Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Götunöfn
Rán-
fuglar í
Aslandi?
Hafnarfjörður
BYGGINGANEFND og
bæjarráð Hafnarfjarðar
vinna nú að tíllögnm um
götunöfn í 2. áfanga
byggðarinnar við Ásland
og eru ekki á einu máli.
Bæjarráð vill að götur
nefnist eftir fuglum sem
er að fínna á svæðinu, þar
sem er friðland fugla og
eini varpstaður flórgoð-
ans sunnanlands.
Bygginganefnd hefur
hins vegar gert tíllögu
um að göturnar verði
nefndar eftír ránfuglum.
Arnarás, Fálkaás
og Smyrlaás
Upphaflega lagði bygg-
inganefndin tíl þann 7.
júlí sl. að hringtorg í
hverfínu skyldu nefnast
Arnartorg og Vörðutorg
en göturnar Arnarás,
Fálkaás, Hrafnaás,
Haukaás, Smyrlaás og
Ugluás.
Þegar þessi ákvörðun
kom tíl staðfestíngar í
bæjarráði þann 5. ágúst
sl. endursendi bæjarráðið
tillögurnar tíl bygginga-
nefndarinnar með ósk um
að nefna skyldi göturnar
eftír fuglum sem fínnast á
svæðinu.
Bygginganefndin tók
málið fyrir að nýju á fundi
þann 25. þessa mánaðar
og í fundargerð þar er
bókað að að lokinni um-
fjöllun vinnuhóps um
götunöfn leggi byggingar-
nefndin tíl að staðið verði
við áður gerða tíllögu.
Vísað tíl bæjarsljóra
Málið kom svo enn tíl
afgreiðslu þegar fundar-
gerð bygginganefndar-
innar var lögð til af-
greiðslu í bæjarráði þann
26. ágúst.
Þar var fundargerðin
samþykkt að öðru leytí en
hvað varðar götunöfn í
Áslandi og málinu vísað
til bæjarsljóra milli
funda.
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Foreldrar og starfsmenn Laufásborgar hafa miklar áhyggjur af umferðarhraðanum umhverfís skólann. Búið er að mála stórum stöfum 30 á Njarðargöt-
una til að minna ökumenn á gildandi hámarkshraða í hverfínu.
Starfsmenn og foreldrar hafa áhyggjur af
umferðinni við Laufásborg
Hraðatakmark-
anir ekki virtar
Þíngholt
ÞUNG umferð og mikill um-
ferðarhraði veldur starfs-
mönnum og foreldrum bama í
leikskólanum Laufásborg
áhyggjum og sendu þeir borg-
aryfirvöldum erindi í vor þar
sem óskað er úrbóta. Leik-
skólinn stendur á horni Lauf-
ásvegar og Njarðargötu, en í
hverfínu er 30 km hámarks-
hraði sem fáir ökumenn virða.
Foreldrar og starfsmenn
gerðu í erindi sínu tillögu um
að sett yrði hraðahindrun á
Njarðargötu, rétt ofan við
Laufásveg neðarlega í bratt-
anum. Þá var einnig iagt til að
lögreglueftirlit yrði aukið með
umferðinni og þá sérstaklega
hraða í nágrenni leikskólans
og ekki síst á Njarðargötu.
I erindinu kemur fram að
þetta sé orðið aðkallandi mál,
því enn sé útlit fyrir þyngri
umferð í hverfínu þegar bygg-
ing og síðar starfsemi barna-
spítala verði að veruleika. Þá
megi líka búast við aukinni
umferð í tengsium við flutning
á skrifstofu Ríkisspítalanna á
hornið við Eiríksgötu og Bar-
ónsstíg.
Jóhanna Thorsteinsson,
leikskólastjóri Laufásborgar,
segir að umhverfís skólann sé
mikil umferð og að fólk keyri
ofsalega hratt. Fólk virðir
ekki hraðatakmarkanir og
segir Jóhanna að árekstrar á
götuhornum nálægt skólanum
séu algengir. Hún telur að
lögreglan mætti fylgjast bet-
ur með umferðinni og ætti að
beita sektum til að ná niður
hraðanum.
í Laufásborg eru um 30
starfsmenn og 100 börn ásamt
foreldrum sem þurfa að kom-
ast til og frá skólanum á
hverjum virkum degi. Jó-
hanna segir aðgengi að skól-
anum á bflum sé erfítt vegna
skorts á bflastæðum, og ekki
bæti úr sök hröð og mikil um-
ferð á götunum umhverfís
skólann, þar sem hún ætti að
vera róleg. Jóhanna telur það
koma til álita að þrengja göt-
urnar, það væri sennilega ein-
faldasta leiðin til að ná niður
hraðanum.
Að sögn Stefáns A. Finns-
sonar hjá umferðardeild
Reykjavíkurborgar hefur ver-
ið fjallað um erindi foreldra
og starfsmanna við Laufás-
borg. Hann segir að ekki hafí
verið vilji fyrii' því að setja
hraðahindrun á Njarðargöt-
una. Hins vegar hafí verið
ákveðið að vera með sérstak-
ar merkingar í brekkunni og
sjá hvort það skilaði einhverj-
um árangri. Búið er að mála á
götuna töluna 30 með stórum
stöfum, til að minna ökumenn
á að hámarkshraði í hverfínu
sé 30 km/klst. Það hefur hann
verið í mörg ár enda voru
Þingholtin eitt af fyrstu 30 km
svæðunum í borginni.
Bömin á Laufásborg verða að halda sig innan hliðsins,
því hætturnar leynast víða á götunum umhverfís
Ieikskólann.
Það er nú alltaf gaman í leikskólanum.
Knatthús ehf. vinnur að byggingu knattspyrnuhúss fyrir sveitarfálögin sunnan Reykjavíkur
Líklega sátt um staðar-
val í Vífílsstaðalandi
Gardabær
KNATTHÚS ehf. er félag
sem knattspyrnufélög í
Hafnarfírði, Kópavogi,
Garðabæ og Bessastaða-
hreppi hafa stofnað til að
meta þörf, athuga möguleg
byggingarform, kanna hag-
kvæmni, fjármögnun og
rekstur sameiginlegs knatt-
spyrnuhúss í sveitarfélög-
unum. VSÓ hefur unnið
skýrslu með frumáætlun
um stofnkostnað og nýtingu
slíks húss og hefur skýrslan
verið kynnt bæjarfélögun-
um. Þar kemur fram að
byggingarkostnaður við
upphitað hús með 12,5
metra lofthæð í mæni yrði
510 milljónir króna.
I skýrslunni kemur fram
að líklega verði hægt að ná
sátt um staðarval íyrir hús-
ið í landi Vífilsstaða, við
Reykjanesbraut norðan Víf-
ilsstaðavegar.
Sandgrasvöllur
í fullri stærð
Miðað er við að í húsinu
verði knattspymuvöllur af
fullri stærð, 68x105 metrar,
á sandgrasi. í skýrslunni er
fjallað um kostnað við sex
tegundir af húsum, annars
vegar er lofthæð húsanna
breytileg og hins vegar er
miðað við ólíkar gerðir
húsa, allt frá óupphituðu
skýli upp í fjölnota íþrótta-
og sýningarhús.
Annars vegar er miðað
við lofthæð sem er 12,5
metrar við mæni og 5,5
metrar við hliðarlínu vallar,
sem er sú útfærsla sem not-
uð hefur verið í Danmörku,
og hins vegar við hús með
20 metra lofthæð við mæni
og 10 metra við hliðarlínu,
en þannig hús hafa Norð-
menn byggt. Þá er kannað
hvað kosti að reisa kalt
knattspyrnuhús, sem er
óeinangrað og eingöngu
ætlað fyrir knattspyrnu.
Með lægri lofthæðinni yrði
kostnaðurinn 420 milljónir,
en 480 milljónir ef um 20
metra lofthæð yrði að ræða.
Upphitað og einangrað
knattspyrnuhús, með mögu-
lega notkun fyrir aðrar
íþróttir, myndi kosta 510
milljónir en 590 ef lofthæðin
yrði 20 metrar.
Við fjölnota íþrótta- og
sýningarhús, þar sem auk
boltaíþrótta verði aðstaða
til að stunda frjálsar íþrótt-
ir og halda stærri vörusýn-
ingar, yrði stofnkostnaður-
inn 880 milljónir en 980
milljónir ef lofthæðin verð-
ur 20 metrar í mæni.
í öllum tilvikum yrði
hægt að koma fyrir stæðum
fyrir 1-2.000 áhorfendur. í
húsinu yrði hægt að halda
rokktónleika og ýmsar aðr-
ar uppákomur.
2 klst. á aldursflokk
Knattspyrnufélögin sem
standa að Knatthúsum eru
Breiðablik, HK, Haukar,
FH, Stjarnan og Ung-
mennafélag Bessastaða-
hrepps. Miðað við að ein-
göngu yrði spiluð knatt-
spyrna í húsinu og húsið
yrði notað frá klukkan
16-23 virka daga en frá
9-19 laugardaga og 9-23
sunnudaga yrðu 100
klukkustundir til skiptanna
í viku hverri og kæmu þá 2
klukkustundir í hlut hvers
aldursflokks þessara félaga.
Þá er miðað við að 80% tím-
ans yrði spilað á tveim hálf-
um völlum í húsinu.
Skýrsla Knatthúsa hefur
nú verið send sveitarfélög-
unum þar sem hlutaðeig-
andi íþróttafélög starfa til
kynningar, og segir Þor-
bergur Karlsson, forsvars-
maður Knatthúsa, undir-
tektir ágætar. „Við vitum að
bæjarfélögin hafa áhuga á
þessu máli,“ segir Þorberg-
ur. Næst á dagskrá í málinu
segir hann að sé að fara í
nánari viðræður við sveitar-
félögin um hugsanlega hús-
byggingu og þá hver ofan-
greindra kosta verði fyrir
valinu.