Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 42
f 42 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Nokkrir gallar kvótakerfísins
I LANGAN tíma er
búið að oflofa fisk-
veiðistjómkerfið. Auð-
vitað hefur kerfið sína
kosti, en það hefur
líka afleita galla. Ef
lagfæra mætti verstu
gallana myndi staðan
batna.
Galli 1.
Brottkast þorsks
Það vita allir sem
viija vita að brottkast
þorsks hefur vaxið
mjög vegna innri
spennu sem kerfið
sjálft er í. Hvati er til
að hent sé ódýrari fisk
fyrir dýrari. Hent er a.m.k. 50 þús-
und tonnum af þorski á ári að verð-
mæti um 10 milljarðar miðað við
unnar afurðir. Brottkastið kemur
ekki inn í stofnstærðarmælingu
þorsks og mælingin skekkist því um
u.þ.b. 3,5 sinnum það. Vanmat í
stofnstærð er því u.þ.b.
3,5 x 50.000 = 175 þúsund tonn.
Yrði brottkastið viðurkennt og kvóti
aukinn samkvæmt 25% aflareglu
yrði aukning 43.750 tonn samdæg-
urs. Viðurkenning á þessu væri
fyrsta skrefið til að minnka brott-
kast. Annar möguleiki væri að verð-
tengja kvótanotkun verðgildi afla.
Þriðji möguleikinn væri að taka upp
dagakerfi í stað tonnakerfis.
Galli 2. Fiskvinnsla í taprekstri
I dag er sú ranghugmynd algeng
að hagkvæmast sé að fiskvinnsla sé
einhvers konar „hjá-
leiga“ hjá útgerðinni en
ekki sjálfstæður rekst-
ur. Þá geti vinnslan
fengið hráefnið undir
markaðsverði og um
leið sé hægt að lækka
laun sjómanna. Launa-
hluti útgerðar er
35-40% af rekstri. Er
hagkvæmt að hlunnfara
eigin útgerð um þau
60-65% sem eftir eru?!
Af hverju eiga mark-
aðslögmál að ríkja í
kvótasölu, kvótaleigu,
verði fiskiskipa, afurða-
sölu erlendis og flestu
öðru en verðgildi land-
aðs afla milli útgerðar og fisk-
vinnslu skyldra aðila? Annaðhvort
verða markaðslögmál að gilda í
verðlagningu ferskfisks milli
skyldra aðila - eða þeim rekstrarað-
ilum bannað að versla við fiskmark-
aði! Það eru í gildi samkeppnislög
og jafnréttisákvæði stjórnarskrár, -
líka fyrir fyrirtæki með „sameigin-
legan“ rekstur. Það er lífsnauðsyn-
legt að fiskvinnsla sem ein af mikil-
vægustu atvinnugreinum þjóðarinn-
ar fái rekstrarskilyrði í samræmi
við mikilvægið. Lögmál markaðar-
ins á að nýta til hvatningar hag-
kvæmasta rekstrar og hámarks-
framleiðni. Skráð er viðmiðunar:
verð um olíuviðskipti í Rotterdam. I
tölvutækni nútímans hlýtur að vera
hægt að skrá viðmiðunarverð fersk-
fiskviðskipta hérlendis daglega milli
óskyldra aðila og fá þannig viðmið-
unarverð þeirra viðskipta daglega.
Þá kæmu strax fram réttar upplýs-
ingar um stöðu fiskvinnslu, en ekki
platupplýsingar byggðar á platfisk-
verði. Tekur skipstjóri með vitlaus-
an kompás rétta stefnu?
Galli 3. Byggðaröskun
I fyrstu grein laga um stjórn
fiskveiða er setning númer tvö
svona: „Markmið laga þessara er að
stuðla að hagkvæmri nýtingu fiski-
stofna og treysta byggð í landinu
Ákvæðið um að „að treysta byggð í
landinu“ er því eitt helsta markmið
laga um stjórn fiskveiða og leggur
ríkar skyldur á herðar stjórnvalda.
Reynslan er sú að framkvæmd lag-
anna raski byggð. Því er nauðsyn-
legt að þegar í stað verði unnin
vönduð álitsgerð um atvinnurétt-
indi fiskvinnslunnar. Þegar sú álits-
gerð sér dagsins ljós þá fyrst geta
stjórnmálamenn og aðrir samið til-
lögur til að efla fiskvinnslu. Stjórn-
völdum ber einnig skylda til að
tryggja að fullnægt verði áður-
nefndu lagaákvæði í 1. gr. laga um
stjórn fiskveiða um að „treysta
byggð í landinuLagaákvæði þetta
er í fullu gildi.
Gallað stjórnkerfi
markaðssett
Nokkrir prófessorar í Háskóla Is-
lands hafa gefið út fræðirit erlendis
þar sem kostir fiskveiðistjórnar Is-
lendinga eru lofaðir í bak og fyrir.
Lítið er fjallað um gallana. Hér eru
dæmi um allt aðrar ástæður bættr-
ar afkomu sjávarútvegsfyrirtækja
Kvótinn
*
Ef Háskóli Islands ger-
ir ekki viðeigandi ráð-
stafanir í kennslu í
dellufræðum hérlendis
og erlendis, spyr Krist-
inn Pétursson, verða
þá ekki aðrir að gera
eitthvað í málinu?
en /iskveiðistjómar:
I fyrsta lagi hefur stækkun
þorskstofnsins sl. þrjú ár lítið með
stjómkerfið að gera. Tilvitnun og
röksemdir: Skýrsla Hafrannsókna-
stofnunar árið 1995 sagði stærð
þorskstofnsins það ár vera 580 þús-
und tonn. Skýrsla sömu stofnunar í
ár (1999) segir hins vegar þorsk-
stofninn 1995 hafa verið 773 þúsund
tonn! Mismunur er 193 þúsund
tonn eða 33% reikningsskekkja.
Skýrslunum ber ekki saman.
Stækkun stofnsins var því ekki út-
reiknað markmið 1995, - heldur
óvænt, - vegna uppsveiflu sjávar-
skilyrða! Að reyna að eigna sér
slíkt sem útreiknað markmið er
lágkúruleg tilraun til fölsunar á
staðreyndum.
I öðru lagi er hagnaður sjávarút-
vegsfyrirtækja varla tilkominn
vegna hagnaðar í rekstri útgerðar
Kristinn
Pétursson
eða vinnslu bolfisks. Forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar hélt ræðu á aðal-
fundi LÍÚ 1998 þar sem fram kom
að hagnaður í útgerð árið áður
(1997) hefði verið 1% af veltu fyrir
breytUegar tekjur! Tap hefur verið
á landvinnslu í bolfiski nema þar
sem platfiskverð hefur verið notað í
innkaupum á fiski. Uppsjávarfisk-
veiðar, vinnsla og sala þetrra afurða
hafa hins vegar verið í blóma í
nokkur ár og skilað góðum hagnaði
sem betur fer. Hvað hefur það með
stjórnkerfi fiskveiða að gera? Ekk-
ert! Það hefur ekki einu sinni náðst
að veiða loðnu- eða síldarkvótann
árum saman! Hækkun hefur hins
vegar orðið á verði hlutabréfa í
sumum sjávarútvegsfyrirtækjum,
að hluta til vegna uppspennts verðs
veiðiheimilda í þorski, - einkum
vegna þess að þorskkvóti er allt of
lítili! Ranghugmyndir hafa skapast
vegna gífurlegrar spennu kringum
alltof litlar veiðiheimildir í þorski.
Sumir kaupa sig frá tugthúsvist en
aðrir kaupa sér „aðgöngumiða" að
öðrum fisktegundum sem eru
óveiddar. Enn aðrir henda bara
þorskinum. Verð hlutabréfa vegna
þessa ástands er tæplega varan-
legt.
I þriðja lagi má ekki síst rekja
bætta stöðu allra fyrirtækja frá
1991 til bættrar efnahagsstjórnar
þar sem hætt vai- að prenta seðla til
greiðslu fjárlagahalla í upphafi
þessa áratugar. _
Ef Háskóli Islands gerir ekki
viðeigandi ráðstafanir í kennslu í
dellufræðum hérlendis og erlendis
verða þá ekki aðrir að gera eitthvað
í málinu?
Höfundur er framkvæmdastjóri í
saltfiskverkun.
>
ATVINNUAUGLÝSINGAR
///,,,,
/////
Bílstjóri óskast
Óskum eftir meiraprófsbílstjóra eöa minna-
prófsbílstjóra með próf frá fyrir júní 1993.
ísl ensk- Amer íska,
sími 587 2700.
Járniðnaðarmenn
Vélsmiðja í Garðabæ óskar eftir að ráða
vélvirkja eða menn vana járnsmíði.
Upplýsingar gefur Jón Þór í síma 565 7390.
Smíðakennarar
Smíðakennara vantar við Árskóla á Sauðár-
króki. Um er að ræða kennslu í 4.—10. bekk.
Við óskum eftir að ráða fólk sem er tilbúið að
takast á við spennandi og krefjandi verkefni.
Viðbótarsamningar og fyrirgreiðsla í boði.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í símum
453 5382, 453 5178 og 892 1395.
Gjafavöruverslun
óskar eftir starfskrafti
Gott lundarfar og aðlaðandi framkoma skilyrði.
Æskilegur aldur frá 22ja—40 ára.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
27. ágúst merktar: „Reyklaus — 8512".
íþróttakennarar
Vegna óvæntra forfalla vantar íþróttakennara
við Árskóla á Sauðárkróki. Við óskum eftir að
ráða fólk sem er tilbúið að takast á við spenn-
andi og krefjandi verkefni. Viðbótarsamningar
og fyrirgreiðsla í boði.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í símum
453 5382, 453 5178 og 892 1395.
Smiðir — verkamenn
Okkur vantar smiði og verkamenn í uppslátt
með Hunnebeck-mótum. Vinnustaður er
Borga- og Staðahverfi í Grafarvogi.
Upplýsingar í síma 861 6797 eða 892 3797.
TSH byggingaverktakar.
ATVINNUHÚSNÆÐI
10-20 fm
atvinnuhúsnæði/aðstaða
Atvinnuhúsnæði óskast á Reykjavíkursvæðinu
> fyrir fótaaðgerðastofu.
Upplýsingar í síma 586 1795.
TIL SÖLU
Ódýrt - Ódýrt
Lagerútsala
Leikföng, gjafavörur, sportskór.
Opið kl. 13 til 18fimmtudag ogföstudag.
Skútuvogi 13 (við hl. á BÓNUS).
H TILKYNNINBAR
Kaupi gamla muni
s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, mál-
verk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósa-
krónur, bollastell og eldri húsgögn.
Upplýsingar í símum 555 1925 og 898 9475.
** Geymið auglýsinguna.
HÚSNÆÐI í BOQI
íbúð til leigu
Nýinnréttuð 60 fm íbúð á jarðhæð til leigu.
íbúðin, sem er í rólegri götu í göngufjarlægð
frá Borgarspítala og Viðskiptaháskóla, leigist
reglusömum, reyklausum einstaklingi rneð
góð meðmæli frá og með 1. september. íbúðin
er búin húsgögnum. Upplýsingar sendist í
netfang: ibud108@hotmail.com eða til
afgreiðslu Mbl. merktar: „K — 8511".
KENNSLA
Vélskóli íslands
Skólinn verður settur mánudaginn 23. ágúst.
Nýnemar mæti í hátíðarsal skólans
kl. 10.00 árdegis.
Stundaskrár og Litli-Vísir afhent eldri
nemendum í stofum 202 og 203 kl. 11.00
árdegis.
Skólameistari.
ÝMISLEGT
Mömmur athugið ef barnið
pissar undir.
Undraverður árangur með
óhefðbundnum aðferðum.
Sigurður Guðleifsson, svæða-
nuddfræðingur, simi 587 1164.
FÉLAGSLÍF
Hjálpræðís-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30 Samkoma.
Allir hjartanlega velkomnir.
LIFSSÝN
Samtök til sjálfsþekkingar
Shamanisma-nðmskeið
verður haldið í
Bolholti 4, 4. hæð,
á mánudagskvöld-
um i 5 vikur. Byrjar
mánudaginn 23.
ágúst kl. 19.30.
„Orðið Shaman
þýðir sá sem veit.
Shaman er sá sem breytir vit-
undarástandi sínu að vild í þeim
tilgangi að ná sambandi við
og/eða ferðast til annarra vídda
til að öðlast mátt og visku sem
hann siðan notar sjálfum sér til
hjálpar eða öðrum".
Upplýsingar og innritun hjá Erlu
í síma 552 1189 og Kristínu í
síma 552 7870.
augl@mbl.is
fltagitiiMbifeifr