Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 37** I i ■ 1 4 skipta skapi, hún var í raesta lagi al- vörugefín ef illa gekk. Þessi kona, sem farið hafði á mis við svo margt vegna fötlunar og heilsuleysis, var svo ótrúlega veraldarvön og vitur. Margir leituðu hjá henni skjóls og ráða ef eitthvað bjátaði á og fengu alltaf sömu móttökumar: hlýju, kyrrð og ró sem er það besta meðal sem fáanlegt er við erfiðleikum lífs- ins. Hún var alltaf á sínum stað, á Eyrarlandi, það vissum við öll. Ingi- björg hafði skoðanir á öllu, bæði í mannlífí og þjóðlífi og lét þær í ljós á jákvæðan hátt því hún vildi ekki særa sitt fólk ef málið skipti það. Viija og venjur hafði hún. Engum datt í hug að gera þvert á vilja hennar, ef hún vildi eitthvað, þá var tekið fullt tillit til þess. Mömmu langar til, Ingibjörg bað um, sagði fólkið hennar, og þá var sjálfsagt að það yrði þannig, ekki af ótta við óá- nægju með annað, heldur af virð- ingu fyrir henni og hennar óskum, þær voru heldur ekki svo margar. Oft gat maður ekki annað en brosað þegar Jói, þessi hávaðasami ákafa- maður, sem er þó umfram allt hjartahlýr og góður við okkur öll, lét móðan mása, svo henni þótti nóg um. Þá þurfti ekki annað en hún kæmi við öxlina á honum og segði jafnvel ekki neitt; þá var eins og hann hefði fengið róandi, slík áhrif koma ekki frá öllum, en svona var Ingibjörg. Síðustu tvö árin var hún mikið á sjúkrahúsinu, því miður lítið ánægð og siðasta mánuðinn í Kristnesi enn minna ánægð. Hugurinn var heima og þar var fólkið hennar og allt það sem hún unni og hafði alltaf verið við. Eftir að hún er farin þaðan al- farin verður hennar sárt saknað af okkur öllum sem þangað koma hér eftir sem hingað til. Hún var að vísu sjaldan heima í seinni tíð en kom þegar hún gat, svo það gat verið að við hittum hana þegar við komum í Eyrarland, en hér eftir verður hún okkur ekki sýnileg við borðið né annars staðar á sínu kæra heimili. Þakklæti okkar til hennar að lokinni samveru er óendanlegt fyrir allar góðu stundimar og ástríkið í okkar garð, þegar við komum og þegar við fórum aftur. Megi góður Guð vera með henni og hennar fólki. Blessuð sé minning hennar. Sólveig Adamsdóttir. það samstarf leikfélaganna á Aust- urlandi meðan það entist. í forystu hjá Bandalagi íslenzkra leikfélaga var Magnús um allnokkurt skeið og af því valinn í Leiklistarráð rík- isins, þar var hann virkur og vel metinn svo ekki þótti þar vel ráðið ráðum nema Magnús fengi þar lagt sitt til mála. Hann leikstýrði áhugaleikurum vítt um land, leik- stjóm hans var vönduð og áherzl- an lögð á að koma öllu sem skýr- ast til skila og hélzt í hendur við alúðina í listrænni sköpun sem beztri hjá hverjum og einum. Leikari var hann af himinsins náð og hefði náð þar langt sem víðar. Síðast bar fundum okkar Magnús- ar saman 1. maí fyrir nokkmm ár- um í Neskaupstað, hans kæm heimabyggð. Glöggt man ég hversu það gladdi hjarta mitt, er Magnús þakkaði mér einkar vel fyrir mál, stíl og flutning, sönnun þess að þokkalega hefði til tekizt, því Magnús fór sparlega með orð en meinti það sem hann sagði. Magnús var auðnumaður í lífinu og sá margan mætan ávöxt vænna verka sinna. Gifta hans ekki síðri í einkalífinu, átti einstaklega vel gjörðan lífs- fömnaut í henni Guðrúnu og böm þeirra góðum kostum búin. Langt gæti mál mitt orðið ef þeirri minningamergð sem á hug- ann sækir væm gjörð góð skil, en ljósbrot ein látin nægja, enda hóg- værð hjartans slík hjá Magnúsi að lítt mundi honum hafa lofið hugn- ast þótt verðskuldað væri. Hlýjar samúðarkveðjur era sendar börn- um hans og ástvinum öðrum. Far heill félagi og vinur á vit hins óræða. Þér fylgir hlý þökk fyrir marga góða og gjöfula stund. Helgi Seljan. Móðir mín, + GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR, Bjarkargötu 4, Reykjavík, er látin. Jódís Dagný Vilhjálmsdóttir. t Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, BENEDIKTA ÓLAFSDÓTTIR, Dvergaborgum 5, lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 28. júní kl. 13.30. Ólafur Benediktsson, Móeiður Jónsdóttir, Jón Ingi Ólafsson, Kristín Ósk Ólafsdóttir, Óli Ben Ólafsson, Ingigerður Eiríksdóttir, Jón Ingvarsson. + GEORGE L. SVEINSSON, Seattle, Washington, lést laugardaginn 12. júní. Systurdætur. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, sonur og afi, SÆMUNDUR R. ÓLAFSSON, Vesturbergi 78, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðviku- daginn 30. júní kl. 13.30. Margrét Rögnvaldsdóttir, Magnús Sæmundsson, Ólafur Sæmundsson, Lára Sæmundsdóttir, Þórlaug Sæmundsdóttir, Lára Sæmundsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- dóttir, systir og mágkona, RAGNA ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR, Hálsaseli 38, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 19. júní, verður jarðsungin frá Selja- kirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimaþjónustu Karítasar og Krabbameinsfélag íslands. Jón S. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Helga Kristín Jónsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, Kristín S. Kvaran, Einar B. Kvaran. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR PÉTURSSON byggingameistari, Byggðarenda 18, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 13.30. Ásta Guðmundsdóttir, Harpa Hauksdóttir, Þröstur Guðmundsson, Kolbrún Hauksdóttir, Gylfi Gunnarsson, Bjarni Þrastarson, Haukur Gylfason. + Hjartans þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU GUÐRÍÐAR KRISTLEIFSDÓTTUR frá Rifi, Snæfellsnesi, er lést þriðjudaginn 8. júní á Hrafnistu í Laugarási. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á Hrafnistu fyrir góða og alúðlega umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ester Friðþjófsdóttir, Magnús Guðmundsson, Sævar Friðþjófsson, Helga Hermannsdóttir, Svanheiður Friðþjófsdóttir, Kristinn Jón Friðþjófsson, Þorbjörg Alexandersdóttir, Sæmundur Kristjánsson, Auður Grímsdóttir, Hafsteinn Björnsson, Steinunn Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HJÖRDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Laufengi 25, Reykjavík. Þóroddur Elmar Jónsson, Þórunn Þrastardóttir, Þórbergur fsak Þóroddsson, Sólveig Sjöfn Helgadóttir, Jón Sören Jónsson, Ásta Þórey Ragnarsdóttir, Jón Þóroddsson, Bryndís, Svandís og Valdís Jónsdætur, Fanný Guðmundsdóttir, Jón Björn Benjamínsson, Helgi Helgason. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR R. BENJAMÍNSDÓTTUR, Hrafnhólum 6. Jörgen Pétursson, Einar Þ. Guðmundsson, Elva Björk Sveinsdóttir, Lára Ósk Óskarsdóttir, Sólrún Jörgensdóttir, Pálína Jörgensdóttir, Finnbogi Jörgensson, Lára Loftsdóttir, Benjamín Magnús Óskarsson, Jörgen Pétur Jörgensson, Tómas Ingi Tómasson, Bylgja Dögg Ólafsdóttir, Benjamín Sigurðsson, Pálfríður Benjamínsdóttir, Sóley B. Frederiksen og barnaböm. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS HJALTALÍNS GRÍMSSONAR vélstjóra, áður til heimilis á Framnesvegi 50, Reykjavík. Kolbrún Ema Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Óli Ingvarsson, Jón Hjaltalín Jónsson, Helga Ólafsdóttir, Karl Jónsson, Ásta Skaftadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. r Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar SVERRIS TRYGGVASONAR, Víðihlfð, Mývatnssveit. Guð fylgi ykkur. * Hólmfríður Pétursdóttir, Héðinn Sverrisson, Sigrún Sverrisdóttir, Friðrik Lange Jóhannesson, Kristín Þ. Sverrisdóttir,Daníel Sigmundsson, Gísli Sverrisson, Lilja Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.