Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Keikó fékk magakveisu í kví sinni: NEI, Sigxirður minn, það verður að vera ekta framsóknar sægreifa sfld, góði, hún er svo holl. FÉLAGARNIR Július Jónsson og Gunnar Þorláksson með stórveiði úr Þverá fyrir skemmstu, 34 laxa. Mok í Leirvogsá „Menn voru að tala um að þetta gæti enginn nema Skúli Skarphéð- insson. Hann opnaði Leirvogsána og þó að hún hafi verið nánast óveiðandi eftir slagveðrið þá rótaði hann upp 14 löxum fyrir hádegi á föstudaginn. Þeir veiddust út um alla á, frá KetOhyl og niður að gömlu brú og þetta voru allt að 12 punda laxar,“ sagði Bergur Stein- grímsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við blaðið. Þetta er vafalaust besta byrjun sem um get- ur í Leirvogsá, sem yfirleitt hefur verið talin síðsumarsá, sbr. að hún er ekki opnuð fyrr en 25. júní. Úr ýmsum áttum Fimm laxar veiddust í holli núm- er tvö í Laugardalsá, en veiði hófst þar 20. júní. Þetta voru allt bolta- fiskar, upp í 14 pund. Á sama tíma voru komnir a.m.k. 3 á land úr Langadalsá sem er einnig við Djúp. Fjórir laxar veiddust er Gljúfurá í Borgarfirði var opnuð, annað holl- ið „núllaði", en það þriðja er nú að veiðum. Fyrsti laxinn er kominn á land úr Soginu, 14,5 punda hrygna sem veiddist á Bíldsfellsbreiðu. Álftá var opnuð á föstudags- morgun og klukkan níu voru komn- ir 3 á land, sá stærsti 14 pund. Allir úr Kerfossi. Þá eru fyrstu laxarnir komnir á land úr Sandá og Hafralónsá í Þis- tilfirði og þar sjá menn nokkuð af laxi. Sama sagan alls staðar VEIÐI hófst í nokkrum ám á föstu- daginn og má segja að framhalds- sagan hafí haldið áfram. Alls staðar var kominn lax og veiði var góð. Um er að ræða Laxá í Dölum, Álftá á Mýrum og Leirvogsá, auk þess sem frést hefur af fyrstu löxunum víða annars staðar, t.d. í Sog- inu, Laugardalsá við Djúp, Sandá og Hafra- lónsá í Þistilfirði og Gljúfurá í Borgarfirði. „Þetta er allt í lagi, það komu 12 laxar á land í morgun og menn sjá fisk víða um ána. Þetta er fiskur af blandaðri stærð, 5 til 12 punda og vatnið í ánni er mjög gott,“ sagði Gylfi Ingason, kokkur í veiðihúsinu VEIÐIHAUKARNIR Ámi Baldursson og Þórarinn Sigþórsson með 22 stórlaxa úr Kjarrá fyrir fáum dögum. Þrándargili við Laxá í Dölum, á föstudaginn. SJ Olympus mju II Alsjálfvirk Linsa 35 mm Ljósop F 2,8 Oly. Framúrskarandi linsa, ein þynnsta 35 mm ^ ® á markaðnum All-Weather Sérstök landslagsstilling 5 flassstillingar Hægt að nota^jarstýringu. _(—1 BRÆÐUR NIR l©)ÖRMSSOH Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 www.ormsson.la Ný þróunaráætlun miðborgar Nákvæmari skilgreining’ Anna Margrét Guðjónsdóttir NÝ þróunaráætlun fyrir miðborg Reykjavíkur er að komast í framkvæmd um þessar mundir. Fyrsti áfangi hennar verður kynntur á borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld klukkan 20.00. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setja fundinn og mæla fyrir hinni nýju áætlun. Verk- efnisstjóri áætlunarinnar er Anna Margrét Guð- jónsdóttir. Hún var spurð hver væru nýmæli í þess- ari nýju þróunaráætlun fyrir miðborgina? „Nýmælin eru þau helst að nú er landnotkun í miðborginni skilgreind nánar en verið hefur. Markmiðið er að undir- byggja betur væntanlegt deiliskipulag miðborgar- innar. Menn hafa sett sér skýr markmið um uppbyggingu mið- borgarinnar með það í huga að koma til móts við ólíka hagsmuni þeirra sem búa þar, starfa og reka fyrirtæki. Miðborginni er samkvæmt áætluninni skipt upp í lítil svæði þar sem áherslurnar eru mismunandi og er byggt á sögu og eiginleikum eins og ástandið er í dag og svo setja menn sér markmið hvernig þeir vilja sjá þróunina verða.“ - Hvemig vilja menn sjá þró- unina verða? „Markmið þróunaráætlunar- innar lúta að þremur þáttum að- allega. I fyrsta lagi efnahagsleg- um vexti og uppbyggingu mið- borgarinnar. Þá eium við að horfa til uppbyggingar íbúðar-, atvinnu- og verslunarhúsnæðis, reksturs fyrirtækja, fjárfestinga og atvinnusköpunar. I öðru lagi félagslegum og samfélagslegum þörfum sem tryggja aðstæður fyrir smásöluverslun, bæta að- stæður til tómstunda og útivist- arstarfsemi, viðhalda og bæta að- gengi, stuðla að aðlaðandi íbúð- arsvæðum og tryggja örugga og aðlaðandi miðborg. Loks horfum við til þess að bæta umhverfið sem felur í sér vemdun og end- urbætur á sögulegum bygging- um og minjum, styrkingu á opn- um almenningssvæðum og að draga fram jákvæða sérstöðu miðborgarinnar. Vinna við þró- unaráætlun miðborgarinnar er að því leyti frábmgðin annani skipulagsvinnu að mjög náið samráð mun hafa verið og hefur verið haft við alla þá sem hags- muni eiga að gæta í miðborg- inni.“ - Hvaða breytingar kallar þetta á núna? „Fyrsta skrefið í að hrinda þróunaráætluninni í framkvæmd er tillaga sem kynnt verður í Ráðhúsinu á morgun, sem miðar að því að breyta gildandi aðal- skipulagi Reykjavíkur og lýtur að breyttri afmörkun miðborgar. Þessi breyting felur í sér að nokkur svæði sem áð- ur tilheyrðu miðborg- inni gera það ekki lengur en þess sér auðvitað ekki stað í daglegu lífi borgarbúa. Svæðin sem tilheyra miðborginni samkvæmt þróunaráætluninni ná frá Ægisgötu í vestri að Rauðár- stíg í austri en þó er ekki hægt að segja að um samfellt svæði sé að ræða.“ -Hvemig er svæðinu skipt upp? „Því er skipt upp í miðborgar- kjarna þar sem áhersla verður ►Anna Margrét Guðjónsdóttir er fædd 1961 í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Flens- borg, BS-prófi í landafræði og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla íslands árið 1987 og 1991. Hún hefur starfað sem ferðamálafulltrúi Vestfjarða frá 1992-’95. Ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborgar var hún frá 1995 til 1. maí 1999 og hefur síðan starfað sem verkefnis- stjóri Þróunaráætlunar mið- borgarinnar. Hún er gift Þor- geiri Ólafssyni listfræðingi og eiga þau samtals fimm börn. lögð á mjög blandaða starfsemi. Þá eru þama tvö skilgreind at- vinnusvæði þar sem lögð verður áhersla á að vemda og styrkja at- vinnustarfsemi, annað svæðið er í kringum Ráðhúsið en hitt í kring- um Stjómarráðið. Þá emm við með aðalverslunarsvæði sem er Laugavegurinn og neðsti hluti Skólavörðustígs og svo hliðar- verslunarsvæði sem er í næsta nágrenni. Settir verða mismun- andi skilmálar fyrir þessi versl- unarsvæði. Þessum svæðum verður svo skipt upp í minni ein- ingar til þess að tryggja jafna dreifingu á starfsemi m.a. veit- ingahúsa. Að lokum erum við með skilgreint hafnarsvæðið við miðborgina þar sem stefnt er að aukinni uppbyggingu fyrii- menn- ingarstarfsemi og ferðamenn." -Er um fleiri nýmæli að ræða? „Jú, í áætluninni eru drög að nýjum starfsemisflokkum þar sem er að finna nákvæma lýsingu á þeirri starfsemi sem vera má á hverju svæði og skilmálar þar að lútandi. Á fundinum á morgun verða kynntar breytingar á af- mörkun miðborgarinnar. Skipu- lag þetta er unnið samkvæmt að- ferðum sem tíðkast austan hafs og vestan en ekki hefur verið unnið eftir hér á landi fyrr. Við nutum aðstoðar breskra ráðgjafa sem hafa m}kla reynslu í þessum efnum. Borg- arar fá að leggja orð í belg auk þess sem opnað hefur verið vefsvæði þró- unaráætlunar miðborgar þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með vinnu við þróunaráætlun miðborgarinnar og setja fram skoðanir sínar þar að lútandi. Við sem erum að vinna að þessu vilj- um gjarnan fá að heyra álit fólks á þessum breytingum, vinna sem þessi verður ekki unnin nema í nánu samráði við þá sem búa og starfa í borginni." Unnið eftir nýjum skipu- lagsaðferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.