Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 37
36 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 37 *
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VINSÆLDIR
SNORRA
ÞAÐ KEMUR vitanlega ekki á óvart að Snorri
Sturluson skuli vera vinsæll hjá frændum okkar Sví-
um en sjálfsagt hafa margir orðið undrandi yfir hinum
háu sölutölum á verkum hans sem sagt var frá í blaðinu í
gær. Ný sænsk þýðing á Heimskringlu hefur þannig
selst í 28.000 eintökum sem er mjög mikið á þarlendan
mælikvarða. Þýðingin er eftir sænska handritafræðing-
inn Karl Gunnar Johansson en þýðing hans og Mats
Malm á Snorra-Eddu, sem kom út fyrir rúmu ári, hefur
einnig notið mikilla vinsælda og selst í tæpum 10.000
eintökum.
Johansson sagði í samtali við Morgunblaðið að mikill
og vaxandi áhugi væri á Snorra og íslenskum fornbók-
menntum í Svíþjóð. Að hans mati er um vissa endurreisn
að ræða á þessari öld en fyrstu þýðingarnar birtust þeg-
ar á þriðja áratugnum í Svíþjóð. Johansson sagði að mik-
ill áhugi væri reyndar á miðöldum meðal Svía og Snorri
væri einna mikilvægastur hvað þær varðaði og líka
skemmtilegastur.
Þetta eru afskaplega upplífgandi fréttir en þær eru
ekki einsdæmi, skandinavískar þjóðir líta gjarnan á Is-
land sem vöggu norrænnar menningar. Við þekkjum vel
mikinn áhuga Norðmanna á Snorra og íslenskum forn-
bókmenntum yfirleitt. Til dæmis birtist staða Snorra
þar með óbeinum og svolítið óvæntum hætti í auglýsing-
um á verkum hans til fermingargjafa á forsíðum dag-
blaða.
Það lyftist brúnin á Islendingum við að heyra svona
sögur en þessi mikli áhugi erlendis leiðir jafnframt hug-
ann að stöðu Snorra og fornbókmenntanna hérlendis.
Það er kannski ólíku saman að jafna en okkur þætti það
sennilega stórfrétt ef ný íslensk útgáfa á Heimskringlu
myndi seljast í öðrum eins upplögum og hér hafa verið
nefnd.
Sjálfsagt er ekkert að óttast en sá grunur gæti læðst
að mönnum að nálægðin við þessar gersemar gerðu okk-
ur blindari á þær en þá sem standa álengdar.
LANDSSÍMINN
OG F JARVINN SLA
UPP ER komin heldur einkennileg staða í sambandi
við fjarvinnslu á landsbyggðinni. Fjarvinnsla er
tækni, sem veitir fólki þar aukin atvinnutækifæri. Vegna
aukinna tæknimöguleika á gagnaflutningi um ljósleiðara
og annars nýs tæknibúnaðar, sem verið er að taka í
notkun, getur fólkið unnið fyrir fyrirtæki, sem staðsett
eru utan heimabyggðar. Þessi tækniþróun stuðlar því að
auknu jafnvægi í byggð landsins. Gjaldskrá Landssíma
íslands hf. virðist þó vera flöskuháls, sem gerir fyrir-
tækjunum erfítt fyrir, því leigulínur fyrir fjarvinnslu
kosta alltof mikið að mati forráðamanna þeirra.
Talsmaður Landssíma Islands viðurkennir í samtali
við Morgunblaðið í gær að kostnaður við leigulínur sé
ekki lengur í samræmi við raunkostnað og að lengi hafí
staðið til að breyta gjaldskránni. Meira þarf til að koma
og nauðsynlegt er að Landssíminn taki sér tak og lag-
færi þessi mál, svo að athyglisverð þróun í átt til fjar-
vinnslu á landsbyggðinni stöðvizt ekki. Hvernig getur
Landssíminn sent himinháa reikninga, sem ekki eru í
samræmi við raunkostnað, og skellt síðan skuldinni á
seinagang í samningum við Póst- og fjarskiptastofnun?
Hverjum er þessi seinagangur að kenna? Það hlýtur að
vera Landssímanum til hagsbóta að fjarvinnsla vítt og
breitt um landið blómstri og dafni. Stóraukin fjarvinnsla
mun væntanlega skapa Landssímanum auknar tekjur,
en það gerist ekki verði kostnaðurinn fyrirtækjunum of-
viða.
Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, hefur nú tekið
að sér að kanna þetta mál. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að fram færi skoðun á fjarskiptalöjg-
unum og að gagnaflutningur væri þar meðtalinn: „Eg
legg mikla áherslu á að það verði sköpuð skilyrði til þess
að fyrirtæki á landsbyggðinni geti keppt á jafnréttis-
grundvelli í þessari grein,“ sagði ráðherrann.
Vigdís Finnbogadóttir er forseti heimsráðs UNESCO um siðferði 1 vísindum og tækniþekkingu
Siðferðileg álitamál á sviði
vísinda og tækni óendanleg
TUNGUMAL, menning og um-
hverfismál hafa löngum verið
hugðarefni Vigdísar og segir hún
að í störfum sínum nú uppskeri
hún af því sem hún sáði með störfum fyrri
ára. Segja má að Vigdís sé lítið áberandi
hérlendis miðað við þau störf sem hún
gegnir erlendis. Hér á landi er hún heið-
ursforseti Umhverfisverndarsamtaka Is-
lands sem stofnuð voru í janúar sl. Á er-
lendri grund er Vigdís forseti COMEST-
heimsráðsins (Commission Mondiale de
l’Ethique en Science et Technologie) sem
starfar á vegum Menningar- og vísinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO).
Hún er einnig stofnandi og formaður í
Ráði kvenleiðtoga, sem hefur aðsetur í
Haivard-háskólanum í Bandaríkjunum. í
því ráði sitja 26 konur og eiga það allar
sammerkt að hafa verið forsetar eða for-
sætisráðherrar í heimalöndum sínum.
„Ráðið fjallar ekki um kvenréttindi, held-
ur um viðhorf kvenna til heimsmálanna og
þetta er afar skemmtilegt starf. Það er
líka ánægjulegt hvað fjölgað hefur í ráð-
inu frá stofnun þess árið 1996. Þá vorum
við tólf en erum nú orðnar 26,“ segir Vig-
dís.
Heimsráðið hefur
leiðbeinandi hlutverk
COMEST-heimsráðið um siðferði í vís-
inda- og tækniþekkingu var stofnað í jan-
úar 1997 og er Vigdís fyrsti formaður þess
og skipuð til fjögurra ára. Átján manns
víðs vegar að úr heiminum eiga sæti í
heimsráðinu og hefur það komið saman
einu sinni, í Ósló fyrr á þessu ári.
Viðfangsefni ráðsins eru álitamál sem
koma upp í vísinda- og tækniþekkingu á
sviði orkumála, vatnsnýtingar og upplýs-
ingasamfélagsins. Þrjár undimefndir,
skipaðar sérfræðingum og vísindamönn-
um á þessum þremur sviðum, fjalla um
hvert svið fyrir sig og skila skýrslu til
heimsráðsins. Fyrstu skýrslur um orku-
mál og um ástand ferskvatns í heiminum
era væntanlegar um áramót. Undimefnd-
in sem fjallar um upplýsingatækni er að
hefja störf, svo von er á skýrslu frá henni
síðar. Niðurstöður skýrslnanna verða
lagðar fyrir heimsráðið sem með aðstoð
Sameinuðu þjóðanna vekur athygli á álita-
málum svo víða sem kostur er.
„Umfjöllun um þessi málefni er mjög
viðamikil og svona nefnd lýkur aldrei
störfum. Þær niðurstöður sem unnar hafa
verið af undirnefndunum eru áfanga-
skýrslur, en álitamál um siðferði á þessum
vettvangi eru óendanleg. Það koma alltaf
ný vandamál upp. Þess vegna er ráðið ei-
líft og verður svo um ófyrirsjá- ______
anlega framtíð," segir Vigdís og
bendir á að hlutverk ráðs af
þessu tagi sé að vera leiðbein-
andi.
„Ráð eins og þetta getur
engu stjórnað. Það er hins veg-
ar vegvísir og vísar veg sem
getur aldrei orðið til skaða,
heldur getur þvert á móti orðið
til góðs. í þessari blessuðu eilífð
er mannsævin svo stutt. Og það er skylda
okkar sem núna lifum að gera okkar besta
til að vera vegvísir, svo þær mannsævir
sem á eftir okkur koma á jörðina fái að
njóta hennar," segir Vigdís.
Vatnsskortur vaxandi vandamál
Eins og áður sagði eru undirnefndir
ráðsins þrjár. Hlutverk undirnefndarinn-
ar sem fjallar um orkumál er að gera út-
tekt á siðferði orkunýtingar og hvar hún
brýtur í bága við siðlega afstöðu. Vinnur
hún m.a. að úttekt á losun koltvísýrings í
andrúmsloftið vegna orkuneyslu og segir
Vigdís að á þvi sviði standi margar þjóðir
sekar.
Undirnefndin sem fjallar um nýtingu og
spillingu vatns í heiminum hefur einnig
viðamikið verkefni fyrir höndum. Nefndin
hefur skOgreint fimm vandamál sem einna
helst þarf að taka á í sambandi við nýtingu
vatns. í fyrsta lagi hvernig tryggja megi
Vigdís Finnbogadóttir hefur ekki setið auðum
höndum frá því hún lét af forsetaembætti árið
1996. Hún sagði Rögnu Söru Jónsdóttur frá
helstu viðfangsefnum sínum um þessar mundir,
sem lúta meðal annars að umhverfísmálum,
tungumálum sem eiga undir högg að sækja
og siðferði í vísindum og tækniþekkingu.
Morgunblaðið/RAX
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, gegnir fjölmörgum trúnaðarstörf-
um um þessar mundir.
„Við verðum
að ganga var-
lega um garð
þegar tækni
og vísindum
fleygir svo
hratt fram“
komandi kynslóðum aðgengi að hreinu og
ómenguðu vatni á sem flestum stöðum í
heiminum. í öðru lagi, hvernig taka eigi á
mengun sem berst frá einu ríki til annars.
I þriðja lagi hvernig taka eigi á þeim sið-
ferðilegu spurningum sem námugröftur
og notkun setvatns, eða grunnvatns,
vekja. í fjórða lagi að skoða þau vandamál
sem koma upp þegar frjáls markaður með
hreint vatn verður að veruleika og í
fimmta og síðasta lagi að skoða ójafna
________ skiptingu vatnsauðlinda í heim-
inum og hvemig tryggja megi
fátækum þjóðum vatn í fram-
tíðinni.
„Talið er að vatnsskortur
geti orðið ein helsta orsök
styrjalda á 21. öldinni. Aðgengi
að vatni er mjög misjafnt og
ástandið víða í Afríku, Austur-
——...— löndum og Suður-Ameríku er
mjög slæmt,“ segir Vigdís og
bendir á nauðsyn þess að taka á vanda-
málinu þegar í stað.
Á heimsþingi vísindamanna og vísinda-
deilda háskóla í heiminum sem haldið var
á vegum UNESCO og ICSU í Búdapest í
Ungverjalandi í lok júní sl. var COMEST-
ráðinu sérstaklega falið að fjalla um sið-
ferði og ábyrgð í vísindum. „Á þinginu
veltum við upp eftirfarandi spumingum:
Hvar erum við stödd? Hverju hefur vís-
indasamfélagið áorkað og hver er framtíð
vísinda? Um þessar spurningar skapaðist
góð og mikil umræða. Grundvallarsjónar-
mið í starfi ráðsins og allra undirnefnda
þess er að aldrei verði neitt gert and-
spænis jörðinni sem við byggjum, og um-
hverfinu sem er óafturkræft. Þau sjónar-
mið eru skiljanleg í ljósi þess að við verð-
um að ganga varlega um garð þegar tækni
og vísindum fleygir svo hratt fram. Við
verðum að hafa forvarnir og viðvaranir
hvar sem því verður viðkomið. Ég hef
einnig lengi haft að kjörorði að allar skoð-
anir skal endurmeta strax og ný viðhorf
myndast."
Tekur þátt í að koma á fót
vest-norrænni menningarstofnun
Að sögn Vigdísar hefur lítið verið fjallað
um siðferði í upplýsingasamfélaginu til
þessa og stendur vinna þeirrar undir-
nefndar sem næst á byrjunarreit. Hinar
undimefndir ráðsins eru komnar vel áleið-
is í starfi sínu og taka bæði fyrir
einstök mál eftir ábendingum
auk þess að viðhalda almennri
umræðu.
Vigdís er forseti alheimsráðs-
ins og hefur skrifstofu í París.
Hún býr á íslandi en hefur að-
setur í Kaupmannahöfn. „Ég
þarf að sitja alla fundi undir-
nefnda COMEST-heimsráðsins
svo ég er mikið á ferð og flugi
og þess vegna er gott að hafa aðsetur í
Kaupmannahöfn. Þar gegni ég einnig for-
mennsku í Den Nordatlantiske Brygge.
Markmiðið er að setja á laggirnar miðstöð
menningar, viðskipta og rannsókna fyrir
norðvestursvæði Átlantshafsins, þ.e. ís-
land, Grænland og Færeyjar. Dönsk
stjórnvöld afhentu okkur nýlega gamalt
pakkhús frá 1766 þar sem íslensk skip
komu lengi að bryggju og þar er fyrirhug-
að að byggja upp þessa miðstöð menning-
ar og viðskipta og það finnst mér ákaflega
spennandi verkefni.“
í fyrra var Vigdís útnefnd farandsendi-
herra tungumála hjá UNESCO. Embætt-
ið var stofnað til þess að hafa eftirlit með
ástandi tungumáía heimsins og hvernig
hægt væri að styðja við tungumál sem
eiga undir högg að sækja.
„Rannsóknir hafa leitt í ljós að þjóðir
verða árásargjarnar þegar þær skynja að
þær eru að tapa tungumáli sínu og öðrum
I
„Hef haft að
kjörorði: Allar
skoðanir skal
endurmeta
strax og ný
viðhorf
myndast“
þjóðareinkennum. Dæmi um þetta höfum
við séð meðal þjóða í Suður-Ameríku,
meðal Kúrda og meðal þeirra sem tala
makedónsku. Mitt hlutverk er að finna
hvar skórinn kreppir og að liðka til og
auka skilning á því að tungumál allra
þjóða á jörðinni hafa sama rétt til að lifa
og varðveita þar með minningar og þjóða-
arf.
í tengslum við þetta starf er tO gagn-
merk áætlun innan UNESCO sem nefnist
LINGUAPAX og hefur það að markmiði
að um leið og tungumál eru styrkt er
hvatt til þess að sem flestir læri annað
tungumál en aðeins sitt eigið. Því það að
skynja tungu og menningu annarra þjóða
en sinnai- eigin eykur mjög víðsýni og
skapar umburðarlyndi."
Island í alþjóðaumræðunni
Vigdís segir að Island beri oft á góma í
alþjóðaumræðunni og hún sé mikið spurð
út í land og þjóð. Hún segir að athyglin
sem Island fær sé mörgum ólíkum þáttum
í menningu okkar og náttúru að þakka. T0
dæmis fiskinum sem við veiðum, goðsögn-
inni um alhreint og óspOlt land, varðveislu
þjóðai'innar á íslenskri tungu og bók-
menntaarfinum sem varðveist hefur á
þjóðtungunni. Hún segir að þjóðin þyki til
fyrirmyndar og þess vegna þurfi hún að
ganga varlega um garð til þess að tapa
ekki þeh-ri ásýnd í augum umheimsins.
„Ég er hrædd um að sú ásýnd kunni að
spillast mjög ef fram verður gengið með
miðlun á Eyjabökkum án þess að um-
hverfismat í þágu landsins fari fram. Ég
er öðru hvoru innt eftir því hvort við eig-
um svo mikið hráefni að við þurfum að
byggja álver. Sem íslendingur á erlendri
grund fer ég varlega í öll svör til að halda
reisn míns eigin lands eins og unnt er, en
maður verður að játa sannleikanum þegar
maður er spurður um hann. Það er stund-
um sárt að þurfa að viðurkenna að okkar
þjóð skuli ætla að velja eitthvað sem aðrar
þjóðir eru að reyna að losa sig undan,“
segir Vigdís og bendir í framhaldinu á að
við séum skuldbundin alþjóðasamfélaginu
enda þótt við séum sjálfstæð þjóð og eig-
um okkar land. „Við megum engu síður
aldrei gleyma því að við erum hluti af
stærri heild,“ segir hún.
„Það er kaldhæðni örlaganna að ég
skuli vinna að þessum málum á alþjóða-
vettvangi en að í heimalandi mínu skuli
vera sitthvað sem flokkast undir þau
vandamál sem ráðinu er falið að fjalla um.
Mergurinn málsins er þó sá að mínu mati
að breyta ekki landslagi og gera ekki eitt-
hvað við landið sem aldrei verður bætt.
Aðrar þjóðir hafa brennt sig á þessu og
mér finnst eins og það sem nú
er að gerast hér heima á ís-
landi sé á skjön við það sem er
að gerast í nútímanum," segir
Vigdís og bendir á að hvar-
vetna í vísindasamfélaginu þar
sem hún þekki tO, kannist fólk
við þá umræðu sem á sér stað
hérlendis um vernd og virkjan-
______ ir og spurningum sé gjarnan
beint til hennar um málið.
Vigdís segir aðspurð að þetta einstaka
mál hafi ekki verið rætt á fundum heims-
ráðsins um siðferði í vísindum og tækni og
sem formaður þess geti hún ekki beitt sér
fyrir einstökum málum. Hins vegar beiti
hún sér íyrir því sem einkaaðOi hérlendis
á vettvangi Umhverfisverndarsamtaka Is-
lands.
„Þessi skoðun mín á Eyjabakkamálinu
er í beinu framhaldi af lífsstarfi mínu og
löngu staðfastri lífsskoðun. Ég tel mig sjá
þess öll merki að nái þessi áform fram að
ganga án þess að fram fari það umhverfis-
mat sem nú skal alls staðar annars staðar
framkvæma samkvæmt lögum, verður
aldrei sátt um þetta mál í hugum þjóðar-
innar. Mér finnst það vera skylda lýðræð-
islega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar að
sýna kjósendum þá umhyggju að láta gera
mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar
úr því að það er hægt,“ segir Vigdís að
lokum.
Hæg samrunaþróun hafin á útgáfu- og miðlunarmarkaði
Markaðurinn kortlagður
og möguleikar metnir
Andstætt því sem gerst hef-
ur víða annars staðar í
heiminum hefur samruna-
þróun verið afar hæg á út-
gáfu- og miðlunarmarkaði
hér á landi. Eftir að FBA
keypti 50% hlut í Vöku-
Helgafelli fyrr á þessu ári
virðist þróun í þá átt þó vera
farin af stað. Margrét
Sveinbjörnsdóttir grennsl-
aðist fyrir um stöðuna á
markaðnum hjá stjórnend-
um stærstu útgáfufyrirtækj-
anna, Vöku-Helgafells og
Máls og menningar.
HJÁ Vöku-Helgafelli hafa menn
á undanförnum mánuðum verið
að kortleggja markaðinn og
kynna sér hvernig hliðstæð fyr-
irtæki hafa þróast í nálægum löndum.
Rætt hefur verið við ýmis fyrirtæki með
samstarf eða sameiningu í huga en að
sögn Ólafs Ragnarssonar, starfandi
stjórnarformanns fyrirtækisins, er ekki
tímabært að greina frekar frá þeim við-
ræðum að sinni.
„Á síðustu árum hefur orðið mikil hag-
ræðing í íslensku atvinnulífi. Við höfum
séð sameiningu banka, tryggingafélaga,
útgerðarfyrirtækja og matvöruverslana
og á öOum þessum sviðum hafa fyrirtækin
orðið mun sterkari sameinuð en þau hafa
verið hvert í sínu lagi. Aftur á móti hafa
ekki gerst neinir stórkostlegir hlutir á út-
gáfu- og miðlunarsviðinu hér á landi. Þeg-
ar horft er til Norðurlandanna, Þýska-
lands, Frakklands og annarra landa í Evr-
ópu, þá hefur sameining í útgáfu- og miðl-
unargeiranum gerst langt á undan öðrum
greinum. En hér hafa menn verið hver í
sínu horni og frekar tregir til að fara út í
samstarf," segir Ólafur, sem telur augljóst
að mikil uppstokkun verði í atvinnugrein-
inni á næstu árum, sem hljóti að verða tO
hagsbóta bæði fyrir fyrirtækin og neyt-
endur.
Sigurður Svavarsson, framkvæmda-
stjóri Máls og menningar, kveðst vissu-
lega vona að ekki verði mikið um rekstr-
arerfiðleika eða stór gjaldþrot útgáfufyr-
irtækja á næstu árum en sjálfsagt muni
þó einhver þeirra sameina rekstur sinn
eða einhver hinna stærri kaupa önnur
smærri. „Hins vegar er ekki hollt að þetta
verði í alltof fárra höndum, höfundarnir
verða að eiga eitthvert val,“ segir hann.
Ýmsir kostir kannaðir
„Við teljum að Vaka-Helgafell sé góður
grunnur til að byggja á stærra og fjöl-
þættara útgáfu- og miðlunarfyrirtæki.
Fyrirtækið hefur verið að þróast og vaxa í
átján ár og var í upphafi einungis bókafor-
lag en síðan höfum við verið að breikka
starfsemina og breyta fyrirtækinu í al-
hliða miðlunar- og útgáfufyrirtæki, sem
sendir á markað bækur, blöð, tímarit, saf-
nefni, geisladiska og fleira,“ segir Ólafur.
Nýverið keypti Vaka-Helgafell útgáfufyr-
irtækið Iceland Review og bókaforlagið
Lögberg og að undanförnu hafa ýmsir
aðrir kostir verið kannaðir. „Við þurfum
að kanna rekstur þeirra fyrirtækja sem
kemur til greina að setja inn í slíka sam-
steypu og meta hagræðingarkostina sem
felast í því og hvort farsælla sé að hleypa
slíkri starfsemi af stokkunum á eigin veg-
um - og allt tekur það sinn tíma,“ heldur
hann áfram. Ólafur segir þessar viðræður
allar í algerum trúnaði og meðan menn
viti ekki hvernig málin þróist eða hvort af
samruna eða kaupum verði, sé ekki hægt
að skýra frá þeim opinberlega. „Það er
ekki fyrr en mál komast á lokastig og nið-
Morgunblaðið/Ásdís
Útgáfufyrirtæki víða um heim sem byrjað hafa í bókaútgáfu hafa mörg hver fært út
kvíarnar og farið að gefa út blöð, tímarit, myndbönd, geisladiska og margmiðlunarefni.
urstaða hefur fengist að hægt er að segja
frá slíku,“ segir hann.
Að sögn Ólafs hefur vöxtur fyrirtækis-
ins verið hraður allt frá því það var stofn-
að fyrir átján árum. „Öll þessi ár hefur
fyrirtækið verið rekið með hagnaði og .
hann hefur verið notaður til að efla það og
styrkja, þannig að þetta hefur gerst hægt
og markvisst. En okkar mat var að vöxtur
á þeim hraða væri ekki nægjanlegur ef
við ætluðum að ná ennþá sterkari stöðu á
markaðnum og þess vegna var ákveðið að
opna fyrirtækið og fá inn nýja hluthafa og
nýtt fjármagn til þess að geta stigið
stærri skref. Á því stigi erum við núna,
við erum að líta í kringum okkur, ræða
við aðila, meta markaðinn og möguleik-
ana sem eru fyrir hendi og einnig að
leggja drög að ýmsum nýjungum innan
fyrirtækisins, þannig að vöxturinn verði
ekki eingöngu í formi samruna og kaupa
á öðrum fyrirtækjum. Við höfum sett
okkur það takmark að veltan aukist um-
talsvert á næsta ári og í framhaldi af því
er stefnt að því að skrá fyrirtækið á
hlutabréfamarkaði. Við ætlum okkur eitt
ár í þetta verkefni; að efla fyrirtækið,
auka veltuna, stækka það og hasla okkur
víðari völl,“ segir hann.
Samstarfssamningur við Bjart ekki
merki um samruna
Sigurður Svavarsson segir að hjá Máli
og menningu séu ekki uppi sérstök áform
um það um þessar mundir að færa út kví-
arnar með því að kaupa upp önnur forlög.
„Mál og menning hefur á undanförnum
árum teldð við nokkrum af helstu útgáfu-
verkum ísafoldar, Svarts á hvítu, Arnar
og Örlygs, Bjöllunnar og Menningarsjóðs
auk þess sem Forlagið hf. var keypt. Það
felast óhemjumiklar skuldbindingar í því
að taka yfir mörg þau útgáfuverk sem við
höfum verið að kaupa af þessum fyrir-
tækjum, eins og t.d. allar orðabækurnar,“
segir hann. Nýlega gerðu Mál og menning
og bókaútgáfan Bjartur með sér sam-
starfssamning, sem felst að sögn Sigurðar
í því að Mál og menning sér um dreifingu
á útgáfubókum Bjarts og Snæbjörn Arn-
grímsson hjá Bjarti tekur að sér hönnun-
ar- og umbrotsverkefni fyrir Mál og
menningu. Sigurður segir að samningur-
inn byggist fyrst og fremst á gagnkvæm-
um hagsmunum og sé síður en svo merki
um fyrirhugaðan samruna, enda viti hann
ekki til þess að sjálfstæði Snæbjörns sem
útgefanda sé til sölu.
Báðir benda þeir Sigurður og Ólafur á
þann afgerandi mun á Vöku-Helgafelli og
Máli og menningu að hjá síðarnefnda for-
laginu einbeiti menn sér fyrst og fremst
að útgáfu og sölu á bókum en Vaka-
Helgafell beini sjónum æ meir að öðrum
miðlum einnig. „Mál og menning hyggst
áfram einbeita sér að bókaútgáfu í einu
eða öðru formi. Þannig hefur fyrirtækið
gefið út orðabækur á rafrænu formi og
mun halda því áfram. Eins hefur Mál og
menning tekið yfir dreifingu og sölu á
hljóðbókum frá Hljóðbókaklúbbi Blindra-
félagsins og hyggur gott til þess sam- r
starfs á komandi misserum,“ segir Sigurð-
ur. „Við bættum við okkur útsölustað í
vor, þegar við opnuðum verslunina Mál og
menningu - kort og bækur í Bankastræt-
inu. Eins má segja að fjórða verslunin hafi
verið opnuð þegar netbókaverslunin okk-
ar var færð í nýjan og glæsilegan búning.
I fyira fórum við líka inn á nýtt svið,
kortaútgáfu, sem við teljum eðlilega þró-
un á fyrirtækinu. Við höfum gefið út mikið
af bókum um íslenska náttúru og margar
þeii’ra með kortum, þannig að það liggur
beint við og fellur mjög vel að annarri
starfsemi fyrirtækisins," heldur hann
áfram.
Efninu miðlað í því formi
sem neytendur óska eftir
„Þegar við mörkuðum framtíðarstefnu
Vöku-Helgafells fyrir um tíu árum lögðum
við áherslu á að meginviðfangsefni fyrir-
tækisins væru skilgreind sem alhliða miðl-
un og útgáfa á menningar-, upplýsinga-,
fræðslu og afþreyingarefni og jafnframt
yrði lögð áhersla á að miðla efninu í því
formi sem neytendur óskuðu eftir hverju
sinni en ekki binda okkur við að efnið
rúmaðist milli tveggja bókarspjalda, eins
og við orðuðum það,“ segir Ólafur.
Vaka-Helgafell hefur að sögn Ólafs átt
náið samstarf við fjölmörg útgáfu- og
miðlunarfyrirtæki erlendis. „Við erum
t.d. í nánu samstarfi við danska fyrirtæk-
ið Egmont, sem hefur vaxið mjög mikið
og rekur núna útgáfu- og miðlunarfyrir- -
tæki í 27 löndum. Við erum í rekstrar-
samstarfi við þá um útgáfu á ýmsu
barnaefni frá Disney og náum með því
ákveðinni hagræðingu. Annað norrænt
fyrirtæki sem hefur vaxið mjög mikið og
náð að sinna öllu miðlunarsviðinu er
Bonniers í Svíþjóð. Bæði hafa þessi fyrir-
tæki byrjað að vinna á heimamarkaði og
breikkað sinn grunn þar en þegar
ákveðnum vexti þar hefur verið náð hafa
þau fært sig út fyrir landsteinana," segir
Ólafur, sem telur alls ekki fráleitt að ís-
lensk fyrirtæki geti haslað sér völl er-
lendis á þessu sviði. „Þessi fyrirtæki sem M
við erum að taka mið af í nálægum lönd-
um hafa öll byrjað í bókaútgáfu, flutt sig
yfir í tímaritin og safnefnið og síðan yfír í
tónlistina, myndböndin og mörg hver
endað í útvarps- eða sjónvarpsrekstri,"
segir hann. En skyldi Ólafur Ragnarsson
vera að undirbúa innreið Vöku-Helgafells
á öldur ljósvakans? „Við útilokum auðvit-
að ekki neitt,“ segir hann.