Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 8

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Glímt við lax í Tinnudalsá á Breiðdal. Irskur bú- svæðasér- fræðingur skoðaði Elliðaárnar Martin O’Grady t.h. og Orri Vigfússon við Elliðaárnar. NÝLEGA var staddur hér á landi írinn Martin O’Grady, sem að sögn Orra Vigfússonar formanns Norður Atlantshafslaxasjóðsins, er einn fremsti sérfræðingur í Evrópu á sviði búsvæða vatnafiska. „Martin kom hingað til lands í boði NASF og hann ferðaðist með mér um landið og skoðaði margar ár, m.a. Elliðaámar. Hann leit einnig á Langá og síðan árnar á Norðausturhorninu, allt frá Laxá í Aðaldal og til Vopnafjarðar. Hann skoðaði m.a. Hafralónsá ítarlega. Það hefur þegar reynst gagnlegt að fá ráðgjöf Martins, hann hefur gaukað að okkur ýmsum góðum ráðum og hann er að vinna úr gögn- um sem hann hafði með sér heim. Þá mun hann koma aftur af og til næstu 2-3 árin og ég bind miklar vonir við starf hans hér á landi,“ sagði Orri í samtali við Morgunblað- ið. 65.000. laxinn Það gekk eftir, að 65.000. laxinn frá leigutöku Laxárfélagsins á drjúgum hluta Laxár í Aðaldal árið 1941, var dreginn á þurrt um helg- ina. Það var ungur veiðimaður, Breki Karlsson, sem veiddi þennan tímamótalax, 6 punda hæng í Heið- arendaflúð á fluguna Draumadís númer átta. Laxinn var duglegur, auk þess sem Breki gaf sér góðan tíma og laxinum var ekki landað fyrr en eftir 45 mínútna glímu. Breki verður heiðraður sérstaklega í vertíðarlok af Laxárfélaginu, en ekki er búið að ákveða enn í hverju sú heiðrun verður fólgin. Sporðaköst Áhugamenn um stangaveiði og náttúruskoðun geta vænst nýrrar syrpu af veiðiþáttunum „Sporða- köst“ á Stöð 2 næsta vor, en um- sjónarmaður þeirra þátta, Eggert Skúlason fréttamaður, hefur verið á Stígar frá Starlight og áltröppur firá Beldray fást í öllum stæröum í byggingavöruverslunum um allt land DREIFINGARAÐILl Sfmi: 533-1999, Fax: 533-1995 ferð vítt og breitt um landið frá hásumri við tökur. Eins og vant er, verða sex þættir í syrpunni og sagði Eggert í samtali að fyrst um sinn yrði þagað um það hverjir væru gestir í viðkomandi þáttum. Það má þó geta þess, að einn þáttur er frá Miðfjarðará, annar frá Grímsá og sá þriðji frá Amarvatnsheiði. Einn þáttur er frá Þverá í Borgarfirði, en síðan eru tveir þættir um ónafn- greinda veiðimenn og þá er farið vítt og breitt um landið. I öðru til- vikinu er þó mest staldrað við á bökkum Laxár í Kjós. Þótt Eggert vildi ekki nefna gestina, upplýsti hann að mörg góð skot hefðu náðst, m.a. skot ofan af Miðbergi við Lax- foss í Grímsá, þar sem lax tekur sig út úr torfu til að næla sér í flugu sem sveimar skammt frá. Og annað þar sem kvikmyndatökuvélin er í „búrinu“ neðan vatnsborðs og nær því er lax tekur sig til og eltir flugu sem rákar yfirborðið með gáru- hnúti. Fréttir héðan og þaðan A sunnudaginn voru komnir 102 laxar á land úr Fáskrúð í Dölum sem er minna en menn höfðu vænst. Að sögn Eiríks St. Eiríkssonar, ár- nefndarmanns við ána, hefur vatns- leysi háð aflabrögðum. Dæmi um það væri, að einn besti veiðistaður árinnar til margra ára, Laxahylur, er svo vatnslaus að enginn lax hefur lagst þar í sumar. „Það hefur nán- ast ekkert rignt í Dölunum lungann úr sumrinu. Frændur mínir voru í Laxá í Dölum fyrir skömmu og þar var dauft, hollið fékk aðeins 8 laxa og það voru komnir eitthvað um eða yfir 500 laxar úr ánni. Rétt yfir 400 laxar hafa veiðst í Leirvogsá og stefnir í að hún verði með mestu meðalveiðina á stöng á íslandi í sumar. Þann sess hefur Laxá á Asum skipað til margra ára, en aflinn í þeirri verstöð er nú áþekkur, en betur gengur í Leir- vogsá og því góður möguleiki að hún endi með meiri afla. Þá hefur heyrst að eitthvað hafi rofað til á Iðunni síðustu daga. Einn dagurinn gaf 7 laxa og annar 6 laxa. Þetta er svo sem ekki mikið á mæli- kvarða umrædds veiðistaðar, en at- hyglisvert miðað við ördeyðuna sem verið hefur megnið af sumrinu. Bresk-íslenska verslunarráðið Verslunar- samskipti fara vaxandi Magnús Gunnarsson HLUTVERK þess er að efla sam- skipti og við- skiptatengsl milli þeirra aðila sem eiga viðskipti milli landanna. Félagar eru í dag um 200 fyrir- tæki úr öllum greinum atvinnulífsins og skiptast þau nokkuð jafnt á milli landanna. Framkvæmda- stjóm félagsins er í höndum Verslunarráðs Islands en auk þess er viðskiptafulltrúinn í sendiráði Islands í Bret- landi í hlutastarfi hjá ráð- inu.“ - Hvers konar fyrir- tæki eru það helst sem eigafulltrúa í félaginu? „011 fyrirtæki sem eiga í samskiptum við Bret- land, bæði inn- og út- flutningsfyrirtæki og fyr- irtæki sem eiga í samskiptum við Bretland á ýmsum öðrum sviðum, svo sem flugfélögin, hugbúnaðarfyrirtæki og fyi-ir- tæki í fjármálastarfsemi." -Hvað var helst á dagskrá aðalfundarins? „Á aðalfundinum, sem haldinn var á Hótel Sögu, var ávarp for- seta íslands, herra Ólafs Ragn- ars Grímssonar, og tvær fram- söguræður, annars vegar um af- stöðu Breta til sjávarútvegs- stefnu Evrópubandalagsins, það erindi flutti Steven J. Norton, og hins vegar markaðssetning Is- lands í Bretlandi, sá sem flutti það erindi var Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum." - Þetta er tveggja ára gamait félag, hvað hefur á daga þess drifiðístórum dráttum? „Til þess að ná fram markmiði sínu stendur ráðið fyrir reglu- legum fundum um ýmis málefni, þannig voru t.d. á þessu ári haldnir tveir morgunverðar- fundir, annar með Gary Titley, breskum Evrópuþingmanni um Bretland og evruna, og hinn með Terry Brown, frá alþjóða- ráðgjafafyrirtækinu Deloitte & Touche, sem fjallaði um skatta- mál fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri. Aðalfundir hafa verið haldnir til skiptis í London og Reykjavík.“ - Fara viðskiptatengsl vax- andi milli íslands og Bretlands? „Já, þau fara vaxandi og áhugi er á aukinni starfsemi. Bresk-ís- lenska verslunarráðið er stærsta millilanda- verslunarráðið innan vébanda Verslunar- ráðs íslands. Ráðið hefur sérstaka heima- síðu undir heimasíðu Verslunar- ráðs íslands (www.chamber.is). Þar er hægt að finna upplýsing- ar um félaga í Bresk-íslenska verslunarráðinu og hægt að tengjast beint heimasíðu þeirra. Félagamir, sérstaklega þeir bresku, eru duglegir við að nýta sér þann upplýsingabanka sem félagatalið er, í leit að nýjum viðskiptatengslum. Bresk-ís- lenska verslunarráðið gefur út fréttabréf nokkrum sinnum á ári og hefur tekið á móti viðskipta- sendinefndum frá Bretlandi til íslands og tekið þátt í slíkum sendinefndum frá Islandi til Bretlands. Síðast en ekki síst ►Magnús Gunnarsson er fædd- ur í Reykjavík 6.9. 1946. Hann lauk stúdentsprófí frá Verslun- arskóla fslands 1967 og við- skiptafræðiprófi frá Háskóla Islands 1971. Hann hefur starf- að sem kennari við Verslunar- skólann, sem framkvæmda- stjóri Arnarflugs 1976 til 1981, í stuttan tfma var hann aðstoð- arframkvæmdastjóri Olíufé- lagsins, siðan framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins. Framkvæmdastjóri SÍF var hann til 1993, þá stofnaði hann eigið ráðgjafafyrirtæki, sem hann hefur rekið siðan. Magnús er kvæntur Gunnhildi Gunnars- dóttur snyrtifræðingi og eiga þau tvö böm, Aðalheiði og Gunnar Kristin. veitii’ skrifstofa ráðsins félags- mönnum almennar viðskipta- upplýsingar." - Hverjir eru ykkar sam- starfsaðilar? „Almennt á ráðið mjög gott samstarf við breska sendiráðið á íslandi og við sendiráð íslands í Bretlandi. Þá er ráðið aðili að samtökum breskra verslunar- ráða í Evrópu (COBCOE), og eins og fyrr sagði er aðalskrif- stofa ráðsins hjá Verslunarráði íslands og nýtur Bresk-íslenska verslunarráðið góðs af þeirri þekkingu sem Verslunarráð ís- lands hefur byggt upp á þessu sviði gegnum tíðina. I því sam- bandi má segja frá því til gam- ans, að á morgun, 2. september, í sam- vinnu við Verslunar- ráðið og önnur milli- landa-verslunarráð, stendur Bresk-ís- lenska verslunarráðið fyrir golf- móti í Reykjavík, en mikill áhugi virðist vera meðal félaganna á þeirri íþrótt. Fjöldi félagsmanna sýnir tvímælalaust að það er þörf fyrir slíkan sameiginlegan vettvang fyrir þá aðila sem eiga í viðskiptum milli landanna. Ný stjórn hefur sett sér að halda áfram því öfluga starfi sem átt hefur sér stað á liðnum tveimur árum og hvetur alla þá sem ekki eru enn félagar að skrá sig í Bresk-íslenska verslunarráðið. Þess má geta að félagsgjöldum hefur verið haldið í lágmarki, þau eru einungis 100 bresk pund á ári.“ Áhugi er á aukinni starfsemi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.