Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lundapysja sem sleppt
var á haf út sneri aftur
Rataði „heim“
í Kópavog
LUNDAPYSJUR snúa vanalega
ekki aftur í hreiðrin sín eftir að
þær fara þaðan á haustin. Á öllu
eru þó til undantekningar og
henti það íbúa einn í Kópavogi
að lundapysja sneri aftur í „hol-
una“ sína, heim til hans.
Grétar Örn Valdimarsson var
staddur í Vestmannaeyjum og
var um það bil að fara um borð í
Heijólf þegar hann sá nokkrar
lundapysjur þar hjá. Hann tók
eina þeirra með sér til Kópavogs
til að sýna börnunum sínum.
„Ég vissi af lundavarpi í
Akurey og hugðist sleppa henni
í Gróttu eftir nokkra daga. Pysj-
an var þjá okkur í viku, át vel og
æfði sig að fljúga ofan af svölun-
um hjá mér,“ segir Grétar. SI.
sunnudagskvöld fóru Grétar og
fjölskylda hans út að Gróttu og
slepptu pysjunni. Flugæfingarn-
ar höfðu greinilega borgað sig
og pysjan flaug í hvarf. Tveimur
sólarhringum síðar var hún hins
vegar komin aftur á grasblett-
inn fyrir framan heimili Grétars
og fjölskyldu hans.
Ætlar með pysjuna til Eyja
„Ég ætlaði ekki að trúa því að
hún væri komin aftur, en ég
þekki hana á því að hún er með
hálfan ungakraga svo ég er ör-
uggur með að þetta er sama
pysjan,“ segir Grétar. „Við tók-
um hana inn og hún fór rakleiðis
út í gluggakistu þar sem hún
var vön að sofa. Fékk sér
tveggja klukkustunda blund og
var hin rólegasta.“
Grétar hefur ákveðið að fram-
tíð pysjunnar verði ekki í íbúða-
byggðinni í Kópavoginum og
ætlar hann að fara með hana til
Vestmannaeyja á laugardaginn
kemur og sleppa henni þar. „Ég
er nokkuð viss um að hún rati
ekki í Kópavoginn þaðan,“ segir
Grétar.
Þorvaldur Björnsson, ham-
skeri hjá Náttúrufræðistofnun
Islands, merkti pysjuna í gær
svo hægt væri að fylgjast með
ferðum hennar. Þá væri hún
auðkennd ef hún rambaði aftur í
Kópavoginn. Hvorki Þorvaldur
né Ævar Petersen, fuglafræð-
ingur á Náttúrufræðistofnun ís-
lands, hafa vitað til þess að
pysja snúi aftur til heimkynna
sinna. Þeir Iýsa einnig undrun
sinni á því að pysjan skyldi
þekkja götuna og húsið aftur.
Að sögn Ævars eru lundar þó
Morgunblaðið/Porkell
Systkinin Alexandra og Eiður Öm Grétarsböm vom ánægð, en hissa á því að pysjan rataði aftur í Kópavoginn.
Þorvaldur Bjömsson,
hamskeri þjá Náttúm-
fræðistofnun íslands, var
mættur á heimili Grétars
og fjölskyldu í gær til
þess að merkja pysjuna.
mjög ratvísir fuglar þar sem
þeir koma ár eftir ár í sömu
holuna og þekkja hana úr hund-
ruðum þúsunda holna á svæð-
inu. Hins vegar hafi hann aldrei
heyrt af því að pysja snúi aftur
í hreiðrið sitt eftír að hún yfir-
gefi það. Hann sagðist í samtali
við Morgunblaðið enga skýr-
ingu hafa á þessum ferðum
pysjunnar.
íbúum Fáskrúðsfjarðar hefur fækkað um 100 á fjórum árum
Félagslegar íbúðir og í
einkaeigu standa auðar
ÍBÚUM Fáskrúðsfjarðar hefur
fækkað úr rúmlega 700 í um 600 á,
síðustu fjórum árum og nú standa
nokkrar íbúðir þar auðar, bæði í fé-
lagslega kerfínu og í einkaeigu.
Steinþór Pétursson sveitarstjóri
segir að sveitarfélagið eigi við sama
vanda að etja og önnur sveitarfélög
víða á landsbyggðinni varðandi
fólksfækkun en hann bendir á að
húsaleiga sé mun lægri á Fáskrúðs-
firði en á höfuðborgarsvæðinu.
Steinþór segir að meðal afleiðinga
fólksfækkunar á landsbyggðinni sé
að með fækkun íbúa verði erfiðara
að halda uppi sömu þjónustu, kostn-
aðurinn leggist á færri íbúa, en
erfitt sé einnig að draga úr henni.
Hann kveður nokkra hreyfingu hafa
verið á fólki undanfarin ár, íbúðir
hafi verið seldar en einnig standi
nokkrar auðar vegna flutnings fólks,
sem flest fari til höfuðborgarsvæðis-
ins. Sveitarfélagið hefur leyst til sín
íbúðir í félagslega kerfinu og nokkr-
ar þeirra eru auðar. Steinþór segir
að erfitt hafi verið hjá fólki að selja
dýrustu húsin en eldra húsnæði selj-
ist hinsvegar fljótt og vel.
í þéttbýlinu á Fáskrúðsfirði,
Búðahreppi, búa um 600 manns en í
Fáskrúðsfjarðarhreppi, sem nær til
sveitarinnar beggja vegna fjarðar-
ins, búa rúmlega 80 manns.
„Miðað við sögur af höfuðborgar-
svæðinu af hárri húsaleigu, þegar
menn eru að greiða 50-60 þúsund og
þaðan af meira fyrir tveggja til
þriggja herbergja íbúðir, þá get ég
fullyrt að leigan hér er helmingi
lægri og menn geta þannig fengið
launaauka ef svo má að orði kom-
ast,“ segir Steinþór. Hann segir hús
á Fáskrúðsfírði hituð með rafmagni
en ekki þurfi nema mun á leigunni
einn mánuð til að jafna þann mis-
mun. Þá telur hann einnig að munur
á almennu vöruverði á landsbyggð-
inni og höfuðborgarsvæðinu fari
minnkandi. „Hagnaðurinn sem
menn telja sig fá af því að búa á höf-
uðborgarsvæðinu hvað varðar fram-
færslu er löngu fokinn út í veður og
vind ef menn taka mið af því hvað
verið er að greiða í húsaleigu,11 segir
Steinþór.
Möguleiki á störfum
hjá kaupfélaginu
Sveitarstjórinn segir atvinnuá-
stand þokkalegt en brothætt og lítið
megi út af bera. Hann segir að þeir
sem á annað borð séu að huga að
brottflutningi bíði ekki eftir því að
eitthvað gerist varðandi álver og
jarðgöng, nauðsynlegt sé að skapa
ný störf. Það segir hann helst gerast
um leið og fólki fjölgi á þessum stöð-
um, athafnasemi þess geti leitt til
nýrra starfa. ,Ákvörðun um álver á
Austurlandi kemur til með að hafa
áhrif í þá veru að draga úr brott-
flutningi."
Gísli Jónatansson kaupfélags-
stjóri segir völ á nokkrum störfum
hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga
og Loðnuvinnslunni hf. með
haustinu þegar skólafólk hætti í
vinnu. Bæði verði möguleiki á
störfum í hraðfrystihúsinu og við
síldarvinnslu ef hún fer af krafti af
stað í haust. Alls starfa hjá þessum
fyrirtækjum kringum 200 manns á
sjó og landi.
Ýmir rakatæmdur í Hafnarfjarðarhöfn
Morgunblaðið/Amaldur
Mikil vinna er framundan við að þurrka togarann og hreinsa ohuna
sem er um mest allt skipið.
Tjón talið minna
en ottast var
VERIÐ er að þurrka innanstokks-
muni og búnað um borð í frystitog-
aranum Ymi sem sökk í Hafnar-
fjarðarhöfn í liðinni viku. Þórður
Þórðarson, forstöðumaður skipa-
trygginga hjá Tryggingamiðstöð-
inni, en þar er skipið tryggt, kveðst
gera ráð fyrir að tjónmati ljúki á
næstu dögum en frumáætlun geri
ráð fyrir að tjónið sé á milli 40 og 60
milljóna króna. Ýmsir þættir gætu
þó komið í ljós við frekari athugun
sem hefðu áhrif á það mat.
Seinleg viðgerð
eftír sjótjón
„Það eru enn í gangi fram-
kvæmdir við þurrkun og rakatæm-
ingu á því sem varð fyrir sjó-
skemmdum í skipinu og tjónmatið
fer um margt eftir því hvernig því
reiðir af. Það skýrist ekki alveg
strax. Við teljum þó ljóst að tjónið
hafi orðið minna en það gat orðið,“
segir Þórður. Notast er við stór-
virka þurrkara sem tæma andrúms-
loftið af raka.
Skipið liggur enn í Hafnarfjarð-
arhöfn, og mun gera á meðan raka-
tæming og hreinsun fer fram, en
síðan er búist við að viðgerð hefjist.
Þórður segir ekki endanlega ljóst
hversu lengi skipið verður frá veið-
um en reikna megi með að minnsta
kosti þriggja mánaða hléi. „Það er
mjög seinlegt að gera við eftir sjó-
tjón af þessu tagi. Þeir sem annast
viðgerð á skipinu geta ekki tekið
neina áhættu í þessu sambandi og
munu að sjálfsögðu tryggja að kom-
ist hafi verið fyrir bilanir og annað
slíkt. Menn skilja ekki eftir nein
vafaatriði og fara frekar í flein
skipti en færri,“ segir Þórður.
Hann segir að enn standi yfir
rannsókn á nákvæmum skýringum
þess að Ýmir lagðist á hliðina í
Hafnarfjarðarhöfn og sjór streymdi
um borð, með þeim afleiðingum að
hann sökk.