Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 64

Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 64
0 64 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá A til O ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fímmtu- dagskvöld halda þeir Magnús Eiríks- son og KK tónleika og hefjast þeir kl. 22. ■ ÁSGARÐUR Glœsibæ Bingó fímmtudagskvöld kl. 19.45. Allir vel- komnir. Dansleikur sunnudagskvöld ki. 20. Caprí tríó leikur fjrir dansi. ■ BROADWAY Á laugardagskvöld verður frumsýning á sýningunni Bee- Gees. I þessari sýningu syngja fímm strákar þekktustu lög þeirra Gibb bræðra. Strákarnir heita Kristinn Jónsson, Davíð Olgeirsson, Kristján Gíslason, Kristbjörn Helgason og Svavar Knútur Kristinsson. Þeim til halds og trausts eru tvær ungar söng- konur þær Guðný Árný Karlsdóttir og Hjördís Elín Lárusdóttir. Hljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir. Hljómsveitin Skítamórall leik- ur síðan fyrir dansi. ■ BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi Á föstudagskvöld leikur Jón Finnsson á harmoniku í Setustofunni. Á laugar- dagskvöld leikur síðan hljómsveitin Gammel Dansk. ■ CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveit- in O.fl. leikur og syngur föstudags- og laugardagskvöld. ■ CAFÉ HAFNARFJÖRÐUR er nýr pöbb, diskótek og sportbar að Dals- hrauni 13. Iþróttaleikir á tveimur risaskjám. Húsið er opið fóstudaga kl. 16-3 og laugardaga og sunnudaga kl. 11-3. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Alison Sumner leikur öll kvöld. Hún leikur einnig fyrir matar- gesti Café Óperu. ■ CATALÍNA, Hamraborg Hljóm- sveitin Bara tveir leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ DEIGLAN, Akureyri Hljóm- sveitin Blues Express leikur á Heit- um fimmtudegi 19. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitin leikur blúsrokktónlist eftir lagahöfunda eins og Albert Collins, Stevie Ray Vaugh, Eric Clapton o.fl. Einnig Hljómsveitin Jagúar leikur á fónkhátíð á Gauknum laugardagskvöld. mjómsveitin Funkmaster 2000 leikur á Glaumbar sunnudagskvöld. slæðist inn frumsamið efni. Hljóm- sveitina skipa: Matthias Stefáns- son, gítar, Ingvar Rafn Ingvason, trommur, Gunnar Eiríksson,söngur og munnharpa og Atli Freyr Ólafs- son bassi. Sérstakur gestur verður Ástvaldur Traustason á hljómborð. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað Hljóm- sveitin Stuðmenn leikur föstudags- kvöld ásamt þeim Öbbu, Döbbu og Adda rokk. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ Patreksfirði Hljómsveitin Sixties leikur föstudags- kvöld. ■ FÓGETINN Á fímmtudagskvöld leikur Tryggvi Hlibner og á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hin sívinsæla hljómsveit Fiðringur. Á sunnudagskvöld leikur Guðmundur Rúnar og á miðvikudagskvöld tekur Hermann Ingi við. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dags- og föstudagskvöld leikur hljóm- sveitin Á móti sól. Á laugardagskvöld verður haldið fönkhátíð þar sem hljómsveitin Jagúar leikur. Á milli þess sem hljómsveitin fönkar mun Dj. Sammi sjá um tónlistina. Á sunnu- dagkvöld verða tónleikar með Blús- mönnum Andreu og á þriðjudags- kvöld verða tónleikar að hætti húss- ins. Á miðvikudagskvöld verður áttu- partý á Gauknum. Hljómsveitin Butt- ercup leikur. Allt í beinni www.xnet.is. ■ GLAUMBAR Hljómsveitin Funkmaster 2000 leikur sunnudags- kvöld kl. 23. Spiluð verða lög eftir Meters, Herbie Hankock og fleiri. Óvæntur gestur mun spila með hljómsveitinni. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Tónlist- armaðurinn Gunnar Páll leikur fyrir matargesti frá kl. 19-23 fímmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Á efn- isskrá eru gömul og hugljúf lög. ■ GULLÖLDIN Það eru hinir heims- þekktu Svensen & Hallfunkel sem skemmta gestum föstudags- og iaug- ardagskvöld til kl. 3. ■ HOPIÐ, Tálknafirði Plötusnúður- inn Skugga Baldur leikur föstudags- og laugardagskvöld. 18 ára aldurstak- mark. ■ HÓTEL SELFOSS Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika fimmtu- dagskvöld í tilefni af nýrri geislaplötu og hefjast þeir kl. 21. ■ HREÐAVATNSSKÁLI Hljóm- sveitin Á móti sól leikur laugardags- kvöld. Þar verður haldin Captain Morgan hátíð í samstarfi við FM 95.7. Þetta er jafnframt síðasta ballið í Hreðavatnsskála í sumar. ■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum Hijómsveitin Blístró (Blístrandi Æð- arkollur) leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin I svörtum fötum leikur fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudags- og mánudagskvöld leika þeir Guðlaugur og Vignir og á þriðjudags- og miðvikudagskvöld tek- ur Eyjólfur Kristjánsson við. ■ KAFFI VÍN Á laugardagskvöld verður Dixilandbandið Öndin með tónleika en kaffihúsið er staðsett við hliðina á Blúsbarnum. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Ókeypis er inn á tón- leikana og ailir velkomnir. Hljóm- sveitin er 6 ára gömul og hana skipa Sævar Garðarsson, trompet, Matthí- as V. Baldursson, klarinett, Jón Ingv- ar Bragason, básúna, Kjartan Hearn, túpa og Finnur Pálmi Magnússon, trommur. ■ KIWANISHÚSIÐ Vestmannaeyj- um Hljómsveitin Buttercup leikur á dansleik í laugardagskvöld í tilefni af Landsmóti ungra sjálfstæðismanna. ■ KNUDSEN, Stykkishólmi Hljóm- sveitin Poppers leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtudags- og sunnudagskvöld leikur Guðmund- ur Rúnar Lúðvíksson og á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveit- in Sín. \B LEIKHÚSKJALLARINN Á föstu- dagskvöld verður Gummi Gonzales í búrinu með bestu tónlistina. Hljóm- sveitin Stuðmenn heldur lágmenning- arvöku laugardagskvöld á Menning- arnótt í Reykjavík. Á vökunni verða nokkrir valinkunnir gestir þ.á m. atómskáld og utangarðsmenn sem lesa úr verkum sínum. ■ LILLEPUT, Laugavegi 34a er pöbb í erlendum stíl með risaskjá og tónlist fyrir alla aldursflokka. Húsið er opnað alla daga kl. 12 og opið til kl. 23.30 virka daga og til kl. 2 fostudags- og laugardagskvöld. ■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá kl. 18 fyrir matargesti. Fjölbreytt físki- hlaðborð. Reykjavíkurstofa er opin frá kl. 18. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. ■ NÆTURGALINN Þau Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms leika föstudags- og laugardagskvöld. Húsið opið frá kl. 22-3; ■ RAUÐA LJÓNIÐ Tónlistarmaður- inn Torfi Ólafsson skemmtir föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ RÉTTIN, Úthlíð Á fóstudagskvöld verður diskótek en á laugardags- kvöldinu leikur hljómsveitin Karma. Ókeypis tjaldstæði. ■ SKUGGABARINN Á föstudags- kvöld verður risaveisla með Mono 87,7. Fyrst verður farið á „Big Daddy“ í Stjörnubíói og svo verður rölt á Skuggann og haldið upp á eins árs afmæli Mono. Laugardagskvöldið verður með hefðbundnu sniði því Menningarnótt Reykjavíkur er það kvöld. Plötusnúðar helgarinnar eru Nökkvi og Áki. Aðgangseyrir 500 kr. efitr miðnætti. 22 ára aldurstakmark. ■ S V ÖRTULOFT, Hellissandi Á laugardagskvöld leikur Siggi Hösk. ■ SÆVANGUR, Hólmavík Hljóm- sveitin Sóldögg leikur á sínu árlega sveitarballi föstudagskvöld. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri Stór- poppararnir Rúnar Júlíusson og Sig- urður Dagbjartsson leika föstudags- og laugardagskvöld. ■ VÍKIN, Hornafirði Hljómsveitin Sóldögg leikur laugardagskvöld. ■ VÍKURBÆR, Bolungarvík Hljóm- sveitin Sixties leikur laugardags- kvöld. ■ SKILAFRESTUR í skemmtanara- mmann a-ö er á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar á netfangið frettþmbl.is eða með símbréfi á 569 1181. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.