur og síðan mótað áfram fyrir öll okkar fyrirtæki. Þannig höfum við lagt mikla áherslu á ráðgjöf áður en endanleg sala eða samningagerð á sér stað. A flestum mörkuðum sem við vinnum era fyrir öflugir aðilar sem hafa boðið frambærilegar lausnir og því hefur vissulega verið átak að ná fót- festu. Áhersla okkar hefur legið í að skapa okkur ímynd með okkar eigin verkum og það hefur tekist mjög vel. Landsteinar era fyrst og fremst þekkingarfyrirtæki. Stofn- endur félagsins höfðu mikla reynslu og til liðs við okkur höfum við feng- ið mjög hæft og vel menntað fólk á sama tíma og mikil barátta hefur verið um hvern einasta hugbúnað- arsérfræðing á vinnumarkaðinum. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að við vinnum í alþjóðlegu umhverfi þar sem starfsmönnum býðst að vinna í lengri eða skemmri tíma víða um heim. Við vinnum í mjög skemmtilegu umhverfi í öllum okk- ar fyrirtækjum. Við höfum látið ís- lenska hönnuði hanna allar skrif- stofur okkar og jafnvel flutt út hús- gögn sem smíðuð era á íslandi í skrifstofur okkar erlendis. Þessi húsgögn hafa vakið mikla athygli hjá viðskiptavinum okkar - einn þeirra hefur þegar lagt inn pöntun hjá húsgagnaframleiðanda. Þannig má segja að við séum ekki einungis að flytja út hugvit heldur í leiðinni að stuðla að útflutningi íslensks iðnaðar." -Hvað með fyrirsjáanleg verk- efni? ,Á síðustu misseram höfum við unnið talvert fyrir verslanir IKEA í Mið-Austurlöndum og í Ástralíu. Fyrirsjáanlegt er framhald á þess- ari vinnu og frekari uppsetningar væntanlegar. Landsteinar hafa auk þess unnið talsvert fyrir Adidas í Þýskalandi og er nú hafið stórt verkefni fyrir þennan íþrótta- vörarisa, en að því verkefni kemur tugur sérfræðinga. Á íslandi erum við nú að vinna að heildarlausn fyr- ir Pennann, fyrir Rannsóknarstofn- anir atvinnuveganna og fyrir Kaupás, sem rekur 11-11 verslan- irnar, Nóatún og KÁ, auk Kosta- kaups. I Danmörku höfum við stað- ið í ströngu en þar höfum við nú lokið að mestu uppsetningum hjá þremur stórum verslunarkeðjum en við tekur nú uppsetning verslun- arkerfis fyrir símafélagið Sonofon. Á Jersey höfum við notið vel- gengni, ekki síst vegna sölu á lausnum til rafmagnsveitna, t.d. á eyjunni Mön, á Guemsey og á Álandseyjum. Þá er fyrirtæki okk- ar á Jersey einnig í verkefnum fyr- ir Standard Bank og fyrir Barclays Bank. Við eigendur félagsins eram vissulega stoltir af velgengni Land- steina, en hana eigum við að mestu að þakka framúrskarandi starfs- fólki. Vissulega má alltaf gera bet- ur og veigamikill þáttur í starfsem- inni er vitanlega að öðlast reynslu og miðla henni síðan til samstarfs- manna okkar og viðskiptavina."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.