Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
UMRÆÐAN
MORGUNB LAÐIÐ
Furðuleg* vinnubrögð
Á SUNNUDAGINN
kemur kjósurn við ung-
ir sjálfstæðismenn nýj-
an formann Sambands
ungra sjálfstæðis-
manna. Þeir sem kjósa
hinn nýja formann eru
fulltrúar aðildarfélag-
anna sem valdir eru af
stjómum þeirra eða fé-
lagsfundi í hverju fé-
lagi fyrir sig, einn full-
trúi fyrir hverja tutt-
ugu félagsmenn. Mitt
**Br félag, Stefnir í Hafnar-
fírði, átti rétt á að
senda 37 fulltrúa til
þingsins í samræmi við
fjölda félagsmanna. Ég
átti sæti í stjóm Stefnis um níu ára
skeið og var formaður þess á síðasta
starfsári. Ég þekki þvi bærilega til
starfsemi félagsins og þess hverjir
hafa tekið þátt í starfinu síðustu ár-
in. Þegar mér barst listi jrfir fulltrúa
Stefnis á komandi þingi SUS rak
mig í rogastans því að í stað þess að
þekkja meirihluta fulltrúanna og
kannast við nöfn hinna sem ég ekki
þekkti kom í ljós að meirihlutinn
var fólk sem ég hef hvorki heyrt eða
séð í starfi félagsins þau tíu ár sem
ég hef verið virkur í starfi þess. Við
nánari eftirgrennslan kom í Ijós að
fjórðungur fulltrúa Stefnis, eða m'u
manns, hafði flutt í Hafnarfjörð á
föstudaginn var, daginn sem frestur
til að skila listum með þingfulltrú-
um til skrifstofu SUS rann út. Það
furðulega við þetta er
að stjóm Stefnis hafði
valið þessa einstak-
linga til setu á þinginu
á fimmtudagskvöld,
daginn áður en þeir
fluttu í Hafnarfjörð!
Lítið fylgi Jónasar
Ég hef fengið þær
skýringar á því að
ástæða þess að allir
þessir nýju Hafnfírð-
ingar fara á þingið en
ekki einhverjir hinna
eldri félaga sem starfað
hafa lengi í félaginu sé
sú að aðsóknin hafi
engin verið og því hafi
verið bmgðið á það ráð að flytja að
fólk til að fylla kvóta félagsins. Það
vill svo til að annar þeirra er gefið
sus
Stöndum þétt saman,
segir Skarphéðinn
Orri Björnsson, og
tryggjum Sigurði Kára
glæsilega kosningu til
formanns SUS.
hefur kost á sér til formennsku,
Jónas Þór Guðmundsson, er félagi í
Stefni og hefði því mátt ætla að fé-
lagar hans myndu fylkja sér að baki
hans eftir að hafa kynnst störfum
hans fyrir félagið á liðnum áram.
Svo virðist þó ekki vera og hljóta
það að vera nokkur vonbrigði fyrir
Jónas að finna ekki fyrir meiri
stuðningi við framboð sitt í eigin fé-
lagi.
Sigurður á minn
stuðning
Ég mun sækja þingið sem stjóm-
armaður í SUS og hef ákveðið að
styðja Sigurð Kára Kristjánsson til
formennsku, honum treysti ég til að
leiða samtökin inn í nýja öld og
virkja nýtt fólk til starfa um allt
land. Það verður höfuðverkefni
nýrrar forystu að efla starf félag-
anna og draga að nýtt fólk í hreyf-
inguna. Af kynnum mínum af fram-
bjóðendunum treysti ég Sigurði
Kára betur til þess að leiða þetta
starf og stýra öflugri hreyfingu inn í
nýja öld.
Félaga mína í SUS, og þá sér-
staklega nýja og eldri í Hafnarfirði,
hvet ég eindregið til þess að greiða
atkvæði með hagsmuni samtakanna
að leiðarljósi en láta vafasöm
byggðasjónarmið ekki ráða afstöðu
sinni. Stöndum þétt saman og
tryggjum Sigurði Kára glæsilega
kosningu til formanns Sambands
ungra sjálfstæðismanna á sunnu-
daginn kemur.
Höfundur er félagi ( Stefni FUS
og á sæti í stjérn SUS.
Skarphéðinn Orri
Bjömsson
BOICVAL
nauarmuia a • neyKjaviK ■ simr dí*u auou Hafnarst. 91-93 • Akureyri • Sími 461 5050
Sumarsmellur
NOKIA 5110
Hlaðinn aukabúnaði!
Taska, bílhleðsla, handfrjáls búnaður
og festing í bít fylgir með.
NOKIA 6110
Hlaðinn aukabúnaði!
Taska, bílhleðsla, handfrjáls búnaður og festing í bíl fylgir með.
Handfrjáls
búnaður
Aukabúnaður sem fylgir með...
Tas^gSp
Bílhleðsla
17.900
26.900
Jónas Þór sem næsta
formann SUS
Jens Garðar Hilmar
Helgason Gunnlaugsson
EFTIR nokkra daga
mun það verða Ijóst
hver leiðir Samband
ungra sjálfstæðis-
manna inn í nýja öld
tækifæranna. Þetta
rótgróna félag hefur
vakið verðskuldaða at-
hygli landsmanna í ár-
tatugi og er eitthvað
sem aðrir bæði óttast
og öfunda. I Vest-
mannaeyjum um helg-
ina fer fram 35. þing
félagsins þar sem full-
trúar víða af landinu
koma saman til skrafs
og ráðagerða. Þar
verður líka formaður
félagsins til næstu tveggja ára val-
inn af þingfulltrúunum sjálfum.
Tveir hafa gefið kost á sér og það
verður erfitt fyrir marga að velja.
Undirritaðir hafa starfað fyrir sín
Formannskosning
Við skorum á fulltrúa á
þinginu að kjósa Jónas
Þór, segja Jens Garðar
Helgason og Hilmar
Gunnlaugsson, svo
félagið megi dafna
um ókomin ár.
félög í áraraðir og vita hversu mikil-
vægt það er fyrir lítil félög á lands-
byggðinni að hafa beint samband
við forystu félagsins í Reykjavík.
Þess vegna höfum við ákveðið að
kjósa Jónas Þór Guðmundsson til
forystu í SUS. Jónas hefur unnið af
kappi og eljusemi fyrir félög á
landsbyggðinni jafnt sem á höfuð-
borgarsvæðinu og væri það synd ef
manni með jafn mikla reynslu og
Jónas Þór væri hafnað. Við skoram
á fulltrúa á þinginu að kjósa Jónas
Þór svo félagið megi dafna um
ókomin ár og frelsishugsjónin fái að
ríkja inn í næstu öld.
Jens Garðar er formaður Hávars,
FUS á Eskifirði og Reyðarfirði, og
Hilmar er formaður Lagarins,
FUS á Egilsstöðum.
HELLUSTEYRA JVJ
Vagnhöfða 17
112 Reykjavík
Slmi: 587 2222
Fax: 587 2223
Gerið verðsamanburð
Tölvupústur: sala@hellusteypa.is