Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 49 UMRÆÐAN Framtíð heimilislækninga á Islandi - er hún til? SJÁLFSAGT finnst mörgum að nú sé verið að bera í bakkafullan lækinn og nóg sé komið af efasemdaröddum viðvíkjandi framtíð þess hluta heilbrigðis- þjónustunnar sem við kennum gjarnan við grunninn, þ.e. heilsu- gæslunnar og þátt heimilislæknanna þar í. Tilefni þessa greina- skrifa er ágæt umfjöll- un Morgunblaðsins 8. ágúst 1999 þar sem meðal annars er fjallað um kvai’tanir almenn- ings um að erfitt sé að Haukur Valdimarsson ná í heimilislækna. Nokkuð finnst mér þó vanta upp á að komist sé að rótum vandans í umræddri grein, þ.e.a.s. hvers vegna erfitt sé að ná í heimilislækninn. Á Islandi eru til lög um heilbrigð- isþjónustu. Þau segja m.a. til um Heilsugæsla Stjórnvöld, segir Haukur Valdimarsson, hafa komið í veg fyrir nútímalega þróun í eltar aðferðir sem kenna má við einokun og höft. í staðinn fyrii- að virkja öfl markað- arins þar sem það á við, eins og t.d. í heil- brigðisþjónustu þétt- býlisins á Islandi, er beitt höftum og höml- um sem eiga sér nú sennilega hvergi nokk- urs staðar hliðstæðu í Evrópu, ekki einu sinni þótt litið sé allt austur til Úralfjalla. Með áframhaldandi sömu stjórnarháttum mun heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu uppbyggíngu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. hvernig uppbyggingu heilbrigðis- þjónustunnar skuli háttað. Lögin gera ráð fyrir að heilsugæslan sé grunnur þjónustunnar. Þau kveða til og með á um skyldur samfélags- ins um rekstur heilsugæslustöðva, um hlutverk þeirra og staðsetn- ingu. Stjórnvöld hafa á prýðilegan hátt unnið samkvæmt þessum lögum að ýmsu leyti. Hér á ég við uppbygg- ingu heilsugæslunnar utan höfuð- borgarsvæðisins. Þar hafa verið byggðar heilsugæslustöðvar sem fullnægja vel þörf staðanna. Annað gildir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem uppbygging heilsugæsl- unnar hefur setið á hakanum. Og ekki nóg með það. Stjórnvöld hafa nefnilega komið í veg fyrir nútíma- lega þróun í uppbyggingu heilsu- gæslunnar. Þar eru í fullu gildi úr- ekki fjölga í takt við þörfina. Á sama tíma og heimilislæknar hafa komið fram með tillögur um frekari uppbyggingu heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, m.a. með breytilegu rekstrarformi þar sem heimilislæknarnir sjálfir koma meir að rekstri þjónustunnar, hafa stjómvöld þrjóskast við og halda starfsemi heimilislækna niðri. Þetta gera þau með því að banna fjölgun heimilislækna en láta á meðan óá- reitta fjölgun annarra sérgreina- lækna. Það mun þó að sjálfsögðu aldrei leysa þörf samfélagsins fyrir grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Og ekki er hægt að ímynda sér kostnað samfélagsins lægri með þessum ráðstöfunum. Hlutverk stjórnvalda hlýtur að vera það að sjá til þess að heilsugæsla af ákveðnum gæðum sé fyrir hendi fyrir alla þegna samfélagsins. Nýjasta hátíðahjalið er um eitt- hvað sem kallað er dreifbýlislækn- ingar. Varla hefur undirritaður heyrt ömurlegri ambögu. Með rúm- lega 10 ára reynslu af heimilislækn- ingum úti á landi og nokkurra mán- aða reynslu af sama hér á höfuð- borgarsvæðinu hef ég sannfærst um að verið er að gera tilraun til að breyta merkingu orðsins heimilis- lækningar í dreifbýlislækningar. Eg tel að á þann hátt sé verið að reyna að friðmælast við okkur heimilislækna hér í þéttbýlinu til að vinna einhver ótiltekin störf sem okkur eru á engan hátt fullnægj- andi né samfélaginu sem við lifum í. Höfundur er sérfræðingur i hcimil- is- og embættislækningum og vinn- ur á Heilsugæslustöðinni í Kópa- vogi. _ nur fyrir ungt fólk SCANDI SLEEP dýnur eru úrvals boxdýnur frá Norðurlöndum. SCANDI SLEEP dýnukerfið er fjölbreytt og allir geta fundið dýnu við sitt hæfi. Hér kynnum við tvaer vinsælustu tegundir af SCANDI SLEEP dýnum fyrir ungt fólk. Búðu í haginn fýrir framtíðina og sofðu á alvöru dýnu því góður svefn er undirstaða góðs árangurs og vellíðunar f lífinu. -jfj ii i'JJ* SCANDI SLEEP 3015. B80 x L200 sm. B90 x L200 sm. BI05 x L200 sm. Bl 20 x L200 sm. B140 x L200 sm. kr. 19.200 kr. 19.200 kr.27.180 kr. 29.960 kr. 34.880 SCANDI SLEEP 3015. Mest selda dýnan fyrir ungt fólk. Frábær boxdýna með tvöfaldri fjöðrun, millistíf dýna sem hentar flestum. Þykk yfirdýna fylgir í verði. Meiðar eru ekki innifáldir í verði SCANDISLEEP 3010. Boxdýna með einföldu fjaðrakerfi, stíf fjöðrun. B80 x L200 sm. B90 x L200 sm. BI05 x L200 sm. B120 x L200 sm. B140 x L200 sm. kr. 12.360 kr. 12.360 kr. 15.900 kr. 17.400 kr. 19.750 V Moóar eru eJdö innifaldir i verði áb>TSð HÚSGAGNAHÖLUN Raögreiðslur í allt aö 36 mán Bfldshöfði 20 - 112 Reykjavfk Sfmi S10 8000 f* Enski boitinn á Netinu vf>mbl.is Líttu vel út. Vertu með nóg pláss fyrir allt og alla. Við kynnum til sögunnar nýjan skutbíl - Renault Mégane Break. Hann tilheyrir hinni öruggu línu Mégane sem fékk bestu einkunn í sínum flokki í Euro NCAP árekstrarprófinu og öryggisverðlaun What Car 1999. Renault Mégane Break er búinn ABS hemlalæsivöm, 4 loftpúðum, styrktarbitum í hurðum o.fl. auk farangursrýmis sem er allt að 1600 1. Veldu meira rými. Reynsluaktu Renault Mégane Break. v Crjóthál* 1 Simi 575 1200 Söludeild 575 1220 RENAULT mz í J|b.l 1\— nQr Mégane
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.