Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ
•. 40 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
Er túlkun
sannleikur?
Manni dettur í hug að Þröstur sé
að lauma inn um bakdyrnar því
sem hann segir ekki vera til.
Getur túlkun nokk-
umtíma orðið sann-
leikur? Þröstur
Helgason spurði
þessarar spumingar
í viðhorfsdálki fyrir skemmstu
(Morgunblaðið, 10. ágúst, bls.
40) og beindi henni til mín.
Eg held að svarið við spurn-
ingu Þrastar sé einfaldlega já.
Hvernig skyldi það mega vera?
I viðhorfi 5. ágúst hélt ég því
fram, að manni væri varla stætt
á því að ganga svo langt að full-
yrða að túlkun manns væri fals,
en ég hafði skilið fyrri skrif
Þrastar (15. júní) sem svo, að
hann teldi að öll túlkun væri „í
vissum skilningi fölsun", eins og
hann orðaði
VIÐHORF það.
Kristián G í SÍðasta VÍð-
Arngrímss'on horfspistli tek-
ur hann það
svo upp eftir Roland Barthes,
að bókmenntirnar séu sér með-
vitandi um að þær séu „umritun
á veruleikanum", og að þessa
meðvitund ættu vísindin og fjöl-
miðlar að taka sér til fyrir-
myndar. Það sé blekking vísind-
anna og fjölmiðlanna að þau
telji sig nota tungumálið sem
„hlutlaust tæki til að lýsa ein-
hverju öðra en sjálfu sér“.
I fyrsta lagi má nefna að ég
held að þetta geri vísindin alls
ekki og ekki blaðamenn heldur.
Eg nefndi í viðhorfinu 5. ágúst
að ég héldi að enginn vísinda-
maður standi í þessari mein-
ingu. Sé það rétt er krafa
Barthes (og Þrastar?) vind-
myllubardagi.
Vísindamenn gera rannsókn-
ir. Þeir fá niðurstöður úr þess-
um rannsóknum. Síðan túlka
þeir þessar rannsóknir. Einung-
is þannig geta þeir greint frá
niðurstöðunum.
Spurningin er þá sú hvort
túlkunin, það er að segja tungu-
málsbinding niðurstaðnanna,
leiði af sér „óbrúanlegt bil“, eins
og Þröstur orðaði það, á milli
niðurstöðunnar (hlutanna) og
frásagnarinnar af þeim (orð-
anna).
Þetta er að verða svolítið
óljóst. Hvað sýnir manni, svo
ekki verði um villst, að óbrúan-
legt bil hafi myndast? Á móti
má svo spyrja: Hvað tryggir
manni að frásögnin sé hlutlaus
og nákvæm útskýring á því sem
raunveralega gerðist?
Ég held að við hvoragri
spumingunni sé til afgerandi
svar. Það er einmitt þess vegna
sem ég held að ekkert skikki
mann til að segja að túlkun
manns á raunveraleikanum
(hlutunum sjálfum) sé óhjá-
kvæmilega fals. (Ég hef heldur
ekki hafnað því að hún kunni að
vera fals.)
Þröstur segir, að nauðsynlegt
sé að maður sé sér meðvitandi
um að allt sem maður segi sé
túlkun og þar af leiðandi að ein-
hverju leyti blekking. Það sem
fjölmiðlar verði að gera, sé að
beita einungis „augljósum
blekkingum" (óljóst reyndar
hvað það muni vera).
Á meðan fullyrðingin um að
tungumál sé óhjákvæmilega
„umritun á veraleikanum", það
er að segja, að á milli hluta og
orða sé „óbrúanlegt bil“, er ekki
betur undirbyggð og ekki hefur
verið sýnt fram á, svo óyggjandi
sé, að tungumálið afbaki vera-
leikann er ekki nauðsynlegt að
vera með stórar játningar um
eigin blekkingastarfsemi.
Líkt og ýmsir aðrir fullyrðir
Þröstur að allur texti - allt
tungumál - sé túlkun og þar af
leiðandi viss afbökun á sannleik-
anum. Þröstur fer mörgum orð-
um um afleiðingar þessarar
grandvallarforsendu og nauð-
syn þess að þetta sé tekið með í
allan reikning.
En hann hefur fátt sagt sem
útskýrir að málum sé í rauninni
svona háttað, það er að segja,
að grandvallarforsendan stand-
ist. Því er eðlilegt að maður
verði ringlaður og spyrji af
hverju maður eigi að trúa þess-
ari staðhæfingu um að tungu-
málið færi mann frá sannleikan-
um.
Svo mætti líka spyrja hvort
það sé nú alveg örugglega rétt
að það sama gildi um tungumál
bókmenntanna og tungumál vís-
indanna - af hverju getur
tungumálið ekki verið bæði tæki
(sem vísindin nota) og túlkun
(sem bókmenntimar nota)?
En jafnvel þótt maður sam-
þykki, líkt og ég gerði í viðhorfi
5. ágúst, að allt sem maður seg-
ir sé túlkun, þá getur maður um
leið haldið því fram, sem ég og
gerði, að sú túlkun sé sannleik-
ur. Þröstur hefur að minnsta
kosti ekki sýnt fram á það sé
ómögulegt. Hann hefur látið
nægja að fullyrða að það sé
ómögulegt.
Því má ekki gleyma, að
„sannleikurinn" þarf ekki endi-
lega að vera einn og samur,
hinn stóri, eini sanni. Hann get-
ur einfaldlega breyst - og ég
held að hann geri það - í tímans
rás, óháð því hvað okkur mönn-
unum finnst.
Þetta er ekki uppáskrift upp
á afstæðishyggju. Maður veit
eitthvað sannast. Maður segir
eitthvað svo satt sem maður
veit. Þetta gera vísindin. En
þau ljá jafnframt máls á endur-
skoðun. Sannleikurinn breytist;
sem er ekki það sama og að
honum sé breytt.
Ég er reyndar ekki alveg
sannfærður um að Þröstur sé
jafn viss í sinni sök og hann vill
vera láta. Hann talar um „meg-
ininntak textans" (10. ágúst) að
því er virðist sem andstöðu við
„túlkun lesandans", sem geti
orðið til þess að þetta „megin-
inntak" fari framhjá lesandan-
um. Þetta sýnist mér benda til
þess að Þröstur sé að tala um
eitthvað sem er ekki túlkun les-
andans, heldur búi í textanum
sjálfum (þ.e. „megininntakið").
En svo segir Þröstur í næstu
málsgrein að „merking" textans
verði „ekki til fyrr en í túlkun
lesandans“. Er þá „megininn-
tak“ textans og „merking“ hans
ekki það sama? Getur texti haft
megininntak sem er óháð túlkun
lesandans? Ef svo er, þá stenst
ekki sú fullyrðing að texti verði
ekki „til“ fyrr en í túlkun les-
andans.
Manni dettur í hug, að með
því að tala um að texti hafi
„megininntak" (sem ekki er út-
skýrt nánar), sé Þröstur að
lauma inn um bakdyrnar því
sem hann segir ekki vera tO,
það er að segja, texta um hlut-
ina sjálfa.
________UMRÆÐAN______
Menntamálaráðherra
í miðju „kalda stríðinu“
BJÖRN Bjarnason
menntamálaráðherra
er hygg ég ókrýndur
persónugervingur
„kalda stríðsins“ hér á
landi. Stundum mætti
ætla af viðhorfum
hans til öryggis- og
utanríkismála, að
hann saknaði gömlu
tímanna, þegar herir
Atlantshafsbandalags-
ins og Varsjárbanda-
lagsins voru gráir fyr-
ir járnum sitt hvorum
megin járntjaldsins og
friðurinn tryggður
með ógnarjafnvægi.
Honum fínnst augljós-
lega þægilegra að hafa heims-
myndina svart-hvíta, í stað þeirrar
nýju stöðu sem upp hefur komið í
heimsmálunum í kjölfar falls
Berlínarmúrsins fyrir áratug.
Flestir fagna þó heilshugar þeim
umskiptum; þeirri slökunar- og af-
vopnunarþróun sem í hönd fór -
þeirri lýðræðisbylgu sem fór um
Austur-Evrópu.
Þessar almennu vangaveltur
eru hér festar á blað vegna hug-
leiðinga Björns Bjarnasonar á
heimasíðu hans á Netinu, sem að
stærstum hluta voru endurbirtar í
Staksteinum Morgunblaðsins fyrir
nokkrum dögum. Þar fer ráðherr-
ann mikinn vegna viðtals sem við
mig var birt í Degi/Tímanum fyrir
skömmu. Björn hefur allt á horn-
um sér vegna þessa viðtals. Hann
er þar með venjubundna ólund út í
Samfylkinguna, sem ég læt sem
vind um eyru þjóta, enda skiljan-
legt að þeir sjálfstæðismenn hafi
ótta af þessu sameinaða afli fé-
lagshyggjufólks og jafnaðar-
manna. Hins vegar eyðir hann
mestu púðri í utanríkismálin,
NATO, herinn og ESB, og telur
viðhorf mín til þeirra mála byggj-
ast á „tilfinningu og óskhyggju".
Er óhjákvæmilegt annað en fara
nokkrum orðum um málflutning
þessa „sérfræðings" Sjálfstæðis-
flokksins á vettvangi utanríkis-
mála og eilífðarvonbiðils í sæti ut-
anríkisráðherra.
Atlantshafsbandalagið
Fyrst hnýtur Björn um viðhorf
mín til NATO í nefndu Dagsviðtali
við mig, en þar lýsi ég fyrst þeim
viðhorfum mínum, að úrsögn úr
NATO væri ekki á dagskrá. Síðan
segi ég í viðtalinu: „Ég á mér þann
draum, að með eflingu Sameinuðu
þjóðanna geti samtökin tekið við
velflestum verkefnum NATO.“ -
Þessari framtíðarsýn lýsir Björn
menntamálaráðherra þannig, að
mig dreymi um að SÞ „gleypi"
NATO, eins trúlegt og það nú er.
Það hefur vafalaust ekki farið
framhjá Birni Bjarnasyni né
nokkram öðram, hvernig verkefni
SÞ og NATO hafa skarast síðustu
misserin. Tilraunir alþjóðasamfé-
lagsins til að tryggja frið og lýð-
ræði á Balkanskaga eru skýrustu
dæmin um það. Átökin í Kosovo
leiddu það hins vegar í ljós, að
innri ágreiningur meðal hinna Sa-
meinuðu þjóða um markmið og
leiðir leiddu til þess, að NATO-rík-
in urðu æ veigaþyngri í þeim við-
ræðum og síðar þeim aðgerðum
sem gripið var til. Það er hins veg-
ar stór spuming, þegar til lengri
tíma er litið, hvort það sé markmið
í sjálfu sér að viðhalda bandalagi
þjóða, varnarbandalagi á borð við
Atlantshafsbandalagið, um eilífð
alla. Ég hefði haldið að flestir ættu
sér þann framtíðardraum, að sam-
skipti þjóða í millum yrðu með
þeim hætti, að ekki væri þörf á sér-
stöku varnarbandalagi, þar sem
hernaðarmáttur og vígbúnaður
gegndi meginhlutverki, til að
tryggja frið og öryggi. Það er enn-
fremur vilji velflestra að efla megi
mátt og styrk Samein-
uðu þjóðanna til að
auka skilning, um-
burðarlyndi og frið í
öllum heimshlutum.
Bandaríska
varnarliðið
Þegar umræðunni
víkur síðan að stöðu
bandaríska varnar-
liðsins á Keflavíkur-
flugvelli, þá er satt að
segja með ólíkindum
að Björn Bjarnason,
ráðherra í síðustu og
núverandi ríkisstjórn,
skuli ekkert hafa
fylgst með því hvaða
þróun átt hefur sér stað varðandi
herafla Bandaríkjastjórnar í Evr-
ópu og raunar einnig í Bandaríkj-
unum sjálfum, hin síðari ár. Hon-
um til upplýsingar, þá hefur orðið
veralegur samdráttur á þeim vett-
vangi. Og hitt er einnig undrunar-
efni, hafi það farið framhjá þess-
Stjórnmál
Málin verður hins
vegar að ræða í ljósi
þeirra miklu breytinga
sem átt hafa sér stað,
segir Guðmundur Arni
Stefánsson, en ekki
með gamla „kalda-
stríðsheimsmynd“
Björns Bjarnasonar
sem leiðarljós.
um ráðherra, að Bandaríkjastjórn
hafði uppi áform um verulegan
samdrátt í umfangi og rekstri
stöðvarinnar í Keflavík árið 1994.
Um það náðist þá samkomulag
milli íslenskra stjórnvalda og
bandarískra, sem aftur var endur-
nýjað að mestu árið 1996, að litlar
breytingar yrðu gerðar á starf-
seminni. Þessi viðauki við varnar-
samninginn, sem í raun kveður á
um það hvernig hann skuli fram-
kvæmdur, rennur út árið 2001.
Utanríkisráðherra hefur upplýst
að viðræður aðila um þau mál séu
á undirbúningsstigi. Björn
Bjarnason hlýtur að vera einn ör-
fárra, sem ekki hafa fylgst með
þessari þróun eða heyrt af þeim
vilja bandarískra yfirvalda að
draga úr kostnaði og umfangi í
Keflavík. Og svo bætir hann um
betur og lætur í veðri vaka að ég
hafi engar áhyggjur af vörnum og
öryggi landsins, heldur eingöngu
atvinnumálum á Suðurnesjum,
verði dregið umtalsvert úr starf-
semi stöðvarinnar. Má þá álykta
sem svo, að Bandaríkjastjórn hafi
heldur engar áhyggjur af vörnum
Islands, þegar þeir vilja draga úr
starfsemi varnarliðsins hérlendis?
Nei, þetta eru barnalegar stílæf-
ingar, því kjarni málsins er auðvit-
að sá, að breytingar á heimsmál-
unum og sú staðreynd að kalda
stríðið er að baki gerir það að
verkum að öryggismálin eru í
stanslausri endurskoðun. Þar á
meðal hérlendis. Þótt tíminn
standi í stað hjá Birni Bjarnasyni
og hans hugur sé enn mosagróinn
við mikilvægi Berlínarmúrsins, þá
er veruleiki lífsins allt annar.
Evrópusamband
Og svo er það ESB-aðildin. í
margnefndu viðtali við mig segist
ég telja líkur á því að Islandi verði
aðili að ESB og nefni næstu fimm
ár sem hugsanlegt þróunarferli í
þá áttina. Björn ályktar sem svo,
að einhvers konar náttúrulögmál
komi til með að ráða því að mínu
áliti og því sé engin þörf pólitískr-
ar umræðu. Þetta eru auðvitað
fráleitir útúrsnúningar af hálfu
ráðherrans. Þvert á móti undir-
strika ég mikilvægi þess að um-
ræðan um Evrópusambandið fái
hér hljómgrunn og vitrænt yfir-
bragð. Það eru hins vegar Björn
Bjarnason og nokkrir flokksbræð-
ur hans sem vilja ekki þá umræðu
á dagskrá. Aftur á móti er margt
sem bendir til þess, verði þróun
Evrópusambandsins þannig að að-
ildarþjóðum fjölgi hratt, og ákveð-
ið og hinn nýi sameiginlegi gjald-
miðill nái öruggri fótfestu víðast
hvar í Evrópu, að spurningin um
aðild eða ekki verði enn áleitnari
en fyrr gagnvart þeim þjóðum
sem utan hafa staðið, s.s. Islandi
og Noregi. Sjálfstæðisflokkurinn
hringsnerist í afstöðunni til EES
og réð þá sú staðreynd ferðinni
hvort flokkurinn var utan eða inn-
an stjórnar. Ekki er fjarri lagi að
það sama verði upp á teningnum
varðandi ESB, þegar fram líða
stundir. Hvað sem því líður þá er
það óhjákvæmilegt, hvort heldur
Birni Bjarnasyni líkar það betur
eða verr, að hérlendis sem og ann-
ars staðar í álfunni verði Evrópu-
sambandsmálin fyrirferðarmikil í
hinni pólitísku umræðu.
Mikilvægi
umræðunnar
Það er eitt atriði þó í hugrenn-
ingum Björns Bjarnasonar, sem
ég er honum sammála um: Það er
nauðsynlegt að ræða alþjóðamálin
miklum mun meira og ítarlegar en
gert hefur verið. En þau mál verð-
ur hins vegar að ræða í ljósi þeirra
miklu breytinga sem átt hafa sér
stað og enn þróast á vettvangi al-
þjóðamálanna, en ekki með gamla
„kaldastríðsheimsmynd" Björns
Bjarnasonar sem leiðarljós.
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingarinnar.
Svaf yfir mig... Skiptir ekki máli - Enginn yfirmaður!
(Svaf yfir m
56
-1-
J
MœŒbcsúnzz leysir vandann
Reflectix er 8 mm þvkk enduraeislandi einanarun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
I háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skærí. heftibvssa oa límband einu verkfærín.
PÞ
&CO
Þ.ÞORGRfMSSON & CO
ÁRMLILA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Guðmundur Árni
Stefánsson