Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 36
J6 MIÐVIKUDAGUR 14, JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA VIGGÓSDÓTTIR + Helga Viggós- dóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru Marta María Þórarinsdóttir, f. 28.2. 1889, d. 21.2. 1954, og Viggó Snorrason, f. 31.5. 1895, d. 18.2. 1936. Árið 1947 giftist Helga Páli Jónassyni, verslun- armanni, f. 7. nóvember 1927. Börn þeirra eru: 1) Vigdís Marta, f. 11.7. 1947. Sonur hennar er Páll Kristjánsson, f. 22.7. 1977. 2) Viggó Snorri, f. 7.5. 1949, kvæntur Þórhildi Bjartmarz, f. 5.3. 1957. Synir hans eru Páll Snorri, f. 11.5. 1974, og Óskar Torfi, f. 2.6. 1969, en dóttir hans er ísabella María, f. 10.11. 1998. Sonur Þórhildar er Þorbjörn Björns- son, f. 9.10. 1983. 3) Helga, f. 12.1. 1957, gift Hallgrími Ósk- ari Guðmundssyni. Synir þeirra eru Hallgrímur Óskar, f. 6.2. 1985, og Páll Óskar, f. 28.2. 1989. 4) Páll Kári, f. 18.4. 1958. Dætur hans eru Helga, f. 26.6. 1979, d. 12.10. 1983, og Guðrún Halla, f. 18.5. 1993. 5) Hrafnhildur, f. 17.9. 1960, gift Simon Lyons, f. á írlandi 22.11. 1963. Dóttir þeirra er Helga Anna, f. 2.12. 1998. 6) Halla Guðbjörg, f. 20.10. 1965. Helga útskrifaðist frá Versl- unarskóla íslands árið 1945 og vann um skeið á skrifstofu Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Útför Helgu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í dag kveðjum við Helgu Viggós- '•^fíóttur tengdamóður mína hinsta sinni, en hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar 9. júlí sl. eftir skamma legu. Það er orðið langt síð- an ég hitti Helgu í fyrsta skipti. Dóttir hennar hafði orðið á vegi mínum nokkru áður og varð ekki undankomu auðið enda bar hún af öðrum konum bæjarins. Ég var með grasið í skónum og fiðring í maga þegar fyrst var komið að foreldra- húsum dótturinnar þótt ekki stæði til að biðja um hönd hennar í það ^skiptið. Fiðringur minn var ástæðu- laus og hvarf eins og dögg fyrir sólu en grasið í skónum er þar enn. Helga gaf dótturinni ekkert eftir í glæsileik og töfrum. Stundum er sagt að eplið falli ekki langt frá eik- inni og það voru orð að sönnu. Á öllu húsahaldi var ljóst að húsmóðirin bar af í myndarskap og glæsileik og þau hjón, Helga og Páll, höfðu búið ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR a Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sfmi 5655892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri m Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ UTFARA RSTOFA OSWALDS SÍMI 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALS J'R/IvTI 4B • 101 RF.VKJAVÍK LÍKKISI'UVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR bömum sínum fallegt heimili. Úti fyrir risu bárur smáar og flykktust heim í túnfótinn að Lambastöðum. Ég vissi ekki þá hversu lánsamur ég átti eftir að verða að eiga þau að. Hluta af bemsku minni hafði ég bú- ið í Vesturbænum og þekkti vel bak- garða og húsasund. Þar bætti Helga um betur. Hún var gegnheill Vest- urbæingur frá blautu bamsbeini. Hún þekkti þetta miklu betur og hús og mannfólk fengu sína sögu- lega dýpt. Eftir stutta stund var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Vesturbærinn var hennar samfélag og hún lét sig afdrif fólks varða. Það var ríkulega endurgoldið enda var hún vinmörg mjög. Helga var glæsileg kona og allt látbragð hennar var með þeim hætti að hún gat talað um allt við alla og öllum leið vel í návist hennar. Hún var gagnorð og orðheppin og gat verið beitt í orðum. Hún beitti hvorki stóryrðum né illyrðum þótt hún hefði sterka meiningar um það sem henni þótti máli skipta. Kvein- stafi átti hún ekki til og hefði marg- ur bugast á broti af því sem hún axl- aði. Helga tók vel eftir öllu og vissi meira en hún lét uppi. Fátt kom henni í opna skjöldu svo eftir væri tekið. Hússtjóm Helgu var svo kæn að hennar varð sjaldnast vart en þegar henni þótti ástæða til tók hún til sinna ráða. Þá hafði hún síðasta orð og þar við sat. Fjölskylda Helgu og Páls er engin vísitölufjölskylda. Bömin urðu sex og þau elstu vom að fljúga úr hreiðri þegar ég kem til sögunnar. En það var ekki bara bamafjöldinn sem stakk í stúf við meðaltalið því að systkinin hvert um sig vom óþrjót- andi bmnnar af litríkum gemingum. Það fór líka svo að Helga og Páll bundust vinum bama sinna sterkum böndum. Helga og Páll hafa verið einstakir ferðanautar gegnum lífíð. Synir mínir hafa átt ófáar stundir með afa sínum og ömmu jafnvel þótt við í mörg ár höfum búið í öðram lands- fjórðungum og Helga og Páll dvalið langdvölum erlendis. Einstakur var vinskapur Helgu og Vigdísar Jóns- dóttur, Rannveigar Garðars og Þóra Stefánsdóttur. Þær stöllur hafa haldið hópinn frá bemsku en nú heltist ein úr lestinni. Skyndilega verðum við að beygja okkur undir dóm sem enginn getur vikið sér undan. Upp komu tilvik þar sem ei dugðu mannleg ráð og leita þarf á drottins náð. Andlát Helgu hefur Blómabúðin öarSskom v/ 'FossvogsUiuUjwgauð Sími. 554 0500 fyllt hjörtu okkar djúpri sorg en mestur er þó missir Páls tengdafóð- ur míns. Missir Vigdísar Magnús- dóttur er einnig mikill en þær frænkur vora mjög samrýndar. Megi góður guð veita þeim styrk. Vigdís og starfsfólk Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri sýndu Helgu einstaka alúð og umhyggju hennar hinstu stundir og sýndu okk- ur þá nærgætni að sorgin hefur ver- ið bærilegri en ella. Helga átti son- ardóttur, Helgu litlu, sem var sól- skinsbarn og eftirlæti ömmu sinnar. Henni varð ekki langra Hfdaga auðið og var öllum harmdauði. Þær stöllur fá nú loks að hvíla hlið við hlið. Við vitum að góður guð mun taka á móti Helgu opnum örmum og veita henni eilífan frið um leið og við sleppum af henni hendi. Minning hennar mun lifa í brjóstum okkar og veita okkur styrk. Hallgrímur Guðmundsson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar með örfáum orðum. Þegar ég var íyrst kynntur fyrir Helgu á flugvellmum í Edinborg fyrir sex áram varð henni að orði að ég minnti hana á kvikmyndastjömu. Eg var allur að takast á loft þegar hún bætti við brosandi að hún ætti við þennan stóra ófríða í „Schindler’s List“. Helga var mikill mannþekkjari, orðheppin og hnyttin og hafði geislandi persónutöfra sem snertu hug og hjörtu allra þeirra sem hún mætti. Helga myndi kjósa að sín yrði minnst með gleði nú þegar hún hittir aftur nöfnu sína, Helgu litlu, og vini og ættingja sem á undan henni era gengnir. Ég veit að hún vakir yfir velferð okkar allra. Megi góður guð gefa henni eilífan frið. Simon Lyons. Allt í einu er hún Helga frænka mín búin að kveðja. Ef til vill hefur hún verið fegin að vera laus við hrömun og heilsuleysi ellinnar. Mér dettur í hug að Helga hafi orðað það þannig þegar hún lá á spítalanum: „Ef þetta á að fara að verða eitt- hvert vesen, er best að ég kveðji." Og lokað hurðinni á eftir sér, eftir heimsókn sína hér á jörð og þakkað fyrir sig, ef til vill með glettni í aug- unum - og jafnvel hlæjandi - það má Guð vita. En slík var hennar kímni. Vegferð hennar héma á jörðinni var sannarlega ekki ætíð dimmur skógur, en átti sér tíðum björt og fögur ijóður þar sem gott var að setjast og hvíla sig. Hún var mikill félagi sinna nánustu, kona sem kunni að njóta lífsins - og stór sál. Svo lengi sem ég man eftir mér, man ég eftir Helgu frænku minni. Hún miðlaði mér ungri af reynslu sinni. Ráð hennar reyndust góð og stuðningur hennar var mér dýrmæt- ur. Helga Viggósdóttir fæddist í Reykjavík og ólst upp ein með móð- ur sinni og móðursystur, en föður sinn missti hún ung. Kannski hefur þetta verið lykillinn að því sem síðar átti eftir að koma í ljós. Ung giftist hún eftirlifandi manni sínum, Páli Jónassyni kaupsýslumanni, og eign- uðust þau sex börn. Þau áttu bama- láni að fagna. Helga elskaði böm og valdi að hafa þau mörg. Böm vora hennar líf og yndi. Hún var mikil fjölskyldumanneskja sem lagði mikla rækt við fjölskyldu sína. Þeg- ar á reyndi var hún sú sterka. Hún var sívakandi um velferð þeirra sem næst henni stóðu. Helga ræktaði garðinn sinn. Þau stóðu þétt saman, hún og Páll. Einhvem veg- inn hef ég aldrei getað ímyndað mér annað þeirra án hins. Og það var ekki sá hlutur sem Páll vildi ekki gera fyrir hana Helgu sína og hún kunni svo sannarlega að meta örlæti hans. Enda var konan bráðfalleg og vel gefin. Móðir mín sagði mér oft, að Helga hefði verið fallegasta stúlkan í Reykjavík. Einhvem veg- inn finnst mér málshátturinn eiga vel við samband þeirra Helgu og Páls, „Þær rósir ilma best sem blómstra á haustin“. Helga lifði lífinu með tign og hún gaf. Hún var einstök kona að upp- lagi, skilningsgóð, hjálpsöm, laus við dramb og hroka. Viðmót hennar var þægilegt og glaðlegt. Hún var jafn- vægismanneskja, mér fannst hún alltaf vera hún sjálf. Hún gaf af sjálfri sér á báða bóga. Öfundarlaus , umtalsfróm, gladdist yfir velgengni vina sinna, hvatti þá óspart og sagði þeim líka til syndanna ef því var að skipta. Hlý og æðrulaus. Kannski nærðist æðruleysi hennar á þeirri fullvissu að hún hafði átt auðugt líf, sem hafði gefið henni mikið. Ekki svo að skilja að hún hafi alltaf bitið á jaxlinn og leikið hetju. En á erfiðum stundum lyfti hún sér og umhverfi sínu upp með svörtum húmor. Henni var lagið að horfa á björtu hliðamar og njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða í stað þess að sóa tíma og kröftum í að fjargviðrast yfir því sem miður fór. Líklega var það þess vegna sem hún hafði svo mikið að gefa að menn fóra jafnan auðugri frá henni en þeir höfðu þangað komið. Og sorgin, sem engum gleymir, gekk svo sannarlega ekki fram hjá húsi hennar. Um hana talaði Helga lítið. Ekki íyrir löngu sagði hún við mig: „Vissulega hefur gengið á ýmsu í lífinu, en mér finnst ég hafa fengið svo mikið til baka.“ Þá má ekki gleyma því að Helga hafði ríka kímnigáfu og kunni betur skil á fólki en gengur og gerist, og hún kunni ekki síður á fólk. Þegar ekkert sérstakt sem máli skiptir hafði borið á daga okkar, byrjuðu samræður okkar oft á því, þegar það átti við, að Helga spurði: „Hvemig hefur hún tengdamóðir þín það?“ Þegar ég var búin að segja henni allt um heilsufar þeirrar tengdamóður sem við átti í það skipti og Helga bú- in að lýsa því yfir að ég ætti svo æð- islega sæta tengdamóður, þá skorti ekki umræðuefni, við gátum malað tímunum saman, um alla heima og geima. Og alltaf fannst mér jafn gaman að tala við Helgu. Hún gat haft ákveðnar skoðanir sem vora stundum ekki eins og allra hinna. Eitt sumarið sagði Helga mér að hún hefði verið nokkra daga úti á landi. „Ó,“ sagði ég upphafin. „Var ekki yndislegt að fara upp í sveit og njóta náttúrunnar?“ „Nei,“ sagði Helga, „ég veit ekkert leiðinlegra en að vera að flækjast upp í sveit um hásumar." Og síðan hlógum við hjartanlega, þangað til við voram báðar komnar með tár í augun sem gjaman gerðist þegar mikið var hlegið. Nú var Helga mikill fagurkeri og hafði unun af fallegum hlutum, fögr- um listum og ferðalögum utanlands. Oft hafði ég hana granaða um að koma með þessar óvenjulegu yfir- lýsingar sínar bara til að fá mig til að hlæja. Ég viðurkenni, að mér þótti vænna um þessa konu en flesta aðra, virti hana og leit upp til henn- ar. Sorgin er eigingjöm í eðli sínu. Maður vorkennir sjálfum sér að geta ekki lengur hitt góðan vin. En þessi dapurlegi tími minnir á að það er eins gott að vanda sig í lífinu. Ég trúi því að allt eigi sinn tíma í lífinu og allt hafi sinn tilgang. Það kæmi mér ekki á óvart, að vissan um dauð- ann sé krossfestingin fyrir uppris- una. Ég ætla að minnsta kosti að hafa það fyrir satt þangað til annað kemur í Ijós. Þessari góðu frænku minni á ég margt að þakka og á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir svo margt sem hún miðlaði mér af mannskilningi sínum og lífsreynslu. Það hefur verið mér ómetanlegt, þótt ekki væri nema orðskviðurinn góði sem hún kenndi mér svo ungri: „Gull skírist í eldi en guðhræddur maður í nauðum." Síðast en ekki síst, þakka ég henni fyrir gott hjartalag, hreinskiptnina, bjarta brosið, glettnina, stríðnina og vin- átturíka samfylgd. Bara að hún hefði orðið lengri. Páli eiginmanni hennar, bömum og bamaböraum sendum við Herluf okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Ingvarsdóttir. í dag kveð ég hinstu kveðju Helgu Viggósdóttur, föðurömmu dóttur minnar, Guðrúnar Höllu. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það sem hún var dótt- ur minni og allt sem hún gerði fyrir mig. Ég minnist konu sem geislaði af glæsileika, var afskaplega skemmtileg, tók hvorki sjálfa sig né aðra of hátíðlega, var fróð og vel les- in en það sem einkenndi hana hvað mest var gjafmildi hennar. Hún hafði þægilega næivera og heillaði alla sem kynntust henni. Þegar ég lít til baka er mér það mjög minnisstætt hversu einlæg til- hlökkun hennar var þegar ég gekk með Guðrúnu Höllu og var ekkert til sparað til að uppfylla mínar óskir og undirbúa komu bamabamsins í heiminn. Og ekki varð gleði hennar minni þegar lítið stúlkubam fædd- ist. Við mæðgur höfum svo oft feng- ið að njóta rausnar Helgu og Páls, bæði hérlendis sem og erlendis, þar sem þau áttu annað heimili. Ég veit hversu kær dóttir mín var Helgu og þótt oft hafi liðið langur tími milli þess að þær hittust, vegna dvalar okkar erlendis, var hún alltaf ofar- lega í huga ömmu sinnar. Með þessum orðum vil ég þakka Helgu samfylgdina. Minningin um góða konu lifir. Kæri Páll, böm og tengdaböm, megi Guð blessa ykkur og varðveita í sorg ykkar. Kristín. Okkur langar að minnast Helgu Viggósdóttur með örfáum orðum. Þar sem Helga var fór hin full- komna dama; ávallt glæsilega klædd, vel snyrt, hárið nýlagt og umframt allt, langar rauðlakkaðar neglur á fallegum höndum. Þannig kom hún íyrir sjónir, jafnt heima sem erlendis. Við hjónin dvöldum um tíma með Helgu og Páli manni hennar á Flórída síðastliðinn vetur. Gestgjaf- amir fóra á kostum og var ekkert til sparað til að gera okkur dvölina á þeirra fallega heimili á Pompana Beach sem besta. Þar fór í hönd ógleymanlegur tími og náðum við vel saman. Helga var afar orðhepp- in, minnug á menn og málefni og hafði þar að auki mjög skemmtilega frásagnargáfu. Kímnigáfan var vel nýtt þennan tíma og hitti vel í mark hjá okkur hjónum. Glæsilegt heimili Helgu og Páls á íslandi er á Seltjamamesi. Þar svíf- ur yfir listagyðjan og fagur smekkur húsráðenda. Við höfðum ákveðið að endurtaka heimsóknina til þeirra hjóna næsta vetur, en „enginn ræð- ur sínum næturstað". Endurfundir bíða betri tíma. Við söknum þess að hafa ekki átt lengri tíma með Helgu og fá ekki að njóta samvista með henni oftar. Eftir stendur góð og skemmtileg minning um glæsilega konu með glettnislegt augnaráð. Himnaföðurinn hefur vantað konu sem segir sína skoðun umbúðalaust og hefur skopskynið í lagi. Góða ferð inn um Gullna hliðið, Helga mín. Friður Guðs þig blessi. Elsku Páll, hjá þér og bömum ykkai' er sársaukinn mestur. Á slíkri stundu verður manni orðfátt. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við söknuðinn, standa saman í sorginni og hugga hvert annað. Samúðar- og vinakveðja. Hanna Gísladóttir og Baldur Oddsson. Þegar við kveðjum elskulega vin- konu leita á hugann margar dýr- mætar og ógleymanlegar minning- ar, sem til hafa orðið eftir meira en 60 ára kynni og vináttu. Við voram áhyggjulausar telpuhnátur þegar kynnin hófust. Svo tóku unglingsár- in við, þá viðburðarík og skemmtileg námsár í Verslunarskólanum og síð- an húsmæðraskóli í Svíþjóð. Helga starfaði síðan á skrifstofu eftir að námi lauk eða þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Páli Jónassyni. Þau eignuðust sex mannvænleg böm. Saumaklúbburinn okkar var stofnaður á Verslunarskólaárunum og við höfum haldið hópinn síðan. Þótt á stundum væri vík á milli vina og einhverjar okkar hafi verið fjarri góðu gamni um lengri eða skemmri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.