Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 48
^8 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
í kvöld 14/7 kl. 21.00
Alla og Anna Sigga
Islensk dægurlög
Ljúffengur kvöldverður
á undan sýningu
Fim. 15/7 kl. 21.00
Miles Davis „program“
Jazzkvöld
Miðapantanir í símum
551 9055 og 551 9030.
5 30 30 30
Mðasala qfti Irá 12-18 og Irani að sýringu
syiðngardaBa. OpÉð Irá 11 tyrf hádetfgleKhúaiB
HADEGISLEIKHÚS - kl. 12.00
Mið 147 UPPSELT
Fim 15/7 örfá sæti laus
Fös 16/7, Mið 21/7
\\
SNYRAFTUR
Mið 14/7 kl. 20.00 nokkur sæti laus
Rm 15/7 kl. 23.00 örfá sæti laus
TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA!
20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðró.
Borðapantanir (síma 562 9700.
5 LEIKFÉLAG J
REYKJAVÍKUR
BORGARLEIKHUSÍÐ
A SIÐUSTU STUNDU:
Síðustu klukkustund fyrir sýningu
eru miðar seldir á hálfvirði.
Stóra svið kl. 20.00:
LitU ktyttinýíbúðÍH
eftir Howard Ashman,
tónlist eftir Alan Menken.
Fim. 15/7 uppselt
fös. 16/7 laus sæti
lau. 17/7 fáein sæti iaus
fim. 22/7 AUKASÝNING
fös. 23/7 laus sæti
lau. 24/7 laus sæti
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga
og sunnudaga og fram að sýn-
ingu sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000, fax 568 0383.
ISLENSKA OPERAN
—Jllíl
■■■■■■ iWW
Gamanleikrit f leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
FÖS16/7 kl. 20 uppselt
Lau 17/7 kl. 20 uppselt
Fös 23/7 kl. 20
Lau 24/7 kl. 20
Ósóttar pantanir
seldar daglega
Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12
Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga
nema sunnudaga
' V
CHA * CHA
Útslan er byrjuð
Verið velkomin
Kringlunni og Hringbraut 121 J.L. húsinu
FÓLK í FRÉTTUM
œfafoím
Með stjörnur í augum
löM.isr
geisladiskur
1999
Hljomsveitin Á móti sól leikur lög
og texta eftir liðsmenn hljómsveitar-
innar. Hljómsvcitina skipa: Heimir
Eyvindarson, hljómborð og raddir,
Sævar Þór Helgason, gítar og raddir,
Þórir Gunnarsson, bassi, Stefán
Ingimar Þórhallsson, trommur og
raddir, og Björgvin Jóhann Hreiðars-
son, söngur. Tekið að mestu leyti
upp í maí og aprfl 1999 í Stúdio
September.
1999 er önnur plata Selfyssing-
anna í hljómsveitmni Á móti sól, sem
telst til svokallaðra sveitaballahljóm-
sveita. Fyrsta plata hljómsveitarinn-
ar, Gumpurinn, mun seint teljast til
stórverka íslenskrar tónlistarsögu
og hvflir nú líklega á ruslahaugi ís-
lenskrar dægurtónlistar.
Hljómsveitarmeðlimir hafa
greinflega spýtt hressilega í lófana
síðan Gumpurinn kom út árið 1997
því 1999 er hin þokkalegasta plata.
Platan er þó ekki, frekar en sú
fyrri, neitt tímamótaverk en það var
svosem ekki ætlun drengjanna
heldur að skapa slíkan grip. Þeir
yrkja um ástina, slá sinn bassa,
trommur og rafmagnsgítar og búa
til gott stuð.
Fáir gera þær kröfur til sveita-
ballahljómsveita að þær séu spor-
göngumenn í tilraunatónlist og þar
á meðal er undirritaður. Lögin eru
öll kunnugleg. Smá áhrif frá Greif-
unum og fleiri góðum hljómsveitum
er að finna hér og þar, stundum er
þó rokkað meira og stundum er
leikið ska, eins og til dæmis í stuð-
laginu Stelpur, en hljómsveitin ku
víst vera hrifin af ensku skahljóm-
sveitinni Madness. Madness-áhrifin
eru sterkust í annars ágætu næst-
síðasta lagi disksins Flottur. Vanga-
lögin eru líka á sínum stað og er
lagið Afsakið dæmi um slíkt lag.
Textagerð er ekki sterkasta hlið
hljómsveitarmeðlima. Textarnir eru
flestir hálfgerð hallæris-gelgjusmíð,
en stundum eru þeir þó glettnir.
Það sem helst stakk mig við textana
voru leiðinlegar og óþarfar ensku-
slettur, eins og t.d. í laginu Sæt:
„Þú varst aleigan mín/Þú varst
alltaf svo sæt/ég var engan veginn á
sama level“? og í laginu Stelpur.
„Eg hring’í þig, ég skil eftir skila-
boð, ég skrifa og ímeila þér/en allt
kemur fyrir ekki þú ignorar mig“?
Fyrstu þrjú lög disksins, Sæt,
Þúsund og Viagra eru öll grípandi
við fyrstu hlustun og það má einnig
segja um lagið Stelpur og fleiri lög
en alls eru 13 lög á disknum. I Vi-
agra er húmorinn svartur. Ort er
um samnefnt stinningslyf og hugs-
anleg áhrif þess á ellilífeyrisþega.
Besta lag disksins, og það eina sem
er í tveimur útgáfum á disknum, er
lagið Haltu kjafti og er það nokkuð
ólíkt öðrum lögum disksins. Harkan
er meiri, enda er gamla pönkbrýnið
Ellý úr Q4U þama mætt til leiks
sem gestasöngvari.
Hljómur á disknum er mjög góð-
ur og umslag þokkalegt. Stjörnu-
kort hljómsveitarmeðlima vöktu alls
engan áhuga hjá undirrituðum en
gera sjálfsagt lukku hjá ungum að-
dáendum sem horfa á hljómsveitar-
meðlimi með stjörnur í augum.
Þóroddur Bjarnason
nrirniTiTiiTiTnTiTiTiTnTiTiTiTiTiTcrn iiuiiimnrm
VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR A ISLANDI
Nr. var vikur Mynd Framl./Dreifing
1. Ný Ný The Mummy (Múmían) UIP
2. 1. 3 The Mutrix (Draumaheimurinn) Warner Bros
3. 2. 4 Austin Powers: The Spy... (Njósnorinn sem negldi...) New Line Cinemo
4. 3. 2 Never Been Kissed (Tollir ekki í tískunni) Fox
5. 5. 2 Go (Farðu) Coiumbia Tri-Stor
6. 4. 6 Entropment (Svikamylla) Fountoinbridge Films
7. 16. 22 Bug's Life (Pöddulíf) Wolt Disney, Pixor
8. 6. 6 10 Things 1 Hate.. (10 hlutir sem ég hato við þig) Walt Disney Product
9. 9. 4 Lolito Indiependant
10. 12. 18 Lo Vita é Bella (Lífið er fallegt) Melompo Cinematogr.
11. 10. 7 My Favorite Martian (Uppóholds Morsbúinn minn) Wolt Disney Produtt.
12. 17. 19 Babe - Pig in the City (Svín í stórborginni) UlP/Universol
13. 7. 3 Perdita Durango Vine International
14. 22. 32 Mulon BV
15. 11. 7 Cruel Intentions (lllur ósetningur) Columbio Tri-Stor
16. 13. 8 she's All That (Ekki öll þor sem hún er séð) Miramox Films
17. 8. 2 Hi-Lo Country (Hóslétton) Working Title Films
18. 21. 12 Idioterne (Fúvitornir) Zentropo
19. 18. 7 ED TV (Ed í beinni) Universol Pictures
20. 27. 8 who arn 1 (Hver er ég) Columbiu Tri-Stor
Sýningarstaður
Bíóhöllin, Hóskólabíó
Bióhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýjo Bíó Akureyri, ísafj.
Lougarósbíó, Stjörnubíó, Egilsstaðir, Borgarbíó Akureyri
Regnboginn, Bíóhöllin, Borgarbíó Akureyri
Regnboginn
Kringlubíó, Bíóhöllin, Nýja Bíó Akureyri
Bíóhöllin, Kringlubíó, ísafjörður
Bíóborgin
Regnboginn
/
Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýjo Bíó Al
Bíóborgin, Bíóhöllin
Hoskólabíó
Bíóborgin
Laugorósbió
Regnboginn
Hóskólabíó
Hóskólnbíó
Laugnrósbíó
TX
mi
Múmían hreiðrar
um sig á toppnum
ÞAÐ er myndin The Mummy sem
er komin í toppsæti íslenska
kvikmyndalistans þessa vikuna
en hún er einnig eina nýja mynd-
in á listanum. I myndinni fer
Brendan Fraser með hlutverk
ævintýramanns sem freistar þess
að finna fjársjóð í eyðimörkinni
en verður þess í stað fyrir barð-
inu á ófrýnilegri múmiu. Hinn út-
pældi framtíðartryllir The Mat-
rix með töffurunum Ke-
anu Reeves og Laurence
Fishburne fellur því í
annað sæti listans.
Njósnarinn Austin
Powers er búinn að
negla þriðja sætið en í buxna-
skálmum hans hangir Drew
Barrymore í Never Been Kissed.
Sú mynd fjallar um 25 ára blaða-
konu sem sest aftur á mennta-
> \ \ i, ,
skólabekk. Aldursforseti
vikunnar er teiknimyndin Mulan
sem hoppar upp í 14. sæti úr 22.