Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 21 kirkjugarðinn og féllst golfklúbbur- inn á að færa áður teiknaðar brautir, sem ætlunin hafði verið að hafa nær kirkjunni en nýji uppdrátturinn gerði ráð fyrir. A fundi þessum voru fulltrúar ráðuneytisins, Golfklúbbs- ins, sveitarfélagsins og sóknar- nefndai-innai'. Herdís ritaði í október undir við- auka við leigusamninginn frá því í maí, þar sem kveðið er á um að jörð- in skuli leigð henni á meðan hún hafí þar búsetu meiginhluta ársins og að Herdís skuldbindi sig til að heimila Golfklúbbi Vatnsleysustrandar af- not af norðurtúni Kálfatjarnar, en nánari afmörkun svæðisins, sem hún skuldbatt sig tO að láta af hendi, væri háð samkomulagi hennar og Golfklúbbsins. „Náist ekki sam- komulag milli aðila um afmörkun svæðisins, sker leigusali [landbúnað- arráðuneytið] úr,“ segir í viðaukan- um, sem Herdís ritaði undir og Guð- mundur Bjarnason landbúnaðarráð- herra 15. október 1997, en sama dag undirritaði ráðherra leigusamning- inn frá því í maí. Sjö mánuðum eftir að gengið var frá viðaukanum, í maí 1998, gerði landbúnaðarráðuneytið leigusamn- ing til tíu ára við Vatnsleysustrand- arhrepp um leigu á eyðijörðunum Hátúni, Móakoti, Fjósakoti og hluta af landi Kálfatjarnar. Hreppnum var, samkvæmt samningnum, heim- ilt að framselja rétt sinn til bygging- ar og reksturs golfvallar á jörðinni, til Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Undanskilin leigu var landspilda, „en þann hluta jarðarinnar áformar leigusali að leigja Herdísi Erlends- dóttur,“ sagði í samningum. Tölvu áritun jafn- gilda úrskurði Þarna greindi menn mjög á hver staðan væri. Herdís og fjölskylda hennar vísuðu til þess að ráðherra hefði undirritað leigusamninginn við hana í október þrátt fyrir höfnun hreppsnefndarinnar og þar með í raun úrskurðað í deilumálinu, eins og jarðalögin kveða á um að ráð- herra skuli gera, verði sveitarstjórn og jarðanefnd ekki sammála um meðferð máls. Samningurinn við hana væri því í fullu gildi. Hrepps- nefndin og Golfklúbburinn litu hins vegar svo á, að leigusamningurinn við Herdísi væri úr gildi fallinn fyrir synjun hreppsnefndarinnar, enda hefði ekki náðst samkomulag milli hennar og Golfklúbbsins um skipt- ingu landsins, þrátt fyrir uppdrátt- inn sem gerður var á fundinum í landbúnaðarráðuneytinu. í júní 1998 afturkallaði Herdís Erlendsdóttir undirskrift sína á leigusamninginn frá því í maí 1997 og gerði kröfu um að sér yrði byggð jörðin á erfðaleigu. í bréfí hennar til landbúnaðarráðherra kemur fram, að hún hafí grandalaus undirritað leigusamninginn, en nú hafi henni verið gerð grein fyrir því að hann hafi verið um lífstíðarábúð, en ekki erfðaábúð. Þá segir í bréfinu: „Þessi samningur hefur ekki verið staðfest- ur af yður, hæstvirti ráðherra, og geri ég ráð fyrir því, að það sé vegna um, en Kálfatjarnarfólk telur sig eiga forkaupsrétt að jörðinni." Jóhanna segir að sveitarfélag- ið myndi að sjálfsögðu skipu- leggja svæðið í samræmi við gildandi lög, þar á meðal þjóð- minjalög. „Þjóðminjavörður kom hingað fyrir skömmu ásamt fúll- trúa landbúnaðarráðuneytisins og Náttúruverndarráðs og skoð- aði fornminjar á jörðinni. Eg fagna fyrirhugaðri skráningu á þeim minjum og sé ekki að hún breyti uppbyggingu golfvallar- ins.“ Nutu velvildar Gunnars og Herdísar Andrés Á. Guðmundsson, for- maður Golfklúbbs Vatnsleysu- strandar, segir að golfmenn hafi notið velvilja Gunnars Erlends- sonar og Herdísar systur hans. „Gunnar lét okkur eftir jarðirn- ar Móakot og Fjósakot, sem hann hafði haft á leigu og sagði okkur að við fengjum jörðina alla þegar hann hætti þessu brölti. Eftir lát hans sögðu systk- ini hans okkur að við gætum þess, að þér hafið séð, að verið var að brjóta á mér lög.“ Þessi orð Her- dísar vísa til þess, að henni hafi ekki verið kunnugt um áritun ráðherra á samninginn í október 1997, eins og fyn- er sagt. í bréfi sínu vísaði Herdís til þess að hún hafi búið með Gunnari bróð- ur sínum á jörðinni og það hafi verið vilji hans að hún tæki við ábúð, lifði hún hann. „Eg vil jafnframt taka fram,“ sagði Herdís í bréfinu, „að ég mótmæli öllum hugmyndum um að gera heimatún og nágrenni kirkj- unnar að golfvelli. í því sambandi er rétt að taka fram, að ég fullnýti jörðina til búskapar og mun gera það áfram. Rétt er einnig að taka fram, að ónæði hefur orðið frá golf- vellinum við kirkjulegar athafnir, og Ijóst, að slíkt myndi aukast veru- lega, ef golfvöllur yrði færður nær kirkju, hvað þá umhverfis hann, eins og lagt hefur verið til. í hugmyndum um stærri golfvöll er ennfremur gert ráð fyrir, að völlurinn fari inn á svæði, sem er friðað vegna fugla- lífs.“ Eftir að Herdís sendi bréfið boð- aði ráðherra hana á fund. I bréfi, sem lögmaður Herdísar, Haraldur Blöndal, ritaði ráðherra, segir að á þeim fundi hafi komið í ljós að búið var að gera leigusamning um hluta Kálfatjarnar og jarða sem falla und- ir hana „og var þetta gert án vitund- ar og vilja umbj. míns,“ segir lög- maðurinn. Hann vísaði til þess, að Herdís vildi leysa málið friðsamlega, en augljóst væri að hún ætti að fá jörðina á erfðaleigu, eins og bróðir hennar og faðir. Haraldur sagði einnig, að Herdís fengið norðurtún Kálfatjarnar strax, en nokkru síðar var það dregið til baka, enda kom þá í ljós að yngri ættingi vildi halda þarna hesta. Landbúnaðarráðu- neytið vildi gera allt fyrir Her- dísi og gerði við hana leigusamn- ing um að hún héldi jörðinni, en þyrfti að ná samningum við Golf- klúbbinn um land undir brautir." Andrés segir að fjölskyldan hafí sent frá sér misvísandi skila- boð um hverjar óskir hennar væru. „I fyrstu var talað um friðland í kringum kirkjuna. Golfklúbburinn samþykkti að breyta teikningum af golfvellin- um og færa brautir Qær kirkj- unni, en þá sneri fjölskyldan við blaðinu og sagðist vilja alla jörð- ina, óskerta. Það er eðlilegt að hestafólk vilji fá ódýra jörð frá ríkinu, rétt við borgarmörkin, en við teljum okkur í fullum rétti að halda áfram framkvæmdum við golfvöllinn." Það vekur athygli á teikningu af golfvellinum að upphafshögg á 1. braut er slegið yfir heim- reiðina að Kálfatjörn. Andrés hefði fengið rangar leiðbeiningar í landbúnaðarráðuneytinu, er hún leitaði þangað eftir lát Gunnars, en þá hafi henni verið sagt að hún gæti ekki fengið Kálfatjörn byggða á erfðaábúð. Þá vísaði hann einnig til þess, að jörðin yrði ekki skert, eins og leigusamningurinn við Vatns- leysustrandarhrepp gerði ráð fyrir. Þar væri fyrst til að taka, að þar sem ríkissjóður gekk ekki strax frá ábúðarsamningi við Herdísi þegar Gunnar dó hafi hún fengið jörðina til lífsábúðar í fardögum 1996, hvað sem öðru liði. Þá hefði Gunnar afsal- að sér leigurétti til Fjósakots og Móakots, en ekki öðrum löndum og landspildum, sem fylgja Kálfatjörn. Lögmaðurinn óskaði viðræðna við landbúnaðarráðuneytið, en sagði að ef Iausn fyndist ekki yrði að leita til dómstóla. Ekkert bindandi samkomulag Landbúnaðarráðuneytið svaraði þessu bréfi með því að vísa til þess, að Herdís hefði bréflega óskað eftir lífstíðarábúð á jörðinni í ágúst 1996 og undirritað samning þar um í maí 1997.1 þeim samingi hafi verið fyrir- vari um samþykki hreppsnefndar og jarðarnefndar. Hreppsnefndin hafi ekki samþykkt samninginn. „Ekkert bindandi samkomulag er því í gildi við umbj. yðar um ábúð á jörðinni," sagði ráðuneytið. Ráðuneytið vísaði einnig til þess, að í ábúðarlögum væri ekki að finna ákvæði um erfðir að rétti til ábúðar milli systkina sem búi saman á jörð og ekki lægi fyrir yfirlýsing frá Gunnari um ráðstöfun jarðai'innar. bendir á, að hugsanleg umferð um veginn gæti ekki leynst kylfingum, svo hættan af þessu sé engin og algengt að brautir séu byggðar upp með þessum hætti. Hann segir, líkt og Jó- hanna sveitarstjóri, að fornar rústir og garðar muni halda sér. „Hérna á Ströndinni eru hlaðnir garðar um allt. Við höfum rofið þessa garða á tveimur stöðum á núverandi velli. Á öðrum er um 10 metra skarð í garðinn og á hinum 20 metra skarð. Lega garðanna sést þó skýrt eftir sem áður.“ Andrés segir að forsvarsmenn sveitarfélagsins og golfklúbbsins hafi verið sakaðir um vanhelgun kirkju og kirkjugarðs og erfitt sé að sitja undir sliku. „Við höf- um ailtaf viljað fara að settum reglum. Við höfðum til dæmis samþykki hreppsnefndarinnar til að fjarlægja hluta af girðingu, en Kálfatjarnarfólkið endurreisti hana. Byggingarfulltrúi afmark- aði svæðið í kringum kirkjuna með hvítum hælum, en þeir voru rifnir upp. Golfklúbburinn ætlaði Þá sé heimilt en ekki skylt að byggja jarðir í eigu ríkissjóðs, kirkna landsins eða sjóða á erfðaá- búð og ekki hefði verið stofnað til erfðaábúðar í gildistíð laganna (frá 1976) þrátt fyrir að erindi um slíkt hafi borist ráðuneytinu. Þá vísar ráðuneytið til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, þ.e. að sambærileg mál skuli fá sambærilega niður- stöðu og segir loks: „“Samkvæmt framansögðu er ekki lagagrundvöll- ur til að verða við kröfu umbj. yðar um erfðaábúð á jörðinni Kálfa- tjörn.“ Næst gerðist það að hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps fundaði, 6. október 1998, og samþykkti að óska eftir viðræðum við landbúnað- arráðuneytið um kaup á allri Kálfatjarnarjörðinni. „Undanfarið hefur staðið styi' um jörðina og telur hreppurinn eðlilegast að eignast hana m.a. til að geta skipulagt svæð- ið á sínum forsendum sem útivistar- svæði. Hreppurinn myndi að sjálf- sögðu afhenda kirkjunni reit í kring- um kirkjuna og kirkjugarðinn,“ sagði í bréfí hreppsins til ráðuneyt- isins, sem afhent var á fundi sveitar- stjóra með ráðuneytisstjóra land- búnaðarráðuneytisins og lögfræð- ingi ráðuneytisins 6. október 1998. Fundinn sátu einnig formaður sókn- arnefndar, sóknarprestur og fulltrúi Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. í minnisblaði lögmannsins og ráðu- neytisstjórans til ráðherra eftir fundinn kemur fram, að fjallað hafi verið um beiðni, sem Herdís hafði sett fram, um að endurskoðuð yrði sú lína sem afmarkaði það land sem undanskilið var í leigusamningnum við hreppsnefnd. Herdís vildi sem sagt að stærri spilda yrði undanþeg- in leigusamningum við hreppsnefnd en áður var gert ráð fyrir. Tekið skal fram, að íbúðarhúsið á Kálfa- tjörn var eign Herdísar og fjöl- skyldu hennar, en fylgdi ekki jörð- inni. í minnisblaðinu segir að áætlað hafi verið að heimsækja Herdísi á Kálfatjörn eftir þennan fund og kynna henni niðurstöðu hans, þ.e. að komið yrði til móts við kröfur henn- ar og línur færðar með tilliti til hagsmuna hennar, ef samkomulag næðist. Fulltrúar ráðuneytisins, sóknarprestur, formaður sóknar- nefndar og sveitarstjóri fóru að Kálfatjörn, en í minnisblaðinu segir að ekki hafi verið hægt að hefja um- ræður um það efni sem ætlað var að ræða, því Haraldur Blöndal lögmað- ur og ættingi Herdísar hefðu vfíjað segja skoðun sína á þeirri ákvörðun ráðuneytisins að hafna kröfu hennar um erfðaábúð. Þá er vísað til þess, að „sú tilfærsla á línum sem sérstak- lega einn ættingi Herdísar hafði í huga náði til allrar jarðarinnar Kálfatjörn," sem þegar hefði verið leigð hreppnum. Lögmaður og ættingjar Herdísar Erlendsdóttur sjá þennan fund í öðru ljósi. í bréfi lögmannsins til landbúnaðarráðherra, 6 dögum eftir fundinn, segir að Herdís hafi aldrei samþykkt né sett fram neina beiðni um endurskoðun á ákvæðum í sér að stækka völlinn í sumar, úr 6 holu velli í 9 holu völl og telur sig í fullum rétti.“ Sóknarnefndin sátt við framkvæmdir Símon Rafnsson, formaður sóknarnefndar Kálfatjarnar- kirkju, segir að sóknarnefndin hafi samþykkt þau mörk friðlands við kirkjuna, sem land- búnaðarráðuneytið, sveitarfélag- ið og golfklúbburinn hafi stungið upp á. „Ákvörðun um stærð þessa friðlands er ekki undir Ijölskyldunni á Kálfaljörn kom- in. Þetta er kirkjujörð. Landbún- aðarráðuneytið óskaði eftir að sóknarnefndin tæki afstöðu til þeirra hugmynda, sem mótaðar höfðu verið um stærð friðlands- ins og sóknarnefndin, sem fer með málefni kirkjunnar, sam- þykkti þær einróma. Hér hefur aldrei nokkur mað- ur reynt að bola Herdísi Er- lendsdóttur frá Kálfatjörn, held- ur allir verið boðnir og búnir að ná samningum. Allar fullyrðing- ar um annað eru rakalausar.“ svokölluðum leigusamningi við hreppsnefnd Kálfatjarnar, „enda er hún réttur ábúandi að Kálfatjörn og greiðir afgjöld af jörðinni.“ Um afgjöldin er það að segja að landbúnaðarráðuneytið lýsti því yfir sl. haust að greiðsluseðill vegna næsta fardagaárs á undan hafi verið sendur Herdísi vegna mistaka og jarðasjóður myndi endurgreiða leigugjöldin. Endurgreiðsla var send Herdísi, en hún sinnti henni ekki, enda leit fjölskyldan svo á að móttaka greiðslunnar hefði jafngilt viðurkenningu á að Herdís ætti ekki rétt til jarðarinnar. Þá segir í bréfi lögmannsins að frásögnin af fundinum á Kálfatjörn í minnisblaðinu sé í aðalatriðum röng. „Rétt er að taka fram, að Herdís var látin vita með sólarhringsfyrirvara, að halda ætti fund. Þessi fundur var svívirðileg tilraun af hálfu ráðuneyt- isins til að svínbeygja konu komna á níræðisaldur með því að fara inn á heimili hennar nánast fyrirvaralaust og reyna að koma í veg fyrir að hún gæti notið aðstoðar lögmanns og ættingja sinna.“ I bréfinu tilkynnir lögmaðurinn, að mál verði höfðað til að fá viður- kenningu á erfðaábúðarrétti Herdís- ar og rifta þar með „svonefndum leigusamningi um Kálfatjörn við hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps. Jafnframt skal það tekið fram, að verði jörðin Kálfatjöm boð- in til sölu, mun Herdís nýta sér for- kaupsrétt þann, er hún hefur sem ábúandi á jörðinni.“ Borið undir dómstóla Málið var endanlega komið í hnút, hreppsnefndin vildi kaupa jörðina alla og leggja hana undir golfvöll og útivistarsvæði, en skilja eftir friðland við kirkjuna og kirkjugarð- inn og sóknarnefnd Kálfatjarnar- kirkju hafði reyndar samþykkt af- mörkun þess friðlands. Kálftfrning- ar vildu berjast fyrir erfðaábúðar- rétti Herdísar á jörðinni allri, en ef sú krafa yrði ekki tekin til greina, þá fengi Herdís lífstíðarábúð á jörðinni allri og ef það yrði ekki samþykkt, þá fengi hún lífstíðarábúð á jörðinni samkvæmt leigusamningnum títt- nefnda. Auk þess var krafist viður- kenningar á forkaupsrétti hennar að Kálfatjöm og Goðhól, en eins og fyrr sagði var sú jörð sameinuð Kálfatjöm með samningnum frá því í maí 1997. Þetta vom þær dómkröfur helst- ar, sem komu fram í stefnu Herdís- ar gegn landbúnaðarráðuneytinu í nóvember 1998, en áður hafði lög- maður hennar sent Jarðanefnd Gull- bringusýslu bréf, þar sem fyrirhug- aðri sölu ríkisins á jörðinni til Vatns- leysustrandarhrepps var mótmælt og þess krafist að hún sem ábúandi fengi forkaupsrétt. Fyrir hönd landbúnaðarráðuneyt- isins var þess krafist fyrir dómi, að ráðuneytið yrði sýknað af öllum kröfum Herdísar. Ráðuneytið vísaði til þess að Herdís hefði í upphafi sjálf óskað lífstíðarábúðar, en eðli- legt hefði þótt að koma til móts við óskir golfklúbbsins og leigja honum land, þar sem þótt hefði vitað að hún ætlaði ekki að nota jörðina sjálf til landbúnaðar. Henni hefði aldrei ver- ið tjáð að hún gæti fengið erfðaábúð og ráðuneytið teldi ekki lagagmnd- völl til slíkrar ráðstöfunar. Ráðherra hefði ritað undir leigusamninginn með viðauka í þeirri trú að aðilar málsins væru sáttir við breytta skil- mála, en hreppsnefndin hefði ekki samþykkt samninginn svo breyttan. Þá mótmælti ráðuneytið varakröfu Herdísar um lífstíðarábúð á Kálfa- tjörn og Goðhól og sagði ákvæði ábúðarlaga um erfðarétt milli hjóna og ábúð á jörð ekki eiga við. Ráðu- neytið sagði líka skjóta skökku við, að þrautavarakrafa lyti að réttind- um samkvæmt leigusamningi sem stefnandi málsins teldi sig ekki bundinn af og að krafa um forkaups- rétt að jörðum, sem aðili hefði aldrei haft formleg réttindi yfir, hvorki ábúðarrétt né leigurétt, væri fráleit, auk þess sem ákvæði laga um for- kaupsrétt kæmi ekki til fram- kvæmda þegar ríkissjóður ráðstaf- aði fasteignaréttindum. Héraðsdómm- Reykjaness tók undir sjónarmið ríkisins í dómi sín- um 9. júní sl„ en fjölskyldan á Kálfa- tjörn kannar nú möguleika á að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.