Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 13 I hverju er ESB- formennska fólgin? ÆÐSTA valdið í ESB liggur í ráðherraráðinu, sem fer með löggjafarvaldið í ESB. Hvaða ráðherrar sitja þar fer eftir því hvaða mál eru á dagskrá. Æðst er leiðtogaráðið, ráð forsætis- ráðherra og þjóðarleiðtoga, er fara með æðsta pólitíska valdið í hveiju landi. Löndin skiptast á um að fara með formennskuna í ráðherra- ráðinu, sex mánuði í senn. For- mennskulandið ákveður dagskrá funda og hefur því áhríf á gang mála. Formennskan tekur ekki aðeins til ráðherraráðsins, held- ur einnig til rúmlega 200 nefnda og vinnuhópa á vegum ráðsins. Flestir fundirnir eru í Bruss- el, en leiðtogafundir og stórir ráðherrafundir eru haldnir í formennskulandinu. Finnar reikna með sextíu þúsund hótel- nóttum af þessu tilefni, svo ferðamannaþjónustan fær sitt. Blaðamenn eru þegar teknir að streyma til Finnlands af þessu tilefni. Sex mánuðir eru ekki langur tími í ESB-ferli sjónarhomi að það væri öllu ESB í hag, ekki aðeins Finnlandi," segir Lipponen „og beindum þar með at- hyglinni að margvíslegum þáttum eins og umhverfi, kjarnorkuöryggi, glæpastarfsemi, innviðum og heil- brigðismálum. Við tökum af alefli þátt í því starfi sem varðar Miðjarð- arhafssvæðið og ætlunin er ekki að það verði tekið fé þaðan og flutt norður.“ Hin norðlæga vídd hefur verið tekin upp af ESB og í nóvember verður haldinn fundur í Tampere í Finnlandi um þetta efni, ekki aðeins með þátttöku ESB. „ísland og Nor- egur taka þama þátt, því bæði lönd- in skipta miklu máli á þessu svæði. ísland hefur þegar látið mikið til sín taka mál er snerta norðurslóðir, meðal annars í Heimskautsráðinu.“ Hluti af hugsuninni að baki norð- lægu víddinni er að taka Rússland frekar með í reikninginn, en Lipponen bendir á að ESB hafi þegar einnig víðtæka dagskrá, er beinist að Rússlandi. „Þetta hefur ýtt undir Rússland að beina sjón- um sínum að ESB og það má greina að það sé að byrja að bera árangur. Það er vonandi að bæði ESB og Rússland dragi sinn lær- dóm af Kosovo. Öll ESB-Iöndin hafa fullan skilning á mikilvægi Rússlands fyrir Evrópu. Rússar hafa lagt sitt af mörkum í Kosovo og það er mikilvæg viðmiðun í stað þess að einblína aðeins á myrkari öfl í Rússlandi." Því er stundum fleygt að Rússar eigi erindi í ESB. „Það er allt önnur saga,“ segir Lipponen. „Hugtakið „Evrópa" felur mikla meira í sér en einvörðungu ESB.“ Utan hernaðarbandalaga, en ekki hlutlausir Skýr tilgangur að baki ESB-aðild Finna á sínum tíma var öryggis- þátturinn. Þó ESB sé ekki varnar- bandalag þá mátu Finnar það sem svo að með aðild treystu þeir frá- hvarfið frá hinum stóra granna í austri. „Það er í þágu finnskra hagsmuna að varnarmáttur ESB verði efldur eins og nú er verið að gera með því að auðvelda ESB þátt- töku í friðarvörslu og friðarskap- andi aðgerðum. Það ferli er eins og Finnar og Svíar óskuðu," segir Lipponen og undirstrikar að landið sé þegar með í friðarsamstarfi NATO. „Eftir leiðtogafund NATO í Was- hington í vetur er öllum ljóst að ESB stefnir ekki í að koma upp Evrópuher í stað NATO, heldur er aðeins verið að vinna hagkvæmt að því að þróa varnarsamstarfíð. Það er hættulegt að Evrópa geti ekki brugðist við og að við séum svo háð- ir Bandaríkjunum. Evrópa verður að vera betur undirbúin en hingað til. Hvað Kosovo varðar var þó eng- inn vafi á að þar var þörf á tækni- búnaði NATO og þátttöku Banda- ríkjamanna." „Nei, það er ekki í augsýn að Finnar gerist aðilar að NATO,“ seg- ir Lipponen af sannfæringarkrafti, þegar sú spurning vaknar. „Ég hef NATO-aðild alls ekki í huga. Finnar eru ekki lengur hlutlausir, en við stöndum utan hemaðai’bandalaga. í því felst að við tökum ákvörðun upp á eigin spýtur út frá okkar hags- munum. Það hefur ekkert upp á sig að vera að velta fyrir sér einhverri sennilegiá tímasetningu fyrir hugs- anlega finnska NATO-aðild.“ Ymsir hafa velt því fyrir sér hvort það sé tilviljun að tveir evrópskir sáttasemjarar í Bosníu og Kosovo, þeir Martti Ahtisaari og Carl Bildt koma báðir frá löndum, sem ekki eru með í NATO. „Það er erfitt að segja, en allir þættir hafa hér áhrif, þegar Bandaríkin og Rússland komu sér saman um Ahtisaari. Ma- deleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna benti á Ahtisaari og þar hafa bæði staða Finna og per- sónlegir hæfíleikar hans og reynsla haft sitt að segja.“ Þeir stóru og litlu í ESB Lipponen hefur augun mjög á valdajafnvægi í ESB og hefur haft á orði að stóru ESB-löndin hafi til- hneigingu til að mynda nokkurs konar æðstaráð þar. „Mótvægi við þessi undirtök stóru landanna eru sterkar stofnanir og jafnvægi milli þeirra. Við þurfum sterka fram- kvæmdastjóm í ESB til að gæta fyllstu hlutlægni og hamla gegn til- raunum stóra landanna til að stjóma því hver fær hvað af hinu sameiginlega ESB-borði.“ Fyrstu ummæli Italans Romano Prodi eftir að hann vai’ útnefndur næsti formaður framkvæmda- stjómarinnar hnigu í áttina að sterkri miðstjóm ESB og fóra fyrir brjóstið á stjórnmálamönnum í Danmörku og Svíþjóð. Prodi væri alltof mikill sambandsríkjasinni. Lipponen óttast þó ekki slíkar til- hneigingai’. „Það er miklu betra að hafa formann með skýrar Evrópu- hugsjónir, því það er einmitt for- maðurinn, sem á að halda hlut sín- um og framkvæmdastjómarinnar gegn stóru löndunum. Það er ekki hættulegt að Prodi skuli hafa sam- bandsríki í huga, heldur væri miklu hættulegra ef hann hefði ekkert í huga. Ég álít hagsmunum litlu land- anna miklu betur borgið með meiri samrana, ekki minni.“ Hér er greinilega efni á ferðinni, sem Lipponen er hugstætt, því hon- um hleypur kapp í kinn við þessar umræður. Finnskir og norrænir kjósendur virðast fæstir hafa þenn- an skilning á gildi samruna fyrir litlu löndin, heldur fremur óttast hann. Lipponen tekur undir að það sé erfitt að útskýra þetta fyrir kjós- endum. I Finnlandi slái stjórnar- andstaðan á strengi þjóðernis- hyggju og kalda stríðsins. „Ég hef verið ásakaður um að knékrjúpa fyrir Kohl. Kommúnistar hér reyna að flýja frá fortíð sinni með því að líkja Brussel við Kreml og segja að ég fari þangað með betlistaf í hendi. ESB-umræðan hér er eins og réttarhöld, þar sem menn sitja undir ákæram ef þeir leggja orð í belg.“ Sögulegt tækifæri glatast „Finnsk ESB-aðild var rétt ákvörðun á réttum tíma,“ segir for- sætisráðherra með þunga. „Grund- vallai-atriðið var að gera stöðu Finn- lands eftir lok kalda stríðsins traust- ari og styrkja efnahaginn. EMU-að- ild bætir enn um hið síðara.“ Hið mikilvægasta í huga Lipponens er þó greinilega að með ESB-aðild getur Finnland haft áhrif. „Með því að vinna hörðum höndum getum við haft áhrif. Meiri samvinna og tillit til sameiginlegra markmiða er litlu löndunum styrkur." Enn grípur hann til betlistafs- hugtaksins. „Stjómarandstaðan segir að við fóram til Brassel með betlistaf í hendi eða til að taka á móti skipunum. Þetta er hvort tveggja gamaldags hugmynd. Við eram með við borðið og áhrif okkar þar eru miklu meiri en íbúatalan gefur til kynna.“ Neikvæð kynni Finna af ESB fel- ast í skrifræðinu að mati Lipponens. Það hafa komið upp vandræði, því Finnar hafa ekki haft kunnáttu og fólk til að taka á samskiptunum við Brussel og því misst af peningum, sem þeim hafði þegar verið úthlutað. „Þetta lærist, en það þýðir ekki að koma til Brassel, halda að við séum bestir og ætla að breyta öllu eins og okkur finnst að hlutimir eigi að vera, heldur verður að bera virðingu fyrir því að aðrir vilja hafa hlutina öðruvísi." Lipponen nefnir engin nöfn, en það er erfitt að verjast þeirri hugs- un að þetta sé sneið til Svía, sem hafa ekki sérlega gott orð á sér í Brassel, andstætt Finnum. Lipponen segist ekki vita hvers vegna Finnar hafi fengið á sig gott orð, „kannski af því við skiljum þýðingu þess sem er sameiginlegt og þýðingu samruna. Við getum búist við að fá eitthvað með því að vísa til hagsmuna heildarinnar, ekki með því að standa bara á því fastara en fótunum að Finnar eigi að fá þetta og hitt.“ Það er einmitt þessi hugsunar- háttur, sem Finnar ætla að starfa eftir næstu sex mánuðina. En Lipponen hefði gjarnan viljað hafa fleiri norræna bandamenn í ESB. ,;Við getum auðvitað unnið ásamt Islendingum og Norðmönnum á ýmsum sviðum, til dæmis í Aust- ursjávarráðinu, Barentsráðinu og Heimskautsráðinu. Hvert land verður auðvitað að taka sína ákvörðun á sínum forsendum, en fram að næstu stækkun hefðu Norðurlöndin haft sögulegt tæki- færi til að hafa áhrif á þróun mála í ESB.“ Kaþólska kirkjan í Þýskalandi Fer að tilmæl- um páfa varð- andi fóstur- eyðingar Bonn. Reuters, AFP. KAÞÓLSKA kirkjan í Þýska- landi tOkynnti í vikunni að hún myndi fara að tilmælum Jó- hannesar Páls páfa um að hætta að gefa út gOd vottorð um að konur, er hyggjast gangast undir fóstureyðingu, hafi leitað sér ráðgjafar. Fóstureyðingar era því að- eins leyfðar í Þýskalandi að konur geti framvísað vottorði um að þær hafi leitað sér ráð- gjafar, og era því starfræktar 1.690 ráðgjafarstöðvai’ um fóstureyðingar í landinu. Kaþ- ólska kirkjan rekur 270 þeirra, og hefur eins og hinar gefið út umrædd vottorð. I nýlegu bréfi páfa til biskupa kaþólsku kirkj- unnar í Þýskalandi fer hann hins vegar fram á að vottorðin hafi ekki lengur lagagOdi, þótt ráðgjöf verði áfram veitt. Forseti kaþólsku kirkju- deildarinnar í Þýskalandi, Karl Lehmann, sagði að kirkjan myndi áfram veita ráðgjöf og gefa út vottorð, en að breyting- ar yrðu gerðar á textanum, á þann veg að tekið væri fram að ekki væri unnt að framvísa vottorðunum tO að fá leyfi fyrir fóstureyðingu. Tvíræð staða gagnvart lögum Christine Bergmann, ráð- herra fjölskyldumála, harmaði ákvörðun kaþólsku kirkjunnar, enda hefðu biskupamir ekki komist að skýrri niðurstöðu um hvort kirkjan tæki þátt í ráðgjafarstarfsemi hins opin- bera eða ekki. Það orkaði tví- mælis gagnvart lögum og yki á sálarangist kvenna, sem þegar stæðu frammi fyrir erfiðu vali. Gagnrýni á ákvörðun kirkj- unnar hefur einnig heyrst úr annarri átt, úr röðum trúaðra og andstæðinga fóstureyðinga. Telja þeir að breytingin muni leiða tO þess að kaþólskar kon- ur, sem standa frammi fyrir ákvörðun um fóstureyðingu, muni nú í auknum mæli leita ráðgjafar annars staðar en hjá ráðgjafarstöðvum kaþólsku kirkjunnar, sem líta á það sem hlutverk sitt að sannfæra kon- ur um að eiga börnin sem þær bera undir belti. RílFTfEK»RZLUN ÍSLflNDS Ff - ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.