Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 35
Ljóða-
nótt á
>
Alands-
eyjum
Vindurinn og hafið tóku til sín eina og eina setningu þegar þau Anna
Björnsdóttir og Karl-Erik Bergman lásu ljóð sín.
SKÁLDKONAN Anna Björnsdóttir
tók nú í sumar þátt í ljóðahátíðinni
„Geta Poesi och Visa“ á Álandseyj-
um. Á hátíðinni, sem er árlegur við-
burður, las hún upp ljóð að nóttu til
ásamt Álandseyja-skáldinu Karl-
Erik Bergman. Ein bóka hans, Ljóð
á landi og sjó, hefur verið þýdd á ís-
lensku.
Hvernig hátíð er Geta Poesi och
Visa?
„Hátíðin hefur verið haldin und-
anfarin 15 ár. Þar er reynt að
tengja saman ljóð og tónlist með því
að kalla til vísnasöngvara, klassíska
listamenn og trúbadora sem syngja
ljóð. Þetta er fullskipuð tveggja
daga dagskrá, en hátíðin er alltaf
haldin fyrstu helgina eftir Jóns-
messu.
Hugmyndin að hátíðinni er falleg
og það er með hana eins og sumar
bækur, að margir hefðu viljað skrifa
þær. Eg sé mig því fara aftur og
aftur til Álandseyja og ætla þá að
miða komur mínar við ljóðahátíðina.
Ég varð ástfangin af þessum eyjum
og vil vera hinn eilífi sumargestur."
Hvernig kom þátttaka þín í ljóða-
hátíðinni til?
„Ég var á námskeiði á Biskops
Arnö, fyiir utan Stokkhólm, í fyrra
- en Biskops Arnö er hálfgerður
stefnumótastaður rithöfunda á
Norðurlöndunum - og þar hitti ég
Karl-Erik Bergman, ljóðskáld frá
Álandseyjum og það var í gegnum
hann sem mér bauðst að taka þátt í
hátíðinni. Það er vísnasöngvarinn
Kim Hanson og Marianne Hágg-
blom kona hans sem sjá um hátíðina
og ég var eina gestaskáldið því
Karl-Erik kemur alltaf fram. Hann
er helsta skáld Álandseyja og er
kallaður „fískarpoeten" því hann er
sjómaður og hefur verið trillukarl í
50 ár.“
Hvernig var að lesa ljóð við hafið
um miðja nótt?
„Þetta var mjög skemmtileg upp-
lifun. Það var klifrað í klettum og
farið langan veg því hver hátíð er
haldin á nýjum stað. Það er því
alltaf ákveðinn óvissuþáttur í þessu
og svo er spennan líka að sjá hverjir
vilja koma. Kannski var dásamleg-
asta upplifunin fyrir mig að standa
og bíða á klöppunum og sjá fólkið
koma. Það voru sextíu manns sem
komu og fylgdust með í þessu litla
landi.
Þegar við lásum svo ljóðin tóku
vindurinn og hafíð til sín eina og
eina setningu, en það gerði ekkert
til og þetta er upplifun sem fylgir
mér. Þegar við vorum búin að lesa
fékk fólk síðan tækifæri til að lesa
sín uppáhaldsljóð. Einn las meðal
annars skemmtilegt ljóð eftir Claes
Anderssson og þar fann ég nýtt
ljóðskáld sem ég hef gaman af.
Þannig að maður var líka í því að
njóta.“
Réðist ljóðavalið af einhverju
ákveðnu þema?
„Ég flutti ljóð bæði á íslensku og
sænsku. Val ljóðaefnis á hátíðinni
var annars frjálst en auðvitað valdi
maður hafljóðin sín. Ég á nefnilega
fullt af ljóðum um hafið þó að ég
hafi verið að fara í mínar fyrstu
siglingar á báti nú í sumar.
Ég las líka ljóð sem ég hef skrifað
um blóm sem vaxa í klettagjótum.
En blómin voru þarna þannig að ég
endurupplifði gömul Ijóð og fannst
þau verða lifandi á ný. Síðan fékk
maður náttúrlega þá hugmynd að
gera þetta hérna heima og ég sé
Viðey alveg í anda, því mig langar
að skipuleggja svona hátíð á næst-
unni.“
Stökktu til
Benidorm
8. september
trá 29.955
sæti laus
Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til
Benidorm þessa vinsælasta áfangastaðar íslendinga 8.
september nk. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í
ferðinni og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í
þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í
fríinu. A Benidorm er sumarið í hámarki og þar nýtur
þú frísins við frábærar aðstæður um leið og þú getur
valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum
Heimsferða.
Verð kr. 29.955
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
vika, 8. sept., skattar innifaldir.
HEIMSFERÐIR
M
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Verðkr. 39«990
M.v. 2 í herbergi/íbúð, vika,
8. sept., skattar innifaldir.
Verð kr. 49>990
M.v. 2 í herbergi/íbúð, 2 vikur,
8. sept., skattar innifaldir.
Nýjar bækur
• ÞVÍað þitt er landslagið -
Þættir Veru frá Tungu er fyrsta
ljóðabók Kristínar Bjarnadóttur.
Bókin er í fjór-
um hlutum:
Flæðarmál,
Ferðir, Vilfríð-
armál og Aftur-
hvarf.
Soffía Auður
Birgisdóttir
bókmennta-
fræðingur skrif-
ar umsögn á
baksíðu bókar-
innar og segir
m.a.: „Því að þitt er landslagið
segir frá ferðalagi þeirra Stein-
varar, Marþallar, Þungbúans og
Vilfríðar yfír hafíð. Raddir þeirra
mynda saman vef sem ofinn er úr
töfrandi ljóðmáli kveiktu af ís-
lenskri náttúru, minningum, brot-
gjörnum tilfinningum og vonum
Veru frá Tungu - sem bíður
ferðalanganna óþreyjufull handan
við hafið.
í einstöku ljóðmáli bókarinnar
er samspil náttúru, tungumáls og
hugveru sá þráður sem höfundur
spinnur sífellt út frá þar til mynd-
in er fullgerð - ferðalangarnir
hafa náð áfangastað og sameinast
Veru.“
Kristín Bjarnadóttir er fædd á
Blönduósi 1948. Hún er leikari að
mennt og hefur fengist við leiklist
á íslandi, í Danmörku og Svíþjóð.
Ljóð hennar, smásögur, örverk og
frásagnir hafa birst í blöðum og
tímaritum. Hún hefur auk þess
fengist við þýðingar. Ljóðin í bók-
inni hafa ekki birst áður.
Utgefandi er Uglur og ormar.
Bókin er 94 bls., prentuð í Félags-
prentsmiðjunni ehf.
Kristín mun taka þátt í upp-
lestri úr nýjum ljóðabókum
kvenna í Kaffíleikhúsinu kl. 22 á
Menningarnótt. Hún mun einnig
verða á ferðinni um bæinn og lesa
úr bók sinni.
Jón Stefáns-
son leikur
á hádegis-
tónleikum
JÓN Stefánsson organisti leikur á
hádegistónleikum í Hallgríms-
kirkju í dag, fimmtudag, kl. 12 og
standa tónleik-
arnir í háltíma.
Þeir eru haldnir í
tengslum við
Kirkjulistahátíð
1999 og tónleika-
röðina Sumar-
kvöld við orgelið.
Jón Stefáns-
son leikur ein-
göngu verk eftir
Johann Sebasti-
an Bach. Fyrst leikur hann þrjá
sálmforleiki og síðan Prelúdíu og
fúgu í D-dúr en fúgan en þekkt fyr-
ir krefjandi fótspil, segir í fréttatil-
kynningu frá Hallgrímskirkju.
Jón Stefánsson er Mývetningur,
var nemandi Páls Isólfssonar og
hefur starfað sem organisti og kór-
stjóri við Langholtskirkju í
Reykjavík um margra ára skeið.
Laugardaginn 21. ágúst leikur
sænski organistinn Lars Anders-
son á hádegistónleikunum. Hann
leikur m.a. Prelúdíu og fúgu í A-
dúr eftir Johann Sebastian Bach
og Piece heroique eftir César
Franck. Lars Ándersson leikur
einnig á sunnudagstónleikunum 22.
ágúst.
--------------
Sýning
framlengd
MYNDLISTARSÝNING Hafdísar
Helgadóttur í Ash galleríi,
Varmahlíð í Skagafirði, hefur verið
framlengd til 28. ágúst.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
10-18.
Jón
Stefánsson
■ ..
Cinde^ella
B-YOUNG