Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 2

Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðleikhúsið Hilmir Snær leikstýrir Gullna hliðinu Verkefnaskrá Þjóðleikhússins á afmælisári þess verður kynnt í dag. Þegar hefur komið fram að nýtt leikrit eftir Hrafnhildi Haga- lín Guðmunds- dóttur verður á verkefnaskrá og einnig verður nýtt barnaleikrit eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigur- jónsson á dag- skrá. Jólasýning leik- hússins verður Gullna hliðið eftir Davíð Stef- ánsson í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Mikil áskorun að takast á við Hilmir Snær hefur ekki leikstýrt áður við Þjóðleik- húsið en hefur um nokkurra ára skeið verið í hópi fremstu yngri leikara hússins og leik- ið hvert stórhlutverkið af Hilmir Snær Guðnason öðru. Frumraun hans við leik- stjórn var í Nem- endaleikhúsinu nú í vor er hann stjórnaði uppsetn- ingu á Krákuhöll- inni eftir Einar Orn Gunnarsson. Hilmir sagði í samtali við Morg- unblaðið að stutt væri siðan ákveð- ið hefði verið að hann leikstýrði Gullna hliðinu. „Þetta er stórt verkefni og mikil áskorun að takast á við, en annars er ég rétt að byrja að velta þessu fyrir mér. Það er vissulega stórt stökk að fara beint upp á stóra svið Þjóðleikhússins með jólasýninguna en ég býst við að Ieikhússtjórinn hafi talið að ungur leiksljóri myndi nálgast verkið með nýjar hugmyndir. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ sagði Hilmir Snær. íslenska sjávarútvegssýningin 1. til 4. september Umfang sýningar- innar aldrei meira ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra opnar formlega íslensku sjávarútvegssýninguna í Smáranum í Kópavogi klukkan 10 árdegis í dag. Sýningin hefur verið haldin á þriggja ára fresti frá 1984 og ávallt í Laugardalshöll þai- til nú. Sýningin er um 45% meiri að um- fangi en fyrir þremur árum, að sögn Johns Legates, sem hefur verið framkvæmdastjóri hennar frá upp- hafí, en eigandi sýningarinnar er breska útgáfu- og sýningarfyrir- tækið Nexus Media Limited. Heild- arsýningarsvæðið hefur aldrei verið eins stórt, en svæðið undir þaki í Smáranum er um 13.000 fermetrar. Þar er um að ræða íþróttahúsið Smárann, tennishöllina og þrjá inn- flutta skála sem eru samtals um 6.000 fermetrar að stærð. Auk þess er svæðið á milli mannvirkjanna nýtt til hins ýtrasta. Árið 1996 sýndu 699 fyrirtæki frá 28 löndum á sýningunni en nú eru þau hátt í 900 frájfö þjóðum auk íslands. Útbúin hafa verið um 2.000 bíla- stæði auk þeirra sem fyrir voru. Gert er ráð fyrir um 1.000 til 2.000 gestum frá útlöndum og vonir skipuleggjenda standa til að sýning- argestir verði alls 17.000 til 20.000. „Þetta er stærsta sýning, sem hald- in hefur verið á íslandi," segir Ellen Ingvadóttir, fjölmiðlafulltrúi sýn- ingarinnar, en allt gistirými á höf- uðborgarsvæðinu var nánast Morgunblaðið/Árni Sæberg í gær var unnið að því hörðum höndum að gera allt tilbúið fyrir opnun Islensku sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum í Kópavogi. upppantað fyrir nokkru vegna sýn- ingarinnar. Sýningin stendur yfir 1. til 4. september og verður opin klukkan 10 til 18 alla dagana. Úr verinu í dag er helgað Sjávar- útvegssýningunni. Þá verða skrifað- ar fréttir af sýningunni meðan hún stendur yfír á Fréttavef Morgun- blaðsins. ■ Sjávarútvegssýningin/D-blað * Islandsbanki með 693 milljónir í hagnað HAGNAÐUR íslandsbanka hf. nam 693 milljónum króna að teknu tilliti til reiknaðra tekju- og eignarskatta fyrstu sex mánuði ársins 1999, en var 596 milljónir króna að teknu til- liti til skatta á sama tímabili árið 1998. Hagnaður er því 97 milljónum króna rneiri en á sama tímabili í fyrra. Vaxtamunur bankans var 3,6% og hækkaði um 0,1% milli ára. Hagnaður fyrir skatta var 751 millj- ón króna, sem er 110 milljóna króna aukning frá sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 22,9% en var 21,9% í fyrra. Framlag í afskriftarreikning út- lána nam 325 milljónum króna á móti 449 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Hlutfall þess af heildarfjár- magni Iækkaði því úr 0,9% í 0,5% og er þetta lægsta framlag í sögu bank- ans. Viðskipti með hlutabréf í íslands- banka á Verðbréfaþingi íslands í gær námu 111 milljónum króna og lækkaði gengi þeirra um 3,8%, úr 4,50 í 4,33. ■ Islandsbanki hagnast/24 Hið nýja varðskip íslendinga verður mun stærra en þau sem nú eru í notkun. Hönnun nýs varð- skips komin á lokastig HÖNNUN nýs varðskips liggur nú fyrir í aðalatriðum, en skipið verður 105 metra langt, um 3.000 brúttó- rúmlestir og með 29 manns í áhöfn. Þetta kemur fram á minnisblaði Sólveigar Pétursdóttur dómsmála- ráðherra sem hún lagði fram á rík- isstjórnarfundi í gær. Til samanburðar er yngsta núver- andi varðskip íslendinga, Týr, 1.300 brúttórúmlestir og 71 metri að lengd, en það var byggt fyrir 25 ár- um. Samkvæmt minnisblaði ráð- herra hefur meðalstærð íslenskra fiskiskipa tvöfaldast á þessum tíma og meðalstærð flutningaskipa margfaldast. Þvi þykir nauðsynlegt að stækka varðskipin svo þau geti aðstoðað flotann. Fjölnota skip Hið nýja varðskip verður fjölnota skip, þar sem m.a. verður góð að- staða fyrir vísindarannsóknir. Skip- ið á að geta flutt rúmlega 200 manns í neyðartilvikum og á því verður einnig góður útbúnaður til að þjónusta þyrlur Landhelgisgæsl- unnar. Gert er ráð fyrir að unnið verði að nokkrum útfærsluatriðum varð- andi hönnun skipsins síðar á þessu ári og á því næsta, en búist er við að það verði afhent árið 2001 og muni kosta rúma tvo milljarða króna. Skákþing Islands Ekkert jafntefli 1. umferð * 1 SKÁKÞING íslands hófst í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 í gær. Tólf keppendur eru í karlaflokki, þar af þrír stór- meistarar, en í kvennaflokki eru keppendur sex. Úrslit í 1. umferð urðu þau að Jón Viktor Gunnarsson sigraði Braga Þorfinnsson, Helgi Áss Grétarsson sigraði Sigurbjörn Björnsson, Jón Garðar Viðarsson sigraði Björn Þorfinnsson, Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Dav- íð Kjartansson og Róbert Harðarson sigraði Bergstein Einarsson. Einni skák var ólokið þegar blaðið fór í prent- un, en það var skák Sævars Bjarnasonar og Þrastar Þór- hallssonar. Var staðan í skák- inni geysilega tvísýn. í kvennaflokki sigi’aði Harpa Ingólfsdóttir Steinunni Kristjánsdóttur, Aldís Rún Lárusdóttir sigraði Önnu Margréti Sigurðardóttui' og Anna Björg Þorgrímsdóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir skildu jafnar. Skákþingið stendur þar til 11. september og hefst keppni klukkan 17 á virkum dögum en klukkan 14 um helgar. I dag hefst keppni hinsvegar ekki fyrr en klukkan 18 vegna jarðarfarar Dans Hanssonar skákmanns. Sérblöð í dag fHiQVflHnMaiþitfo HÁLFUR MÁNUÐUR AF DAGSKRÁ FRÁ MIÐVIKUDEGI TIL ÞRIÐJUDAGS. m sfewi 4 Sfe)ffi m §ftu m toÓHR 'iHiw.ftvmVln'Mii ► Úr verinu í dag er helgað íslensku 4 Sfe) !ii Bikarinn í höfn hjá KR- stúlkum Blikar af |20. alþjóða- botni efstu | rallið á Is- deildar • landi B1 B2 B4 sjávarútvegssýningunni sem hefst í dag í Smáranuni í Kópavogi. Er þetla stærsta sýning sem haldin hefur verið hér á landi. Pennavinir Safnarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.