Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 55
THEODÓR FRÍMANN
EINARSSON
+ Theodór Frím-
ann Einarsson
fæddist að Eystri-
Leirárgörðum í
Leirársveit 9. maí
1908 og ólst þar
upp. Hann flutti til
Akraness 1936 og
hefur búið þar síð-
an. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 8. ágúst síðast-
liðinn.
Foreldrar Theo-
dórs voru Einar
Gíslason, bóndi að
Eystri-Leirárgörð-
um, f. 6.2. 1876, d. 16.7. 1951,
og Ragnhildur Jónsdóttir, f.
13.9. 1863, d. 8.3. 1924. Hálf-
systkini Theodórs, samfeðra:
Oskar, nú látinn; Guðfinna, f.
13.2. 1916, búsett í Reykjavík;
Jóhannes, nú iátinn; Guðrún, f.
9.9. 1923, húsmóðir í Reykjavík;
Guðmundur Hannes, nú Iátinn;
Gústaf Adolf, f. 20.2. 1920,
bóndi að Eystri-Leirárgörðum;
Guðríður, f. 13.6. 1929, húsmóð-
ir í Lyngholti.
Elsku pabbi minn. Nú hefur þú
lokið langri og farsælli ævigöngu.
Fyrir rétt rúmu ári komum við fjöl-
skylda þín, systkini þín og vinir sam-
an til að gleðjast með þér í tilefni 80
ára afmælis þíns. Petta var bjartur
og fagur maídagur, sól skein í heiði
og fuglar sungu. Þessi samverustund
var þér dýrmæt og okkur hinum
ógleymanleg. Þó árin væru nú orðin
90 vildir þú halda þínu striki, búa
einn og sjá um daglegt líf þitt, það
hafðir þú gert síðan móðir okkar dó
og vildir engu breyta með það. Það
var þér mikils virði að aka um bæinn
í þínum græna Skoda, heilsa uppá
fólk á þinn hlýja og gamansama hátt.
Þú hafðir til margra ára glatt bæjar-
búa og landsmenn alla með frábær-
um gamanvísum, gamanþáttum,
söngtextum og tónlist er voru flutt
við ýmis tækifæri. Og enn í dag má
heyra á öldum ljósvakans lög og
söngtexta þína flutta af ýmsum lista-
mönnum þjóðarinnar.
Síðustu mánuðir voru erfíðir, veik-
indi sóttu á og þú þurftir að fara á
sjúkrahús. Þú varst sjálfur búinn að
taka þá ákvörðun að flytja á Dvalar-
heimilið Höfða og fluttir þangað 18.
júní sl. en í lok júlí fórst þú aftur á
sjúkrahús og áttir ekki afturkvæmt.
8. ágúst kvaddir þú sáttur eftir langa
ævi.
Elsku pabbi, nú ertu horfínn okkur
ástvinum þínum um sinn. Hugur
minn er fullur þakklætis að hafa átt
þig sem fóður. Ég bið almáttugan
Guð að blessa þig og vernda.
Því hvað er það að deyja, annað en standa
nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið.
(Kahlil Gibran, Spámaðurinn.)
Þín dóttir,
Ragnhildur.
Theodór var
kvæntur Guðrúnu E.
Ólafsdóttur, húsmóð-
ur, f. 11.10. 1917, d.
18.6. 1990. Börn
Theodórs og Guðrún-
ar eru: Ragnhildur, f.
27.7. 1940, hjúkrunar-
fræðingur, og eru
börn hennar Jakob
Halldórsson, kvik-
myndagerðarmaður,
en sonur hans er
Sindri Þór, og Anna
Halldórsdóttir, tón-
listarmaður og BS í
sagnfræði. Ólafur
Bragi, verslunarmaður, f. 20.8.
1943, kvæntur Júlíu Baldursdótt-
ur, verslunarmanni, og eru böm
þeirra Baldur Ragnar, verslunar-
maður, en sonur hans er Óli Dór,
sambýliskona Baldurs er Auður
Sigmarsdóttir og eiga þau dóttur-
ina Alexíu, Guðrún Ellen, verslun-
armaður, og er maður hennar
Guðjón Theodórsson, sjómaður,
en synir þeirra eru Jökull og Birk-
ir, Ragnhildur ísleifs, en sonur
hennar er Isak Darri; Ester Lind,
ins „Á hörpunnar óma“. Ekki má
heldur gleyma laginu og textanum
„Kata rokkar“ sem hún Björk okkar
Guðmundsdóttir endurflutti fyrir ein-
hverjum árum síðan og hefur með því
uppátæki sjálfsagt gert ódauðlegt.
Já, aldni vinur, það er alltaf erfítt að
sætta sig við það þegar kemur að
leiðarlokum hjá þeim sem eru manni
kærir. Þannig líður mér núna, þegar
komið er að þessari kveðjustund,
þrátt íyrir að hafa vitað að eilíft líf er
engum gefið og aldur þinn hafi gefið
tilefni til að ætla að þessi stund nálg-
aðist óðum. Nú hefur þú horfið á vit
feðranna, ert laus við þá áþján sem
gamall líkami veldur ungri sál og get-
ur leyft þeim sem þar eru í samvist-
um við þig að njóta þeirrar samveru.
Glettnin í tilsvörum þínum, sem
gjaman voru í bundnu máli, eiga ör-
ugglega eftir að ylja einhverjum á því
tilverustigi, eins og þau gerðu í okkar
jarðnesku tilvist. Nú vildi ég gjaman
vera „fluga á vegg“ og fylgjast með
þegar þú tekur að ræða málin, eins
laginn og þú varst við að kalla fram
hressileg viðbrögð hjá viðmælendum
þínum. Ög hafðir svo gaman af öllu
saman.
Kæri vinur, ég kveð þig með sökn-
uði. Hafðu innilegustu þakkir fyrir
árin sem við bjuggum undir sama
þaki og öll hin árin sem við áttum
saman. Hafðu sömuleiðis þakkir fyrir
umhyggjuna og ástúðina sem þú
sýndir sonum okkar. Ég veit að þú
hefur nú hitt aftur ástvini og sam-
ferðafólk frá fyrri tíð; Gunnu konuna
þína, bræður þína, soninn sem þú
misstir ungan auk allra vinanna sem
þú eignaðist á langri lífsleið og farnir
em. Ástvinum þínum, sem eftir lifa,
votta ég mína dýpstu samúð.
Hervar Gunnarsson.
Kæri aldni vinur. Mig langar að
segja við þig nokkur orð, í dag, þegar
komið er að því að kveðja þig hinsta
sinni. Mér er það enn í fersku minni
þegar ég varð þess heiðurs aðnjót-
andi að kynnast þér í eigin persónu.
Það var þegar ég og dóttir þín, Est-
er, vorum að draga okkur saman fyr-
ir rúmum 30 árum síðan. Að sjálf-
sögðu vissi ég fyrir hver þú varst.
Það vissu allir Akurnesingar og
raunar margir fleiri. Svo þekkt vora
verk þín, hvort sem um var að ræða
dægurlög, leikþætti, gamanvísur,
revíur eða annað sem þarfnaðist
snilligáfu þinnar.
Ekki ætla ég að eyða því litla rými,
sem þessi minningagrein fær, til að
rifja upp verk þín í þágu íslenskrar
dægurtónlistar, svo mörg eru þau og
raunar erfitt að gera upp á milli
þeirra. Hitt get ég sagt þér að margt
hjartað hefur þú glatt gegn um ára-
tugina og átt eftir að gera lengi enn,
því sum þessara laga og texta eiga
eftir að lifa um langan aldur og verð-
ur mér þá einkum hugsað til „Angel-
íu“, þess þekkta dægurlags sem þú
gafst þennan hugljúfa texta, og ljóðs-
Okkur langar í fáum orðum að
kveðja þig, kæri afi.
Þú varst einstaklega jákvæður og
léttur í lund. Margar góðar minning-
ar eigum við af heimsóknum til ykkar
ömmu á „Bjarkó". Þar var alltaf gott
að koma, því þar var léttleikinn ávallt
í fyrirrúmi. Oft tókst þú lagið á orgel-
ið þitt eða harmonikkuna og á það ef-
laust stóran þátt í tónlistaráhuga
margra afkomenda þinna.
Þú varst ungur í anda og fylgdist
vel með málefnum líðandi stundar.
Þú hafðir næmt auga fyrir því skop-
lega í tilverunni sem varð þér ótæm-
andi brunnur í kveðskap þínum, frá
unga aldri og til hins síðasta.
Ogrynni af lögum og textum eru til
eftir þig enda spannar sá ferill þinn
meira en 70 ár og margt þjartað hef-
ur þú glatt í þínu lífi. Aðeins 17 ára
samdir þú einn af þekktustu dægur-
lagatextum þínum, Angelíu, en lagið
heyrðir þú hjá franskri kaupakonu.
En þú varst ekki bara spaugsamur í
kveðskap þínum. Þú ortir líka kær-
leiksrík og gefandi Ijóð eins og ljóðið
sem þú ortir við andlát ömmu og
langar okkur til að gera þau orð að
okkar:
sjúkraliði, f. 26.12. 1950, gift
Hervari Gunnarssyni, formanni
Verkalýðsfélags Akraness og
fyrsta varaforseta ASÍ, en synir
þeirra eru Theodór Freyr, nemi,
sambýliskona hans er Kristrún
Dögg Marteinsdóttir og er dótt-
ir þeirra Ester Lind, Gunnar St-
urla, kennari, en sambýliskona
hans er Christel Rudolfsdóttir
og eiga þau dótturina Margréti
Sögu og óskírðan son, Daði Már,
nemi.
Fyrstu árin á Akranesi vann
Theodór hjá Haraldi Böðvars-
syni & Co. en sneri sér síðan að
verslunarstörfum hjá Kaupfé-
lagi Suður-Borgfirðinga og síð-
ar þjá Sláturfélagi Suðurlands.
Þá rak hann barnafataverslun-
ina Lind um árabil. Síðustu ár
starfsævi sinnar vann hann
fiskvinnslustörf hjá Hafernin-
um hf. og við bensínafgreiðslu
hjá Skeljungi.
Theodór var landsþekktur
hagyrðingur og textahöfundur
auk þess að hafa á langri lífs-
leið samið fjölda laga. Revíuna
Allt er fertugum fært, samdi
hann 1945. Hann vann til 1.
verðlauna í danslagakeppni
SKT 1956 og til 3. verðlauna í
sömu keppni 1958.
Útför Theodórs fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Astvinir munu þér aldrei gleyma,
meðan ævisól jréirra skín.
Þú horfrn ert burt til betri heima.
Blessuð sé minning þín.
Þegar amma dó fyrir 9 áram og þú
þá 82 ára að aldri ákvaðst þú að læra
heimilisstörfin og varst engum háð-
ur. Þú máttir ekki heyra á það
minnst þá að fara á elliheimili, enda,
eins og þú sagðir „vora elliheimili
bara fyrir gamalt fólk“. Svo keyrðir
þú á þínum græna Skoda um götur
bæjarins fram yfir nírætt. Það kom
sér vissulega vel fyrir þig hversu
lengi þú keyrðir því ávallt togaði
sveitin í þig og þú svo heppinn að
systkini þín skyldu alla tíð búa á þín-
um æskuslóðum. Ófáar vora ferðir
þínar þangað.
Þú kvaddir þetta líf á fogru ágúst-
kvöldi eftir stutta sjúkdómslegu og
ert lagður af stað í það ferðalag sem
allra bíður.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Baldur, EUen og Ragnhildur.
Það er ekki auðvelt að festa á blað
í fáeinum orðum þær tilfinningar og
minningar sem bærast í brjósti okkar
bræðra. Afi tók virkan þátt í uppeldi
okkar, þar sem við bjuggum undir
sama þaki stóran hluta bernskuár-
anna, og átti því vissulega sinn þátt í
að móta okkur bræður sem einstak-
linga.
I lifanda lífi var afi atorkusamur
maður og listhneigður. Hann samdi
gamanvísur, revíur, dægurlög og
dægurlagatexta eins og mörgum er
kunnugt. Það er þó svo að þessi atriði
era okkur ekki minnisstæðust, enda
var hann í raun athafnasamastur á
því sviði áður en við bræður
komumst til vits og ára. Við minn-
umst afa Tedda sem gleðigjafa, ekki
bara fyrir þá gleði sem hann veitti
svo mörgum með vísum sínum og
lögum, heldur hvernig hann kom
okkur fyrir sjónir á sinn skemmtilega
máta. Hann sá um fjörið, hvort sem
farið var í berjamó ásamt ömmu
Gunnu, eða setið og rætt um eldri og
yngri dægurlagatónlist þar sem hon-
um varð tíðrætt um muninn á Hauki
og Bubba Morthens. Og oftar en ekki
var afi stórorður og á öndverðum
meiði um menn og málefni, en við
lærðum með tímanum að það var nú
bara í þeim tilgangi að fá smálíf í um-
ræðuna. En umhyggjusamur var
hann gagnvart sínum nánustu og
hógvær þegar það varðaði hann sjálf-
an. Hann naut útivistar, ók um bæinn
á sínum Skoda, sem í hans augum
var hreinasti Benz að gæðum, og
kom við á mörgum stöðum til að
ræða daginn og veginn. En nú hefur
hann kvatt eftir langan æviferil, með
rúmlega 91 ár að baki. Tjaldið er
dregið fyrir og eftir er minningin ein.
Við kveðjum afa með þakklæti fyrir
allt sem hann gaf okkur.
Blessuð sé minning þín.
Theodór Freyr, Gunnar Sinrla
og Daði Már Hervarssynir.
KRISTÍN
HANNESDÓTTIR
+ Kristín Hannes-
dóttir fæddist á
Bíldudal 1. október
1910. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 11. ágiíst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sigríð-
ur Pálsdóttir Steph-
ensen frá Vatnsfirði
og Hannes B.
Stephensen frá
Reykhólum. Systk-
ini hennar; Páll, f.
29.7. 1909; Bjarni, f.
30.5. 1912, d. 6.3.
1968; Theodór, f.
16.11. 1913, d. 23.10.1916; Agn-
ar, f. 12.4. 1916, d. 12.10. 1916;
Arndís, f. 30.6. 1917; Þórey, f.
27.6. 1919, d. 14.12.1994; Jón, f.
19.9. 1921 og Erla, f. 4.5. 1923.
Kristín giftist 26.12. 1939
Friðriki Valdemarssyni frá
Meiragarði í Dýrafirði, f. 10.
október 1915, d. 7. júlí 1978.
Börn þeirra eru: 1) Hannes
Stephensen, f. 6.11. 1939,
kvæntur Þórunni Helgu Svein-
björnsdóttur og eru þau búsett
á Bíldudal. Börn; Þórarinn,
sambýliskona hans er Kristín
Guðrún, Kristfn Sigríður, sam-
býlismaður hennar er Ragnar
Jónsson, Elfar Logi, sambýlis-
kona hans er Marsibil Kristjáns-
dóttir, og Birna Friðbjört. Börn
Þórarins eru Pálína, Hrefna og
Patrekur. Börn Kristinar eru
Hannes Hjörvar, Jón Davíð og
Rebekka. Börn Elvars Loga eru
Þórunn Sunneva og Heiður
Embla. 2) Valdemar, f. 6.1.
1942. Búsettur í Reykjavík,
kvæntur Guðbjörgu
Guðnadóttur. Börn:
Kristín Margrét,
sambýlismaður Jón
Jónsson. Friðrik,
kvæntur Krist-
björgu Arnardótt-
ur. Valdís Edda,
gift Hlíðari Sæ-
mundssyni. Hafþór
Hlynur, sambýlis-
kona Margrét Sig-
urðardóttir. Barn
Friðriks er Pétur
Bergvin. Börn Val-
dísar eru Bergljót,
Sindri, Ólafía, Ólaf-
ur, Gunnþór og Anna. 3) Agnar,
f. 14.7. 1945, starfar á Englandi,
kvæntur Ingunni Hjaltadóttur.
Börn: Brynjar, sambýliskona
Judith Ann Goll, og Kristín
Guðbjörg. 4) Sigríður, f. 19.12.
1946, búsett á Bíldudal, maki
Runólfur Ingólfsson. Börn:
Bjarni Þór, kvæntur Sigrúnu
Theodórs, Margrét, sambýlis-
maður Eiríkur Sigfússon, Sig-
ríður Sólveig og Friðrik.
Kristín og Friðrik bjuggu á
Bildudal þar sem Kristín var
organisti í Bfidudalskirkju um
tæplega 30 ára skeið auk þess
sem hún vann við rækjuvinnslu
á staðnum. Þau hjón tóku mik-
inn og virkan þátt í félags- og
menningarlifi staðarins. Þau
fluttust til Reykjavíkur 1958 og
skömmu síðar hófú þau rekstur
fiskbúðar í Suðurveri við Stiga-
hlíð þar til Friðrik lést.
títför Kristínar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Við kveðjum í dag Kristínu
Hannesdóttur, föðursystur mína.
Það er nú svo að kveðjustundin er
alltaf sár þó að aldurinn sé hár og
heilsan farin hjá þeim sem við er-
um að kveðja.
Þegar komið er að kveðjustund
reikar hugurinn vestur á Bíldu-
dal, þar sem Bía, en það var hún
jafnan kölluð af ættingjum og vin-
um, var fædd og uppalin. Hún var
næstelst níu systkina. Þar átti
hún góð uppvaxtar- og æskuár í
faðmi góðra foreldra og systkina.
Fjögur af þessum systkinum eru
á lífi. Elstur er faðir minn, Páll,
sem dvelur á Hrafnistu í Reykja-
vík, þá Arndís, Jón og Erla, öll
búsett í Reykjavík. Frænka mín
giftist árið 1939, Friðriki Valdi-
marssyni vélstjóra, miklum ágæt-
ismanni, ættuðum frá Meiragarði
í Dýrafirði. Þau bjuggu á Bíldudal
í 18 ár þar sem Friðrik starfaði
við vélgæslu hjá frystihúsi Suður-
fjarðarhrepps. Þau eignuðust
fjögur börn, Hannes, Valdimar,
Agnar og Guðbjörgu Sigríði, allt
mannkostafólk sem og þeirra
börn.
Frænka mín var lengi organisti
við Bíldudalskirkju. Þá var séra
Jón Kr. Isfeld, sá góði kennimað-
ur, sóknarprestur á Bíldudal. í
kirkjukór Bíldudalskirkju sungu
þá m.a. Friðrik, eiginmaður
frænku minnar, móðir mín Bára,
frænkur mínar, Sigríður og Arn-
dís Ágústsdætur, og fleiri mætir
menn og konur. Mér fannst sem
barni ákaflega mikið til um
kirkjukór og organista í Bíldu-
dalskirkju, að ógleymdum sóknar-
prestinum.
Árið 1957 fluttust Bía og Frið-
rik til Reykjavíkur, fyrst á Leifs-
götu 26 og síðar í Hamrahlíð 27.
Alltaf var gaman að heimsækja
þau, þar réðu gestrisni og glað-
værð ríkjum. Árið 1962 slasaðist
frænka mín illa í bílslysi og var
ekki heil heilsu eftir það. En hún
var nú ekki að kvarta, þó veit ég
að hún fann oft mikið til. Friðrik
lést árið 1978, langt um aldur
fram. Missir frænku minnar var
mikill en hún stóð ekki ein, börnin
hennar stóðu við hlið hennar,
einkum Valdimar, sem bjó heima.
Það er á engan hallað, en Valdi-
mar var henni stoð og stytta alla
tíð eftir lát föður hans og ég veit,
að það var síðasta ósk Friðriks.
Valdimar hefur verið einstakur
við móður sína. Hann var hjá
henni þegar hún dó og engan
hefði hún viljað frekar hafa hjá
sér á þeirri stundu.
Síðustu árin sem frænka mín
lifði dvaldist hún á Hrafnistu í
Reykjavík þar sem faðir minn
dvelur. Systkini þeirra hafa verið
þeim einstaklega góð. Systurnar
Arndís og Erla hafa farið einu
sinni til tvisvar í viku í heimsókn
til þeirra. Valdimar frændi minn
kemur mjög oft til föður míns.
Þökk sé öllu þessu góða frænd-
fólki sem hefur hugsað svona vel
um þau systkinin, að ógleymdu
starfsfólki Hrafnistu sem er ein-
staklega gott og elskulegt.
Frænka mín var alltaf Bílddæl-
ingur, þó að mörg ár væru liðin
frá því að hún flutti til Reykjavík-
ur. Meðan heilsan leyfði fór hún
árlega vestur og dvaldi langdvöl-
um hjá Hannesi og Guðbjörgu,
börnunum sínum, í góðu yfirlæti.
Og alltaf var hugurinn fyrir vest-
an nú seinni árin. Þau hjónin Bía
og Friðrik voru bæði mjög söng-
elsk. Eitt sönglag öðrum fremur
minnir mig alltaf á frænku mína
en það er lagið „Kvöldið er fag-
urt, sól er sest“. Ég hugsa alltaf
til hennar þegar ég heyri þetta
lag.
Bía frænka mín var einstaklega
prúð og hávaðalaus kona og öllum
ljúf og góð til hinsta dags. Hún
var þakklát fyrir allt, sem gert
var fyrir hana, en bað aldrei um
neitt. Fallegur svipur sem er á
öllu góðu fólki einkenndi hana.
Elskulega frændfólk, Hannes,
Valli, Agnar, Budda mín og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðarkveðj-
ur frá föður mínum, mér og mín-
um fjölskyldum. Ég er þess full-
viss að frænka mín hefur hlotið
sæluvist á himnum. Blessuð sé
minning hennar.
Sigríður Pálsdóttir.