Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
með
Resilience
fyrir andlit og háls
SPF 15 frá
ESTEE LAUDER
Hér er komin lyftingin sem húð þín
þarfnast til þess að líða sem best
þegar þú ert komin yfir fertugt. Yndisleg áferð, afar virk
rakagjöf og öflug orkuvæðing fyrir þreytta húð. Athyglisverð
formúla með einstöku „lift complex" veitir húð þinni nýjan
þrótt til að takast á við tilveruna. Innan fárra vikna geturðu
glaðst yfir sléttara og fastmótaðra andliti geislandi af nýju lífi.
Hygea Kringlunni, Lyfja Lágmúla, Gullbrá Nóatúni,
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Lyfja Setbergi, Amaró, Akureyri,
Sara Bankastræti, Lyfja Hamraborg, Apótek Keflavfkur.
Hygea Laugavegi, Snyrtistofan Hrund, Grænatúni,
UMRÆÐAN
Um siðferði og
NÚ ÞEGAR heil-
brigðisráðherra hefur
sett ný reglugerðará-
kvæði um vísindasiða-
nefnd má velta íýrir sér
hvaða sjónarmið eigi að
gilda um skipan slíkrar
nefndar. Hingað til hef-
ur Háskóli Islands til-
nefnt meirihluta nefnd-
armanna, og voru 6 af
þeim 7 nefndarmönnum
sem síðast störfuðu í
nefndinni prófessorar
við skólann. Þar sem
flest erindi sem berast
til nefndarmnar eru
einmitt frá starfsmönn-
um háskólans má telja
Ijóst að þetta var óhent-
ugt fyrirkomulag, að minnsta kosti ef
menn telja það leiða til vanhæfís
nefndarmanns ef hann starfar við
sömu stofnun eða sama fyrirtæki og
umsækjandi.
Hitt var reyndar ekki síður an-
kannalegt, að þegar aðilar utan há-
skólans báru erindi upp við nefndina
stóðu þeir frammi fyrir því að keppi-
nautar þeirra voru að dæma umsókn-
irnar. Ekki má á milli sjá hvort talið
verður óheppilegra, frá siðferðislegu
sjónarmiði, að góðvinir manns eða
keppinautar dæmi um siðferðislegt
ágæti þeirra rannsóknaráætlana sem
maður kann að hafa á prjónunum.
Því er ekki furða þótt ráðherra hafí
séð ástæðu til að endurskoða þetta
fyrirkomulag.
Háskóli íslands er ríkisfyrirtæki
Kannski væri ekki úr vegi að
skjóta því að fróðum mönnum og sið-
spökum í Háskóla íslands, að skólinn
er ekki yfir hagsmunatogstreitur
hafinn. Hann hefur hagsmuni gagn-
vart öðrum stofnunum, deildir skól-
ans og stofnanir gæta sinna hags-
muna hver gagnvart annarri og þeir
sem stunda rannsóknir
við háskólann hafa vís-
ast hagsmuni sína og
sinna rannsókna að
leiðarljósi. Loks má
minna á að skólinn er
ríkisstofnun og gera má
ráð fyrir að háskóla-
menn sýni vinnuveit-
anda sínum a.m.k. lág-
markshollustu eins og
aðrir. Eg er ekki frá því
að menn gleymi þessu
stundum og haldi að
alltaf þegar þörf sé
hlutlægni og hlutleysis
skuli spyi’ja háskóla-
kennara álits. Háskól-
inn kann að vera hlut-
laus í sumum málum, á
stundum, en á sviði rannsókna er
hann það sjaldnast, enda málsaðili.
Þá vil ég líka vekja athygli á því að
sem betur fer höfum við nú fleiri há-
skóla en einn, og óþarfí á að vera að
sækja alltaf úrskurðarmenn í þennan
sama háskóla, þó góður sé.
Hvernig á að velja fulltrúa?
Heilbrigðisráðuneytið hefur nú
hafnað því að Háskóli Islands ráði
meirihluta vísindasiðanefndar og hef-
ur gefíð út reglugerð um að þrír ráð-
herrar auk landlæknis skuli velja þá í
staðinn. Þessi ráðabreytni er að vísu
eflaust til bóta, en hún hefur þó sætt
gagnrýni undanfarna daga. Af því til-
efni vil ég í fyrsta lagi nefna að það
breytir kannski ekki ýkja miklu
hvort ráðuneyti eða háskóli skipa
fulltrúa ríkisvaldsins, því fulltrúar
háskólans eru nefnilega líka fulltrúar
og starfsmenn ríkisvaldsins. I öðru
lagi má benda þeim sem óttast að
sjónarmið stjómmálaflokka blandist
nú með óæsídlegum hætti inn í vís-
indasiðfræðileg efni á, að ekki er víst
að þesskonar flokkadrættir séu verri
meinsemd en flokkadrættirnir í vís-
Árni
Signrjónsson
nefndir
Vísindasiðanefnd
Það er ekki sjálfsagt
mál að þegar
skipunarvald
vísindanefndar er tekið
af háskólanum, segir
Árni Sigurjónsson, sé
það flutt til ráðuneyta.
Þar sýnist mér að
hlutur atvinnulífsins sé
fyrir borð borinn.
indasamfélaginu.
Hvernig væri þá réttast að skipa
menn í vísindasiðanefnd? Því er erfítt
að svara svo öllum líki. Kannski ætti
þjóðkirkjan að tilnefna menn, eða Al-
þingi, kannski samtök sjúklinga eða
neytenda. I Ijósi þess að þorri ís-
lenskra erfðafræðinga starfar nú í
einkageiranum, mætti hugsa sér að
ríkisvaldið skipaði tvo fulltrúa (þeir
gætu t.d. verið úr ríkisháskólunum
eða heilbrigðiskerfinu) en einkafyrir-
tæki í rannsóknageiranum aðra tvo.
Loks gæti oddamaður komið úr
dómskerfinu. Væri það ekki hugsan-
leg leið til að gæta meðalhófs í þess-
um efnum?
Það er ekki sjálfsagt mál að þegar
skipunarvald vísindanefndar er tekið
af ríkisháskólanum sé það flutt til
ráðuneyta. Þar sýnist mér að hlutur
atvinnulífsins sé fyrir borð borinn.
Hvers vegna þarf að útiloka einka-
geirann?
Höfundur starfar við upplýsinga-
deild íslenskrar erfðagreiningar en
tjáir hér eigin skoðanir.
HAGKAUP
Meiraúrval - betri kaup