Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ það eitt að ávaxta okkar pund með bankanum en engin önnur undir- I liggjandi sjónarmið réðu fjárfest- ingunni." Eyjólfur segir val mannanna ekki byggjast á tengslum við hlut- hafahópana fjóra sem standa að Orca S.A. „Gunnar Þór Ólafsson varamaður er aðili að félaginu en er þó fyrst og fremst valinn út frá innsýn sinni í viðskipti. Hann situr | í stjórnum ýmissa stórfyrirtækja og sama má segja um Jón Ingvars- son. Þessir menn hafa víðtæka ' reynslu úr viðskiptalííinu og við vildum fá þá til liðs við okkur. Kri- stján Þór hefur bæði setið í stjórn- um fyrirtækja og stýrir einu stærsta bæjarfélagi landsins og nýtur almennrar virðingar og trausts. Þorvarður hefur bæði komið að fyrirtækjarekstri og ver- ið skólastjóri Verslunarskólans lengi. Hann hefur mikla innsýn í ís- lenskt viðskiptalíf og kemur þannig að málinu.“ Sljórnarmenn bjartsýnir á framtíðina Jón Ingvarsson, fyrrverandi stjórnarformaður SH, var kosinn í stjórn FBA fyrir hönd Orca S.A. „Eg lít á það sem áhugavert verk- efni að taka þátt í því uppbygging- . arstarfi sem þarna á sér stað,“ seg- ir Jón. Hann segir þá orrahríð sem staðið hefur um kaup Orca S.A. á | hlut í FBA ekki til að bæta stöð- una. „Það er ákaflega mikilvægt fyrir eigendur bankans að það skapist ró og friður um bankann og ég vona svo sannarlega að svo verði.“ Jón segist ekki geta sagt til um hvort kjör nýrrar stjórnar breyti einhverju í stefnu bankans. „Það er svo skammt um liðið að ég | hef engar forsendur til að svara því. Ég hef ekkert sérstakt í huga varðandi framtíð bankans því ég * þekki félagið lítið. Ég vona að þetta verði spennandi verkefni fyrir stjórnina að fást við. FBA er áhugavert fyrirtæki sem hefur gengið vel og margir hæfir menn eru innan bankans." Kristján Þór Júlíusson, annar maður Orca S.A. í stjórn FBA, var ekki staddur á hluthafafundinum og vildi ekki tjá sig um niðurstöð- una að sinni. Þorvarður Elíasson, varamaður Kristjáns Þórs, segist ekki tengdur Orca S.A. á neinn hátt en hafa orðið við beiðni stjórn- armanna Orca S.A. vegna áhuga. „Ég hef áhuga á að taka þátt í að leiða FBA á sléttan sjó. Allir hlut- hafar FBA eiga þar mikilla hags- muna að gæta.“ Friður skapist innan stjórnarinnar Þorsteinn Ólafsson, stjórnarfor- maður FBA, segist munu beita sér fyrir því innan stjórnarinnar að friður skapist um starfsemi bank- ans. „Ég hef enga ástæðu til að halda annað en að slíkur friður ríki. Ég tel það mjög mikilvægt að hlut- hafar og allur almenningur skynji það að áfram verður unnið í sama anda innan bankans og verið hefur. « Ég tel að stjórnin muni vinna vel saman, þeir einstaklingai- sem kjörnir voru í dag eru vel til þess % hæfír og hafa það viðhorf að vinna af heilindum að framgangi bank- ans,“ segir Þorsteinn. Hann segir niðurstöðu stjórnar- kjörsins mjög heppilega fyiir FBA en telur ekki æskilegt að bera hana saman við niðurstöðu sem hugsan- lega hefði getað orðið ef eigendur Orca S.A. hefðu sjálfir gefið kost á sér í stjórn. Næsti stjórnarfundur Fjárfestingarbankans er fyrirhug- aður í september, að sögn Þor- ^ steins. „Fyrsta mál er að kynna málefni bankans fyrir nýjum stjórnarmönnum svo þeir séu bet- ur í stakk búnir til að taka þátt í stjórnarstarfi þegar fyrsti fundur verður boðaður." Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, segist mjög sáttur við niður- stöðu kjörsins. „Ég er ánægður ; með að niðurstaða er fengin. Mér ] líst vel á þessa menn og trúi því að þeir eigi eftir að vinna félaginu gagn og stuðla að framgangi þess.“ Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Orca S.A., að loknu stjórnarkjöri í stjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins „Vildum sýna að hugur fylgdi máli“ A hluthafafundi í Fj árfestingarbanka atvinnulífsins, sem haldinn var í gær, voru Jón Ingvarsson, fyrr- verandi stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kosnir í stjórn bankans fyrir hönd Orca S.A. MEIRIHLUTA stjórnar FBA fyrir hönd ríkis- sjóðs skipa eftir sem áður Þorsteinn Ólafs- son stjórnarformaður, Magnús Gunnarsson varaformaður og Örn Gústafsson. Stjórnarformaður Orca S.A., Eyjólfur Sveinsson, fór á fundinum fram á að margfeldis- kosning yrði viðhöfð og var sú beiðni samþykkt af Þorsteini Geirssyni, formanni atkvæðanefnd- ar ríkissjóðs. Atkvæðanefnd ríkissjóðs lagði á fundinum fram tillögu um fimm stjómarmenn. „Það eru fimm menn í stjóm FBA, við lögðum fram lista með nöfnum fimm manna, enda lá ekkert samkomu- lag fyrir um annað. Ef enginn hlut- hafi hefði komið fram með tillögu hefði sá listi orðið sjálfkjörinn." Þorsteinn segist ekki hafa vitað fyrir víst hvort önnur tillaga um stjórnarmenn kæmi fram á fundin- um. „Orca S.A. gaf ekkert uppi um það fyrirfram mér vitanlega hvort lögð yrði fram tillaga um stjómar- menn eða hve margir yrðu til- nefndir,“ segir Þorsteinn. Auk hans skipa atkvæðanefnd ríkis- sjóðs þeir Þorgeir Örlygsson, Ki’i- stján Skarphéðinsson, Kristján Ragnarsson og Haraldur Sumar- liðason. Fundarstjóri á hluthafafundin- um var Ásgeir Thoroddsen hrl. og lýsti hann fundinn lögmætan. Hann gerði fundarmönnum grein fyrir mætingu en fulltrúar 73 hlut- hafa vora mættir, með 85,581% af atkvæðamagni félagsins. í samþykktum FBA kemur fram að boða verði til hluthafafundar berist ósk þess efnis frá hluthöfum sem ráða yfir a.m.k. 1/10 hluta hlutafjár bankans. Orca S.A. ræður nú yfír 28% hlutafjár í bankanum og af hálfu félagsins var á fundin- um lögð fram tillaga um tvo stjórn- armenn ásamt varamönnum, þá Kristján Þór Júlíusson og Þorvarð Elíasson sem varamann hans og Jón Ingvarsson og Gunnar Þór Ólafsson sem varamann hans. At- kvæðanefnd ríkisins lagði fram til- lögu um fimm stjómarmenn ásamt varamönnum: Þorstein Ólafsson og Hrein Jakobsson; Magnús Gunn- arsson og Sigurð Einarsson; Örn Gústafsson og Arna Magnússon; Þorgeir Örlygsson og Benedikt Árnason; Þorstein Geirsson og Ár- mann Kr. Ólafsson. Margfeldiskosning viðhöfð Eftir að samþykkt hafði verið að ganga til margfeldiskosningar gerði fundarstjóri fundarmönnum Morgunblaðið/Golli Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, býður Eyjölf Sveinsson og Jón Ólafsson velkomna á fundinn. Fundarmenn bera saman bækur sýnar fyrir margfeldiskosninguna. grein fyrir slíkri kosningu. „í margfeldiskosningu er atkvæða- magn viðkomandi hluthafa marg- faldað með fjölda þeirra sem kjósa. Síðan geta menn valið um að setja allt sitt atkvæðamagn á einn eða fleiri.“ Hlutafé FBA er kr. 6.800.000.000, eins og fram kemur í 4. gr. samþykkta félagsins. í 19. grein segir að á hluthafafundum fylgi eitt atkvæði hverri einni krónu í félaginu. Úrslit margfeldiskosn- ingarinnar urðu sem hér segir: Magnús Gunnarsson 5.990.857.375 atkvæði, Þorsteinn Ólafsson 5.986.518.285 atkvæði, Örn Gústafs- son 5.972.538.118 atkvæði, Jón Ingvarsson 4.774.969.097 atkvæði og Kristján Þór Júlíusson 4.770.459.670 atkvæði. Þorsteinn Geirsson, formaður atkvæðanefndar ríkissjóðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- þykki atkvæðanefndarinnar fyrir margfeldiskosningu hefði einungis verið formsatriði. „Við höfðum ekkert við margfeldiskosningu að athuga, það er hægt að áskilja að slík kosning verði viðhöfð ef óskað er eftir því með fimm daga fyrir- vara. Það er meginregla hjá hluta- félögum að sé farið fram á marg- feldiskosningu er orðið við því.“ Þorsteinn segist ekki hafa vitað um tillögu stjórnar Orca S.A. um menn í stjórn FBA fyrirfram og hvaða einstaklingar þetta væru kæmi samþykki atkvæðanefndarinnar fyrir margfeldiskosningu ekkert við. „Úrslitin voru eins og við var að búast miðað við hlutafé þessara aðila,“ segir Þorsteinn. Tillögur Orca S.A. byggjast á hagsmunum bankans Jón Ólafsson, einn eigenda Orca S.A., segir tillögur félagsins um stjórnarmenn í FBA byggjast á hagsmunum bankans. Aðspurður hvort stjórnarmennirnir tveir væru í forsvari fyrir hópa fjárfesta sagði Jón svo ekki vera, heldur væru þeir málsvarar hluthafa Orca S.A. í heild. Jón sagði þá fjóra hópa fjár- festa sem standa að baki Orca S.A. ekki verða skilgreinda nánar að sinni. Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor- maður Orca S.A., vísar til yfirlýs- inga félagsins þegar tilkynnt var um fjárfestingu þess í FBA. „Þá kom fram að okkar markmið er það að vinna fyrirtækinu heilt. Sjónarmið okkar eru þau ein að finna menn sem almennt geta orðið bankanum og stjórn hans öflugir liðsmenn." Hann segir það að sjálf- sögðu koma til greina að eigendur hlutafjár í félagi gæti sjálfir fjár- festingar sinnar. „Okkur þótti rétt með hliðsjón af þeim umræðum sem orðið hafa um Fjárfestingar- bankann að menn sæju að hugur fylgdi máli. Markmið okkar væri 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.