Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 34

Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hlaut styrk til framhaldsnáms í píanóleik Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Ásta Hafstein, formaður sjóðsstjórnar, afhendir Ástríði Öldu Sigurðardóttur styrkinn. FYRSTI styrkurinn til ungs og efnilegs píanóleikara úr „Minning- arsjóði um Birgi Einarson apótek- ara“ var veittur síðastliðinn mánu- dag. 19 ára píanóleikari, Ástríður Alda Sigurðardóttir, hlaut styrkinn, 500.000 krónur, til framhaldsnáms erlendis. Styrkinn afhenti Ingibjörg Ásta Hafstein, píanókennari, dóttir Birgis, en hún er formaður sjóðs- stjómar. Minningarsjóður um Birgi Einar- son var stofnaður hinn 8. maí 1995, en hann lézt 30. nóvember 1994. Stofnandi var eiginkona hans, Anna Egilsdóttir Einarson, en hún lézt 21. maí 1995. Samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins er tilgangur hans að styrkja píanóleikara til framhalds- náms. Tilnefndi frú Anna fyrstu stjórnarmenn, aðalmenn og vara- menn. Formaður sjóðsstjómar skal vera afkomandi Birgis, og einn varamanna, en aðrir í stjóm em úr hópi píanóleikara og kennara í pí- anóleik. Nú skipa stjórn og vara- stjóm, auk Ingibjargar Ástu, píanó- leikararnir Halldór Haraldsson, Gísli Magnússon, Anna Þorgríms- dóttir og Snorri Sigfús Birgisson, svo og Magnús B. Einarson læknir, sonur Birgis. Stofnfé sjóðsins var 3.000.000 króna og skulu styrkir veittir eigi sjaldnar en þriðja hvert ár, þó án þess að raungildi sjóðsins skerðist. Allmargir efnilegir nemendur sóttu um styrk úr sjóðnum nú, er veitt var úr honum fyrsta sinni. Sjóðsstjómin var einróma í vali sínu á Ástríði Öldu. Hún er dóttir hjón- anna Guðrúnar Guðmundsdóttur pí- anókennara og Sigurðar Tryggva Sigurðssonar endurskoðanda. Hún hóf fyrst nám í píanóleik hjá móður sinni 5 ára gömul, en fór 8 ára í Tónskóla Sigursveins og lærði hjá Guðríði S. Sigurðardóttur. Síðar er fjölskyldan fluttist til Hafnarfjarðar nam hún píanóleik hjá Magneu G. Ólafsdóttur, en frá 13 ára aldri hef- ur hún stundað nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og verið þar undir leiðsögn Önnu Þorgrímsdótt- ur. Ástríður Alda varð stúdent frá Flensborg í Hafnarfirði síðastliðið vor og lauk þá jafnframt einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reylqavík. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir áramót hygð- ist hún halda til Bandaríkjanna, þar sem hún mun stunda framhaldsnám í píanóleik undir leiðsögn Ungverj- ans Georgy Sebök, sem sótt hefur Island heim þrisvar sinnum. Við af- hendingu styrksins lék Ástríður Alda tvö verk, ballöðu eftir Chopin og etýðu eftir Henzel. Islensk myndlist fyrir allra augnm Ein umtalaðasta leiksýning ársins i Noregi er ný leikgerð á Sulti Knuts Hamsuns. Aldarafmæli Norska þj óðleikhússins MYJVDLIST Listasafn íslands SUMARSÝNING Opið alla daga nema mánudaga frá 11 til 17. Aðgangseyrir 300 kr. Til 9. september. Á MEÐAN landinn er einhvers staðar að spóka sig og hefur hug- ann við annað en myndlist, þá laða söfnin til sín forvitna ferðamenn með sumarsýningum. Maður verð- ur sjaldnast uppveðraður út af sumarsýningu, og það er sömuleiðis erfitt fyrir söfn að setja upp sumar- sýningar þannig að vönum sýning- argestum líki. Yfirleitt er ekki hægt að búast við óvæntum tíðindum á sumarsýningum Listasafnsins, því þeim er ætlað að gefa nokkuð al- menna yfirsýn yfir íslenska mynd- list, með úrvali af því helsta sem hefur staðið upp úr. Safnafólki er vandi á höndum, vegna þess að óvenjuleg sumarsýning yrði gagn- rýnd fyrir að gefa ferðamönnum villandi mynd af íslenskri myndlist, aftur á móti yrði „venjuleg" sumar- sýning gagnrýnd fyrir að sýna ekk- ert nýtt. Þannig að maður er varla í spreng af eftirvæntingu þegar sum- arsýning Listasafnsins er í vænd- um. Sýningin er einföld að skipulagi og aðgengileg. Farið er í gegnum myndlist aldarinnar nokkurn veg- inn í tímaröð og tímabilum skipt snyrtilega í femt. í litla salnum við afgreiðsluna er sýning á verkum brautryðjendanna, Þorláks B. Þor- lákssonar og Ásgríms Jónssonar. Stóri salurinn ber yfirskriftina „Upphaf nýs módernisma“, og þar er að finna verk eftir Kjarval, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving og fleiri. Á efri hæðinni er í öðrum salnum abstraktlistin, með úrvali verka ellefu listamanna, þ.á m. Þor- valdar Skúlasonar, Svavars Guðna- sonar, Nínu Tryggvadóttur og Gerðar Helgadóttur. Í hinum saln- um er svo sjöundi og áttundi ára- tugurinn, þar sem SUM-listamenn eru áberandi, einkum og sér í lagi Hreinn Friðfinnsson. Svo má minn- ast á, að í fyrirlestrasalnum í kjall- ara eru nokkur sýnishom af ís- lenskri grafík síðustu áratuga, eftir Dröfn Friðfinnsdóttur, Magdalenu Margréti Kjartansdóttur, Ragn- heiði Jónsdóttur og Valgerði Hauksdóttur. í anddyri og holi em myndir eftir Helga Þorgils Frið- jónsson, Georg Guðna og Brynhildi Þorgeirsdóttur, sem em kynntar sem „sýnishorn“ eftir „fulltrúa" ní- unda og tíunda áratugarins. Vel er frá sýningunni gengið og vandað til uppsetningar. Heildar- bragur sýningarinnar gefur til kynna, að hér sé á ferðinni fag- mannleg og skipulögð safnasýning, með frekar alvarlegu yfírbragði, eins og sæmir virðulegu safni. Ég hef þó eina athugasemd varðandi frágang á verkum Þorláks og Ás- gríms. Myndimar em hengdar á dumbrauðan bakgrann og salurinn myrkvaður, fyrir utan kastljós sem beint er að málverkunum, eins og um væri að ræða fágæt djásn sem þola ekki dagsbirtu. En lýsingin er mjög ójöfn, þ.e. myndflöturinn er misjafnlega upplýstur og ljóskeilan nær oft ekki út fyrir rammann á hornunum. Alltaf má deila um val á lista- mönnum og hvaða verk eigi að sýna, en sú umræða er botnlaus og lítt áhugaverð. Kannski er eina leiðin að nálgast sumarsýningu sem þessa, að reyna að skoða hana með augum ferðalangsins, sem er að sjá íslenska myndlist í fyrsta sinn, án þess að gera sér nokkra grein fyrir við hverju er að búast. Enda má gera ráð fyrir því að verið sé að höfða til ferðamanna. Búast má við að ferðamenn, sem áhugasamir em um myndlist, og era vanir listasöfn- um, komi með fyrirfram mótaða hugmynd um myndlist og við hverju sé að búast. Á ensku heitir Listasafn íslands „National Gallery of Iceland“ og þegar menn sjá þann titil búast gmnlausir útlendingar við að sjá ekki aðeins myndlist þessarar ald- ar, heldur ekki síður myndlist fyrri alda. Sú skoðun er aftur á móti ráð- andi meðal þorra íslendinga að myndlistarsagan hafi byrjað með nútímamyndlist. En ég velti íyrir mér hvernig þetta kemur erlendum gesti fyrir sjónir; er nokkuð óeðli- legt þótt hann spyrji sig: Hvar er myndlist fyrri alda? Þetta segir okkur að Listasafnið er í klemmu mitt á milli Þjóðminjasafnsins og annarra safna, t.d. Listasafns Reykjavíkur. Þjóðlistasafn íslend- inga er hvorki þjóðminjasafn né samtímalistasafn, heldur eitthvað þama inn á milli. Það sem verra er, er að ég er hræddur um að þetta liti sýn okkar á íslenska myndlist og skipti henni í þrennt: fornminj- ar, hina einu-sönnu-íslensku-mynd- list og svo „nýlistir" ýmiss konar, sem dreifðar em um borg og bý. Fastlega má gera ráð fyrir því, að ferðalangurinn leiti að því sem gerir íslenska myndlist frábmgðna, og að hann hafi áhuga á að sjá eitt- hvað nýtt og óvænt. íslendingar gera sér þá hugmynd um ferða- menn, að þeir séu hingað komnir fyrst og fremst vegna náttúmnnar og svo heppilega vill til að töfrafor- múlan í íslenskri myndlist hefur lengstum verið náttúmsérkenni og fögur fjallasýn; við eigum svo ein- stakt land, að við hljótum einnig að eiga einstaka myndlist. En ég er hræddur um að íslendingar geri sér yfirdrifnar hugmyndir um hversu einstök íslensk myndlist sé, eins og það hljóti að vera öllum jarðarbúum fullkomlega augljóst. Hins vegar em íslendingar sömuleiðis blindir á hversu einsleit íslensk myndlist hefur lengstum verið og hvað það er margt í hrær- ingum nútímamyndlistar sem fór framhjá íslenskum myndlistar- mönnum framan af öldinni: kúbismi, súrrealismi, konstrúktí- vismi, svo að fáeinar fánýtar, er- lendar tískustefnur séu nefndar. Ég gæti vel trúað að þetta vekti at- hygli ferðamanna sem fróðir em um listasögu aldarinnar. Ferðalangur furðar sig kannski á því hvers vegna íslensk myndlistar- saga hafi skyndilega fjarað út um miðbik áttunda áratugarins, enda em aðeins þrír listamenn sem eiga verk frá þessu tímabili. Það er eins og gert sé ráð fyrir að ferðamenn hafi mjög takmarkaðan áhuga á því sem er að gerast í íslenskri sam- tímalist. Sýnishorn af list þeirra þriggja listamanna, sem eiga að vera fulltrúar níunda og tíunda ára- tugarins, er helsti veikleiki sýning- arinnar. Myndlist þeirra birtist sem eftirþanki og viðhengi við aðalsýn- inguna. Líklega hefði verið betra að sleppa áttunda og níunda áratugn- um alveg, með því hefði verið gefið skýrt til kynna að sýningin næði ekki yfir myndlist þess tímabils og sýningargestir þyrftu að fara annað til að kynnast henni. En hvað veit ég svo sem um er- lenda ferðamenn, hvað þeir em að hugsa og hverju þeir hafa áhuga á? Þess vegna legg ég til, að fenginn verði erlendur sýningarstjóri til að stjóma næstu sumarsýningu Lista- safns íslands, og að hann fái full- komlega frjálsar hendur með að velja og kynna íslenska myndlist, eins og hún birtist honum. Það gæti orðið spennandi sýning, ekki aðeins fyrir ferðamenn, heldur líka fyrir okkur hin, sem þykjumst allt hafa séð í íslenskri myndlist. Gunnar J. Árnason Norska þjóðleikhúsið í Osló fagn- ar 100 ára afmæli sínu á þessu hausti. Leikárið sem fer í hönd er helgað afmælinu á ýmsa lund og hver frumsýningin rekur aðra, ný leikrit, leikgerðir og sígild verk verða á efnisskránni og yfir vötnum svífur andi norskrar leikritunar. Meðal þess sem verður á döfinni í september er umtöluð sýning á leik- gerð eftir Sulti Knuts Hamsuns. Þessi sýning var framsýnd í febrúar sl. og þykir marka tímamót í norskri leiklist. Gagnrýnendur og áhorfendur vom á einu máli, um- sagnir vom á einn veg og aðsókn var gríðarleg. Leikstjóri þessarar sýningar og höfundur leikgerðarinnar er Yngve Sundvor, einn af fulltrúum yngri kynslóðarinnar í norsku leikhúsi. Sýningunni hefur verið lýst sem „sjálfstæðri, fyndinni, harmþmng- inni og grípandi“. Önnur sýning sem einnig vakti athygli í vor var leikgerð eftir Skammen, sögu Bergljot Hobæk Haff. Leikstjóri og höfundur leik- gerðarinnar er annar ungur leik- stjóri, Morten Borgersen. Þessi sýning naut mikillar aðsóknar í fýrravetur og leikkonan Anne Krigsvoll þótti vinna stóran sigur með túlkun sinni á aðalpersónunni Iðunni. Lítil hefð er fyrir því í norsku leikhúsi að vinna leiksýn- ingar upp úr skáldsögum og er haft eftir Morten Borgersen að það sé mikilvægur hluti af leiklist þjóðar- innar að sviðsetja skáldsögurnar. Þriðja leikgerðin sem birtist í Norska þjóðleikhúsinu á afmælisár- inu verður Dásamlegur staður (Et dejlig sted) eftir smásögum Kjell Askildsen í leikstjóm og leikgerð Ole Anders Tandberg. Æðikollur (1726) Ludvigs Hol- bergs verður fyrsta fmmsýning af- mælisleikársins í byrjun september og vilja Norðmenn þannig minna á norskan uppruna Holbergs, þótt Danir hafi löngum eignað sér hann beint og óbeint. Morten Jostad hef- ur fært textann til nútímamáls og Kim Bjarke leikstýrir. Af nýjum leikritum ber líklega hæst Draum om hausten, nýtt verk eftir Jon Fosse, þekktasta leikritaskáld Norðmanna á undanfömum árum þótt enn hafi ekki neitt verka hans birst á fjölum íslenskra leikhúsa. Leikstjórinn Kai Johnsen, sem hef- ur unnið með Fosse að fmmsýning- um flestra verka hans á undanförn- um ámm, segir að megineinkenni Fosse sem leikskálds sé hæfileiki hans til að skapa listrænt form úr talmáli. „List hans er fólgin í að finna skurðpunkt ofurhversdags- legs talmáls og ljóðræns upphafins texta.“ Ekki verður svo fagnað afmæli í norsku leikhúsi að Henrik Ibsen sé þar ekki einhvers staðar nærri. Brúðuheimilið verður fmmsýnt 14. október í leikstjóm Kjetil Bang- Hansen. Anneke von der Lippe og Henrik Mestad leika hjónin Nóm og Þorvald Helmer. Loks má geta þess að í tilefni afmælisins kemur í haust út vegleg bók (600 bls.) um sögu Norska þjóðleikhússins í máli og myndum. Höfundur bókarinnar er sagnfræðingurinn og rithöfund- urinn Nils Johan Ringdal og Gyld- endal gefur út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.