Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ jÚov£uinliIníiií> úrVERINU ► I Verinu í dag er sagt frá mikilli aukningu fisksölu á fiskmarkaðnum í Bremerhaven og líkum á því að afli ut- an landhelgi verði meiri á þessu ári en því næsta. Loks er sagt frá því að fyrirhugað er að nota tölvureikni til úthlutunar á byggðakvótanum. FRÉTTIR Landsvirkjun skrifar rafveitum og stóriðjufyrirtækjum Varað við skerðingu og verðhækkunum LANDSVIRKJUN hefur varað við- skiptavini sína, stóriðjufyrirtæki og rafveitur, við því að þar sem veður- far í sumar hafi ekki verið hagstætt fyrir vatnsbúskap fyrirtækisins séu ekki miklar líkur á að miðlunarlón fyllist í haust. Því gæti komið til verðhækkana í þrepum og skerð- ingar á afhendingu á ótryggu raf- magni og afgangsorku. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ákveðið hafi verið að senda þessa viðvörun til þeirra sex rafveitna og fjögurra stóriðjufyrirtækja sem kaupa rafmagn af Landsvirkjun. Þurfi að koma til skerðingar verða fyrirtækin að fá mánaðarfyrirvara og því segir Þorsteinn að ákveða þurfi um næstu mánaðamót hvort til skerðingar komi frá 1. septem- ber. Um það sé ekkert hægt að segja á þessari stundu. Rétt hafi þótt að upplýsa umrædda viðskipta- vini um ástand mála og var það gert með bréfi síðastliðinn föstudag. Vatnsforðinn í lónum Landsvirkjun- ar er svipaður og á sama tíma í fyrra en Þorsteinn segir stöðuna geta breyst eftir veðurfari næstu vikurnar. Skerðing síðla árs í fyrra Stóriðjufyrirtækin sem fengu bréf Landsvirkjunar eru Aburðar- verksmiðjan, ISAL, Islenska járn- blendifélagið og Norðurál. Á síðasta ári kom til skerðingar seint á árinu og varð að draga úr framleiðslu hjá járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga og álveri ISAL í Straums- vík. Skerðing hafði verið boðuð á tímabilinu 1. september til áramóta en ekki kom til hennar fyrr en í lok nóvember enda hafði vatnsbúskap- ur þá lagast. Mikill hluti orkukaupa Islenska járnblendifélagsins var af- gangsorka en kaup ISAL á af- gangsorku voru um 10%. Nýir samningar við Jámblendifélagið tóku gildi 1. aprfl á þessu ári og þrengja þeir nokkuð möguleika Landsvirkjunar á orkuskerðingu. Áður en kom til skerðingarinnar í fyrra hafði Landsvirkjun ekki skert sölu á afgangsorku síðan á árunum 1979 til 1981. Morgunblaðið/Ásdís Landssíminn leggur ljósleiðara til Eyja HAFNAR eru framkvæmdir við lagningu ljósleiðara milli lands og Eyja. Verkið er unnið á vegum Landssíma Islands hf. og kemur ljósleiðarinn í stað núverandi ör- bylgjusambands milli Cantat III- sæstrengsins, sem kemur á land í Heimaey, og Landssímans á Hvols- velli. Með Ijósleiðara í stað örbylgju- sambandsins verður bæði hægt að auka afköst og öryggi að sögn Olafs Stephensen, forstöðumanns upplýs- inga- og kynningarmála hjá Lands- símanum. Cantat III er aðalteng- ing Islands við umheiminn og segir Verður lagður meðfram vatns- leiðslunni Ólafur að með vaxandi nýtingu á þessum hlut Landssímans í sæ- strengnum sé nauðsynlegt að tryggja betur þessa flutningsleið til og frá landinu. Um strenginn fara almenn mfllflandasímtöl, gagna- flutningar og netsambandið og seg- ir Ólafur ekki síst mikla aukningu í því. Byrjað er að leggja um 20 km jarðstreng milli Hvolsvallar og Landeyjasands og unnið er að rannsóknum á hafsbotni þar sem strengurinn mun liggja milli lands og Vestmannaeyja. Hann á að liggja meðfram vatnsleiðslunni, verður um 12 km langur, en lagn- ing sæstrengsins hefst í næsta mánuði og lýkur einnig þá. Ólafur segir ljósleiðaralagning- una kosta nokkra tugi mflljóna og er þetta stærsta einstaka verkefni Landssímans á þessu sviði í sumar. Önnur ljósleiðaraverkefni í ár eru í Borgarfirði, á nokkrum stöðum á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum svo og í Reykjavík. Víkingsstúlkur ekki með í Evrópukeppninni B1 Þórður Guðjóns- son verður áfram hjá Genk Sophia Hansen hitti dætur sínar öðru sinni í Divrigi í gær Andlitsblæj- urnar hindra framhaldsnám „ÞETTA var yndis- legur dagur,“ sagði Sophia Hansen eftir að hafa eytt fjórum klukkustundum með dætrunum, þeim Rúnu og Dag- björtu, annan dag- inn í röð í tyrkneska fjallaþorpinu Di- vrigi í gær. Stúlk- umar hafa lokið við menntaskóla og sagði Sophia að óvíst væri um fram- haldsnám, þar sem þær neita að taka niður andlits- blæjurnar. „Við áttum góðan dag saman,“ sagði Sophia. „Við fengum að vera í friði allan tímann og ég var mjög fegin því. Við ræddum ýmis mál og létum tflfinningar okkar í ljós og kom þá ýmislegt fram sem ég hef verið að velta vöngum yfir og fékk loks svör við en ég get ekki talað neitt frekar um núna.“ Sophia mun dvelja áfram í þorpinu ásamt tyrkneskum lögfræðingi sínum og sagði hún að þær Rúna og Dagbjört væru mjög ánægðar með að geta rætt tflfinningar sínar en hvorug þeirra hefur tal- að um að vilja koma tfl íslands. Hafa fengið 10 / öllum greinuni Sophia sagðist ætla að hitta þær aftur í dag á sama tíma þegar þær hafa lokið við að kenna yngri bömunum í þorpinu Kóraninn. „Þær sögðust ætla að færa mér eitthvað matarkyns sem þær ætla sjálfar að útbúa handa mér,“ sagði hún. „Þær vfldu ekki segja hvað það væri því það á að koma á óvart. Þær sögðust vera búnar að læra að elda og baka og fullvissuðu mig um að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því. Þær eru búnar með menntaskóla en svo er ekki vitað hvern- ig fer með háskóla- nám því þær vflja ekki taka niður andlitsblæjurnar. Það er í raun lítið um að nemendur fái að halda blæjunum í háskóla. Þær sögðu að mér væri óhætt að trúa því að þeim hefði gengið vel í lokapróf- unum og að þær hefðu ekki fengið eina eða tvær tíur heldur tíu í öllum greinum. Ég veit ekki hvað þær hafa verið að læra en þær tala um almenna menntun og ég vona að það sé rétt.“ Sophia sagði að háskólar neit- uðu að taka við nemendum í síð- um kuflum með andlitsblæjur af ótta við að þar færu dulbúnir hryðjuverkamenn auk þess sem stefna stjórnvalda væri að fá fólk til að hætta að hylja lík- amann með þessum hætti. Yfir 40 stiga hiti er í forsælu í fjallaþorpinu og sagði Sophia að hitinn og taugaspennan síðustu daga hefðu leitt tfl þess að henni var ómótt er líða tók á kvöldið. „En annars fer vel um mig þar sem ég er en ég treysti mér ekki til að hitta neinn í kvöld,“ sagði hún. Sophia Hansen Nokkrir litlir kippir í gær MJÖG dró úr jarðskjálftum við Kleifarvatn í fyrrinótt að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings á Veður- stofu Islands. Upp úr klukkan 7 og til 7.30 í gærmorgun mældust nokkrh' litlir skjálftar með upptök í Holtum, nánar tiltekið um 11 km norður af Hellu eða 2-3 km norður af Marteinstungu. Stærstu skjálftarnir urðu klukkan 7.03, þegar skjálfti upp á 2.1 á Richter mældist, og klukkan 7.18 þegar skjálfti upp á 2.6 á Richter mældist. IGukkan 14 og klukkan 18.03 mældust síðan tveir örlitlir skjálftar. Gráskinna og Blíða KÝRIN Gráskinna bar kálfi síðast- liðinn sunnudag í Húsdýragarðin- um og eignaðist myndarlega kvígu sem er undan Guttormi, stærsta nauti á íslandi. Hefur kvígan hlotið nafnið Blíða. Athygli vekur að kálf- urinn er fyrsta kvígan sem kemur undan Guttormi, en hingað til hef- ur hann einungis getið af sér naut. Af Gráskinnu er það að segja að hún er elsta kýrin í Húsdýragarð- inum, átta vetra gömul. Júgurgerð Gráskinnu vekur ávallt eftirtekt vegna spenastærðar, en ástæðan er sú að nýbomir kálfar hennar fá að ganga undir henni, ásamt kálfum sem hún tekur í fóstur. Gráskinna er ennfremur sárasjaldan mjólkuð. Blíða braggast vel eins og sjá má á myndinni af henni og Gráskinnu sem tekin var í gær. í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4StoUR 4StoNt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.