Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 66
JÞ 66 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hljómsveitin Blues Express spilar á Heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri í kvöld Akureyrskur blues HLJÓMSVEITIN Blues Ex- press hefur verið starfandi í sex ár og er stofnandi hennar Gunn- ar Eiríksson söngvari. Hljóm- sveitarmeðlimir hafa komið og farið en sveitin hefur starfað í núverandi mynd frá því snemma á þessu ári. Meðlimir hennar eru allir frá Akureyri en hafa átt heima í Reykjavík síðustu ár. Ingvi Rafn Ingvason trommu- leikari segir að þeir hafi spilað töluvert í sumar, meðal annars á Grand Rokk á fímmtudagskvöld- um, og hafí þeir fengið góðar viðtökur. Þeir fái yfirleitt gesta- hljóðfæraleikara til að spila með sér og einnig gerist það stundum að tónleikagestir komi upp á svið og taki þátt og segir hann það vera í besta lagi, það sé bara við- eigandi þegar um svona tónlist sé að ræða. I kvöld spila þeir svo í heimabæ sínum, Akureyri, á Heitum fimmtudegi í Deiglunni, og kemur hljómborðsleikarinn Ástvaldur Traustason þar fram með þeim. Ingvi segir að þeir leiki blues- tónlist og hafi hingað til mest leikið lög eftir aðra en þó semji þeir líka sjálfír og geri sífellt meira af því. Á dagskrá þeirra má finna lög eftir Albert Collins, Gary Moore, Eric Clapton, Stevie Ray Vaughan, John Lee Hooker og fleiri. Ingvi er á leið til Los Angeles í tónlistarnám og segist hann ætla að nota tækifærið á meðan hann er þar og reyna að bóka hljómsveitina á blues-staði þar ytra. Hver veit nema Blues Ex- press spili í Hollywood næsta sumar? Morgunblaðið/Þorkell Hljómsveitin Blues Express. Matthías Stefánsson gítarleikari, Atli Freyr Ólafsson bassaleikari, Ingvi og Gunnar Eiríksson, söngvari og munnhörpuleikari. 1 Hægt er að safna fjórum glösum Aberandi klæðn LEIKKONAN Elizabeth Hurley er sniðug þegar kemur að því að draga að sér athygli. Hún hefur ný- verið verið að kynna nýj- ustu mynd kærastans, Mickey Blue Eyes sem hún reyndar framleiðir, og hefur parið farið af þeim sökum á hverja frumsýninguna á fæt- ur annarri. Grant verður þar stöðugt að vera í skugga kærust- unnar því Hurley mætir stöðugt í meira áberandi fötum sem fanga athygli Ijósmyndaranna á staðn- um. I þetta skiptið voru skötuhjúin á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles á þriðjudaginn og skær- bleiki gallinn hennar Hurley, sem hannaður var af engum öðrum en Versace, gerði það að verkum að allra augu beindust að henni en Grant fékk heldur minni athygli. ...það skiptir engu máli... hve oft þú skoðar málið. Þú kemst ekkrframhjá staðreyndum... maf Efþú ert á vinnumarkaðinum og ert að huga að endurmenntun, þá eru mikil afköst við lestur nauðsynleg undirstaða til að ná árangri á öllum öðrum námskeiðum. Ef þú ert / námi og vilt ná frábærum árangri, þá eru mikil afköst við iestur nauðsynleg undirstaða. Byrjaðu á undirstöðunni! Margfaldaðu lestrarhraðann. Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði. Næsta námskeið hefst 31. ágúst. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓUNN www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn ÞÓRSCAFÉ Nýir eigendur Ný viðhorf Glæsilegt umhverfi Erótískir listdansar Góð stemmning Verið velkomin Brautarholt 20 • Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.