Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Meðalútbreiðsla hafíss við A-Grænland í sumarlok — Meðalútbreiðsla hafíss við A-Græn|and í vetrarlok Minnsti hafís við Grænland í áratugi Ekki talinn minni síðan 1940 HAFÍS við Grænland hefur ekki verið minni áratugum saman, að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræð- ings. Hann segir engar skýringar hafa komið fram á þessu enn sem komið er, og sé um verðugt rann- sóknarefni að ræða. „Þetta er mjög athyglisvert að sjá, hann er miklu minni en þau tuttugu ár sem ég hef starfað við þetta og ég held að fara þurfí aftur til 1940 til að finna annað eins,“ segir Þór. Hafís í Grænlandssundi minnkar að vonum að sumarlagi og venju- lega er það svo að hann hopar frá Hvarfí, suðurodda Grænlarids, og hverfur svo að segja alveg við aust- urströnd Grænlands, vestur af Is- landi. „Hafísinn er yfirleitt minnst- ur við mynni Scoresbysunds, norð- an af Vestfjörðum, um miðjan sept- ember. Það er misjafn hvort hann er við norður- eða suðurhiuta mynnisins, en núna er hann vel fyr- ir norðan sjálfan fjörðinn, þ.e. meg- inísjaðarinn. Þetta virðist vera óvenjulítið og þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna jafn lítið af ís í Austur-Grænlandsstraumi," segir Þór. Vísbending um hlýnun Hafís sem villist að Islandsströnd- um kemur úr Austur-Grænlands- straumi, sem liggur suður með Grænlandi. Yfirleitt safnast hann fyrir á haustin og eykst stöðugt, þannig að hann er mestur í vetrar- lok, í maí á að giska, og nær þá hálfa leiðina til Islands. Hann hraðminnk- ar síðan yfir sumarið. „Eg var einu sinni í leiðangri með rannsóknar- skipinu Bjarna Sæmundssyni þegar við komumst inn í fjörðinn. Þetta var í septembermánuði og þá var hægt að þoka sér gegnum ísinn, en næstu haust á eftir var ógerlegt að leika þetta eftir. Isinn lokaði þá alveg mynni Scoresbysunds árið um kring. Þetta er veðurfarslegt fyrirbæri og mælingar hafa sýnt að ísinn fep eitt- hvað minnkandi á Norður-íshafí, hann er þynnri, og menn hafa litið svo á að skýringa gæti verið að leita í þessari frægu hlýnun í veðurfari. Það gæti verið vísbending um að al- menn hlýnun eigi sér stað,“ segir Þór. Hann kveður erfitt að fullyrða um hversu skjótar breytingar þessi minnkun á hafís hefur í för með sér fyrir lífríki sjávar, auk þess sem að- eins sé um eitt ár að ræða og því ekki hægt að spá fyrir um þróun næsta vetrar og langtímaáhrif. „Við vitum þó að samhengi er á milli haf- íssins og lífríkisins og það ætti að vera lífvænlegra í Grænlandssundi á milli Islands og Grænlands fyrir vik- ið,“ segir Þór. HLUTABRÉFASIÓÐUR BÚNAÐARBANKANS HF 31% OKKAR SÉRFRÆÐINGAR 25% Lands- Kaupþing Hlutabréfa- Fjár- bréf Norður- sjóður vangu Kaupþing *(1.10. 1996-31.07. 1999) Samanburöur á ávöxtun Hlutabréfaajóðs Búnaðarbankans ofJ annarra sambærilegra hlutabréfasjóða. BÚNADARUANK^N VERÐBREF bynjr i trawtl Almannavarnir ræða aukið eftirlit og rannsóknir í Mýrdalsjökli Kostnaður gæti orðið á þriðja tug milljóna ALMANNAVARNARÁÐ og vís- indamannaráð Almannavama rík- isins komu saman á fundi í gær til að ræða tillögur vísindamanna um aukna vöktun og rannsóknir í Mýr- dalsjökli vegna atburðanna þar undanfarnar vikur. Að sögn Sól- veigar Þorvaldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Almannavai'na rík- isins, munu Almannavarnir vinna úr tillögunum og leggja þær fyrir viðkomandi ráðherra á næstu dög- um. Einnig var fjallað um tillögur um aukna vöktun við jökulinn á ríkis- stjómarfundi í gærmorgun. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögur frá Veðurstof- unni um aukna vöktun og eftirlit með jarðskorpuhreyfmgum undir Mýrdalsjökli og Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra lagði fram tillögur frá Orkustofnun um hvernig standa mætti að vöktun jökuláa úr Mýrdalsjökli og Vatnajökli. Að sögn Finns Ingólfssonar var ákveðið að stofna til nefndar sem tæki málið til umfjöllunar. Nefndin verður undir forystu Olafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins, og í henni eiga sæti ráðuneytisstjórar samgöngu-, dómsmála-, menntamála-, iðnaðar- og umhverfisráðuneýta. Nefndin mun hefja störf sem fyrst og mun reyna að hraða vinnunni sem mest, að sögn Olafs Davíðssonar. Skilningur á málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar Finnur Ingólfsson sagði að stofnað hefði verið til nefndarinnar í þeim tilgangi að leggja mat á til- lögurnar og ákveða í framhaldi af því til hvaða varnaraðgerða yrði gripið, til þess að geta sagt fyrir um yfirvofandi hættu með eins löngum fyrirvara og nokkur kostur væri. „Það er fullur skilningur á því af hálfu ríkisstjórnarinnar að þarna geti verið um að ræða yfirvofandi hættu og alvarlega hluti sem þarna geti gerst í kjölfar þess. Þannig að menn vilja tryggja eins öflugar varnir og upplýsingagjöf af svæð- inu og kostur er,“ sagði iðnaðar- ráðherra í samtali við Morgunblað- ið. Nefndin mun meðal annars segja til um það hvaða fjármagn þurfi til þess að byggja upp öflugar vamir, sagði Finnur. Tók hann sem dæmi að Orkustofnun áætlaði að kostnaður við fjárfestingu í tækjabúnaði og öðru slíku væri um 8,5 milljónir króna og rekstrar- kostnaður við slíkan búnað á ári væri í kringum 8 milljónir króna. „Það er sjálfsagt nokkuð á þriðja tug milljóna króna sem þarna er um að ræða ef í öflugustu varnir verður ráðist. Það byggist á þeirri niðurstöðu sem út úr nefndarstarf- inu kemur,“ sagði iðnaðarráðherra. Kynningarstarfsemi í Vík Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður margvísleg kynn- ingarstarfsemi í Mýrdalshreppi, vegna breytinganna í Mýr- dalsjökli, á næstunni. Síðar í vik- unni verður haldinn fundur hjá Al- mannavarnanefnd Mýrdalshrepps þar sem tekin verður ákvörðun um viðbúnað á næstu vikum. Þar verð- ur meðal annars rætt hvenær halda skuli Kötlugosæfingu og hvenær haldinn verði fræðslufund- ur íyrir íbúa hreppsins, þar sem sérfræðingar frá þeim rannsókn- arstofnunum sem að málinu koma kynna heimamönnum það sem get- ur gerst í slíkum náttúruhamför- um og fara yfir þær áætlanir sem hrinda þarf í framkvæmd. Einnig er áætlað að fara yfir búnað björg- unarsveitarinnar í Vík með tilliti til Kötlugoss. Þyrla varnarliðsins sótti veikan, spænskan sjómann um 100 sjónnlur suður af landinu í gær, en sjúkraflugið tók rúmar tvær klukkustundir. Sigmenn voru þeir Josh Swartz og Chad Clark. Þyrla varnarliðsins í sjúkraflugi Spænskur sjómaður sóttur á haf út ÞYRLA varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli sótti í gærmorg- un veikan, spænskan sjómann um borð í togara, sem staðsett- ur var um 100 sjómflur suður af landinu, en grunur lék á að maðurinn væri með heila- himnubólgu. Þyrlan lenti á Reykjavíkur- flugvelli eftir rúmlega tveggja klukkustunda flug og var maðurinn fluttur þaðan með sjúkrabfl á bráðamóttöku Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni er líðan mannsins eftir atvikum ágæt og er hann lík- lega ekki með heilahimnu- bólgu. Maðurinn var enn á bráðamóttökunni í gærkvöldi, en að sögn læknis fær hann líklega að fara heim fljótlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, gerði tilraun til að sækja sjómanninn í fyrrakvöld, en varð frá að hverfa vegna slæmra aðstæðna, en þá var þoka og slæmt veður. Morgunblaðið/Mike Brown Endurbætur á Reykja- víkurflugvelli Fram- kvæmdaleyfi veitt BORGARRÁÐ Reykjavíkur stað- festi í gær samþykkt skipulags- og umferðarnefndar um útgáfu fram- kvæmdaleyfis til flugmálastjórnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjavíkurflugvöll. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti á fundi sínum í fyrradag að fela borgarskipulagi að annast útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurbóta á Reykjavíkurflugvelli og hefur borgarráð nú staðfest þá ákvörðun. Utgáfa leyfisins er háð skilmálum sem fram koma í úr- skurði skipulagsstjóra og athuga- semdum borgarverkfræðings, eins og áður hefur komið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.