Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Keikó fékk magakveisu í kví sinni: NEI, Sigxirður minn, það verður að vera ekta framsóknar sægreifa sfld, góði, hún er svo holl. FÉLAGARNIR Július Jónsson og Gunnar Þorláksson með stórveiði úr Þverá fyrir skemmstu, 34 laxa. Mok í Leirvogsá „Menn voru að tala um að þetta gæti enginn nema Skúli Skarphéð- insson. Hann opnaði Leirvogsána og þó að hún hafi verið nánast óveiðandi eftir slagveðrið þá rótaði hann upp 14 löxum fyrir hádegi á föstudaginn. Þeir veiddust út um alla á, frá KetOhyl og niður að gömlu brú og þetta voru allt að 12 punda laxar,“ sagði Bergur Stein- grímsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við blaðið. Þetta er vafalaust besta byrjun sem um get- ur í Leirvogsá, sem yfirleitt hefur verið talin síðsumarsá, sbr. að hún er ekki opnuð fyrr en 25. júní. Úr ýmsum áttum Fimm laxar veiddust í holli núm- er tvö í Laugardalsá, en veiði hófst þar 20. júní. Þetta voru allt bolta- fiskar, upp í 14 pund. Á sama tíma voru komnir a.m.k. 3 á land úr Langadalsá sem er einnig við Djúp. Fjórir laxar veiddust er Gljúfurá í Borgarfirði var opnuð, annað holl- ið „núllaði", en það þriðja er nú að veiðum. Fyrsti laxinn er kominn á land úr Soginu, 14,5 punda hrygna sem veiddist á Bíldsfellsbreiðu. Álftá var opnuð á föstudags- morgun og klukkan níu voru komn- ir 3 á land, sá stærsti 14 pund. Allir úr Kerfossi. Þá eru fyrstu laxarnir komnir á land úr Sandá og Hafralónsá í Þis- tilfirði og þar sjá menn nokkuð af laxi. Sama sagan alls staðar VEIÐI hófst í nokkrum ám á föstu- daginn og má segja að framhalds- sagan hafí haldið áfram. Alls staðar var kominn lax og veiði var góð. Um er að ræða Laxá í Dölum, Álftá á Mýrum og Leirvogsá, auk þess sem frést hefur af fyrstu löxunum víða annars staðar, t.d. í Sog- inu, Laugardalsá við Djúp, Sandá og Hafra- lónsá í Þistilfirði og Gljúfurá í Borgarfirði. „Þetta er allt í lagi, það komu 12 laxar á land í morgun og menn sjá fisk víða um ána. Þetta er fiskur af blandaðri stærð, 5 til 12 punda og vatnið í ánni er mjög gott,“ sagði Gylfi Ingason, kokkur í veiðihúsinu VEIÐIHAUKARNIR Ámi Baldursson og Þórarinn Sigþórsson með 22 stórlaxa úr Kjarrá fyrir fáum dögum. Þrándargili við Laxá í Dölum, á föstudaginn. SJ Olympus mju II Alsjálfvirk Linsa 35 mm Ljósop F 2,8 Oly. Framúrskarandi linsa, ein þynnsta 35 mm ^ ® á markaðnum All-Weather Sérstök landslagsstilling 5 flassstillingar Hægt að nota^jarstýringu. _(—1 BRÆÐUR NIR l©)ÖRMSSOH Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 www.ormsson.la Ný þróunaráætlun miðborgar Nákvæmari skilgreining’ Anna Margrét Guðjónsdóttir NÝ þróunaráætlun fyrir miðborg Reykjavíkur er að komast í framkvæmd um þessar mundir. Fyrsti áfangi hennar verður kynntur á borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld klukkan 20.00. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setja fundinn og mæla fyrir hinni nýju áætlun. Verk- efnisstjóri áætlunarinnar er Anna Margrét Guð- jónsdóttir. Hún var spurð hver væru nýmæli í þess- ari nýju þróunaráætlun fyrir miðborgina? „Nýmælin eru þau helst að nú er landnotkun í miðborginni skilgreind nánar en verið hefur. Markmiðið er að undir- byggja betur væntanlegt deiliskipulag miðborgar- innar. Menn hafa sett sér skýr markmið um uppbyggingu mið- borgarinnar með það í huga að koma til móts við ólíka hagsmuni þeirra sem búa þar, starfa og reka fyrirtæki. Miðborginni er samkvæmt áætluninni skipt upp í lítil svæði þar sem áherslurnar eru mismunandi og er byggt á sögu og eiginleikum eins og ástandið er í dag og svo setja menn sér markmið hvernig þeir vilja sjá þróunina verða.“ - Hvemig vilja menn sjá þró- unina verða? „Markmið þróunaráætlunar- innar lúta að þremur þáttum að- allega. I fyrsta lagi efnahagsleg- um vexti og uppbyggingu mið- borgarinnar. Þá eium við að horfa til uppbyggingar íbúðar-, atvinnu- og verslunarhúsnæðis, reksturs fyrirtækja, fjárfestinga og atvinnusköpunar. I öðru lagi félagslegum og samfélagslegum þörfum sem tryggja aðstæður fyrir smásöluverslun, bæta að- stæður til tómstunda og útivist- arstarfsemi, viðhalda og bæta að- gengi, stuðla að aðlaðandi íbúð- arsvæðum og tryggja örugga og aðlaðandi miðborg. Loks horfum við til þess að bæta umhverfið sem felur í sér vemdun og end- urbætur á sögulegum bygging- um og minjum, styrkingu á opn- um almenningssvæðum og að draga fram jákvæða sérstöðu miðborgarinnar. Vinna við þró- unaráætlun miðborgarinnar er að því leyti frábmgðin annani skipulagsvinnu að mjög náið samráð mun hafa verið og hefur verið haft við alla þá sem hags- muni eiga að gæta í miðborg- inni.“ - Hvaða breytingar kallar þetta á núna? „Fyrsta skrefið í að hrinda þróunaráætluninni í framkvæmd er tillaga sem kynnt verður í Ráðhúsinu á morgun, sem miðar að því að breyta gildandi aðal- skipulagi Reykjavíkur og lýtur að breyttri afmörkun miðborgar. Þessi breyting felur í sér að nokkur svæði sem áð- ur tilheyrðu miðborg- inni gera það ekki lengur en þess sér auðvitað ekki stað í daglegu lífi borgarbúa. Svæðin sem tilheyra miðborginni samkvæmt þróunaráætluninni ná frá Ægisgötu í vestri að Rauðár- stíg í austri en þó er ekki hægt að segja að um samfellt svæði sé að ræða.“ -Hvemig er svæðinu skipt upp? „Því er skipt upp í miðborgar- kjarna þar sem áhersla verður ►Anna Margrét Guðjónsdóttir er fædd 1961 í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Flens- borg, BS-prófi í landafræði og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla íslands árið 1987 og 1991. Hún hefur starfað sem ferðamálafulltrúi Vestfjarða frá 1992-’95. Ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborgar var hún frá 1995 til 1. maí 1999 og hefur síðan starfað sem verkefnis- stjóri Þróunaráætlunar mið- borgarinnar. Hún er gift Þor- geiri Ólafssyni listfræðingi og eiga þau samtals fimm börn. lögð á mjög blandaða starfsemi. Þá eru þama tvö skilgreind at- vinnusvæði þar sem lögð verður áhersla á að vemda og styrkja at- vinnustarfsemi, annað svæðið er í kringum Ráðhúsið en hitt í kring- um Stjómarráðið. Þá emm við með aðalverslunarsvæði sem er Laugavegurinn og neðsti hluti Skólavörðustígs og svo hliðar- verslunarsvæði sem er í næsta nágrenni. Settir verða mismun- andi skilmálar fyrir þessi versl- unarsvæði. Þessum svæðum verður svo skipt upp í minni ein- ingar til þess að tryggja jafna dreifingu á starfsemi m.a. veit- ingahúsa. Að lokum erum við með skilgreint hafnarsvæðið við miðborgina þar sem stefnt er að aukinni uppbyggingu fyrii- menn- ingarstarfsemi og ferðamenn." -Er um fleiri nýmæli að ræða? „Jú, í áætluninni eru drög að nýjum starfsemisflokkum þar sem er að finna nákvæma lýsingu á þeirri starfsemi sem vera má á hverju svæði og skilmálar þar að lútandi. Á fundinum á morgun verða kynntar breytingar á af- mörkun miðborgarinnar. Skipu- lag þetta er unnið samkvæmt að- ferðum sem tíðkast austan hafs og vestan en ekki hefur verið unnið eftir hér á landi fyrr. Við nutum aðstoðar breskra ráðgjafa sem hafa m}kla reynslu í þessum efnum. Borg- arar fá að leggja orð í belg auk þess sem opnað hefur verið vefsvæði þró- unaráætlunar miðborgar þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með vinnu við þróunaráætlun miðborgarinnar og setja fram skoðanir sínar þar að lútandi. Við sem erum að vinna að þessu vilj- um gjarnan fá að heyra álit fólks á þessum breytingum, vinna sem þessi verður ekki unnin nema í nánu samráði við þá sem búa og starfa í borginni." Unnið eftir nýjum skipu- lagsaðferðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.