Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 72
www.bi.is Tölvueftirlitskerfi x sem skilar arangn (T^)nýherji 5:5697/00 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITffrj@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK SIF birtir afkomu- viðvörun SÖLUSAMBAND íslenskra fisk- framleiðenda, SÍF, sendi frá sér afkomuviðvörun í gær. Þar kemur fram að hagnaður samstæðunnar á fyrstu sex mán- uðum þessa árs verður lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að hagnaður á þessu tímabili yrði 100 milljónir. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir að ástæð- an sé sú að starfsemi dótturfélaga í Noregi hafi ekki gengið að óskum á fyrri hluta ársins. Hráefnisverð bæði á rússafiski og norskum fiski hafi verið mjög hátt og almennt hafi fiskvinnslu- fyrirtæki í Noregi verið að skila lakari afkomu nú en áður vegna þessa. Kviknaði í gasgrilli RÉTT fyrir kl. sjö í gærkvöldi kviknaði í gasgrilli út frá gasleka. Grillið stóð á svölum í húsi við Bárugötu. Rúða við svalirnar sprakk vegna hitans og ytri hurð á svölunum skemmdist. Að sögn slökkviliðsins mátti litlu muna að eldurinn læsti sig í þakrennu hússins þegar það kom á staðinn. Engan sakaði og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn aðaivarðsljóra slökkviliðsins kemur það fyrir annað slagið að liðið er kallað út vegna elds í gasgrilli og er ástæðan yfirleitt gasleki sem kemur til vegna þess að slangan er ekki skrúfuð nægilega þétt við gaskútinn. Tillögur nefndar á vegum Búnaðar- bankans fyrir fjórum árum Hámark eignar- hlutar að banka verði 5% SÉRSTÖK nefnd á vegum banka- ráðs Búnaðarbanka Islands lagði í nóvember 1995 fram tillögur til Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra þess efnis, að við einkavæð- ingu ríkisbankanna yrði sett há- mark á það hvað einstakir aðilar eða fjárhagslega tengdir aðilar gætu átt mikinn hlut í banka. Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, skýrði frá þessu í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði, að í greinargerð, sem nefnd Búnaðarbankans hefði sent viðskiptaráðherra væri lýst þeirri skoðun, að koma þyrfti í veg fyrir samþjöppun fjármálavalds og að setja þyrfti reglur um, að ein- stakir aðilar eða fjárhagslega tengdir aðilar mættu ekki kaupa nema ákveðið hámark hlutafjár í banka. Jafnframt sagði Pálmi Jóns- son að í greinargerð Búnaðarbank- ans hefði sérstaklega verið tekið fram, að þessar reglur yrðu að tryggja, að slíkt gæti heldur ekki gerzt við eftirsölu bréfanna. Talið var eðlilegt að þetta hámark væri 5%. I nefnd þeirri sem vann þessar tillögur áttu sæti þeir Pálmi Jóns- son, bankastjóramir Stefán Páls- son, Jón Adolf Guðjónsson og Sólon Sigurðsson og Helga Thoroddsen, þáverandi formaður starfsmannafé- lags bankans. Morgunblaðið/Sverrir Utlit fyrir góða berjasprettu Fyrsta áfanga fjármögnunar álvers á Austuriandi að ljúka Aformað að stofna undirbúningsfelag UM næstu mánaðamót mun hópur fjárfesta, sem í sumar hefur skoðað arðsemi þess að leggja fram hlutafé í álver á Austurlandi, taka ákvörðun um hvort stofnað verður sérstakt félag til að undirbúa næstu skref. Jafnframt mun þá liggja fyrir hversu mikill áhugi er hjá fagfjár- festum á að leggja fjármuni í verk- efnið. Fimm fyrirtæki hafa í sumar skoðað arðsemi álvers á Austur- landi og áhuga fagfjárfesta á að leggja fram hlutafé til þess. Þetta eru Landsbanki Islands, Islands- banki, Fjárfestingarbanki atvinnu- lífsins, Þróunarfélagið og Eignar- haldsfélag Alþýðubankans. Erlendur Magnússon, hjá Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, sagði að þessi hópur væri búinn að fara ít- arlega yfir þetta mál í sumar. Fund- að hefði verið með fulltrúum Lands- virkjunar, fulltrúum Norsk Hydro og fulltrúum Columbia Ventures. Hópurinn stefndi að því að ljúka vinnu við fyrsta áfanga verkefnisins fyrir lok þessa mánaðar. „Vinnan fer að komast á það stig að við þurfum að taka ákvörðun um næstu skref. Við þurfum að svara þeirri spurningu hvort menn telji þetta fýsilegt og hvort menn eru til- búnir til að koma inn í verkefnið. Ef niðurstaðan er að gera slíkt tel ég líklegt að stofnað verði sérstakt fé- lag. Þessi vinna er þess eðlis að það færi betur á því að hún yrði unnin innan sérstaks félags frekar en að • menn væru að skoða þessi mál áfram innan þessara fimm fyrir- tækja. Félagið yrði þá með eigin starfsemi og eigin stjórn sem yrði skipuð fulltrúum eigenda," sagði Erlendur. Erlendur sagði að ekki væri enn komið í ljós hversu mikill áhugi væri hjá fagfjárfestum á að leggja fjármuni í álver á Austurlandi. Eng- inn hefði enn tekið endanlega af- stöðu til málsins. „Við værum hins vegar ekki að þessu nema við teld- um að á þessu væri ákveðinn áhugi.“ Erlendur sagði málið ekki komið á það stig að fyrir lægi hvað inn- lendir fjárfestar þyrftu að leggja fram mikið hlutafé. Það færi m.a. eftir því hve fyrsti áfangi álvers yrði stór. BERJASPRETTA er með besta móti um land allt, að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og sérfræðings um berjatínslu, en hann sagði að krækiber og aðal- bláber væru að verða fullþroska og að nú þegar væri óhætt að byrja að tína berin. „Næturfrost var aðfaranótt mánudags og þriðjudags á Suður- og Vesturlandi og skýtur það mönnum óneitanlega smáskelk í bringu, þar sem frostið er í raun það eina sem getur spillt berjun- um,“ sagði Sveinn Rúnar. „Ef næt- urfrostið fer enn frekar að láta á sér kræla, þyrfti maður eiginlega bara að drífa sig í berjamó sem fyrst til að bjarga verðmætunum, en það getur náttúrlega alveg eins verið að næturfrostið komi ekkert aftur fyrr en um miðjan septem- ber. Þrátt fyrir næturfrostið í byrjun vikunnar sagði Sveinn Rúnar að útlitið væri í rauninni mjög gott fyrir allt landið því góð berja- spretta væri á Vesturlandi, Norð- urlandi og Austurlandi, en hann sagðist litlar fréttir hafa fengið frá Suðurlandi. Að sögn Sveins Rúnars var fólk byijað að tína ber upp úr síðustu mánaðamótum. „Ég var í Borgarfirði fyrir um tíu dögum og þar rakst ég á fimm ára gamlan vin minn sem var beijablár í framan, ég held að þónokkrir hafi byijað að tína um síðustu helgi. Krækiberin eru al- veg hreint að verða fín og eins að- albláberin, en bláberin verða eitt- hvað seinna á ferðinni eins og vant er.“ Sveinn Rúnar sagði að fólk af höfuðborgarsvæðinu þyrfti ekki að fara langt til að komast í beija- mó. Hafnarfjarðarhraunið væri tilvalið, Heiðmörkin og Esjuhlíð- arnar. Þá sagði hann að ef fólk vildi fara aðeins lengra væri Þing- vallahraunið, Grafningurinn, Botnsdalurinn og Brynjudalurinn góðir staðir til beijatínslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.