Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Verðlaun veitt fyrir
lóðir og endurbygg-
ingu gamals húss
Morgunblaðið/Golli
Eigendum Miðstrætis 10 var veitt viðurkenning fyrir endumýjun hússins.
• •
Ollum þykir
vænt um húsið
Reykjavík
Á AFMÆLISDEGI Reykja-
víkurborgar í gær voru hús-
eigendum veittar viðurkenn-
ingar vegna fegurstu lóða
fjölbýlishúsa og fyrirtækja
og vegna endurbóta á eldra
húsi í Reykjavík árið 1999.
Eigendur hússins að Mið-
stræti 10 hlutu viðurkenningu
nefndar, sem skipuð var af
skipulags- og umferðamefnd
Reykjavíkur. í rökstuðningi
nefndarinnar segir að við
Miðstræti hafí nokkrir af um-
svifamestu iðnaðarmönnum
bæjarins reist sér hús
skömmu eftir síðustu alda-
mót. Einar J. Pálsson smiður
reisti húsið númer 10. „Hús
þessi vitna um seinasta skeið-
ið í þróun íslenskra íbúðar-
húsa úr timbri. Á það jafnt við
um stærð þeirra, frágang og
stfl. í tillögum Húsvemdar-
nefndar Reykjavíkur er
mælst til þess að timburhúsin
við Miðstræti verði friðuð,“
segir í rökstuðningi fyrir við-
urkenningunni. Þar segir að
litlar sem engar breytingar
hafi verið gerðar á Miðstræti
10 og sé það eitt af glæsilegri
timburhúsunum í Reykjavik
frá þessum tíma. ,Á því er
mikið skraut og utskurður og
ber það íslenskum aldamóta-
smiðum mjög gott vitni. Mikil
endumýjun hefur átt sér stað
á húsinu. Öll er endurgerðin
útfærð á faglegan máta og
greinilegt að vinna hefur ver-
ið lögð í að gera hana sem
réttasta, miðað við aldur og
gerð hússins. Er vonandi að
ARI Tómasson og Sigríður
Stephensen mættu í Höfða
til að taka á móti viður-
kenningu fyrir endurbæt-
ur á húsinu við Miðstræti
10, þar sem þau búa. Ari
hefur búið allan sinn aldur
í húsinu en foreldrar hans
fluttu þangið árið 1979.
Sigríður býr á efstu hæð
og segir að foreldrar Ara,
þau Tómas Jónsson og
Þórunn Sveinsdóttir, eigi
mikinn heiður af endur-
bótum hússins. Að
ógleymdum þeim Gunn-
laugi Hjartarsyni og
Ragnheiði Guðmundsdótt-
ur sem búið hafa í húsinu í
30 ár. Alls eru fimm íbúðir
í húsinu. Þau Ari og Sig-
ríður eru bæði sammála
um að yndislegt sé að búa
í húsinu. Það hefur verið
unnið hægt og bftandi við
endurbætur í gegnum árin
og í fyrra var síðan allt
húsið málað. Þá segir Sig-
ríður að húsið hafí breyst
úr bárujárnsklæddu timb-
urhúsi í glæsilega bygg-
ingu sem tekið sé eftir.
Hún segir að íbúum húss-
ins þyki vænt um húsið,
sem sé bæði fallegt og hlý-
legt, og að ekkert sé nota-
legra en að hlusta á brak í
stigum og viðjum hússins.
þessi tilnefning verði öðrum
eigendum húsa í nágrenninu,
sem er ein heillegasta byggð
eldri timburhúsa í Reykjavík,
til eftirbreytni og fyrirmynd-
ar um það hvemig sé rétt að
standa að endurgerð gamalla
timburhúsa, segir í rökstuðn-
ingnum.
Þrjú fjölbýlishús
verðlaunuð
Einnig voru veittar viður-
kenningar vegna lóða þriggja
fjölbýlishúsa. Þau eru Boga-
hlíð 2-6, írabakki 18-34 og
Næfurás 13-17. Um Boga-
hlíðina segir að lóðin kring-
um húsið beri vitni um næmt
auga fyrir umhverfinu, gott
viðhald og hugmyndaríka út-
færslu. Eigi það jafnt við um
bflastæði, gangstéttir, gróð-
ursvæði, stoðveggi og stein-
hleðslur. „Samspfl húss og
garðs sem hefld eru hugvit-
samlega útfærð og tfl fyrir-
myndar,“ segir í rökstuðningi
nefndarinnar.
Um Irabakka 18-34 segir
að lóðin sé gott dæmi um
hvemig hægt er að endur-
nýja inngarða fjölbýlishúsa
sem oft em úr sér gengnir og
þarfnast endurbóta. ,Á lóð-
inni við húsið er mikill og
fjölbreyttur eldri gróður sem
myndar umgjörð um leik-
svæði fyrir böm og gangstétt
sem hefur verið endumýjuð
að hluta. Aðstaða fyrir böm á
lóðinni er til eftirbreytni,“
segir í rökstuðningnum.
Hvað varðar Næfurás
13-17 segir að lóðin framan
við húsið sé ólík lóðum flestra
fjölbýlishúsa. „Hún ber vott
um natni og hirðusemi þar
sem finna má mjög fjöl-
breyttan gróður í steinbeðum
og er viðhald þeirra til fyrir-
myndar. Lóðin er gott dæmi
um hvemig útfæra má fram-
garða fjölbýlishúsa á eftir-
tektarverðan og skemmtileg-
an máta,“ segir nefndin, sem
valdi þá sem hlutu viður-
kenningu.
Einnig vora veitt verðlaun
vegna lóða tveggja fyrir-
tækja. Annars vegar lóðar
Hampiðjunnar, Bfldshöfða 9,
og hins vegar vegna verslun-
ar- og skrifstofuhússins við
Laugaveg 163.
Að þessu sinni var ákveðið
að veita ekki viðurkenningar
fyrir einstaka garða sérbýla
og fegursta gata borgarinnar
var ekki valin. Að sögn Helga
Péturssonar er ástæðan sú
að margar götur komi ekki til
álita sökum stærðar og fjölda
íbúa sem geri erfitt fyrir um
samstöðu. Þar ráði fólk oft
litlu um heildarsvip götunn-
ar. Minni götur fái oftar
þessar viðurkenningar þar
sem auðveldara er fyrir íbú-
ana að ná saman. Helgi segir
að markmiðið með þessum
viðurkenningum sé að hvetja
eigendur húsa og lóða til eft-
irbreytni og að mest þörf sé á
að fegra í kringum fyrirtæki
og fjölbýlishús í borginni. Því
var ákveðið að veita aðeins
viðurkenningar fyrir um-
hverfi fjölbýlishúsa og fyrir-
tækja.
Lóðin við Bogahlíð 2-6 hlaut viðurkenningu þar sem hún
beri vitni um næmt auga fyrir umhverfínu, gott viðhald
og hugmyndaríka útfærslu.
Lóðin við Næfurás 13-17 þykir bera
vott um natni og hirðusemi.
Lóðin við írabakka 18-34 þykir dæmi um hvernig hægt
sé að endurnýja inngarða eldri fjölbýlishúsa.
Ekkert svar við
tveggja ára erindi
Kópavogur
BOLLI Valgarðsson, íbúi við
Kjarrhólma, segir bæjarstjórann í
Kópavogi reyna að snúa út úr mál-
flutningi íbúa vegna umferðarör-
yggis í götunni. Hann segist ekki
enn hafa fengið svör við bréfum,
sem hann skrifaði bæjarstjóm
Kópavogs fyrir tveimur ámm
vegna umferðarmála við Kjarr-
hólma og heldur ekki við persónu-
legu bréfi sem hann sendi Gunnari
I. Birgissyni, forseta bæjarstjórn-
ar, vegna málsins í vor. „Það hafa
aldrei nein svör komið frá bæjar-
stjórninni um hvort það væri áhugi
á eða ætlan um að gera eitthvað í
málinu,“ segir Bolli.
í Morgunblaðinu í fyrradag
lýsti Rakel Ragnarsdóttir, sem
skrifaði bæjarstjórn bréf fyrir
hönd stjórnar húsfélagsins við
Kjarrhólma í vor, áhyggjum sín-
um vegna ástands umferðarmála
við Kjarrhólma og kvað bæjar-
stjómina ekki hafa svarað erindi
sínu, sem skrifað var í nafni húsfé-
lagsins. í blaðinu í gær sagði Sig-
urður Geirdal bæjarstjóri að sér
kæmi á óvart að íbúar segðust
engin svör hafa fengið; hann vissi
ekki betur en þeir hefðu fylgst
með gangi málsins og verið í sam-
ráði við tæknideild bæjarins.
Bréf fyrir tveimur árum
Bolli Valgarðsson, fyrrverandi
stjórnarmaður í húsfélaginu
Kjarrhólma 2-38, sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann hefði
skrifað bréf til bæjarstjórnar
vegna umferðarmálanna fyrir
tveimur árum. „Valþór Hlöðvers-
son bæjarfulltrúi fékk það bréf í
hendur og minnihlutinn lagði það
fram og málinu var vísað til skipu-
lagsnefndar. Síðan hefur ekkert
gerst og aldrei komið nein svör frá
bæjarstjórninni," segir Bolli. „Að-
almálið er að hluti af blokkinni
Kjarrhólma 2-38, þ.e. frá 20-38,
er með næg bflastæði en hjá efri
hlutanum, frá nr. 2-20, er mun
þrengra og nálægð bíla gríðarlega
mikil fyrir umferð. Maður er mjög
stressaður að keyra þarna niður
vegna barnanna. Maður sér þau
ekki. Um leið og komið er að bíl
sem lagður er í bílastæði stendur
barnið við akandi bíla. Þess vegna
báðum við um að efri hluti aðkom-
unnar yrði breikkaður til sam-
ræmis við það sem gerist neðar í
Kjarrhólmanum. Þetta var fyrir
tveimur árum og ég lét fylgja upp-
drátt með hugmyndunum og ég
endurtók það sama í bréfi til for-
seta bæjarstjórnar, Gunnars I.
Birgissonar, í maí sl. Það hafa
engin svör borist. Hússtjórnin
sem lét af störfum í vor fékk
aldrei nein viðbrögð frá bæjaryfir-
völdum.“
Bolli sagði að nýlegar skipulags-
breytingar vegna leikskóla við
Álfatún væra að sínu mati klúðurs-
legar hvað varðar aðkomu að leik-
skólanum inni í íbúðarhverfi og
eyðilegðu um leið möguleika á að
breikka og bæta aðkomu inn í
Kjarrhólma. Ætlunin væri að færa
bflastæði á krossgötur þar sem
skapist örtröð, sem sé slæmt fyrir
þá sem koma upp brekkuna úr
Kjarrhólma.
Útúrsnúningur
Þá sagðist Bolli átelja að Sigurð-
ur Geirdal bæjarstjóri legðist í út-
úrsnúning á málflutningi íbúa við
Kjarrhólma þegar hann segði að
þeir legðu sjálfir við húsin og væru
á hraða í götunni. Bærinn ráði ekki
hvar íbúar leggi þótt hann geti
rýmkað um stæðin. „Hvar á maður
að leggja annars staðar en í merkt
bflastæði heima hjá sér? Þetta er
hreinn útúrsnúningur," sagði Bolli.