Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 24
SS ooor r HITOACTTT>TTVffTM
24 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
mu & TííT/ninqnM
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Aukinn hagnaður hjá íslandsbanka-samstæðunni
fyrstu sex mánuði ársins
Hagnaður nam 693
milljónum króna
ÍSLANDSBANKI hf. hagnaðist um
693 milljónir króna að teknu tilliti til
reiknaðra tekju- og eignarskatta
fyrstu sex mánuði ársins 1999, í sam-
anburði við 596 milljóna króna hagn-
að að teknu tilliti til skatta á sama
tímabiii árið 1998. Hagnaður er því
97 milljónum króna meiri en á sama
tímabili í fyrra. Hreinar rekstrar-
tekjur bankans voru 3.321 milljón
króna á fyrstu sex mánuðum þessa
árs en 3.075 milljónir króna á sama
tíma í fyrra. Vaxtamunur bankans
var 3,6% og hækkaði um 0,1% milli
ára. Heildarfjármagn hinn 30. júní
síðastliðinn var rúmur 131 milljarður
króna og hafði aukist úr tæpum 108
milljörðum hinn 31. desember 1998.
Viðskipti með hlutabréf í Islands-
banka á Verðbréfaþingi Islands í
gær námu 111 milljón króna og
lækkaði gengi þeirra um 3,8%, úr
4,50 í 4,33.
„Það er ánægjulegt að hagnaður
og arðsemi aukist frá seinasta ári, en
Islandsbanki hefur notið góðs af
góðu árferði í efnahagslífinu. Einnig
skiptir máli að starfsfólk bankans
hefiir lagt hart að sér og staðið sig
frábærlega. íslandsbankasveitin hef-
ur stækkað á þessu sex mánaða
tímabili og heildarfjármagn stóð í
131 milljarði króna hinn 30. júní síð-
astliðinn og hafði aukist um 22% frá
áramótum," segir Valur Valsson,
bankastjóri Islandsbanka, í samtali
við Morgunblaðið.
Spurður um hærri vaxtamun á
tímabilinu segir Valui- að skýringam-
ar séu fólgnar í hærri verðbólgu.
Kostnaðarhlutfall íslandsbanka
hækkaði úr 65% í 68% á fyrstu sex
mánuðum ársins, og segir Valur skýr-
inguna liggja í því að ákveðin útgjöld
skiptist með þessum hætti niður á
fyrri hluta rekstrarársins, og geri
bankinn ráð fyrir að kostnaðarhlut-
fallið verði lægra fyrir árið í heild.
Afkoma íslandsbanka
umfram væntingar
Frosti Reyr Rúnarsson, verð-
bréfamiðlari hjá Fjárvangi, segir af-
komu Islandsbanka á fyrri hluta
þessa árs vera góða og sé hún betri
en Fjárvangur hefði vænst. Arðsemi
eiginfjár Islandsbanka sé um 18%,
samkvæmt hefðbundnum útreikn-
ingum á þeirri stærð, sem verði að
teljast vel viðunandi.
„Hagnaðaraukninguna má m.a.
annars rekja til aukinna vaxtatekna
ásamt því að framlag í afskriftarreik-
ing bankans hefur lækkað umtalsvert
og er í sögulegu lágmarki hjá bankan-
um á fyrri hluta þessa árs. Aukningu
á hagnaði má einnig rekja til bættrar
afkomu hjá félögum sem tengd eru
íslandsbanka,“ segir Frosti.
„Við hjá Fjárvangi teljum þó að
gengi hlutabréfa félagsins hafi verið
í hærra lagi að undanförnu, en þó
hafi orðið nokkur leiðrétting á því
eftir að íslandsbanki birti uppgjör
sitt. Að okkar mati er bankinn góður
fjárfestingarkostur til lengri tíma,
m.a. vegna þess að stjórnendur og
starfsmenn bankans hafa skilað
góðri afkomu síðustu ár og hagnaður
bankans hefur aukist milli tímabila,"
segir Frosti.
ÍSLANDSBANKI hf.
Úr milliuppgjöri 1999 ^ Samstæða
1 Rekstrarreíkningur 1SGQ 1SSG
Milljónir króna JAN.-JÚNl JAN.-JÚNl Breyting
Vaxtatekjur 6.020 4.483 +34%
Vaxtagjöld 3.897 2.819 +38%
Hreinar vaxtatekjur 2.123 1.664 +28%
Aðrar rekstrartekiur 1.198 1.411 -15%
Önnur rekstrargjöld 2.245 1.985 +13%
Framlag í afskriftareikning útlána -325 -449 -28%
Hagnaður fyrir skatta 751 641 +17%
Reiknaðir skattar -58 -45 +41%
Hagnaður tímabilsins 693 596 +16%
1 Efnahagsreikningur
EIGNIR, milljónir króna 30/06 '99 31/12 '98 Breyting
Sjóður, ríkisvíxlar og bankainnist. 10.116 6.903 +47%
Útlán 92.258 83.510 +10%
Markaðsverðbr. og eignarhl. í fél. 25.275 14.115 +79%
Aðrar eignir 3.505 3.376 +4%
EIGNIR SAMTALS 131.154 107.904 +22%
SKULDIR og EIGIÐ FÉ Breyting
Skuldir við lánastofnanir 19.600 13.289 +47%
Innlán 58.713 49.320 +19%
Lántaka 41.404 34.459 +20%
Aðrar skuldir og víkjandi lán 3.481 3.383 +3%
Eigið fé 7.956 7.453 +7%
SKULDIR SAMTALS 131.154 107.904 +22%
I Kennitölur
1 Arðsemi eigin fjár I 22,9%T 24,1 %T
íslenski hugbún-
aðarsjóðurinn hf.
Tap Tæknivals nam 144,3 milljónHm fyrstu sex mánuðina
Kaupir
9% hlut í
Kögun hf.
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóð-
urinn hf. hefur fest kaup á 9%
hlutafjár í Kögun hf. fyrir
milligöngu íslandsbanka. Kög-
un hf. hefur m.a. unnið að þró-
un og framleiðslu á flugstjóm-
arhermi og hefur nú selt
NATO slíkan búnað. Við kaup-
in verður Islenski hugbúnaðar-
sjóðurinn hf. stærsti hluthaf-
inn í Kögun hf. en kaupverð er
ekki gefið upp. íslenski hug-
búnaðarsjóðurinn á fyrir hluti í
ýmsum hugbúnaðarfyrirtækj-
um, t.d. Hugviti, Landsteinum
International, og Teymi.
Kögun hf. stundar gerð og
rekstur loftvamarkerfa og hef-
ur verið viðurkennt af banda-
rískum hermálayfirvöldum og
NATO sem verktaki við gerð
flókinna vamarkerfa, eins og
fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Dótturfélag Kögunar hf.,
Navision Software Island ehf.,
sér um heildsöludreifingu Na-
vision Financials viðskiptahug-
búnaðarins á Islandi en rekur
einnig þýðingardeild sem ann-
ast íslenskuþýðingar á erlend-
um hugbúnaði og þýðingar á
íslenskum hugbúnaði. Starfs-
menn Kögunar hf. era um 55
og var velta félagsins á síðasta
reikningsári um 276 milljónir
króna, hagnaður eftir skatta
um 43 milljónir og eigið fé um
169 milljónir króna.
„Við höfum verið að skoða
Kögun og þetta er afar vel rek-
ið fyrirtæki," segir Gunnar
EngÖbertsson, framkvæmda-
stjóri Islenska hugbúnaðar-
sjóðsins. „Það hefur sérhæfða
þekkingu á markaði sem mikl-
ir möguleikar felast í. Þeir era
meðal fremstu fyrirtækja í
heimi á sínu sviði. Gríðarlegar
kröfur era gerðar um gæði og
hvað varðar rekstraröryggi.
Það er erfitt fyrir aðra að til-
einka sér þessa þekkingu á
skömmum tíma og fyrirtækið
hefur því sterka samkeppnis-
stöðu,“ segir Gunnar.
Birgðir færðar niður
um 90 milljónir króna
m
Tæknival m.
Úr reikningum móðurfélagsins
Rekstrarreikningur janúar-júní 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 2.068,8 1.402,9 +47%
Rekstrargjöld 2.210,0 1.437,4 +54%
Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði -141,2 -34,4 +310%
Fjármagnstekjur (gjöld) -35,7 -6,8 +425%
Tekju- og eignarskattur 17,0 4,6 +270%
Tap af reglulegri starfsemi -160,0 -36,6 +337%
Söiuhagnaður eigna 22,3 -
Hlutd. og áhrif dóttur- og hlutd.félaga -6,6 -
Tap tímabilsins ■144,3 -36,6 +294%
Efnahagsreikningur 30/699 31/1298 Breyting
Fastafjármunir Milljónir króna 400,2 319,0 +25%
Veltufjármunir 1.302,0 1.493,3 -13%
Eignir samtals 1.702,1 1.812,3 -6%
Eigið fé 137,2 284,7 -52%
Langtímaskuldir 457,8 458,5
Skammtímaskuldir 1.107,2 1.069,1 +4%
Skuldir og eigið fé samtals 1.702,1 1.812,3 -6%
Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna -146,4 -22,8 +542%
Veltufjárhlutfall 1,18 1,40
Eiginfjárhlutfall 0,08 0,16
TAP Tæknivals-samstæðunnar nam
144,3 milljónum króna fyrstu sex
mánuði ársins borið saman við 36,6
milljóna króna tap á sama tímabili í
fyrra. Nema afskriftir birgða 90
milljónum króna. í afkomuviðvöran
Tæknivals í sumar kom fram að gert
var ráð fyrir 85-95 milljóna króna
taprekstri á fyrstu sex mánuðum
ársins. Auk þess sem boðað var að í
kjölfar endurskoðunar á birgðum
fyrirtækisins yrðu þær afskrifaðar.
Að sögn Arna Sigfússonar, fram-
kvæmdastjóra Tæknivals, skiptir
máli að staðan í dag er sú að birgðir
sem era sex mánaða og eldri era
7,4% af heildarbirgðum en þetta
hlutfall var 25% um síðustu áramót.
Þá hefur heildarbirgðatala lækkað
úr 620 milljónum um áramót í 511
milljónir króna þrátt fyrir 47% veltu-
aukningu miðað við sama tíma í
fyrra. „I rekstri eins og þeim sem
Tæknival er í skiptir öllu máli að
vera með nýja vöra. Þannig að við
höfum þegar náð veralegum árangri
á því sviði.“
Velta Tæknivals á fyrstu sex mán-
uðum ársins nam 2.068,8 milljónum
króna og er það 47% aukning frá
sama tímabili í fyrra. Aftur á móti
hefur rekstrarafkoma fyrir fjár-
magnsliði minnkað um 310%. Að
sögn Árna hafa menn ekki gert nógu
ítarlegar framlegðaráætlanir og
framlegðarkröfur í verkefnum sem
fyrirtækið hefur komið að. „Það er
hluti af því sem verið er að taka fyrir
hjá Tæknivali.“
Mikill fjármagnskostnaður
hjá félaginu
Fjármagnsgjöld félagsins hafa
aukist úr 6,8 milljónum króna í 35,7
milljónir króna. Að sögn Árna eru
verðbætur og vaxtagjöld sem fyrir-
tækið er að greiða tæpar 66 milljónir
króna. „Það er því mikill fjármagns-
kostnaður hjá fyrirtækinu og mikið
verk að vinna. Þetta er hluti af því
sem við eram að vinna í. Við eram
með lausnir á borðinu sem bæði
skapa sterkari sýn á rekstur fyrir-
tækisins og skapa okkur fjármagn til
að taka á þessum þáttum," segir
Árni Sigfússon.
Hjá Tæknivali er unnið að því að
efla hugbúnaðarsvið fyrirtækisins
með mögulegri sameiningu við önnur
hugbúnaðarhús. Byggja upp inn-
kaupa- og vöruhús og efla smásölu-
verslanir BT innan Tæknivals. Jafn-
framt er unnið að því að efla þjón-
ustuhús innan Tæknivals og endur-
skoða innra skipulag fyrirtækisins.
Gert ráð fyrir umskiptum á
seinni hluta ársins
Gert er ráð fyrir umskiptum í
rekstri Tæknivals vegna þessara að-
gerða sem samkvæmt fréttatilkynn-
ingu á að snúa tapi af reglulegri
starfsemi í 50 milljóna króna hagnað
á seinni hluta ársins.
Matthías H. Johannessen hjá
greiningardeild Kaupþings segir
tap Tæknivals vera mun meira held-
ur en búist var við. Eins hafi niður-
færsla á birgðum verið meiri en
gert var ráð fyrir en ekkert annað
en gott sé hægt að segja um að fé-
lagið færi niður birgðir. „Það sem
upp úr stendur er að 47% veltu-
aukning er nánast að skila engu.
Þetta er ekkert nýtt hjá Tæknivali
en samkvæmt upplýsingum sem við
höfum fengið hjá stjórnendum fé-
lagsins á þetta að vera liðin tíð. Það
er mjög jákvætt hversu mikið gaml-
ar birgðir hafa minnkað hjá fyrir-
tækinu og þær breytingar sem eiga
sér stað innanhúss munu vonandi
skila sér í bættri afkomu félagsins,“
segir Matthías.
Brota-
járni skip-
að út frá
Húsavík
UM 700 tonnum af brotajárni
hefur verið skipað út frá
Húsavík en fyrirtækið Hr-
ingrás hefur í samstarfi við
Héraðsnefnd Þingeyinga unn-
ið að því að safna brotajárninu
saman. Sveinn Ásgeirsson hjá
Hringrás sagði að þetta væri í
fyrsta skipti sem brotajárni
væri skipað út frá Húsavík.
Sérstakir brotajárnsgámar
hafa verið staðsettir víða í
sýslunni og járninu síðan safn-
að saman á Húsavík, þar sem
það hefur verið endurannið og
gert klárt til útflutnings. Þing-
eyingar hafa verið duglegir að
nýta sér þessa þjónustu og
hent miklu af brotajárni, m.a.
gömlum landbúnaðartækjum,
heimilistækjum og bílflökum.
Sveinn sagði að fyrirtækið
hafi verið á ferðinni á Húsavík
með sína færanlegu endur-
vinnslustöð, sem bæði klippir
niður og pressar efnið. Járnið
er því orðið hæft til að bræða
niður og framleiða nýtt járn
úr. Með þessum framkvæmd-
um er verið að færa
jámaruslið frá hefðbundnu
sorpi og koma því í burtu frá
svæðunum.
Frá Húsavík verður farið
með endurvinnslustöðina til
Sauðárkróks, þaðan til Skaga-
strandar, Hólmavíkur og Isa-
fjarðar. I framhaldinu verður
svo farið um Vesturland og
brotajárn unnið í Stykkishólmi
og á Akranesi.