Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGER ESTER
NIKULÁSDÓTTIR
+ Inger Ester
Nikulásdóttir
fæddist á Eyrar-
bakka 8. júní 1924.
Hún lést á Vífils-
stöðum 11. ágúst
siðastiiðinn. For-
eldrar hennar voru
Nikulás Ivarsson og
Ólöf Bjarnadóttir.
Inger Ester var
næstyngst fjögurra
systkina. Hin voru
Olafur, Bjarndís Jó-
hanna og Ivar.
Inger Ester gift-
ist Magnúsi Björns-
syni simamanni, f. 24. júní 1914,
d. 9. maí 1990. Börn þeirra eru
1) Björn Hólm símsmiðameist-
ari, f. 26. jan. 1948, maki Anna
Fía Emilsdóttir, f. 23. maí 1951.
Eiga þau fimm börn: Magnús
Inga; Emil Hreiðar, maki fris
Lind Verudóttir; Jakob Hafþór;
Guðbjörgu Hrönn; og Jón Arn-
ar. 2) Valdís kennari og kristni-
boð', f. 28. okt. 1949, maki
Kjartan Jónsson, f. 3. apríl
1954. Þau _ eiga þrjú börn:
Heiðrúnu, Ólöfu Inger og Jón
Magnús. 3) Oddur Örvar bif-
vélavirki, vinnur
við viðgerð kæli-
tækja, f. 13. júní
1952, maki Hulda
Sigríður Skúladótt-
ir, f. 1. mars 1954.
Börn þeirra eru
þrjú: Orri Freyr,
Óttar Ingi og Arna
Rún. 4) Hafrún
bankastarfsmaður,
f. 6. maí 1955, maki
Karl Hallur Sveins-
son, f. 30. des. 1957.
Þau eiga Arnór
Hrannar sem á Karl
Rúnar, barnsmóðir
Iris Dögg Guðmundsdóttir. 5)
Elínborg bókari, f. 23. maí
1960, maki Gunnar Þór, f. 25.
nóv. 1959. Þau eiga þrjár dæt-
ur: Huldu Rós, Ester Ósk og
Lindu Björk. 6) Margrét Ólöf
kennari, f. 3. apríl 1967, maki
Benedikt Grétar Ásmundsson,
f. 2. okt. 1965. Þau eiga þrjár
dætur: Kristinu, Hólmfríði og
Ásu Rut.
Útför Ingerar Esterar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Það er tæplega einn og hálfur
mánuður síðan móðir mín, Inger
Ester, greindist með krabbamein í
brisi. Leikslok voru ljós frá upphafi
og hófst líknarmeðferð strax sem
fólst í að gera allt til að láta henni
líða eins vel og kostur var. Enginn
átti von á að þetta tæki svona stuttan
tíma en síðasta vikan var erfið og
það var gott að hún þurfti ekki að
heyja baráttuna lengur.
Eg var örverpi mömmu og pabba
og að sögn systkinanna fimm of-
dekruð og fékk allt sem þau fengu
ekki. Vafalaust hefur verið mikið
basl að koma á legg sex börnum.
Mamma var heimavinnandi og pabbi
í vinnu og aukavinnu myrkranna á
milli. Þegar ég kom í heiminn, 19 ár-
um eftir fyrsta barnið, var farið að
hægjast um á heimilinu, sum leigðu
uppi á háalofti á Birkimelnum, ein-
hver flutt að heiman, þannig að ég
man mest eftir mér einni með pabba
og mömmu á Birkimelnum eða á
flakki um allt Island.
Mamma var ekkert fyrir að segja
frá sjálfri sér eða öðrum. Pabbi var
opnari og notaði hvert tækifæri til að
glettast með færni fólksins í Þor-
bergsstaðaættinni. Hún vann verk
sín í hljóði en var afskaplega lagin í
höndunum, saumaði og prjónaði
listavel. Hún saumaði jólafötin á
okkur til margra ára og ég man eftir
fínu síðu pilsi sem hún saumaði á
mig upp úr kjól sem hún hafði átt.
Ég man hvað ég var hreykin í þessu
pilsi á jólaballi í skólanum, skar mig
alveg úr fjöldanum en hugsaði ekki
um það því pilsið var svo fallegt.
Mamma sagði mér einu sinni að
hún hefði hrasað ofan í hver þegar
9(ra6Bameinsfé(aflSÍns
5621414
Krabbameínsféiagið
hún var lítil stúlka. Hún brenndist
illa og var rúmföst í langan tíma.
Hún fékk því ekki tækifæri til að
ljúka barnaskólanum. Einnig fékk
hún berkla sem unglingur, held ég,
og var send ein til fjölskyldu í
Skaftafelli í tvö ár því fjallaloftið átti
að vera svo heilnæmt en fékk þar af
leiðandi ekki að vera með fjölskyldu
sinni. Þetta hlýtur að hafa verið af-
skaplega erfitt og án efa markað
hana um aldur og ævi. Þvi miður veit
ég ekki meira um æsku mömmu.
I gömlum albúmum eru til margar
myndir af foreldrum mínum fyrstu
hjúskaparárin. Þau kynntust víst á
veitingastað, sem var þar sem Mið-
bæjarmarkaðurinn er, á móti Fóget-
anum. Mamma vann þar við að upp-
varta. Þau voru bæði mjög myndar-
leg og mamma hefur verið mjög
glæsileg ung kona, falleg, grönn og
spengileg, hárið svo fallegt og
klæðaburðurinn glæsilegur.
Þegar ég var lítil vorum við
mamma alltaf einar heima á fimmtu-
dagskvöldum. Elínborg systir, sem
er sjö árum eldri en ég, hlýtur að
hafa verið þarna líka einhvers staðar
en ég man bara eftir okkur mömmu
saman. Þá var engin dagskrá í sjón-
varpinu, pabbi fór að spila bridds og
ég var sett í bað, burtséð frá því
hversu oft ég hafði farið í sund með
pabba alla vikuna. Eftir baðið sett-
umst við inn í stofu og unnum handa-
vinnu á meðan við hlustuðum á leik-
ritið í útvarpinu. Þetta voru yndis-
legar kyrrðarstundir, mamma í sín-
um stól og ég í sófanum og svo hjálp-
aði hún mér að bögglast við hekl,
saum eða prjón. Eftir á að hyggja
eru þetta ómetanlegar stundir, að fá
að sitja í rólegheitum með mömmu
sinni heila kvöldstund. Hversu
margir krakkar fá það í dag?
Mamma var orðin 53 ára þegar
hún fór að vinna á skeytaútsendingu
Pósts og síma niðri við Austurvöll,
fyrst við að bera út skeyti og síðar
sem ritari.
Hún vann til skiptis fyrir og eftir
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
hádegi. Þegar hún var að vinna eftir
hádegi var ég ein heima en bauð auð-
vitað vinkonunum heim til mín þegar
ég var búin að læra. Mamma lagði
ríka áherslu á það að læra fyrst og
leika svo. Við brölluðum ýmislegt í
eldhúsinu, ég bauð vinkonunum oft
að borða með mér í drekkutímanum,
við gerðum ýmsar tilraunir, þannig
að kakóið fór óvart um alla veggi eða
við reyndum að spæla egg eða
steikja pönnukökur með tilheyrandi
subbuskap. Þegar ég rifja þetta upp
man ég ekki eftir einu styggðaryrði
frá mömmu. Varla höfum við hreins-
að í burt öll verksummerki og greini-
lega kláraðist brauðið mjög hratt.
Nei, mamma leyfði okkur alveg að
vasast í eldhúsinu og áminnti mig
aldrei. Það hefur verið mikil þolin-
mæði sem hún sýndi mér.
Eftir að mamma hætti að vinna, 63
ára, fór hún alltaf með pabba að
spila. Hann var orðinn „löggilt gam-
almenni" eins og hann orðaði það.
Þau tóku þessu sem hverri annarri
vinnu, fóru á Aflagrandann, Vestur-
götuna og víðar þar sem heldra fólk
tók í spil. Það merkilega var að
mamma horfði alltaf bara á, fylgdist
með og lærði, þar til örfáum vikum
áður en pabbi dó, vorið 1990, þá fór
hún að taka í spil. Við höfðum öll
áhyggjur af mömmu eftir að pabbi
var farinn, hún hafði alltaf bara fylgt
honum í spilamennskuna og svo
höfðu þau ferðast svo mikið saman,
bæði hér heima og farið til Færeyja
og tvær átta landa reisur. En
mamma kom okkur þægilega á
óvart. Hún hélt áfram að stunda
„vinnuna“ hans pabba, stundum var
bara einn frídagur í viku, hina dag-
ana spilaði hún. Á morgnana las hún
skáldsögu eða saumaði í. Svo tók hún
upp á því að fara ferðir til útlanda
með Ásu mágkonu sinni og Fríðu
svilkonu sinni. Þær voru líka ekkjur
og að þeirra sögn var það mamma
sem var aðaldrifkrafturinn í því að
finna út ferðir og þær segja að hún
hafi alveg séð um öll praktísk mál,
talað íyrir þeim og drifið þær með
sér. Ég kallaði þær kátu ekkjumar
og mikið glöddumst við yngra fólkið
yfír kraftinum í þeim.
Þegar ég eignaðist sjálf börn var
mamma afskaplega góð amma við
dætur mínar. Hún var orðin svolítið
slæm í höndunum en heklaði samt
barnateppi og gaf þeim falleg föt í
afmælis- og jólagjafir. Þegar við
komum í heimsókn, þá vorum við að
fara til „kex-ömmu“. Hún átti alltaf
til djús og kex fyrir bömin og barna-
börnin. En við urðum alltaf að koma
snemma fyrir hádegi svo amma
kæmist að spila eftir hádegi.
Mamma þurfti að dveljast á Vífils-
stöðum frá upphafi þessa árs. Lung-
un vom orðin það léleg að hún þurfti
stöðugt að hafa súrefni. Hún vildi
ekki vera bundin ein heima með súr-
efnissíu og allt sem því fylgir. Það
var búið að sækja um'í Seljahlíð fyrir
hana en það fór öðravísi en áætlað
var.
Ég þakka Guði fyrir mömmu
mína, öll hennar vera kenndi mér
mikið um lífið. Ég bið algóðan Guð
að blessa hana og minningu hennar.
Margrét Ólöf.
Þessar línur komu til mín nóttina
eftir að mamma okkar dó og vil ég
senda þær sem hinstu kveðju mína
til hennar:
Ekkert hljóð, lítið lífsmark,
liggur dáin móðir mín.
Hver? - trúir á það takmark
sem tekur oss í himin inn.
Hrina'a bjöllur, heyrast lúðrar,
hún er að koma ein dóttirin.
Hafðu þökk fyrir mömmu, Jesú minn.
Kveðja frá syni.
Björn Hólm.
Tek ég úr gleymsku myrkri, móðir,
minninganna spjöld,
það er eins og englar góðir
að mér svífi í kvöld,
ástar stjama eilíf skíni
inn í myrkrið svart,
er sem kalinn hugur hlýni,
húmið verði bjart.
Man ég alla ástúð þína,
öll þín tryggðarbönd,
yfir barnabresti mína
breiddirðu milda hönd,
stundum vildi ég vera góður
vænsta yndið þitt.
Pað er svo gott að eiga móður
sem elskar barnið sitt.
(Kristjón Jónsson.)
Hafrún, Karl og fjölskylda.
Jesús er mér í minni,
mig á hans vald ég gef,
hvort ég er úti’ eða inni,
einsþáégvaki’ogsef.
Hann er mín hjálp og hreysti,
hann er mitt rétta líf,
honum af hjarta’ eg treysti,
hann mýkir dauðans kíf.
Eg lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristi krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgr. Pét.)
Þessi orð Hallgríms vil ég gera að
mínum og syngja þau með sama
trausti til frelsara míns, Drottins og
skapara og hann. Þegar maður horf-
ir upp á nákominn ættingja eða vin
heyja dauðastríð finnur maður mikið
fyrir vanmætti sínum til að uppörva
og hjálpa. Hver og einn þarf að
ganga í gegnum dauðans dyr aleinn.
Þá er aðeins hægt að andvarpa og
biðja Jesú um styrk, líkn og miskunn
fyrir hinum deyjandi og sjálfum sér
þegar þar að kemur.
Pabbi og mamma voru afar ólík að
persónugerð. Pabbi var ákaflega fé-
lagslyndur og opinn, en mamma
mjög lokuð og hljóðlát. Hún var jafn-
framt mjög skapmikil. Hún erfði þá
skaphöfn frá Nikulási afa. I minning-
unni var Ólöf amma ákaflega hlý og
góð og var notalegt að sitja í litla eld-
húsinu á Sólvallagötu og borða jóla-
köku með mjólk og spjalla. Afi var
þarna bara og tilheyrði ömmu og
sagði helst ekkert.
Það var mjög þröngt í búi, þegar
við systkinin sex ólumst upp í lítilli
blokkaríbúð á Birkimel 6. Fyrstu
fjögur börnin fæddust þétt, en síðan
liðu fimm ár og loks sjö þar til
yngsta systirin fæddist. Þá var ég 17
ára og má segja að hún hafi haft okk-
ur öll til að ala sig upp! Mamma var
lengst af heimavinnandi og pabbi
vann tvöfalda vinnu. Þá var lífið í
föstum skorðum, matmálstímar
alltaf á ákveðnum tíma, þegar pabbi
kom heim í hádeginu og oft í kaffi
milli þess sem hann þeyttist um bæ-
inn með skeyti. Við börnin fengum
aldrei að fara út að leika okkur fyrr
en búið var að læra fyrir skólann og
háttatími var alltaf á sama tíma. I
blokkinni bjuggu margar barnafjöl-
skyldur og við eignuðumst marga
góða leikfélaga. Mamma var mjög
ströng við okkur og óhlýðni var refs-
að. Stundvísi, vandvirkni og sam-
viskusemi vora höfuðdyggðir. Eftir á
að hyggja kom það sér mjög vel í líf-
inu.
Mamma hafði ekki ráð á því að
stunda afþreyingar sem kostuðu
mikið. Þó tók hún við helstu tilefni
ljósmyndir og man ég vel hvað okk-
ur þótti gaman að horfa niður í
kassamyndavélina hennar. Hún var
ákaflega söngelsk og var á yngri ár-
um í kirkjukór. Útvarpið var opið
allan daginn hvort sem verið var að
hlusta eða ekki og kunnum við öll
dægurlögin sem í því hljómuðu.
Hún fór lítið í kirkju fram á efri ár
nema helst á stórhátíðum og til-
heyrði það jólunum að fara í Nes-
kirkju á aðfangadag. Hún hlustaði
alltaf á útvarpsmessu á sunnudags-
morgnum um leið og steikin var út-
búin og við kunnum öll sálmalögin
vegna þess. Þegar við vorum lítil
stundaði hún þann gamla íslenska
sið að signa litlu börnin áður en hún
klæddi þau í fötin. Ég minnist þess
að hún hafði mjög gaman af að fara
með vinkonum sínum Öddu í mið-
húsinu og Jenný út að skemmta sér
á yngri árum, en smám saman lagð-
ist það af, þar sem hún var ekki
dugleg að rækta tengsl við fólk. Svo
sökkti hún sér þegar færi gafst nið-
ur í skáldsögulestur. Þær voru ófá-
ar ferðirnar sem ég og hin systkinin
fóram fyrir hana á bókasafnið. Ég
man að ég reyndi oftast að finna út
hvort bækurnar enduðu vel til að
mamma þyrfti ekki að lesa eitthvað
sorglegt eða Ijótt! Eina ferðalagið
sem fjölskyldan eyddi í á sumrin
var að fara í rútu alla leið til Selfoss
að heimsækja systkini mömmu og
fjölskyldur þeirra, Ólaf frænda og
Kristínu og Hönnu frænku og Ella.
Það var eðlilega miklu meiri um-
gangur við Ivar bróður hennar og
Gunnu þar sem þau bjuggu í
Reykjavík.
Éyrir fólk sem er mjög tilfinn-
ingalega lokað á mörgum sviðum
getur lífið oft reynst mjög erfitt.
Mamma talaði lítið um bernsku
sína. Hún mundi vel eftir uppvextin-
um í Vestmannaeyjum fram að 16
ára aldri. Hún ýjaði þó að ýmsu sem
hafði orðið að sári í sálinni, en sem
hún átti erfitt með að tala um þegar
á því stóð. Það hafði þá ekki verið
tekið á því til að vinna úr flækjun-
um, við spurningum sem ekki voru
bornar fram upphátt fengust því
engin svör. Umræða um mörg við-
kvæm mál fór ekki fram á sama
hátt og gert er í dag. Menn tókust á
við erfiðleika lífsins, bitu á jaxlinn
og héldu áfram sínu daglega striti.
Þannig fór með mömmu, að hún ein-
angraði sig um langan tíma frá því
að umgangast aðra en fjölskylduna,
sat með kaffibollann og sígarettuna
og las bækur og blöð og sá um
helstu húsverk. Hún hafði greini-
lega alltaf minnimáttarkennd yfir
að hafa ekki lokið barnaskólanum.
Hún hafði fallið í hveravatn og verið
lengi veik af því, einnig verið lengi
að berjast við berkla sem unglingur
og send í bæði skiptin að heiman og
skildi ekki af hverju hún fékk ekki
að sjá foreldrana í mjög langan
tíma, en þau voru mjög efnalítil.
Einnig talaði hún um að hún hefði
haft svo gaman af að teikna og mála
sem barn, að kennarinn hefði fengið
myndirnar hennar til að sýna og
hún fékk þær aldrei aftur. Hvað
sem því olli þá ákvað hún særð og
reið að teikna aldrei aftur, að
minnsta kosti ekki sýna neinum
teikningar sínar. Kvöldið áður en
hún dó sagði hún yndislegri hjúkr-
unarkonu að hún hefði verið látin
gefa frænku sinni einu dúkkuna
sem hún hefði eignast og sú hafði
farið illa með hana og eyðilagt. Þar
var komin skýringin á því af hverju
hún keypti sér dúkku í einni af ut-
anlandsferðunum eftir að hún var
komin yfir miðjan aldur til að hafa
upp á punt. Hún sagði einnig frá því
hve hún hafði tekið nærri sér móð-
urmissinn og þótt hræðilegt að
horfa á eftir henni ofan í jörðina. Þá
hafði hún ákveðið að hún vildi sjálf
hafa líkbrennslu. Hún átti alltaf
auðvelt með að tjá börnum og
barnabörnunum hlýleika þegar þau
voru lítil.
í raun má segja að mamma hafi
fyrst virkilega farið að njóta lífsins
og hafa gaman af ýmsu þegar hún
var komin yfir miðjan aldur. Hún
naut þess að fara með pabba og
áfram eftir að hann dó 1990 á sam-
verur „heldri borgara eða löggiltra
gamalmenna". Þau fóru á félags-
miðstöðvarnar, Neskirkju og einnig
í dvalarflokka eldri borgara á
Hvanneyri og á Löngumýri.
I sumar héldum við upp á 75 ára
afmæli mömmu á Hótel Loftleiðum.
Hún var þá með súrefniskútinn með
sér, en hún var í þriðja sinn á Vífils-
staðaspítala vegna lungnaþembu og
hafði verið þar síðan í janúar. Hún
var búin að reykja síðan hún var
ung, alltaf nema er hún gekk með
börnin, og því voru Iungun mjög
slæm. Krabbamein í brisi síðasta
mánuðinn óx hratt. Kvöldið áður en
hún dó trúði hún hjúkrunarfræð-
ingnum góða fyrir því að hún væri
búin að takast á við allar tilfinning-
arnar við það að vita að hverju
stefndi og væri orðin sátt. Hún
sagðist vera ánægð og þakklát fyrir
að öll börnin hefðu komist mjög vel
til manns og ekkert þeirra eða
fjöskyldna þeirra væri í neinni
óreglu eða rugli.
Við börnin og fjölskyldur okkar
viljum þakka starfsfólki Vífilsstaða-
spítala, djáknanum og sjúklingun-
um sem mamma dvaldi með hjart-
anlega fyrir alla aðstoð, umhyggju
og félagsskap. Sérstakar kveðjur
flytur Ivar Nikulásson bróðir
mömmu sem er sjúklingur og öll
börnin hennar og fjölskyldur þeirra.
Guð blessi minningu hennar.
Valdís, Kjartan, Heiðrún,
Ólöf Inger og Jón Magnús.