Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 9

Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 9 FRÉTTIR Uppgreftri sumarsins í Reykholti lokið Haganlega gerðar steintröpp- ur finnast Reykholti. Morgunblaðið. Á SÍÐUSTU vinnudögum forn- leifafræðinganna við uppgröftinn í Reykholti komu í ljós steinhlað- in þrep, sem liggja nyrst við enda Snorraganga þar sem þau tengj- ast bæjarhúsunum. Eitt af mark- miðum uppgraftarins í sumar var að skoða tengingu ganganna við bæjarhúsin og komu m.a. þessar haganlega gerðu steintröppur í ljós, þrjár að tölu. Guðrún Sveinbjarnardóttir, verkefnisstjóri uppgraftarins, segir að erfitt sé að tímasetja þessi mannvirki og verði að bíða úrvinnslu úr sýnatökum til að fá skýrari mynd. Húsið sem þrepin ganga upp undir eru hluti tveggja lítilla samliggjandi húsa- rústa, sem virðast vera fyrir ofan göngin. Ofan á þessari rúst lá m.a. gangabær frá 17. og 18. öld, (sem grafínn hefur verið burtu á þessu svæði). Eins og greint hefur verið frá í fréttum komu í ljós fyrir nokkrum vikum allsérstæðar hleðslur nyrst í uppgraftarsvæð- inu, sem vakið hafa upp spurn- ingar um virki það sem getið er um í Sturlungu og á að hafa ver- ið umhverfís bæ Snorra Sturlu- sonar. Mikill áhugi ferðamanna Fornleifauppgrefti Þjóðminja- safns er nú lokið þetta sumarið og komu miklar og spennandi minjar í ljós undir lokin. Guðrún segir uppgröftinn í Reykholti vera verkefni sem áætlað er að standa muni yfir í nokkur sumur. tírvinnsla fer svo fram hinn hluta ársins. Mikil umferð ferða- manna er um svæðið og hafa fornleifafræðingarnir einnig þurft að sinna upplýsingaþættin- um að einhveiju leyti. Átta manns hafa starfað við fornleifagröftinn í sumar og nú fékkst ráðinn sérstakur starfs- maður til að sinna kynningu fyrir ferðamenn á meðan á uppgreft- inum stóð. Sett hafa verið upp upplýsingaskilti við uppgraftar- svæðið sem gefa mynd af þeirri vinnu sem þar fer fram. Antifehúsgögn Gili, Kjalarnesi, s. 566 8963 Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opiö lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri,- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eöa eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. Stórútsala 20-40% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar til 1. september. Hverfisgata 37, sími 552 0190. Opið kl. 11-18, lau. kl. 11-14. Haustfatnaðiir Buxur — peysur — skyrtujakkar — yfirhafnir hi&QýGafiihiUi ^ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Grípið tækifærið Tilboðsdagar í Casa til 20. ágúst Mörkinni 3 Sími 588 0640 casa@islandia.is tettHmliíiBMins Okkar árlega ágústútsala hefst í dag PARÍSARbúðin Austurstræti 3, sími 551 4566.' í hjarta ¥ borgarinnar GLÖS, HNÍFAPÖR, DISKAR, ÓDÝR MATAR- OG KAFFISTELL, MOKKABOLLAR, KAFFIKÖNNUR, STÁLBAKKAR, KERTASTJAKAR, LOFTLJÓS, VEGGLJÓS, STÓLAR, SÓFABORÐ, STYTTUR, VEGGKLUKKUR, BLÓMAVASAR, STÁLPOTTAR/PÖN N U R, OSTABAKKAR, VÍNFLÖSKUSTANDAR, BLAÐAGRINDUR, SPEGLAR, VEGGTEPPI, RÚMTEPPI, TEKÖNNUR, GESTABÆKUR, ELDFÖST FORM, KOKTEILH RISTARAR OG MARGT FLEIRA GJAFIR & HUSGOGN Suðurlandsbraut 54, Rvík, sími 568 9511 (við hliðina á McDonalds)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.